Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
Hví ekki íslensku félagsliðin?
Östersunds FK er líklega um-talaðasta fótboltafélag Evr-ópu þessi dægrin. Lið fé-
lagsins var í fjórðu efstu deild
Svíþjóðar fyrir sex árum en lék í vik-
unni í 32 liða úrslitum Evrópudeild-
arinnar. Tapaði um daginn 3:0 heima
fyrir Arsenal en vann seinni leikinn í
London, 2:1. Lygileg frammistaða og
sannkallað Öskubuskuævintýri.
Aðeins eru liðlega tveir áratugir
síðan Östersunds FK var stofnað.
Það var 1996 að nokkur félög á svæð-
inu gengu til samstarfs og óhætt er
að fullyrða að það skref var skyn-
samlegt.
Landslið Íslands hafa verið mjög í
sviðsljósinu síðustu ár og árangur
karlaliðsins á Evrópumótinu í Frakk-
landi 2016 þótti ótrúlegt ævintýri.
Þar komust Íslendingar í átta liða úr-
slit, eftir að hafa slegið Englendinga
út úr keppni. Því má spyrja: hvers
vegna ætti íslenskt félagslið ekki að
ná sambærilegum árangri og „smá-
lið“ Östersunds FK eða landslið Ís-
lands?
Það fyrsta sem oft er nefnt eru
peningar. Einnig aðstaða til æfinga
og keppni. Þegar bisnessmaðurinn
Daniel Kindberg tók við stjórn Öst-
ersunds FK árið 2010 samsvaraði
ársvelta félagsins fjórum milljónum
íslenskra króna en er nú um 700. Og
hún vex og vex, eins og þar stendur.
Vegna árangursins í Evrópudeildinni
í vetur fær félagið nefnilega upphæð
sem samsvarar 645 milljónum ís-
lenskra króna, frá UEFA, Knatt-
spyrnusambandi Evrópu.
Peningar eru þó ekki allt. Alls
ekki.
Skýr sýn og þolinmæði eru atriði
sem Ólafur H. Kristjánsson, nýráð-
inn þjálfari FH, nefnir að séu greini-
lega í hávegum hjá sænska félaginu.
Það séu lykilatriði.
Ólafur hefur reynslu af þjálfun í
Danmörku. Starfaði hjá Nordsjæll-
and og Randers, áður en hann kom
heim á ný í haust. „Árangur er ekki
bara bein lína. Þolinmæði og auð-
mýkt með tilliti til árangurs skipta
miklu máli; ef blæs á móti eru menn
oft mjög fljótir að ákveða að nauðsyn-
legt sé að gera eitthvað, að skipta
verði um kúrs.“
Málið er hins vegar ekki svo ein-
falt, segir Ólafur. „Bæði í fyrirtækja-
rekstri og íþróttum er nauðsynlegt
að fara af stað með skýra sýn. Menn
verða að vita hvaða leið þeir ætla að
fara og á þeirri leið skipta margir litl-
ir hlutir máli, kosta ekki endilega all-
ir mikla peninga en geta gert viðkom-
andi samkeppnishæfari.“
Ólafur segir því árangur liðs eins
og Östersunds ekki snúast um neina
töfra „heldur ofboðslega marga litla
hluti sem þurfa að smella saman. Ár-
angur Östersunds getur ekki verið
tilviljun. Hann er klárlega afraksturs
einhvers.“
Ólafi virðist þjálfarinn, Graham
Potter hinn enski, ekki starfa við
þjálfun sjálfum sér til dýrðar. „Hann
sýnir ákveðna auðmýkt og er greini-
lega mjög vel skrúfaður saman. Hann
er augljóslega góður þjálfari, fer sín-
ar eigin leiðir og félagið er til dæmis í
nánum tengslum við samfélagið. Hjá
forráðamönnum Östersunds snýst
ekki allt bara um fótbolta heldur líka
um lífið utan vallar.“
Fregnir herma að fótboltaliðið hafi
t.d. sett upp söngleik í því skyni að
láta leikmennina stíga út fyrir þann
þægindaramma sem afreks-
íþróttamenn festast oft inni í.
Östersund er 500 km norðvestur af
Stokkhólmi, „uppi í fjöllunum fyrir
norðan,“ eins og stundum er sagt í
Svíþjóð. Þekkt skíðasvæði. „Þess
vegna er augljóst að félagið getur
ekki keypt bestu leikmenn sem eru á
markaðnum. Það hefur hins vegar án
efa lagt áherslu á að fá til sín sterka
karaktera sem átta sig á því fyrir
hvað félagið stendur.“
Árangur er ekki alltaf skilgreindur
með sama hætti. „Þegar hinn al-
menni áhugamaður opnar Moggann
á morgnana getur hann skoðað
stöðutöflu á íþróttasíðu og myndað
sér skoðun en sé kafað undir yfirboð-
ið átta menn sig á því að árangur er
ekki bara að vinna leik eða vera efst-
ur. Líti menn þannig á málið eru þeir
búnir að takmarka mjög tækifæri til
að finna gleðitilfinninguna. Ég horfi
til dæmis mikið til þess hvort mitt lið
bætir sig í sóknarleik, hvort við eig-
um fleiri skot á mark í dag en í gær,
hvort við fáum á okkur færri skot og
mörk en áður. Þegar árangur af
þessu tagi batnar trúi ég því sem
þjálfari að afleiðingin verði góð úrslit.
Þjálfarar og forráðamenn félaga
verða einmitt að vita að velgengni er
ekki bein lína. Mótlætið er miklu
meira en velgengnin á leiðinni. Ég er
til dæmis viss um að Ísland væri ekki
með svona gott landslið í dag ef það
hefði ekki áður lent í mótlæti. Skúff-
elsið yfir því að tapa fyrir
Króötum í umspili um að
komast á HM í Brasilíu
mótíveraði leikmenn til
dæmis örugglega í barátt-
unni um að komast á EM í
Frakklandi tveimur árum
seinna,“ segir Ólafur.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Öskubuskuævintýri sænska fótboltaliðsins Östersunds í Evrópudeildinni í knattspyrnu leiðir hugann að því hvað íslensk félög
þurfa að gera til að ná sama árangri. Svíarnir fá andvirði 645 milljóna frá Knattspyrnusambandi Evrópu fyrir frammistöðuna.
„Við hjá KSÍ reynum auðvitað
að skapa eins góðar aðstæður í
sambandi við skipulagningu Ís-
landsmótsins og varðandi allan
aðbúnað og við getum,“ sagði
Guðni Bergsson, formaður KSÍ,
spurður hvort hann teldi sam-
bandið geta gripið til einhverra
sérstakra ráðstafana í því skyni
að auka líkur á að íslensk fé-
lagslið komist lengra í Evrópu-
keppni en hingað til.
Guðni benti á að vegna góðs
árangurs karlalandsliðsins hefði
KSÍ getað greitt mikið fé út til
félaganna á undanförnum miss-
erum en það dreifðist víða og
dygði ekki til að kaupa fjölda
góðra leikmanna eða bæta að-
stöðu verulega. Formaður KSÍ
minnir á að íbúar Svíþjóðar séu
10 milljónir. „Þótt Östersund sé
lítið félag starfar það því í miklu
stærra umhverfi en Íslendingar
eiga að venjast.“ Hann er þó
bjartsýnn: „Það er langtíma-
markmið að íslensk félög kom-
ist lengra í Evrópukeppninni en
hingað til og ég er viss um að
það gerist,“ segir Guðni.
„Langtímamarkmið“
Þjálfari Östersunds FK er
Englendingurinn Graham
Potter. Hann tók við liðinu ár-
ið 2011, þá 36 ára, og hafði í
raun enga alvöru reynslu af
þjálfun. Menntaði sig á því
sviði, starfaði við háskólann í
Hull og kom að þjálfun há-
skólaliðs Englands, þegar
Daniel Kindberg, fram-
kvæmdastjóri Östersunds,
réð hann. Þá var velta sænska
félagsins andvirði 4 milljóna
íslenskra króna en er nú 700
milljónir. Potter stendur
undir nafni og galdrar
fram góðan árang-
ur, Kindberg sér
um að galdra
peninga í kass-
ann.
Graham Potter, hinn enski þjálf-
ari Östersunds FK í Svíþjóð.
AFP
Göldrótt-
ur Potter
’
Bæði í fyrirtækjarekstri og íþróttum er nauðsynlegt að fara af
stað með skýra sýn. Menn verða að vita hvaða leið þeir ætla að
fara og á þeirri leið skipta margir litlir hlutir máli, kosta ekki endi-
lega allir mikla peninga en geta gert viðkomandi samkeppnishæfari.
Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari knattspyrnuliðs FH.
INNLENT
SKAPTI HALLGRÍMSSON
skapti@mbl.is
Stuðningsmenn íslenska landsliðs-
ins á EM í Frakklandi 2016. Skyldi
styttast í að jafn gaman verði hjá
áhangendum íslenskra félagsliða?