Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 37
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
MÁLMUR Það eru fleiri málmhausar en Slayer farnir
að huga að því að taka upp hælana. Þannig hefur Ozzy
gamli Osbourne blásið til tónleikaferðar undir nafninu
No More Tours 2 í sumar. Ozzy, sem verður sjötugur í
desember næstkomandi, hefur raunar áður farið í sam-
bærilegt ferðalag, No More Tours, fyrir meira en tveim-
ur áratugum. Corey Taylor, sem mun hita upp fyrir
gamla manninn á túrnum ásamt bandi sínu Stone Sour,
er alltént ekki sannfærður. „Höfum nafnið á túrnum í
huga, No More Tours 2,“ sagði hann við útvarpsstöðina
96 Rock. „Hefur Kiss ekki líka verið á lokatúr í einhver
tuttugu ár?“ Taylor getur ekki beðið eftir því að deila
sviði með Ozzy enda grjótharður aðdáandi. „Án Ozzys
væri ég ekki til – punktur!“
Væri ekki til án Ozzys
Ozzy Osbourne
hefur marga
fjöruna sopið.
Reuters
KVIKMYNDIR Leikkonan Natalie Portman
sér eftir því að hafa skrifað undir stuðnings-
yfirlýsingu við leikstjórann Roman Polanski
fyrir áratug þegar hann var í haldi lögreglu í
Sviss grunaður um að hafa misnotað unga
stúlku í Bandaríkjunum árið 1977.
„Ég dauðsé eftir þessu og axla ábyrgð á
því að hafa ekki gefið málinu nægilega mik-
inn gaum. Einhver sem ég ber virðingu fyrir
rétti mér blaðið og kvaðst hafa skrifað undir.
Þetta voru mistök. Það eru aðrir tímar núna
en það afsakar ekki neitt. Augu mín voru ein-
faldlega ekki opin,“ segir leikkonan í samtali
við miðilinn Buzzfeed.
Sér eftir því að hafa stutt Polanski
Portman var með augun lokuð fyrir áratug.
AFP
Þegar talið berst að lögguþátt-um frá níunda áratugnum,eins og það hlýtur reglulega
að gera á öllum siðmenntaðri heim-
ilum og kaffistofum, þá kemur Hill
Street Blues iðulega fyrst upp í hug-
ann. Þáttur sem gekk í sjö ár og
vann til fjölda verðlauna og hefur
ennþá áhrif á lögguþætti í sjónvarpi.
Menn slógust um að skrifa handrit
að þættinum og meðal höfunda má
nefna ekki minni menn en blaða-
manninn fræga Bob Woodward og
leikskáldið David Mamet. Framan af
mæddi þó mest á Steven Bochco og
Michael Kozoll í þeim efnum.
Hill Street Blues var frumsýndur
árið 1981. Sögusviðið var ímyndað
hverfi, Hill Street, í ónefndri stór-
borg í Bandaríkjunum og „Blues“
vísaði vitaskuld til stéttarinnar sem
gjarnan klæðist bláu.
Samheldinn hópur starfaði á stöð-
inni og hikaði ekki við að leggja líf og
limi í hættu í þágu samborgara
sinna. Menn fóru þó með gát, eða
eins og varðstjórinn var vanur að
segja í lok hvers morgunfundar:
„Hey, farið varlega þarna úti!“
Hver öðrum eftirminnilegri
Karakterarnir eru hver öðrum eftir-
minnilegri. Lögreglustjórinn sjálfur,
Frank Furillo, var með stáltaugar
og lét ekkert koma sér úr jafnvægi.
Kom það sér einstaklega vel, eftir
höfðinu dansa nefnilega limirnir. Þá
sjaldan Furillo misbauð og stökk
upp á (stórt) nef sér var það iðulega
sláandi og eftirminnilegt. Hann var
ekki týpan sem æpti á fólk sitt bara
til þess að æpa.
Til að byrja með átti Furillo í
leynilegu ástarsambandi við lög-
manninn Joyce Davenport. Þau
komu síðar úr felum og gengu í heil-
agt hjónaband. Þeim varð ekki
barna auðið, móður Furillo til
ómælds ama. Eru bestu lögreglu-
mennirnir samt ekki alltaf barnlaus-
ir? Þannig er erfiðara að finna
snöggan blett á þeim.
Davenport var líka alvörugefin
manneskja að upplagi en þó með
lúmskan húmor; þannig kallaði hún
sinn heittelskaða alltaf „flatböku-
kallinn“ eftir að hann bauð henni
upp á flatböku á fyrsta stefnumóti
þeirra. Eftir ókeypis tónleika.
Nei, ég man þetta ekki, lesandi
góður. Þú hefur heyrt um internetið,
ekki satt?
Hetjurnar á götunni voru að öðr-
um ólöstuðum félagarnir Bobby Hill
og Andy Renko. Þeir voru bókstaf-
lega eins og svart og hvítt en traust-
ið á milli þeirra var eigi að síður al-
gjört. Hill var gamall hnefaleika-
kappi, veikur fyrir fjárhættuspilum,
en með hjarta úr gulli. Renko var
sprellarinn í hópnum, talaði með
suðurríkjahreim enda þótt hann
hefði aldrei á ævinni farið vestur fyr-
ir Chicago og tilbað kántrítónlist.
Renko er ekki síst eftirminnilegur
fyrir þær sakir að hann fór aldrei út
á morgnana öðruvísi en að hafa teflt
við páfann.
Svo mætti lengi telja. orri@mbl.is
Frank Furillo lögreglustjóri
og Joyce Davenport lög-
maður voru par.
MANSTU EFTIR HILL STREET BLUES?
Hey, farið var-
lega þarna úti!
Félagarnir Bobby Hill og Andy Renko
voru hressir og kátir á vaktinni.
Kvikmyndin Utøya 22, sem fjallar líkt og nafnið gefur
til kynna um fjöldamorðin í Útey í Noregi 22. júlí
2011, féll í frjóa jörð þegar hún var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Berlín í vikunni. Myndin sem er 90
mínútur að lengd gerist í rauntíma og þar af fara 72
mínútur í ódæðið sjálft en það er tíminn sem
það tók Anders Behring Breivik að myrða 69
manns og særa 200 til viðbótar. Fjöldi skota
sem hleypt er af í myndinni er nákvæmlega
sá sami og í veruleikanum. Þess var þó vand-
lega gætt við tökur á myndinni að deyfa
hljóðið af skotunum enda óþarfi að ýfa upp
sárar minningar hjá fólki á meginlandinu
sem heyrði hvellina á sínum tíma.
„Tilgangurinn með því að gera
þessa mynd var ekki að valda fólki
sársauka heldur að freista þess að
flýta fyrir bataferlinu,“ sagði leik-
stjórinn, Erik Poppe, að frum-
sýningu lokinni en heyra mátti
saumnál detta í salnum á eftir
og margir yfirgáfu kvikmynda-
húsið með tár á hvarmi. Svo
áhrifamikil þótti myndin. Í máli
Poppe kom fram að teymi sál-
fræðinga hefði verið til staðar,
fyrir, á meðan og eftir að tökum lauk.
Fólk sem lifði árásina af lagði hönd á
plóginn við gerð myndarinnar og ein
þeirra, Ingrid Endredrud, ber lof á út-
komuna. „Þessi mynd er svo mikilvæg
vegna þess að hún endurspeglar hvað
getur hlotist af hægriöfgamennsku.
Þetta er hatur í sinni tærustu mynd og
við sem samfélag þurfum að spyrna við
fótum,“ segir Endredrud, sem var sautján
ára þegar voðaverkið var framið.
„Þessi mynd segir söguna sem mörg
okkar hafa átt svo erfitt með að segja,“
bætir hún við.
Leikkonan Andrea Berntzen í hlutverki sínu í Utøya
22. Myndin gerist í rauntíma og þykir afar áhrifamikil.
AFP
KVIKMYND UM FJÖLDAMORÐIN Í ÚTEY
Heyra mátti
saumnál detta
Leikstjórinn
Erik Poppe.
AFP
NÝ ÞJÓNUSTA
FYRIR ÁSKRIFENDUR
HLJÓÐMOGGI FYRIR
FÓLK Á FERÐ