Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 11
Rosalegur hvellur „Við sem búum að staðaldri hér í Hrútafirði kippum okkur annars ekki upp við þetta, enda svona veðri vön.“ Karl B. Örvarsson, forstöðumaður Skólabúðanna á Reykjum, um óveðrið sem gekk yfir á miðvikudag. Óvænt úrslit Hinn tékkneski skíðabretta- heimsmeistari Ester Ledecka gerði sér lítið fyrir og vann gullið í risasvigi kvenna á ÓL. Hún renndi sér niður brekkuna á lánsskíðum og skildi ekkert í því hvers vegna áhorfendur öskruðu þegar hún kom í mark. Ledecka skildi heldur ekkert í því hvers vegna stigataflan hefði ekki verið uppfærð, og trúði ekki sínum eigin augum þegar hið sanna kom í ljós. Sannarlega ein óvæntustu úrslit Ólympíuleikanna. Umskurður drengja Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, leggst gegn því að um- skurður á drengjum verði gerður refsiverður með breytingum á hegningarlögum. Segir hún hættu á að gyðingdómur og íslam verði gerð að glæpsamlegum trúar- brögðum, en umskurður drengja tíðkast innan trúarbragðanna. Stal dýrmætum þumli Hinn 24 ára gamli bandaríski Michael Rohana var í „ljótu-peysu“ samkvæmi þegar hann ráfaði inn í sýningarsal þar sem mátti finna dýrmæta 2000 ára gamla kínverska leirhermenn. Þar faðmaði hann einn leirhermanninn og tók sjálfs- mynd með honum áður en hann braut af honum þumalfingur og stakk honum í vasann. Stofnunin sem lánar leir- hermenn á sýningar hefur krafist þess að hinum brotlega verði refsað harðlega enda stytturnar „þjóðargersemi“. Brugghús vinsæl „Einu sinni þótti kúl að eiga sólbaðsstofu eða sjoppu. Nú eru það brugghúsin.“ Hinrik Carl Ellertsson, um íslensku bjórhátíðina á Kex Hostel þar sem hægt verður að smakka 300 tegundir bjóra. Morgunblaðið/Ómar Enn deyja börnin Á mánudag féllu 100 almennir borg- arar, þeirra á meðal mörg börn, í loftárásum Sýrlandshers. Samtals er talið að um 300 manns hafi týnt lífi í árásunum frá því á sunnudag, þar af um 70 börn. Um 1.400 hafa særst. AFP VIKAN SEM LEIÐ 25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is ALLIR GÖTUSKÓR Á ÚTSÖLU MIKIÐ ÚRVAL Á HERRANN í stærðum 39-47 kr. 9.990,- Misty ALLT Á AÐ SELJAST Settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálinuhefur farið fram á að sakborningar í þessu málisem skók íslensku þjóðina árum saman, verði sýknaðir. Ég vona að það verði niðurstaðan. Ekki að ég geti talist neinn sérfræðingur í þessu máli. Ég var nýorðinn sjö ára þegar Guðmundur Einarsson hvarf og rétt að verða átta ára þegar síðast sást til Geir- finns. Ég var nýfermdur þegar sexmenningarnir voru dæmdir í Hæstarétti og 28 ára þegar Sævar Ciesielski fór fram á endurupptöku málsins. Ég var 45 ára þegar hann lést. Alla ævi hefur þetta mál fylgt mér og alltaf hafa komið upp fréttir af því sem hafa hreyft við mér. Sjálfur hef ég, eins og flestir blaðamenn, átt tímabil þar sem ég hef orð- ið gagntekinn af þessu máli. Ég hef lesið málskjölin og allt sem ég hef komist yfir um það. Og alltaf hef ég fund- ið af því sömu ólyktina. Mín kynslóð og þær sem á eftir mér koma skilja ekki hvernig hægt var að reka mál svona. Engar sannanir, ekkert lík, ekkert vopn og engin vitni. Harðræði, ómann- eskjuleg einangrunarvist og ótrúlega langt gæsluvarð- hald. Þvingaðar játningar. Ég hitti Sævar nokkrum sinnum og reyndar fleiri sak- borninga. Þau voru orðin þreytt á að halda fram sakleysi sínu og þreytt á að enginn vildi hlusta á þau. Þetta mál var eins og óþægileg uppákoma sem átti bara að sópa undir teppið og gleyma. Ég hef hitt fólk sem er sannfært um sekt sexmenning- anna. Sannfært á þeim forsendum að þetta „hafi nú ekki verið merkilegir pappírar“. En fyrst og fremst blindað af þörfinni í íslensku þjóðfélagi fyrir að finna sakborninga. Blindað af rannsókn sem var rekin áfram með fyrirfram gefinni niðurstöðu á ógeðslegan hátt. Og knúin áfram af síðdegisblöðunum sem tóku öllu fegins hendi frá lögregl- unni og rannsakendum. Það sést vel þegar maður rennir í gegnum blöðin á þessum tíma og sér tóninn í umfjöllun um sakborninga. Sannfæringuna um að þeir hafi gert þetta og gleðina þegar þeir voru loks dæmdir. Það er erfitt að finna í þessum fréttum gagnrýni á rannsóknina eða óþarflega og ómannúðlega langt gæsluvarðhald. Hún átti ekki hljómgrunn á þessum tíma. Sævar Marinó Ciesielski sat í gæsluvarðhaldi í 1.533 daga. Þar af í einangrun í tæp tvö ár. Honum var haldið vakandi, hann hræddur og pyntaður. Tryggvi Rúnar sat degi skemur í gæsluvarðhaldi og Kristján Viðar í 1.522 daga. Það er nánast ómögulegt að setja þetta í samhengi. Tími Sævars er vel á fimmta ár. Hann var heil fram- haldsskólaganga og rúmlega það. Hann var tíminn frá fyrstu koppaferð barns þar til það byrjar í skóla. Það er engin leið að ná utan um hvernig svona gat gerst. Og gleymum því ekki að þetta voru krakkar um tvítugt þeg- ar þetta byrjaði sem máttu sæta harðræði í mörg ár. Samtals sátu sexmenningarnir í gæsluvarðhaldi í tæp sautján ár. Þá tók við fangelsisvistin eftir dóm og svo baráttan utan múranna sem dæmdir morðingar. Það hefur verið þungur kross að bera. Ég veit ekki hver myrti Guðmund og Geirfinn. Ég veit ekki einu sinni hvort þeir voru myrtir og líklega munum við aldrei komast að því sanna. En þetta mál hefur nógu lengi verið til skammar fyrir okkur sem þjóð og legið á okkur í 44 ár. Það er kominn tími til að ljúka því. 1.533 dagar Logi Bergmann logi@mbl.is Á meðan ég man ’Ég hitti Sævar nokkrum sinnum og reyndar fleiri sakborninga.Þau voru orðin þreytt á að halda fram sakleysi sínu og þreytt á að enginn vildi hlusta á þau. Þetta mál var eins og óþægileguppákoma sem átti bara að sópa undir teppið og gleyma. UMMÆLI VIKUNNAR ’Ef ég ætti heima á Húsavíktæki ég allt brothætt niður úrhillum á meðan þetta gengur yfir. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur, um jarðskjálftahrinuna sem gengur nú yfir norðanlands. atvinna@mbl.is Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.