Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 17
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17 Ég er náttúrulega ekki hlutlausmaður, þú verður að taka tillittil þess en það er ekkert líf á jörðinni sem á ekki rætur sínar í DNA og það er ekkert í eiginleikum okkar sem á ekki rætur sínar í DNA,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar. Kári var inntur eftir því hversu stóran þátt genin ættu í því hvernig við upplifum líf okkar, hvort þau hefðu mikið að segja um það hvort við upplifum okkur hamingjusöm eða óhamingjusöm. Kári segir genin spila afar stóra rullu. „Heilinn er líffæri sem býr til hugs- anir og tilfinningar. Við reiknum með að hamingjan byggist á einhvers kon- ar tilfinningum þannig að hamingjan, ef hún er til, hlýtur að eiga rætur sín- ar í upplýsingum sem liggja í erfða- menginu af því að upplýsingar sem liggja í erfðamenginu búa til heilann. Þannig að allt í okkar eðli á að miklu leyti rætur sínar í upplýsingum sem liggja í DNA. Í þessu, í fjöl- breytileika í röðun níturbasa í DNA, liggur eiginlega allur fjölbreytileiki í lífheimi og meðal annars mismun- urinn á því hve sumir eru hamingju- samir og aðrir ekki.“ Hverjir eru þá möguleikarnir á því, fyrir manneskju með gen sem eru kannski ekki hamingjunni hagstæð, að upplifa engu að síður hamingju? „Hún þarf að leggja meira á sig. Genin búa til tilhneigingu til að eitt- hvað verði frekar svona heldur en hinsegin, og þeir sem hafa meiri til- hneigingu til að vera hamingjusamir þurfa sjálfsagt að leggja minna á sig til þess. Umhverfið hefur áhrif á okkur að einhverju leyti en það umhverfi sem við sækjum í og það umhverfi sem við forðumst, er ákvarðað af starfsemi heilans sem er líffæri sem er búið til úr upplýsingum sem liggja í DNA. En þetta er alltaf samspil. Það er ekki hægt að hafa áhrif á augnlit okk- ar, að minnsta kosti verðurðu að grípa til dramatískra aðgerða til þess, en þú getur haft áhrif á ýmislegt í þínu eðli og bætt á margan máta. En svo er það þetta með hamingj- una að hún er skrýtið stöff því líf okk- ar allra fer upp og niður. Ég held að endalaus hamingja sé kannski svona eins og þeyttur rjómi á rúgbrauð á hverjum degi. Það væri mjög stöðugt hugarástand sem ég held að sé ómögulegt að ná. Einnig er þetta flókið því maður getur orðið hamingjusamur í vesæld- arástandi. Þegar það er erfitt hjá börnunum, sem gerir mann óham- ingjusaman, gleðst maður um leið yf- ir því að geta verið til staðar í erfiðum aðstæðum þeirra, veikindum eða öðru og það fyllir mann gleði. Það sem lætur okkur líða vel í augnablikinu er svo flókið því ná- kvæmlega sami hlutur getur haldið okkur í djúpri angist en látið okkur svo líða vel. Það fer bara allt eftir því hvaðan þú horfir á þetta.“ Erfðamengi annarra hefur áhrif Kári bendir á merkilega vísindagrein þar sem skoðað var hvort og hvaða áhrif erfðamengi foreldris sem barnið erfir ekki, hefur á örlög og líf barns- ins. „Þegar barn fæðist fær það helm- inginn af erfðamengi föður og helming- inn af erfðamengi móður. Við sýndum fram á að erfðamengið sem barnið fær ekki hefur engu að síður mikil áhrif á örlög barnsins. Það hefur áhrif á hversu mikla menntun það fær, hversu þungt það verður þegar það verður fullorðið, hefur áhrif á fíknisjúkdóma og svo framvegis. Þá spyr maður, hvað gerir þessi hluti erfðamengis sem fer ekki yf- ir til barnsins? Helmingurinn af því býr til foreldrana og foreldrar eru mik- ilvægur hluti af umhverfi barnsins þeg- ar það er ungt. Svo getum við meira að segja sýnt fram á að sá hluti erfða- mengis systkina, sem systkinið deilir ekki með sínu systkini, hefur áhrif á ör- lög barnsins. Við erum því að mörgu leyti eins og maurar í mauraþúfu, við erum ekki bara einstaklingar heldur hluti af henni. Þannig að þegar maður spyr, er þetta umhverfið eða erfðir sem ákvarða hamingju, þá er erfitt að skilja þetta hvort frá öðru.“ Hvað þig persónulega varðar, þeg- ar þú hugsar til hamingjunnar, hvað er þér ofarlega í huga? „Börnin mín og barnabörnin mín hafa ofboðslega mikið með það að gera hvernig mér líður á hverri stundu fyrir sig. Það kemur fyrir mörgum sinnum á dag að mér finnst hjarta mitt vera að springa, mér þykir svo vænt um þau. Þau hafa ofboðslega mikil áhrif á mína hamingju í dag. Þegar ég var ungur og var metnaðarfullur, að brjótast áfram innan kerfisins, fann ég því miður ekki nógu mikinn tíma til að sinna þeim, það veldur mér angist af og til og þá verð ég óhamingjusamur. Mér er nákvæmlega sama hvað börnin mín geri svo fremi sem þau eru hamingjusöm, skiptir þá engu máli hvort þau vinna sem prófessorar í einhverjum háskóla eða í öskunni. Eina sem skiptir máli er að þeim líði vel og ef þeim líður illa er lífið mjög erfitt og það skiptir engu máli þótt þau séu orðin fullorðin.“ julia@mbl.is Hamingjan í erfðamenginu Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir hamingjuna, ef hún sé til, liggja að mjög stórum hluta í genunum. „Börnin mín og barnabörnin mín hafa ofboðslega mikið með það að gera hvernig mér líður á hverri stundu fyrir sig.“ ’Umhverfið hefur áhrifá okkur að einhverjuleyti en það umhverfi semvið sækjum í og það um- hverfi sem við forðumst, er ákvarðað af starfsemi heilans sem er líffæri sem er búið til úr upplýsingum sem liggja í DNA Ýmsir umhverfisþættir hafa mikil á áhrif á vellíðan okkar og hamingju:  Gönguferð meðfram sjó bætir svefn og gerir okkur hamingjusamari en breskar kannanir og rannsóknir hafa sýnt fram á að nálægð við sjó og vatn færir okkur almennt vellíðan. Jafnvel það að hugsa um sjó getur hjálpað fólki með svefn. Fólk sem býr nálægt sjó er almennt heilsu- hraustara og hamingjusamara en aðrir.  Það hjálpar meira að segja að skoða ljós- myndir þar sem náttúra er áberandi. Streita minnkar við það að skoða ljós- myndir af grænni náttúru en enn betra er að horfa á náttúrumyndir þar sem blá svæði eru áberandi, hvort sem það er vatn, sjór, himinn eða jökull, en það færir fólki innri ró. Þetta kann að vera útskýring á því af hverju fasteignaverð er hærra á íbúðum með sjáv- arútsýni og af hverju fólki finnst mikilvægt að vatn, sundlaugar, sjór og ýmiss konar böð þykja mikilvæg þegar frí eru skipulögð.  Að dvelja utan dyra framkallar hamingju. Finnskir vísindamenn hafa komist að því að bara það að sitja í 15 mínútur utandyra, hvort sem er í garði eða skógi framkallar vellíðan. Göngutúr í sama umhverfi eykur á vellíðanina, en hún er þó aðeins meiri með- al þeirra sem ganga í skóginum en í garð- inum.  Minningar færa meiri hamingju en mun- ir. Þetta er ekki ný tugga en nú hefur bresk rannsókn fært sönnur á hana.  Okkar eftirlætisstaðir, og þá dugar meira að segja að bara hugsa um þá, færa okkur meiri hamingjutilfinningu en nokkur efnis- legur hlutur í heimi samkvæmt henni. Að hugsa til þessara staða færir okkur ró og vellíðan, tilfinningu sem fólk lýsir sem eins konar fullkomnun. Stór rannsókn, fram- kvæmd af National Trust, meðal annars með hjálp heilaskanna sem kortlagði heila- starfsemi sjálfboðaliða, náði til 2.000 manns og leiddi í ljós að það að hugsa til útileg- unnar í Vaglaskógi færir þér meiri hamingju en tilhugsunin um þína allra persónulegustu muni, sem þú álítur dýrmæta og tengjast góðum minningum, hvort sem er antik- klukkan sem hefur fylgt fjölskyldunni í 6 ættliði eða giftingarhringurinn. Náttúra og umhverfi Getty Images/iStockphoto  Ótal nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að hreyfing færir okkur vellíðan. Skiptir þá ekki máli hvort það er í líkamsræktarstöð, að dansa heima í stofu, ganga rösklega eða synda, öll hreyfing er betri en engin fyrir andlega líðan. Nýleg kanadísk rannsókn hefur þar að auki sýnt fram á að það skiptir ekki máli þótt líkamsræktin skili sér í færri aukakíló- um, fólk er engu að síður ánægðara með líkama sinn og sjálft sig bara ef það hreyfir sig.  Jóga og hugleiðsla eykur lífsgæðin og vel- líðan. Þessi vellíðanartilfinning er ótrúleg því hún fylgir okkur út í lífið og dugir okkur í forðabúri í allt að 4 mánuðum eftir að við hættum að iðka jógað.  Eins og Þórgunnur Ársælsdóttir geð- læknir kom inn á hefur svefn mikil áhrif á til- finningar okkar. Eins mikið og hann hefur verið rannsakaður skiljum við fyrirbærið þó síður en svo að fullu. Það sem við vitum samkvæmt rannsóknum er að: Hamingjustuðull okkar hækkar ef við erum vel sofin. Bretar sem vinna meðalstóran vinning í lottóinu (140.000-16 milljónir) eru ennþá mjög hamingjusamir tveimur árum eftir að vinningurinn kemur í hús. Breskir vísindamenn við Háskólann í Warcick kom- ust að því að þeir sem unnu ekki í lottóinu eru engu að síður jafn hamingjusamir og Lottó-Bretarnir ef þeir aðeins fengu full- kominn nætursvefn.  Svo helst þetta allt í hendur. Til að ná góðum nætursvefni er ágætt að reyna að finna sér tilgang í lífinu en þeir sem eygja ákveðinn tilgang með lífi sínu eiga auðveld- ara með nætursvefn. Sama hamingja eftir góðan svefn og lottóvinning Rannsóknir sem vitnað er til eru m.a. breska rannsóknarverkefnið Blue Gym, rannsóknir National Trust í Bretlandi, vísindamanna við Háskólann í Surrey, British Columbia, Stanford, Utah og Suður-Kaliforníu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.