Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 19
Þórhildur Magnúsdóttir tekursem stendur þátt í verkefnisem á íslensku er kallað ham- ingjuárið og er unnið eftir bók Gretc- hen Rubin: The Happiness Project. Markmiðið er að vinna ýmis lítil eða stór verkefni í 12 mánuði til að auka hamingjuna í lífinu. Hver mánuður á sitt þema og fyrir hvern mánuð velja þátttakendur áheit, nokkur lítil fram- kvæmanleg verkefni tengd þema mánaðarins sem ætlunin er að gera daglega. Mörg hagnýt ráð „Ég las bókina í haust og ákvað að byrja í janúar því ég var að gera áskoranir í hverjum mánuði 2017 og ákvað að klára það,“ segir Þórhildur en hamingjuárið hljómar sem skemmtilegt verkefni þar sem þarna er ekki bara einhver speki heldur hagnýt ráð og markmið. „Höfundur bókarinn er mjög praktísk manneskja. Það hljómar kannski flatt og kassalaga að setja hamingjuna á „to-do“ listann en í praktík þurfum við að gera eitthvað til að bæta líf okkar,“ segir Þórhildur. Hún mælir með því að fólk velji þemu og verkefni sem höfði til þess en samt sé mik- ilvægt að hafa í huga að ýmislegt hafi verið sannað að auki almennt hamingju hjá fólki eins og hreyfing, góð sambönd, sam- skipti við ástvini eða andleg málefni. „Því meira sem maður sinnir þessu í hverjum mánuði því betra. Þetta er fyrirhöfn en manni líður betur,“ segir Þórhildur en þemað hjá henni í janúar var orka og í febrúar núvitund. Sem dæmi fellur betri svefn, hreyfing og næring undir það að auka orku. Til þess að fá hvatningu stofnaði Þórhildur Facebook-hópinn: „Happ- iness Project Samferðahópur“. „Ég held að margir í þessum hópi hafi ákveðið að byrja á orku því lang- flestir hafa gott af því að hugsa betur um þá hlið og fara of seint að sofa eða vinna of mikið,“ segir hún en þetta þema á sannarlega vel við í skamm- deginu. Eðlilegt framhald Þórhildur hefur tileinkað sér míni- malískan lífsstíl á síðustu árum og stofnaði hinn vinsæla hóp: „Áhuga- fólk um mínimaliskan lífstíl“ ásamt vinkonu sinni fyrir nokkrum árum. Hún segir að það að vinna með sjálfa sig sé ákveðið framhald af því að hafa tekið heimilið í gegn. „Fyrst þegar ég byrjaði í mínimal- isma var það af illri nauðsyn. Það var alltof mikið stress og of mikið af drasli heima; of margir hlutir til að gera og ganga frá. Svo vatt það uppá sig og maður fór að velta fyrir sér af hverju maður ætti svona mikið af dóti. Ég áttaði mig á því hversu mikill tími og athygli hafði farið á efnislega hluti. Þegar ég áttaði mig á því að það væri ekki að fara að gefa mér neitt þurfti ég að finna eitthvað annað,“ segir hún en eðlilegt framhald var að endurskoða ýmsar skuldbindingar, til dæmis hvort verkefni voru unnin af eintómri skyldurækni eða löngun. Hún var sumsé búin að afgreiða hlutina og fór þá að velta fyrir sér í hvað hún eyddi tímanum og því að það að hlaða dagskrána væri ekkert endilega uppskrift að hamingju. „Það er það allavega ekki ef maður gerir það án þess að velta því fyrir sér,“ segir hún. „Svo fór ég á núvitundarnámskeið. Það breytti sýn minni á lífið,“ segir hún. Aftur að bókinni. „Rubin skoðar vel allskonar rannsóknir sem hafa verið gerðar á hamingju fólks og reynir að sníða þemun að því enda tengjast nærri öll þemun hennar sambandi hennar við annað fólk, fjöl- skyldu og vini og því hvernig eigi að hugsa betur um sjálfan sig eins og hvað varðar núvitund og svefn.“ Henni finnst þetta eiga vel við sig. „Sambönd við fólk er það sem gefur mér mest. Það er það sem mörgum finnst óþægilegt að gera, að setja sambönd á aðgerðalistann; að það sé ekki rómantískt að vera með planað stefnumót í hverri viku, að þetta eigi meira að vera spontant og koma af sjálfu sér. Staðreyndin er hinsvegar sú að það eru allir svo uppteknir af öllu og engu sem maður er að gera. Tíminn líður svo fljótt og allt í einu ertu ekki búinn að hitta vini þína eða fara á stefnumót í marga mánuði. Ég er allavega algjörlega búin að henda því frá mér að það sé eitthvað ósexí að plana að fara á stefnumót og vera bara með það skrifað niður. Eða að skrifa í dagbókina, hringja í vinkonu,“ segir Þórhildur sem setur þessa hluti óhikað inn í dagbókina. „Ég held að það sé mjög gagnlegt fyrir fólk að skoða hvaða fólk það vilji vera í sambandi við og einhvern veg- inn búa til plan svo það gerist.“ Finnst þér þetta vera að auka ham- ingjuna í lífi þínu að hafa tileinkað þér þessa hluti? „Alveg klárlega,“ svara hún án þess að hugsa sig um. Hún er ánægð með hvaða árangri verkefnið hamingjuárið hefur skilað hingað til, þó ekki sé langt liðið á árið. Hún ætlar að halda ótrauð áfram. „Það sem er erfiðast er að halda sér við efnið og gleyma ekki að sinna þessu. Þess vegna stofnaði ég Fa- cebook-hópinn og það hefur verið að virka,“ segir Þórhildur. „Það erfiðasta er að skapa vanann, það er ekki það að viljinn sé ekki fyrir hendi eða maður viti ekki hvað maður er að gera. Það þarf að skapa vett- vanginn fyrir það að maður geti lifað lífinu eins og maður vill.“ ingarun@mbl.is Settu stefnumót á aðgerðalistann Þórhildur Magnúsdóttir er ánægð með hvaða árangri hamingjuárið hefur skil- að hingað til og ætlar að halda ótrauð áfram að sinna verkefninu. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mínimalistinn Þórhildur Magnúsdóttir tekur nú þátt í verkefni sem heitir hamingjuár og miðar að því að markvisst gera hluti sem auka hamingjuna í lífinu. ’Það þarf að skapavettvanginn fyrir þaðað maður geti lifað lífinueins og maður vill. 25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Gunnar Hersveinn hefur skoðað hvað sagt er um hamingjuna í íslenskum máls- háttum, orðatiltækjum og vísum. „Ég greindi ákveðið einkenni sem felst í viðvörun eða að vara fólk við því að fagna lánsemi og að telja sig lukkunnar pamfíl. Alls ekki fagna hamingjunni því hún gæti verið farin strax daginn eftir,“ segir hann. „Valt er hamingjunni að treystast, að eigi bresti hún,“ segir í Völsunga sögu. „Viðhorfið var að hamingjan væri mjög óstöðug og ef það kæmi lukka, þá væri hrukka á leiðinni. „Illt er við hamingjuna að etja“ og „rammvillt er hamingju- hjólið“,“ segir hann og vísar til tveggja málshátta. Skilaboðin eru jafnan að fagna ekki of mikið og halda ró sinni. Jafnan sé ekki tal- ið gáfulegt að fagna eða njóta hamingju- stundarinnar. „Þetta er það sem margir eru aldir upp við,“ segir hann og hluti af þessu sé að lifa ekki í núinu, það sé of mikil áhætta að njóta stundarinnar. Best sé að ganga hægt um gleð- innar dyr til að styggja ekki hamingjuna. „Lukkan er ekki lengi að snúa sér. Fáir láta sér sína lukku nægja og ýmislegt kann ekki góðri lukku að stýra. Eins og allir vita þá hefur lukkan einnig fallvaltan fót,“ segir hann. Einn málsháttur hljóðar svo: „Lánið er valt og lukkan hál.“ Hamingja fer ekki endilega til þeirra sem eiga hana skilið. Þeir sem sífellt eltast við hamingjuna finna hana víst sjaldnast, því hún er skrýtin skepna. Allir elska hamingjuna, en hamingjan aðeins fáa, er á meðal skilaboðanna. Theódóra Thoroddsen kvað: „Tindilfætt er lukkan/ treyst henni aldrei þó. /Valt er á henni völubeinið/ og dilli-dó.“ Matthías Jochumsson kvað: „Trú þú ei, maður, á hamingjuhjól/ heiðríka daga né skínandi sól/ þótt leiki þér gjörvallt í lyndi.“ „Einatt er góðs manns auðnu skeinu- hætt,“ skrifaði Shakespeare í Lé konungi (þýðing: Helgi Hálfdanarson). „Það er gæfa sem segir sex/ ef í sífellu vex hún og vex/ en ýmsa mun gruna/ að gott sé að muna/ að gæfan er brothætt sem kex,“ kvað Hrófur Sveinsson (Helgi Hálf- danarson). „Spyrðu sjálfan þig hvort þú ert ham- ingjusamur og þú hættir að vera það,“ skrifaði John Stuart Mill heimspekingur. „Ef við hættum að leita hamingjunnar í sífellu, myndum við skemmta okkur ágætlega,“ sagði Edith Wharton rithöf- undur. En „öruggasta leiðin til að forðast óham- ingju er að gera ekki kröfur til mikillar hamingju,“ sagði Arthur Schopenhauer. „Ævilöng hamingja! Enginn gæti þolað hana: það væri helvíti á jörðu,“ sagði George Bernard Shaw. „Hvenær var mannleg hamingja virt ávið annað en glæp eða hennar notið öðruvísi en í leynum þvert ofaní guðs lög og manna?“ skrifaði Halldór Laxness í Íslandsklukk- unni. Síðan má ekki gleyma málshættinum: „Sígandi lukka er best.“ En fáir hafa orðað undrun sína yfir ham- ingjunni betur en á eftirfarandi hátt, segir Gunnar Hersveinn. „Ég hef engan tilgang, ég hef enga stefnu, engan metnað, enga skoðun og samt er ég hamingjusamur. Ég skil þetta ekki. Hvað er ég að gera rétt?“ en þetta er haft eftir Charles M. Schulz, teikn- ara Snoopy. Ekki gleðjast of mikið ’Valt er hamingjunniað treystast, aðeigi bresti hún og hverju þú getur ekki breytt. Til dæmis veðrinu,“ segir hann og við það bresta bæði viðmælandi og blaðamaður í hlátur því viðtalið fór fram á miklum óveðursdegi í vikunni þegar borgin fór hreinlega á flot. „Mér finnst þetta tal um hamingjuríka borg ríma við það sem Forn-Grikkir voru að hugsa. Þeir lögðu áherslu á að hamingjan væri spunnin úr mörgum þáttum tilverunnar og tengd viðhorfi og ytri þátt- um eins og stöðu, hvað þú eigir marga vini, hvort þú fáir nógu góð laun til að ferðast og hvort þú njótir virðingar.“ Hægt að auka líkurnar Gunnar Hersveinn hefur í framhaldi af þessu velt fyrir sér hvort þjóð geti verið hamingjusöm og hvaða skilyrði þurfi þá að vera fyrir hendi, m.a. í bókinni Þjóðgildin. „Tilgátan er að ef samfélag gef- ur öðrum þjóðum af gnægð sinni, þekkingu og hug- viti með það að markmiði að bæta heiminn, þá batn- ar það sjálft. Ef það virðir mörkin og leyfir ekki ofbeldi og kúgun getur það orðið öðrum góð og traust fyrirmynd. Gjöf gefin af góðsemi hefur gæfu að geyma,“ segir hann. „Tilgátan hérna er að þjóð sem hugsi svona um hvað hún geti gefið öðrum, auki líkurnar á því að hún verði gæfurík,“ segir hann. „Þetta er spurning um viðhorf, það eykur lík- urnar á hamingju ef þú stundar gott siðferði en það er ekki trygging. Hamingjan býr ekki endilega sig hjá hinum réttlátu. Gott borgarumhverfi getur auk- ið líkurnar á því að fleiri verði hamingjusamir og sama með þjóð, hvernig hún hagar sér hefur áhrif.“ ingarun@mbl.is „Mér leiðist til dæmis ef ég sé bara sömu verslanirnar í öllum borgum. Það er þægilegt en það er ekki skemmtilegt. Manni finnst gaman að sjá eitthvað skrýtið og óvænt,“ segir Gunnar Hersveinn. Morgunblaðið/Hari Þúfan, listaverk Ólafar Nordal úti á Granda, er dæmi um eitthvað óvænt sem gleður í umhverfinu. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.