Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 23
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Fyrir 4-6
2 msk. fínt rifinn parmesan-ostur
1 bolli nýmjólk
2½ msk. ósaltað smjör
3 msk. hveiti
½ tsk. paprikuduft
½ tsk. salt
múskat á hnífsoddi
4 stórar eggjarauður
5 stórar eggjahvítur
1 bolli gróft rifinn Gruyère-ostur (eða
rétt rúmlega það)
Setjið grindina í neðri þriðjung
ofnsins og hitið hann í 200°C.
Smyrjið sex lítil kringlótt eldföst
form. Dreifið í þau parmesan-
ostinum og hristið þau til þannig
að osturinn „límist“ líka á hlið-
arnar.
(Þetta er hægt að gera allt að
tveimur tímum áður en sett er í
ofninn, þá er það látið standa við
stofuhita, með breitt yfir).
Þeytið næst eggjahvítur í hræri-
vél þar til þær eru stífar.
Blandið ¼ af eggjahvítum saman
við volgu (eða við stofuhita) blönd-
una. Hrærið afganginum saman við
ásamt Gruyère-ostinum. Hellið í
formin og setjið inn í ofninn en
lækkið strax hitann í 190°C.
Bakið þar til það er farið að rísa
og orðið gullinbrúnt og miðjan
hreyfist örlítið þegar þú hristir eða
hreyfir formið. Þetta tekur u.þ.b.
25 mínútur. Alls ekki opna ofninn
fyrstu 20 mínúturnar. Berið fram
strax.
Hitið mjólkina í litlum potti yfir
miðlungshita þar til fer að rjúka úr
henni. Á meðan, bræðið smjör í
stórum potti yfir miðlungshita.
Bætið hveiti út í og hrærið þar til
byrjar að freyða, eða í 3 mínútur.
(Ekki láta þetta brúnast).
Takið af hita og látið standa í
eina mínútu. Hellið þá mjólkinni
saman við og hrærið þar til slétt.
Færið pottinn aftur á hitann og
hrærið stanslaust þar til blandan
þykknar mikið, í 2-3 mínútur. Takið
af hita og hrærið paprikudufti, salti
og múskat saman við. Bætið eggja-
rauðunum út í, einni í einu og
hrærið á meðan.
Setjið blönduna í stóra skál og
látið kólna þar til hún er volg.
Osta
„soufflé“
Gordon Ramsay er enginn ný-
græðingur í eldhúsinu og það
verður að segjast að hrærðu eggin
hans eru þau bestu sem blaða-
maður hefur smakkað. Ef þú vilt
slá í gegn á heimilinu mæli ég með
þessari aðferð, og ég get lofað að
þú munt aldrei framar hræra egg í
skál og henda á pönnu!
Fyrir 2-4
6 egg
25 g kalt smjör, í bitum
1 msk. sýrður rjómi (eða grísk jóg-
úrt)
smá salt
Takið af hitanum þegar þau eru
tilbúin; þau verða flauelsmjúk og
fíngerð í sér. (Þau líta næstum út
fyrir að vera smá hrá en eru það
ekki; þau líta þannig út þegar búið
er að hræra sýrða rjómanum sam-
an við.)
Piprið með ferskum nýmöl-
uðum pipar og smátt skornum
graslauk.
Fer mjög vel ofan á glænýju rist-
uðu súrdeigsbrauði með smjöri
og nokkrum bökuðum kirsju-
berjatómötum. Og auðvitað fyrir
kjötæturnar er beikon ómissandi.
nýmalaður pipar
smátt saxaður graslaukur
Brjótið eggin í pott og bætið
smjörinu út í og smá salti eftir
smekk. Hrærið stanslaust yfir
miðlungshita þar til eggin fara að
eldast. Takið pottinn af hitanum
og hrærið áfram í ca. 20 sekúndur.
Færið pottinn aftur á hitann og
haldið áfram að hræra. Gott er að
gera þetta nokkrum sinnum. Tak-
ið af hitanum og bætið sýrða
rjómanum út í og setjið aftur á
hita og hrærið honum saman við.
Heimsins bestu hrærð egg
þúsundir titla
Perlur Hjálmars
ðarsonar um undur
enskrar náttúru á
ótrúlegt úrval
Bár
ísl
frábæru verði!
895.-
795.-
795.-
995.-
1995.-
595.-
795.- stk.
alla daga
opið
kl. 10 – 21