Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 28
Öðruvísi borgar-
ferðir í Evrópu
Evrópa er alltaf að stækka eða að minnsta kosti virðist það svo vera og
sífellt fleiri borgir komast á radarinn. Margar borgir í austri eru farnar að
verða aðgengilegri fyrir ferðamenn og það eru fjölmargir kostir aðrir í boði
en London, París, Berlín eða Róm þó þær standi alltaf fyrir sínu. Hér eru
taldar upp nokkrar borgir sem eru oftar en aðrar taldar upp á listum
ferðatímarita og vefsíðna um hvert eigi að leggja leið sína árið 2018.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Borgin Tíblisi í Georgíu er
spennandi áfangastaður.
FERÐALÖG Byrjað var að selja miða í nýja hraðleið Eurostar á milli Londonog Amsterdam í vikulokin. Fólk hefur beðið eftir þessum
áfanga með mikilli eftirvæntingu. Ferðir hefjast 4. apríl.
London-Amsterdam
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.2. 2018
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Þetta þykir spennandi borg til að
heimsækja en eitt af því sem lokk-
ar fólk til hennar er góður matur.
Matarbyltingin í Tíblisi hófst þegar
hinn ungi matreiðslumaður,
Meriko Gubeladze opnaði veit-
ingastað sinn Shavi Lomi sem
býður upp á georgískan mat með
nýju sniði, undir áhrifum frá öðr-
um matreiðsluhefðum. Í raun
þykir landið allt þykir vera áhuga-
vert fyrir mataráhugafólk og líka
vínáhugafólk en hin hefðbundna
georgíska víngerð „kvevri“, þar
sem notast er við leirvasa, er
komin á menningarverðmætalista
UNESCO. Vínræktarhéruð eru
ennfremur víða og er jafnvel tekið
á móti fólki með rauðvínsflösku á
flugvellinum, svona þegar búið er
að stimpla passann.
Þetta er góður staður fyrir ungt
fólk með áhuga á því að skemmta
sér og upplifa nýja menningu. Á
síðustu árum opnuðu tveir næt-
urklúbbar sem leggja áherslu á
teknótónlist, Bassiani og Khidi en í
borginni eru líka LGBT-vinsam-
legir staðir á borð við Cafe Gall-
ery og Success Bar.
Fabrika-hostelið var opnað árið
2016 en segja má að það sé KEX
Georgíufólks. Hrátt útlit er í fyr-
irrúmi og í kring eru spennandi
barir og búðir og ekki spillir fyrir
að hægt er að njóta sólar ef svo
ber undir í miðlægum garði. Mörg
sjálfstæð gallerí hafa opnað und-
anfarið þar sem hægt er að sjá list
eftir ungt georgískt listafólk.
Forvitnilegt er að á georgísku
heitir landið alls ekki Georgía
heldur Sakartvelo.
Landið er á spennandi stað, á
mörkum Vestur-Asíu og Austur-
Evrópu en tilheyrir þó Evrópu en í
ár eru liðin 100 ár frá því að
Georgía varð sjálfstætt ríki í kjöl-
far rússnesku byltingarinnar.
TÍBLISI, GEORGÍU
Paradís fyrir
mataráhugafólk
Leirílátin „kvevri“ sem notuð eru í
georgískri víngerð.
Fabrika-hostelið í Tíblisi.
Þessi hafnarborg í suðvesturhorni Frakklands
verðskuldar heimsókn á árinu 2018. Bordeaux er
einhver mest lifandi og spennandi borgin í Frakk-
landi. Á síðasta einum og hálfum áratug hefur
borgin sjálf breyst og ímynd hennar með en þetta
hefur gerst samhliða stjórn borgarstjórans Alain
Juppé sem hefur til dæmis breytt götum í göngu-
götur, gert upp gamlar byggingar og búið til nýtt
almenningssamgöngukerfi.
Þar er til dæmis nóg um að vera í menningarlíf-
inu en nýja vínsafnið La Cité du Vin hefur vakið
lukku með margmiðlunarsýningum og vínsmökk-
unum.
Hálf borgin eða um 18 ferkílómetrar eru skil-
greindir á heimsminjaskrá UNESCO, sem er
stærsta slíka svæði í borg í heiminum. Bordeaux
snýst þó alls ekki bara um gamlar byggingar heldur
eru mörg ný mannvirki í borginni sem hönnuð eru
af heimsþekktum arkitektum eins og til að mynda
Herzog & de Meuron-leikvangurinn (2015), safnið
La Cité du Vin (2016) og Jean-Jacques Bosc-brúin
(2018) yfir Garonne-ána.
BORDEAUX, FRAKKLANDI
GettyImages/iStockphoto
Gömul vín og nýr arkitektúr
Nýja vínsafnið La Cité
du Vin minnir á karöflu.