Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.02.2018, Blaðsíða 35
25.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 BÓKSALA 14.-20. FEBRÚAR Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÞorstiJo Nesbø 2 Þitt annað lífRaphaëlle Giordano 3 UppruniDan Brown 4 Óþægileg ástElena Ferrante 5 Mojfríður einkaspæjariMarta Eiríksdóttirir 6 Elín, ýmislegtKristín Eiríksdóttir 7 NúvitundMark Williams 8 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 9 Óvelkomni maðurinnJónína Leósdóttir 10 Myrkrið bíðurAngela Marsons 1 Stóra bókin um Hvolpasveitina Mary Tillworth 2 Lói þú flýgur aldrei einn Styrmir Guðlaugsson/ Sigmundur Þorgeirsson 3 Saga tveggja töfraandaBoveda Spackman 4 Hvolpasveitin – LitabókNickelodeon 5 Hófí er fæddMónika Dagný Karlsdóttir 6 Gagn og gamanHelgi Elíasson/Ísak Jónsson 7 Stígvélaði kötturinnStella Gurney 8 Lærðu að láta þér líða vel og vera í jafnvægi J.M. Glasser/Kathleen Nadeau 9 Þitt eigið ævintýriÆvar Þór Benediktsson 10 Verstu börn í heimiDavid Walliams Allar bækur Barnabækur Þessa stundina er ég á fullu að und- irbúa komu nýja fjölskyldu- meðlimsins og er því að lesa bók- ina Kviknar eftir Andreu Eyland. Þetta er ný bók um getnað, fæðingu og sængurlegu sem er bæði fróðleg og skemmtileg. Bókin hefur að geyma gagnlegar upplýs- ingar og að auki heil- an helling af reynslusögum frá ís- lenskum foreldrum sem gaman er að lesa. Við fjölskyldan er- um svo að lesa sam- an bókina Flóttinn hans afa eftir David Walliams en sá höf- undur er í miklu uppáhaldi hjá okkur öllum. Bækurnar hans eru ekki bara fyndnar og skemmtilegar heldur taka líka oft á alvarlegum og erfiðum málefnum eins og til dæmis fá- tækt og dauða. Svo var ég að klára bókina Stúlkan á undan eftir J.P. Del- aney. Það er morð- gáta og sálfræðitryll- ir sem er á köflum ansi spennandi. Hún skilur kannski ekki mikið eftir sig en er hin fínasta afþreying. ÉG VAR AÐ LESA Eva Dögg Diego Eva Dögg Diego Þorkelsdóttir er forstöðukona barna- og unglinga- deildar Bókasafns Hafnarfjarðar. Átta fjöll heitir skáldsaga ítalska rithöfundarins Paolo Cognetti sem Mál og menning gefur út. Í bókinni segir frá Pietro, sem er einmana piltur í Mílanó. Á hverju sumri heldur hann með fjöl- skyldu sinni til fjallaferða á Norður-Ítalíu og þar kynnist Pietro Bruno, sem þekkir fjöllin en er um leið rígbundinn þeim. Pietro og Bruno eyða sumrunum í fjallaferðir og læra fyrir vikið að þekkja hvor annan og sjálfa sig, hæfileika sína, til- finningar og takmarkanir. Þótt leiðir þeirra skilji slitnar bandið sem tengir þá saman aldrei. Brynja Cortes Andrésdóttir þýddi. Skáldsagan Þitt annað líf hefst þegar þú upp- götvar að þú átt bara eitt segir frá Camille sem býr í París með manni sínum og syni. Henni finnst hún vera föst í sömu sporum, að ekkert sé framundan í lífinu nema leiðindi. Þá ber svo við að það springur á bílnum hennar á fáförnum vegi í grenjandi rigningu og er hún leitar að aðstoð í nærliggjandi húsi rekst hún á Claude, sem býðst til að hjálpa henni að umbylta lífi sínu. Höfundur bókarinnar er franska skáldkonan Raphaëlle Giordano, Ólöf Pétursdóttir þýddi, Vaka-Helgafell gefur út. Vigfús Sigurðsson fékk viðurnefnið Græn- landsfari, enda fór hann þrjá frækilega leiðangra yfir Grænlandsjökul. Fyrsti leiðangurinn var 1912–1913, þegar hann fór þvert yfir Grænland, en hann fór í annan leiðangur 1930–1931 og stóð síðan fyrir Gottuleiðangrinum 1929 sem farinn var til að fanga sauðnaut á Grænlandi sem flytja átti til Íslands. Í bókinni Grænlandsfarinn birtast dagbækur úr Grænlandsferðunum þremur og önnur gögn þeim tengd sem Vigfús Geirdal, dóttursonur Grænlandsfarans, bjó til útgáfu. NÝJAR BÆKUR Fyrir stuttu kom út bókin Þau, sem hefur að geymaþríleik Barkar Gunnarssonar, bækurnar Hann,sem kom út 2013, Þá sem kom út á síðasta ári og svo Hana, sem kemur út í fyrsta sinn í Þeim. Í viðtali við Börk þegar Hann kom út nefndi hann að bókin væri hluti af fyrirhuguðum þríleik. Aðspurður um hvort lokagerðin hafi þá mynd sem hann sá fyrir sér í upp- hafi svarar hann játandi. „Ég var búinn að rissa hugmynd- ina upp fyrir mér og hélt mig við hana, hún breyttist ekk- ert,“ segir hann og bendir á að hann hafi til mynda lokið við Þá fyrir fjórum árum. „Þetta æxlaðist þannig að ég fór til forleggjara með Hann og hann samþykkti að gefa bók- ina út ólesna, sagði: „Ég fíla þig, en ég veit að þetta er eitt- hvað listarúnk og það er lítill peningur í þessu en brjáluð vinna þannig að ég gef ekki út næstu bók.“ Ég sagði bara ókei við því, en þegar bókin kom út og fékk súper gagnrýni spurði ég hann hvort þetta hefði verið listarúnk og lítill peningur og hann svaraði já og já þannig að ég þurfti að finna annan útgefanda. Ég geymdi því verkið á meðan ég fór í önnur verkefni og gaf það út sjálfur og svo líka safnið allt.“ – Nú er ég ekki búinn að lesa nema Hann og Þá, en þó þetta séu ólíkar sögur þá finnst mér eins og þær kallist á að mörgu leyti. „Þær eru algerlega ótengdar allar þrjár nema að því að þemað í þeim er það sama: vinnusemi og markmiðavæðing.“ – Honum og Þeim svipar líka saman að þær eru æv- intýralegar og gráglettnar í bland. „Þær eru allar þannig og allar hetjurnar enda sem nokkurskonar táknmyndir eða listaverk vinnusemi og markmiðavæðingar. Í fyrstu bókinni tek ég fyrir verka- mannastétt, sjómannastéttina í annarri og í síðustu bók- inni er það menntastéttin.“ Undanfarin ár hefur Börkur fengist jöfnum höndum við bókaskrif og kvikmyndagerð og haft nóg að gera. Hann segir að kvikmyndahandritin safnist nú upp hjá honum í bunkum, „ég fæ alltaf handritastyrk en aldrei framleiðslustyrk,“ segir hann og bætir við að hann hygg- ist líka senda frá sér tvær bækur á þessu ári, bókina Ég, sem sé ljóðræn sjálfsævisaga, og í haust komi út gam- ansöm skáldsaga úr blaðamannaheiminum sem heitir einfaldlega Blaðamaðurinn. Það komi síðan að lágmarki ein bók til á næsta ári. Aðspurður segist Börkur ekki gera upp á milli handrits- skrifa eða skáldsagnaritunar. „Mér finnst hvort tveggja skemmtilegt, en tölvan er að fyllast af ókláruðum verkum, hún er að breytast í kirkjugarð ókláraðra verka. Til þess að bjarga verkinu úr kistunni áður en mokað er yfir það kostar ekki nema smápening að redda sögunum eða það kostar hundruð milljóna að bjarga kvikmyndahandritum.“ Þau, þríleikur Barkar Gunnarssonar, fjallar um hetjur sem enda sem táknmyndir eða listaverk vinnusemi og markmiðavæðingar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Börkur Gunnarsson skrifaði þríleik um vinnusemi og markmiðavæðingu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hann, Þeir og Hún BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 kr. 7.300 kr. 7.900 kr. 8.700 kr. 3.600 / 3.250 / 2.900 kr. 5.900 North hilla 65x15x35 cm kr. 5.900 Smile 3ja sæta sófi kr. 190.700 kr. 19.400 kr. 24.900 kr. 59.900

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.