Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Þegar hinn sögufrægi dráttarbátur Magni var dreginn upp í Slippinn í Reykjavík í fyrradag kom í ljós að mikið verk var að vinna við botn- hreinsun bátsins. Enda ekki nema von, því Magni var síðast tekinn í slipp árið 2005, eða fyrir 13 árum. Þá var hann botnhreinsaður og málaður og ekki veitir af að mála hann að nýju. Það var vel við hæfi að nýi Magni drægi nafna sinn frá Óðinsbryggju við Sjóminjasafnið að Slippnum. Magni á sér merka sögu en hann var fyrsta stálskipið sem Íslendingar smíðuðu. Hann var smíðaður í Stáls- miðjunni í Reykjavík 1955 og hann- aður af Hjálmari R. Bárðarsyni skipa- verkfræðingi (1918-2009) fyrir Reykjavíkurhöfn. Hollvinasamtök Magna, sem stofnuð voru í fyrra, áforma að gera bátinn upp og sýna honum þann sóma sem honum ber. Draumurinn er að hann verði haffær á ný. sisi@mbl.is Ljósmynd/Jón Páll Ásgeirsson Verk að vinna í Slippnum Morgunblaðið/Hari Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóð- anna útskrifaði á mánudag nem- endur í 20. sinn, en á þessu skólaári tók 21 nemandi þátt í sex mánaða þjálfunarnámi skólans. Komu nem- endurnir frá 15 löndum í Asíu, Afr- íku, Mið-Ameríku og Karíbahafi, og var meirihluti þeirra konur, eða 13 talsins. Átta sérhæfðu sig á sviði matvælaframleiðslu og gæðastjórn- unar; sjö á sviði stofnmats og veiða- færatækni; og sex á sviði sjálfbærs fiskeldis, samkvæmt upplýsingum frá skólanum. Tumi Tómasson, forstöðumaður skólans, ávarpaði nemendur og aðra viðstadda útskriftina. Rakti hann hvernig skólinn hefði þróast frá því að vera nokkuð einfalt verkefni árið 1998, með nemendur frá aðeins þremur löndum, yfir í sífellt flókn- ari verkefni með nemendur frá fleiri en fimmtíu löndum. Sagði hann fiskveiðar á heimsvísu glíma nú við nokkrar áskoranir, þar á meðal of- veiði náttúrulegra stofna. Í því ljósi hafi skólinn mikilvægu hlutverki að gegna í að styðja við hin nýju sjálf- bærnimarkmið SÞ. Byggja upp færni sérfræðinga Alls hafa 368 nemendur lokið námi frá skólanum frá upphafi. Þeir koma frá yfir 50 löndum, flestir frá Víetnam, Úganda, Kína, Kenía, Sri Lanka og Tansaníu, en skólinn hef- ur einnig útskrifað nemendur frá fölmörgum smáum eyríkjum þar sem sjávarútvegur er mikilvægur, eins og Kúbu, Jamaíku, Græn- höfðaeyjum og Fídjíeyjum. Sjávarútvegsskóli Háskóla Sam- einuðu þjóðanna var stofnaður árið 1998 á grundvelli þríhliða sam- komulags Háskóla Sameinuðu þjóð- anna, utanríkisráðuneytisins og Hafrannsóknastofnunar. Er hann rekinn í nánu samstarfi háskóla- samfélagsins, stjórnvalda og at- vinnulífs, og meðal samstarfsaðila á Íslandi má nefna Matís, Háskóla Ís- lands, Háskólann á Akureyri og Hólaháskóla. Meginviðfangsefni Sjávarútvegs- skólans er að byggja upp færni og þekkingu meðal sérfræðinga á sviði sjávarútvegs og fiskeldis í þróun- arlöndum. Er umfangsmesti lið- urinn í starfsemi skólans sex mán- aða þjálfunarnámið, en það er haldið á hverjum vetri frá sept- ember til febrúar. Í náminu eru sér- fræðingarnir efldir faglega og búnir undir að hafa áhrif á uppbyggingu sjávarútvegs í því starfsumhverfi er þeir koma frá. Sjávarútvegsskóli SÞ útskrifaði 20. árgang skólans  21 nemandi, meirihlutinn konur Morgunblaðið/Eggert Útskrift Gleðin leyndi sér ekki hjá hinum nýútskrifuðu nemendum. Fyrirtækið Landeldi ehf. hefur boðað til íbúakynningar í Þorlákshöfn í dag klukkan 17.30. Tilefnið er áform fyr- irtækisins um að koma á fót allt að fimm þúsund tonna eldi á laxfiski í sveitarfélaginu. Athygli hefur vakið að fyrirhugað er að eldið fari að öllu leyti fram í landi, við sjávarsíðuna. Stefnt er að því að fara á fundinum yfir gerð og framkvæmd verkefn- isins, skipulag þess, matsáætlun, áhrif og stefnu, auk þeirra áhrifa sem verkefnið mun hafa á atvinnumögu- leika íbúa. Eldið verði sem vistvænast Samkvæmt upplýsingum frá fyr- irtækinu hefur verkefnið verið í vinnslu í um tvö ár og er lagt upp með að eldið verði sem vistvænast, með tilliti til notkunar náttúrulegra auð- linda og úrvinnslu á hráefni, auk með- ferðar úrgangsefna. „Við höfum það að markmiði að skila sem vandaðastri vöru til að tryggja inngöngu á verð- hæstu markaði, og tryggja að verk- efnið í heild styðji við atvinnulífið í Þorlákshöfn, þar sem öll vinnsla verði í heimahéraði,“ segir Ingólfur Snorrason, sem er í forsvari fyrir fyr- irtækið. „Við höfum lagt mikla vinnu í verk- efnið og keypt umtalsvert land í Ölf- usi til að þjóna því,“ segir Ingólfur. „Þetta verkefni er stærsta einstaka landeldisverkefni á Íslandi, 5.000 tonn, og er okkur mjög svo umhugað um ímynd og gæði bæði verkefnisins og framleiðslunnar. Það eru margir áhugaverðir möguleikar í framvindu eldis á Íslandi og eru allir hlutaðeig- andi aðilar sammála um mikilvægi góðrar umgengni um náttúruleg auð- æfi.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorlákshöfn Laxeldið á að vera í landi og verða áformin kynnt í dag. Kynna áform um eldi í Þorlákshöfn Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is BIRKENSTOCK barna kr. 6.850,- Misty
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.