Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 1

Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 1
F I M M T U D A G U R 8. M A R S 2 0 1 8 Stofnað 1913  57. tölublað  106. árgangur  MIKIL TÆKI- FÆRI ERU Í TÖLVUTÆKNI FJÖR OG FÁKAR Í VÍÐIDAL FÓLKIÐ Á K100 Í NÆRMYND FÉLAGSHÚS FÁKS 28 16 SÍÐNA AUKABLAÐVIÐSKIPTAMOGGINN  Auður Guð- jónsdóttir, stjórnar- formaður Mænu- skaðastofnunar Íslands, fer ásamt tveimur öðrum íslenskum konum til fundar við bandaríska þingmenn og al- mannatengla síð- ar í mánuðinum. Bandarísk samtök mæðra mænu- skaddaðra einstaklinga, Warriors Momz, buðu íslensku konunum á fundinn. Auður hefur fylgst mjög vel með framförum í meðferð mænuskaddaðra frá því að dóttir hennar slasaðist. Hún telur að fara þurfi pólitíska leið til að þoka þess- um málum áfram. »18 Ræða við banda- ríska þingmenn Auður Guðjónsdóttir Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, hyggst nota næstu vikur til að móta stefnuna. Ný stjórn muni funda með félagsmönnum Eflingar og vinna að stefnumótun á lýðræðislegan hátt. „Við viljum ekki koma með allt tilbúið. Við viljum enda gera þetta í mikilli samvinnu við fólkið í Eflingu,“ segir Sólveig Anna. Hún segist sem verkakona ekki hafa haft mörg tækifæri til að móta stjórnunarstíl. Hún sé róttæk og vilji lýðræðisvæða stéttarfélagið. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir kjör Sólveigar Önnu vera enn eitt ákallið um breytingar í samfélaginu. Fleiri „hallarbyltingar“ séu í vændum hjá verkalýðshreyfingunni. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Raf- iðnaðarsambandsins, segir tekjulægstu hópana hjá ASÍ hafi fengið mestar launahækkanir undan- farin ár. Nú sé kominn tími til að gera betur við rafiðnaðarmenn. baldura@mbl.is Hyggst leita leiðsagnar fólksins Morgunblaðið/Eggert  Nýr formaður Eflingar segir stefnuna verða mótaða á allra næstu vikum Á leikskólanum Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, starfar á leikskólanum Nóaborg í Reykjavík. Hún var með börnunum í gærmorgun. MVill ekki lokast af á skrifstofunni »6  Ný skýrsla endurskoðunar- fyrirtækisins Deloitte fyrir íslensk stjórnvöld sýnir fram á mikinn samdrátt í sjávarútvegi undanfarin ár. Kristján Þór Júlíusson sjávar- útvegsráðherra segir að taka verði niðurstöður skýrslunnar alvarlega. „Það er nauðsynlegt fyrir alla að horfast í augu við þetta, annað væri ábyrgðarlaust,“ segir ráð- herrann. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri sjávar- útvegsfyrirtækisins G.RUN á Snæ- fellsnesi, segir reksturinn hafa verið erfiðan á síðasta ári. Ástand- ið hafi lítt skánað. „Smærri byggð- ir og smærri fyrirtæki munu fara í kaf, það er ekki flóknara.“ »50 Mikill samdráttur blasir við í sjávarútvegi Morgunblaðið/Eggert Bryggja Skýrslan lýsir dökkum horfum.  Þorsteinn G. Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa, segir að það sé að verða ákveðin áskorun fyrir íslensk samkeppnisyfirvöld að greina á milli innlendra og erlendra aðila sem keppa á markaði hérlendis. „Heima- markaður okkar er ekki bara Ísland, en á sama tíma er íslenski mark- aðurinn orðinn heimamarkaður annarra líka. Það fer að verða ákveðin áskorun fyrir samkeppnis- yfirvöld að greina þar á milli, því nú þýðir ekki að horfa bara á innlenda aðila hvað varðar samkeppni á innanlandsmarkaði. Það nægir að horfa á fótspor skýjaþjónustanna Amazon Web- services og Microsoft Azure hér á landi til að átta sig á þessu. Ég spyr mig hvernig á að reikna út mark- aðshlutdeild á Ís- landi í dag. Þetta er orðið miklu flóknara. Þetta er bæði áskorun og tækifæri á sama tíma einnig.“ »ViðskiptaMogginn Ísland orðið heimamarkaður annarra líka Þorsteinn G. Gunnarsson  Skáldsagan Dalalíf eftir Guðrúnu frá Lundi er sú bók sem var oftast lánuð út á almenningsbókasöfnum landsins í fyrra. Vel á fimmta þús- und manns fengu hana lánaða. Næst í röðinni á vinsældalista bóka- safnanna var Tvísaga: Móðir, dóttir, feður eftir Ásdísi Höllu Bragadótt- ur en hún var lánuð 3.191 sinni. Þá komu bækur eftir glæpasagnahöf- undana Arnald Indriðason og Ragnar Jónasson. »24 Dalalíf vinsælasta bókin á bókasöfnum 1 MÍN 2MÍN 3MÍN 4MÍN 5MRE Y KJ AV ÍK U RV EG U R FLATAHRAUN FJ A R Ð A R H R A U N MÍNÚTNA HVERFIÐ5 Kynningarfundur í Bæjarbíói kl. 20miðvikudaginn 14. mars HRAU Sérblað í dag VESTUR MJÚKA DEILDIN ÍSLENSK HÖNNUN SJÚKRAÞJÁLFARI AÐSTOÐAR SÆNGUR- FATNAÐUR SÆNGUROG KODDAR HEILSURÚM ALLARSTÆRÐIR FUSSENEGGER Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á rúmdýnum. Í DAG 16-18 Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.