Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Sterkir í stálinu Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Mikil óánægja meðal nemenda  Aðeins 1.700 nemendum af 4.000 tókst að ljúka samræmdu prófi í íslensku vegna tæknilegra örðugleika  Ákvörðun um nýtt próf verður tekin í næstu viku Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Tæknimenn okkar eru nú að funda með fulltrú- um fyrirtækisins sem rekur þetta prófakerfi. Þeir eru að grafast nákvæmlega fyrir um það hvað gerðist og tryggja að kerfið verði komið í lag fyrir prófið í dag og á morgun. Við munum ekki leggja prófið fyrir í dag nema kerfið sé í fullkomnu lagi og höfum góða von um að svo verði,“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Tæknileg vandamál komu upp þegar leggja átti samræmt könnunarpróf í íslensku fyrir um fjögur þúsund nemendur í 9. bekk í gærmorgun. Net- þjónn á Írlandi annaði ekki álaginu þegar prófið átti að hefjast. Var skólastjórnendum gefið leyfi til að fresta prófinu þar sem nemendur komust ekki inn í það. Segir Arnór að um 1.700 nemendur hafi náð að ljúka prófinu en sumir þeirra hugs- anlega við óviðunandi aðstæður. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort og þá hvenær nýtt próf verði lagt fyrir. „Ég er að bíða eftir fundi með ráðherra um þetta mál. Þá þarf ég líka að ræða við formann skólastjórafélagsins. Ég geri ráð fyrir að ákvörð- un um nýtt próf liggi fyrir í næstu viku,“ segir Arnór. Margir hafa lýst óánægju sinni með þessi mis- tök, meðal annars á samfélagsmiðlum. Hafið þið orðið vör við þetta? „Já, við höfum alveg fengið að heyra það. Það hefur mikið verið hringt hingað, meðal annars nemendur sem hafa sagt okkur til syndanna út af þessu. Skiljanlega eru þeir reiðir, það er full ástæða til þess, og við viljum gjarnan heyra þeirra sjónarmið. Við tökum þessar umkvartanir alvarlega og okkur þykir leitt að þetta skuli hafa bitnað á nemendum og skólum og valdið þeim erf- iðleikum.“ Þriðja árið sem prófin eru rafræn Arnór segir að þetta sé þriðja árið sem sam- ræmd próf eru lögð fyrir með rafrænum hætti. Hann kveðst telja að bærilega hafi tekist til, þrátt fyrir þessa uppákomu. „Miðað við umfang svona breytinga, að færa prófin í þetta nýja kerfi, hefur þetta gengið furðu vel. Bæði krefst kerfið þess að réttur búnaður sé fyrir hendi í skólunum og eins þurfa nettengingar að vera í lagi. Það tók tíma að laga það sem þurfti að gera hér heima. Nú þegar það er komið í lag þá kemur upp vandamál með netþjóninn á Ír- landi.“ Morgunblaðið/Hari Próf Erlent þjónustufyrirtæki ber sök á því að margir gátu ekki lokið samræmdu prófi í gær. Sjö menn voru handteknir í aðgerð- um lögreglunnar á Ægisíðu, Haga- mel og Grettisgötu í gær. Þær má rekja til líkamsárásar í miðborginni í fyrrinótt að því er fram kemur í til- kynningu frá Lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Við húsleit á Ægisíðu og Grettisgötu var lagt hald á efni sem talin eru vera vímuefni. Menn- irnir voru yfirheyrðir í gær en gert var ráð fyrir að þeim yrði öllum sleppt að þeim loknum. Lögreglunni hafði fyrr um morg- uninn borist tilkynning um að menn væru að skemma bíl við Ægisíðu. Þeir voru handteknir í leigubíl á Hagamel. Um níuleytið var sérsveit ríkislögreglustjóra síðan kölluð að húsi við Ægisíðu. Svæðið í kring var girt af og leikskólabörnum á Ægis- borg og starfsmönnum bensínstöðvar N1 við Ægisíðu var gert að halda sig inni við á meðan aðgerðin fór fram. Sérsveitin braust inn í húsið en þar var einn sofandi maður sem þeir handtóku. Þrír voru svo handteknir á Grettisgötu í hádeginu í gær í tengslum við málið. Að sögn Jóhanns Karls Þórisson- ar, stöðvarstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var viðbúnaður lögreglu mikill því mennirnir í leigu- bílnum sögðu húsráðandann á Æg- isíðu vera í haldi gegn vilja sínum af vopnuðum mönnum. Allir hinir hand- teknu voru Íslendingar og enginn þeirra var vopnaður. Upptök málsins virðast hafa verið slagsmál á milli tveggja hópa á Grettisgötu í fyrrinótt og einn hinna handteknu ætlar að kæra annan fyrir líkamsárás. erna- yr@mbl.is Sjö handtökur í gær  Vopnuð sérsveit ríkislögreglustjóra braust inn í hús á Ægisíðu  Handtökurnar tengdust líkamsárás í miðborginni Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Vopnuð lögregla braust inn í hús og handtók einn sofandi mann. Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér eftirfylgniskýrslu um rekstur og starfsemi sendiskrifstofa Íslands. Niðurstaða hennar er að stofnunin ítreki ekki fimm ábendingar sem gerðar voru til utanríkisráðuneyt- isins árið 2015. Brugðist hafi verið við fjórum þeirra með viðunandi hætti; að koma þyrfti á sérstökum fjárlagalið fyrir fasteignaviðskipti sendiskrifstofa, ljúka úttekt á er- lendum fasteignum ráðuneytisins, setja viðmið um lágmarksmönnun sendiskrifstofa og stuðla að jafnri stöðu kynjanna á sendiskrifstofum. Fimmta ábendingin sneri að því að afnema bæri undanþágu um aug- lýsingaskyldu fyrir stöðu sendi- herra. Ráðuneytið hefur lýst sig andsnúið þessu og ber við að vegna lögbundinnar flutningsskyldu og framgangskerfis, sem og lögbundins hlutverks utanríkisþjónustunnar í hagsmunagæslu fyrir Ísland, sé nauðsynlegt að lögbundin undan- þága frá auglýsingaskyldu gildi áfram. Ríkisendurskoðun ítrekar ekki þessa ábendingu en bendir á móti á að auglýsingaskylda starfa stuðli að auknu gagnsæi, jafnræði og vand- aðri stjórnsýslu. hdm@mbl.is Stöðurnar ekki verið auglýstar  Undanþága gildi Myndband sem sagt er vera af Hauki Hilm- arssyni og tekið í Afrin í Sýrlandi í ár hefur verið birt á YouTube. Þar segist hann vera að sýna sam- stöðu með bylt- ingunni og berj- ast við hlið félaga sinna. Í tyrkneskum fjölmiðlum er því haldið fram að Haukur hafi fallið í stórsókn Tyrkja í Afrin. Íslensk yf- irvöld eru að rannsaka hvort það eigi við rök að styðjast. Myndbandið er merkt Inter- national Freedom Battalion (IFB) sem er útlendingahersveit sem m.a. hefur barist gegn vígamönnum Ríkis íslams í Raqqa í Sýrlandi. Í Facebook-færslu IFB í gær kom fram að Haukur hefði verið liðs- maður þeirra og að hann hefði fallið hinn 24. febrúar sl. Barðist við hlið félaga Skjáskot Úr myndbandinu á YouTube. Uppselt er á sýningarsvæði fagsýningarinnar „Verk og vit“ sem verður haldin í fjórða sinn í Laugardalshöll 8.-11. mars nk. 110 fyrirtæki og stofn- anir munu kynna vörur sínar og þjónustu, t.d. húsaframleiðendur, verk- fræðistofur, menntastofnanir, innflytjendur, fjármálafyrirtæki, tækjaleig- ur, bílaumboð, steypustöðvar, hugbúnaðarfyrirtæki og starfsmannaleigur. Síðast er sýningin var haldin, árið 2016, sóttu hana um 23 þúsund gestir. Stórsýningin „Verk og vit“ hefst í dag í Laugardalshöll Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Unnið að uppsetningu einingahúss úr límtré á sýningarsvæðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.