Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Tallinn, Vilnius og Riga Við skoðum glæsilegustu miðalda borgir Evrópu frá 11. og 12. öld og kynnumst miðaldastemningu sem er engri lík. Borgir sem eru á minjaskrá Unesco, miðstöð menningar og lista við Eistrasaltið. Á vegi okkar verða m.a. dóm- kirkjur, þröngar steini lagðar götur, hallir, kastalar, fallegar sveitir og sveitaþorp með brosandi heimamönnum. Við förum aftur í tíma og rúmi. 15.-25. ágúst Eystrasaltið í sinni fegurstu mynd Verð 219.900 kr. á mann í 2ja manna herbergi Innifalið: Flug, skattar, allar ferðir, aðgangur þar sem við á, hótel með morgunmat , íslensk fararstjórn Sími 588 8900 transatlantic.is Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Bjarni Stefánsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni, segir að skortur á við- haldi á vegum höfuðborgarsvæðisins ásamt veðurfari sé helsta ástæða þess að vegir eru holóttir. „Það eru náttúrlega margir vegir sem eru komnir á tíma og hafa verið sveltir í viðhaldi í gegnum tíðina, bara út af fjárskorti. Slitlagið hefur elst og er í lélegra ástandi en hefur verið. Þessi týpa af vetri hefur einnig haft áhrif; mikið um frost og hlýju til skiptis, sem eyðileggur slitlagið,“ segir Bjarni. Í gær var greint frá því í Morg- unblaðinu að 95 tilkynningar um tjón vegna holuaksturs hefðu borist það sem af er ári. Til samanburðar bárust 179 tilkynningar allt árið í fyrra. Bjarni segir Vegagerðina bregðast við eins hratt og auðið er þegar tilkynningar berast um hol- ótta vegi, sérstaklega ef holan hefur valdið tjóni á ökutæki. Sigurður Ævarsson hjá hjól- barðaverkstæði Kletts í Klettagörð- um segir að verkstæðið hafi í nægu að snúast um þessar mundir vegna tjóns á bílum eftir holuakstur. „Það er mjög mikið að gera og hefur aldr- ei verið meira. Fólk hefur verið að skemma glæný dekk. Nýrri bílar fara einhvern veginn verr út úr þessu því það er yfirleitt lægri prófíll á dekkjunum þannig að þau þola þetta síður. Þetta er heilmikið tjón hjá fólki,“ segir Sigurður. Mögulegt að fá tjónið bætt Þeir sem lenda í tjóni vegna holuaksturs geta átt rétt á að fá tjónið bætt ef búið er að tilkynna holu á veginum til Vegagerðarinnar og ekki hefur verið gert við hana. „Í einhverjum tilfellum þar sem hola er tilkynnt vita menn af henni en af einhverjum orsökum er ekki gert við hana strax. Svo keyrir ein- hver ofan í hana og skemmir bílinn í millitíðinni og þá getur veghaldari, Vegagerðin í þessu tilfelli, verið ábyrgur fyrir tjóninu á dekkinu sem eyðileggst eða bílnum,“ segir Bjarni. Skortur á viðhaldi orsök holóttra gatna í borginni  Annir hjá dekkjaverkstæðunum vegna ástands gatnanna Morgunblaðið/Hanna Brotholur í malbiki Holur á götum borginnar geta valdið miklu tjóni á ökutækjum. Fjöldi tilkynninga um tjón hefur borist Vegagerðinni í ár. Agnes Bragadóttir Höskuldur Daði Magnússon Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótt- ir, ráðherra iðnaðar- og nýsköpunar- mála, segist líta svo á að 33 þingmenn skipi stjórnarmeirihlutann en ekki 35 eftir atkvæðagreiðsluna vegna van- trauststillögu gegn Sigríði Á. Ander- sen dómsmálaráðherra á Alþingi í fyrrakvöld. Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar á útvarpsstöð- inni K100 í gærmorgun. Undir þetta tekur Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. „Það er erfitt að líta öðruvísi á þegar um er að ræða tvo þingmenn sem voru andsnúnir þessu samstarfi og hafa ekki gefið út annað. Það auðvitað smitar til baka. En mér líður ágætlega með 33 í meirihluta,“ segir Bjarni og bætir við að það hafi ekki komið sér á óvart að ráðherrann nyti trausts meirihluta þingsins. „Þetta er vonandi endapunkturinn á þessari nokkuð langdregnu umræðu um mál sem mér finnst löngu upp- lýst. Það sem kom mér á mest á óvart var að þingmenn Viðreisnar, sem studdu tillögu ráðherrans í þinginu á síðasta ári, skyldu nú snúa við blaðinu og nota þetta mál til að rök- styðja vantraust á ráðherra. Það er bæði óskiljanlegt og lágkúrulegt.“ Katrín Jakobsdóttir, forsætisráð- herra og formaður Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs, var í gær spurð hvort staða þeirra Rósu Bjark- ar og Andrésar Inga myndi eitthvað breytast í þingflokki VG, eftir að þau greiddu atkvæði með vantrauststil- lögunni á dómsmálaráðherra: „Rósa Björk og Andrés Ingi upplýstu okkur um þessa ákvörðun sína í gær. Hún var mér auðvitað vonbrigði, í ljósi þess að þingflokkurinn samþykkti bókun þegar við gengum til þessa ríkisstjórnarsamstarfs, um að fylgja niðurstöðu flokksráðsfundar. En við höfum ekki rætt þeirra stöðu sér- staklega í þingflokknum. Við munum væntanlega bara fara yfir þessi mál síðar,“ sagði Katrín. Sigurður Ingi Jóhannsson, sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, var í gær spurður hvort hann liti þannig á að þingmannastyrkur rík- isstjórnarinnar væri 33 þingmenn eða 35: „Þegar við lögðum af stað vorum við bara 33. Þau Rósa Björk og Andrés Ingi gáfu ekki upp stuðn- ing við ríkisstjórnina. Það hefur því í sjálfu sér ekkert breyst hvað varðar bakland ríkisstjórnarinnar, þótt þau hafi hingað til kosið með ríkisstjórn- inni í öllum mikilvægum málum, fjár- lögum og öðru,“ sagði Sigurður Ingi. Hann segir að miðað við það að Rósa Björk og Andrés Ingi hafi stutt þingmál ríkisstjórnarinnar í at- kvæðagreiðslum hingað til þá taki hann undir með forsætisráðherra, sem lýsti vonbrigðum sínum með at- kvæðagreiðslu Rósu Bjarkar og Andrésar Inga á þingi í fyrradag. „Þetta er í raun og veru sama staða og eftir stjórnarmyndunarvið- ræðurnar. Ég er eftir sem áður þing- maður Vinstri grænna og tel mig geta sinnt því af heilindum. Það verð- ur hins vegar kannski flókið fé- lagslegt verkefni að fá þingflokkinn til að fúnkera,“ segir Andrés Ingi Jónsson sem telur sig geta starfað áfram innan þingflokks VG: „Já, það stendur ekki á mér og hefur aldrei gert.“ Ekki náðist í Rósu Björk í gær. Ákvörðunin var mér vonbrigði  Forsætisráðherra á von á því að staða þingmannanna í þingflokki VG verði rædd síðar  Formanni Sjálfstæðisflokksins líður vel með 33 menn í meirihluta  Þingflokkur VG „flókið félagslegt verkefni“ Morgunblaðið/Hari Alþingi Frá umræðum um vantrauststillögu gegn Sigríði Á. Andersen. Hlutfall kynjanna í dagskrá Rík- isútvarpsins (RÚV), án frétta, árið 2017 var 3% jafnara en árið á undan og nánast jafnt, eða 51% karlar og 49% konur, skv. RÚV. Í fréttatímum og -þáttum eru hlutföll kynjanna 64% karlar og 36% konur. Það skýrist af hærra hlutfalli karla í leiðandi stöðum í stjórn- málum og samfélaginu sem fluttar séu fréttir af og tölur fyrir 4. árs- fjórðung sýni þróun í átt að meiri jöfnuði í fréttum, að því er fram kemur á vef RÚV. Frá árinu 2014, hafi verið jafnt kynjahlutfall í framkvæmdastjórn RÚV og á árinu 2016 náðist jafnt kynjahlutfall millistjórnenda og um- sjónarmanna sem birtast í sjónvarpi og heyrast í útvarpi. Vinna við jafn- launavottun sé hafin. Alls var hlut- fall kynjanna í dagskrá og fréttum í fyrra 58% karlar og 42% konur, sama og árið 2016, en í lok árs 2015 voru teknar upp markvissar mæl- ingar á hlutfalli karla og kvenna í hópi viðmælenda í föstum þáttum og fréttum hjá RÚV. ernayr@mbl.is Viðmælendur RÚV eftir kyni 2016-2017 100% 75% 50% 25% 0% Karlar, % 2016 2017 4. ársfj. 2017. Konur, % 2016 2017 4. ársfj. 2017. Heimild: RÚV 47 53 54 46 50 50 62 38 56 44 50 50 47 53 56 44 51 49 64 36 58 42 51 49 50 50 57 43 54 46 62 38 58 42 54 46 Rás 1 Rás 2 RÚV sjónvarp Fréttir Dagskrá og fréttir Dagskrá RÚV Meiri jöfnuður í fréttum RÚV Gert er ráð fyrir því að fjórir lands- réttardómara, sem skipaðir voru af dómsmálaráð- herra á síðasta ári en voru ekki á meðal þeirra um- sækjenda sem hæfisnefnd lagði til að yrðu skipað- ir, dæmi í málum í Hæstarétti á næstunni samkvæmt vefsíðu réttarins. Dómararnir eru Arnfríður Einarsdóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ásmundur Helgason og Jón Finnbjörnsson. Hæstaréttarlögmaðurinn Vil- hjálmur H. Vilhjálmsson hefur óskað eftir því að einn dómaranna, Arnfríð- ur Einarsdóttir, víki sæti sem lands- réttardómari í máli skjólstæðings síns á þeim forsendum að hún hafi ekki verið skipuð með réttum hætti. Hefur hann sagt að skipan hennar hafi vakið upp efasemdir hjá skjól- stæðingi hans um sjálfstæði dóm- stólsins. Landsréttur hefur staðfest hæfi Arnfríðar, Ragnheiðar og Ásmundar en búist er við að látið verði einnig reyna á hæfi þeirra fyrir Hæstarétti. Einnig hefur verið rætt um þann möguleika að leita til Mannréttinda- dómstóls Evrópu komist Hæstiréttur að sömu niðurstöðu. Dómarar sem deilt er um dæma í Hæstarétti  Voru skipaðir af ráðherra í Landsrétt Hæstiréttur Íslands.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.