Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Hér á landi er aðild að verka-lýðsfélögum mun almennari en víðast hvar. Þessi munur virð- ist þó ekki stafa af miklum áhuga launamanna hér á landi á starfi þessara félaga heldur sennilega miklu frekar af því hvernig kerfið er uppbyggt hér á landi.    Áhugaleysilaunamanna á þessari starfsemi kom glöggt fram í nýafstaðinni kosn- ingu um formann og stjórnarsæti í Eflingu. Af 16.578 á kjörskrá greiddu 2.618 atkvæði, eða 15,8%.    Þetta er ekkert einsdæmi. Íkosningu í fyrra um formann í öðru stóru félagi launamanna, VR, kusu 5.706 af 33.383 á kjör- skrá, eða 17,1%    Nýkjörinn formaður Eflingar,sem sigraði örugglega, hlaut þrátt fyrir það ekki stuðning nema 12,7% félagsmanna.    Formaður VR sem kosinn var ífyrra fékk enn minni stuðn- ing, eða 10,7% félagsmanna.    Þetta áhugaleysi félagsmanna íverkalýðsfélögum, sem kem- ur fram í lítilli kosningaþátttöku og þar með í óljósu umboði foryst- unnar, er áhyggjuefni.    Verkalýðsfélög geta haft veru-leg áhrif á þróun mála í ís- lensku atvinnu- og efnahagslífi. Þess vegna væri æskilegt að þeir sem þar eru í forystu töluðu í skýrara umboði félagsmanna. Sólveig Anna Jónsdóttir Áhugaleysi og óskýrt umboð STAKSTEINAR Ragnar Þór Ingólfsson Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag Veður víða um heim 7.3., kl. 18.00 Reykjavík 0 heiðskírt Bolungarvík -1 skýjað Akureyri -3 snjókoma Nuuk -8 snjókoma Þórshöfn 1 léttskýjað Ósló 0 alskýjað Kaupmannahöfn 0 snjókoma Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -6 heiðskírt Lúxemborg 4 rigning Brussel 6 skúrir Dublin 7 skúrir Glasgow 6 rigning London 9 skúrir París 7 rigning Amsterdam 8 súld Hamborg 1 rigning Berlín 2 þoka Vín 8 heiðskírt Moskva -5 heiðskírt Algarve 13 rigning Madríd 10 léttskýjað Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 12 skúrir Aþena 19 léttskýjað Winnipeg -17 léttskýjað Montreal 0 alskýjað New York 1 snjókoma Chicago -1 léttskýjað Orlando 19 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:11 19:07 ÍSAFJÖRÐUR 8:19 19:09 SIGLUFJÖRÐUR 8:02 18:52 DJÚPIVOGUR 7:41 18:36 Jarðskjálftahrinan við Grímsey er á undanhaldi. Nokkuð hefur verið um hræringar á þessum slóðum að und- anförnu og hinn 22. febrúar kom skjálfti sem mældist 3,7 og voru upptök hans út af Öxarfirði. „Þessar hræringar eru mjög í rén- un núna,“ segir Gunnar B. Guð- mundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Morgunblaðið. Skjálftarnir á Gríms- eyjarsvæðinu núna séu gjarnan eitt til tvö stig, eða svo vægir að fólk greini þá ekki. Stærstu skjálftarnir hafa verið um það bil 2,5. Vel þekkt er að skjálftahrinur komi öðru hvoru á þessum slóðum, það er á Grímseyj- arbeltinu sem aftur er hluti af Tjör- nesbrotabeltinu. Því má aftur jafna við brotabeltið á Suðurlandi en bæði eru þau þekkt umbrotasvæði. sbs@mbl.is Hrina í rénun  Rólegt í Grímsey Grímsey Horft yfir hafnarsvæðið. Morgunblaðið/Golli Unnið er að endurnýjun vélbúnaðar í gömlu gufustöðinni í Bjarnarflagi en stöðin hefur þjónað íbúum og fyrirtækjum við Mývatn allt frá árinu 1969. Þó svo að gamla stöðin hafi gefið mikið eftir hefur hún í gegnum tíð- ina aukið framboð rafmagns í Mý- vatnssveit umfram það sem ella hefði verið, ekki síst eftir að jarð- strengir voru lagðir í sveitinni fyrir nokkrum árum, að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Lands- virkjunar. Landsvirkjun samdi við breska fyrirtækið Green Energy Geo- thermal (GEG) um smíði og upp- setningu á nýjum vél- og rafbúnaði og hefur verið unnið að framleiðslu búnaðar nú í vetur. GEG er byggt á íslensku hugviti og hefur reist fjölda lítilla jarðvarmavirkjana í Kenía undanfarin fimm ár. Framkvæmdir á verkstað eru nú að hefjast og er tilhögun þeirra miðuð við að ekki verði truflun á tengdri starfsemi á svæðinu, sem snertir einkum rekstur hitaveitu Skútustaðahrepps og afhendingu vatns til Jarðbaðanna í Mývatns- sveit. Ekki hefur verið ákveðið hvað gert verður við gamla vélbúnaðinn, sem er upphaflega smíðaður árið 1934 og á sér því merka sögu. Fyrst um sinn verður hann geymd- ur í skemmu Landsvirkjunar á svæðinu en áhugi stendur til að búnaðurinn verði hafður til sýnis í framtíðinni, sem vélbúnaður fyrstu jarðvarmarafstöðvarinnar á Íslandi, segir í fréttinni. sisi@mbl.is Nýr búnaður í gömlu gufustöðina Ljósmynd/Landsvirkjun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.