Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 10

Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Smart föt, fyrir smart konur. Holtasmári 1 201 Kópavogur sími 571 5464 Str. 38-52 Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar, segir áformað að byggja bílakjallara á svæðinu. Hann segir aðspurður það hafa reynst vel að byggja bílakjallara á landfyllingum á Norðurbakka og sunnan við verslunarmiðstöðina Fjörðinn. Spurður um byggingar- magn á svæðinu segir hann það ekki hafa verið ákveðið. Það verði gert í skipulagslýsingu. Ólafur Ingi segir áherslu á að hafa þjónustu og verslanir á jarð- hæð bygginga en íbúðir og skrif- stofur á efri hæðum. Það sé ekki óraunhæft að ætla að 500 eða jafn- vel fleiri íbúar geti flutt á svæðið. Fyrirhuguð þétting byggðar í miðbæ Hafnarfjarðar Hótel Þétting byggðar Fjörður Fjarðargata Strandgata Baldur Arnarson baldura@mbl.is Áform eru um byggingu fjölda íbúða ásamt verslun og þjónustu á þétting- arreitum í miðbæ Hafnarfjarðar. Skipulagssvæðið afmarkast af Vík- ingastræti, Suðurgötu, Strandgötu og allt að safnahúsum við Vestur- götu. Ólafur Ingi Tómasson, formaður skipulags- og byggingarráðs Hafn- arfjarðar, segir bæinn hafa falið þremur arkitektastofum að halda áfram mótun tillagna að nýju deili- skipulagi. Þær eru T.ark, Trípólí og Sei. Stofunum var í byrjun febrúar falið að vinna hugmyndir að nýjum miðbæ. Þeim hugmyndum var vel tekið og samþykkti skipulagsráð í fyrradag að halda vinnunni áfram. Ólafur Ingi segir engar ákvarðan- ir hafa verið teknar um fjölda íbúða. Spurður hvort 200 íbúðir rúmist á svæðinu segir Ólafur Ingi „málið ekki komið á það stig að hægt sé að segja til um hvort íbúðirnar verði 200 eða 600“. Áhersla verði lögð á versl- un og þjónustu á jarðhæð. Uppbygging gæti hafist 2020 Ólafur Ingi telur raunhæft að upp- bygging geti hafist 2020-2021. Til marks um stærð svæðisins nefnir Ólafur Ingi að þar séu nú um 900 bílastæði ofanjarðar. „Þetta er afar verðmætt land. Við erum að end- urskoða deili- skipulagið. Þetta er fyrsta skrefið. Síðan verður íbúafundur og ráðinn verkefna- stjóri. Hans verk verður að gera skipulagslýsingu. Út frá henni verður farið í sam- keppni.“ Verslunarmiðstöðin Fjörður er á miðju svæðinu. Það nær frá hring- torginu við Reykjavíkurveg/Strand- götu austur að Fjarðarkránni við Fjarðargötu. „Þetta er eitt fallegasta svæði Hafnarfjarðar. Ætlunin er að miðbærinn verði meira aðlaðandi,“ segir Ólafur Ingi. Hann segir að- spurður ekki rétt að birta núverandi vinnuteikningar í fjölmiðlum. Þær séu ólíkar og ekki í endanlegri mynd. Heimasíða um verkefnið Hann segir upplýsingum verða miðlað jafnóðum til íbúa. Meðal ann- ars verði sett upp heimasíða um verkefnið á vefsvæði Hafnarfjarðar- bæjar. Skipulagsferlið verði í sam- ráði við íbúa. Ólafur Ingi segir hugmyndir uppi um að tengja svæðið við almennings- samgöngur, sem verði efldar með sérrými í umferðinni. Horft sé til borgarlínu í þessu efni. Hann segir aðspurður ekki hafa verið rætt um innviðagjöld á svæð- inu til að standa straum af kostnaði við borgarlínu. Slík gjaldtaka er nú hafin á þéttingarreitum í Reykjavík. Ólafur Ingi segir aðspurður að skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafi samþykkt byggingu hótels á lóð norðan við Fjörð. Þar er nú bílastæði og grasflötur við Strandgötu. Reginn fasteignafélag er með verkefnið en ASK arkitektar hanna hótelið. Framhliðar hótelsins eru brotnar upp og mun það líta út eins og sambyggð hús. Minnir hönnunin á Hljómalindarreitinn í Reykjavík. Teikna nýjan miðbæ í Hafnarfirði  Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði fela arkitektastofum að halda áfram að móta tillögur að nýjum miðbæ  Formaður skipulagsráðs segir 200 íbúðir rúmast á svæðinu  Þar séu nú um 900 bílastæði ofanjarðar Ný götumynd Skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði hafa samþykkt teikningar af hóteli á Strandgötu. Teikningar/ASK arkitektar Horft úr Gunnarssundi Hótelið verður norðan við verslunarmiðstöðina Fjörð. Ólafur Ingi Tómasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.