Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 12

Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Full búð af fallegum sundfötum Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Thinkstock/iStockphoto Snjallsímar Ef rétt er farið með tæknina geta snjalltæki verið tækifæri fyrir börn til að læra kurteisleg samskipti. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ídag alast börn og ungling-ar upp umkringd snjall-tækjum sem skilja talað mál.Þau geta spurt snjallsímann sinn, eða snjallhátalarann á heim- ilinu, hvers kyns spurninga og gef- ið þeim fyrirmæli um að gera allt frá því að spila uppáhaldstónlistina yfir í að panta pítsu. Fyrr á árinu fjallaði breska dagblaðið Telegraph um að hætta gæti verið á að snjalltækin kölluðu fram óviðeigandi hegðun hjá börn- um, því Siri og Alexa gera eins og þeim er sagt, hvort sem beðið er fallega eða ekki. Óttast sérfræð- ingar að ef börn temja sér að tala á óheflaðan hátt við snjalltækin geti það smitast yfir í hvernig þau tala við annað fólk og gæti þá hin ann- álaða breska kurteisi heyrt sögunni til. Gerður Guðjónsdóttir tal- meinafræðingur segir að foreldrar verði vissulega að fara varlega og reyna að láta börnin nota snjall- tækin á ábyrgan hátt. Ef rétt er farið með tæknina geti snjalltækin verið tækifæri fyrir börnin til að læra kurteisleg samskipti. Gerður hefur þó meiri áhyggj- ur af að snjalltækjanotkunin sé á kostnað samskipta við aðra heimil- ismeðlimi og það geti haft áhrif á málþroskann. „Foreldrar og aðrir fullorðnir eru málfyrirmyndir barnanna og hafa mikið að segja með að þau tali rétt mál. Skortur á samtölum við annað fólk er mun meira áhyggjuefni en að börnin stelist til að vera ókurteis við snjalltækin sín.“ Meiri tími með tækjum en foreldrum Bendir Gerður á að börn nú til dags noti tæknina mikið og séu límd við sjónvarps-, tölvu- og snjallsímaskjáinn stóran hluta úr deginum. „Þau geta jafnvel beðið snjall- tækið sitt um aðstoð við heimavinn- una ef svo ber undir og fá þá ekki aðstoð hjá foreldrum sínum á með- an. Í sumum tilvikum er tölvunotk- unin orðin svo mikil og samskipti við aðra heimilismeðlimi svo lítil að það getur farið að hafa neikvæð áhrif á málþroskann.“ Þó svo að börnin geti hlustað á talað mál í sjónvarpi og á mynd- skeiðum á netinu og talað við snjalltækin sín, þá eru samræður á heimilinu af allt öðrum toga. Segir Gerður að með því t.d. að ræða við börnin á meðan þau aðstoða við heimilisstörfin sé hægt að kenna þeim að orða hugsanir sínar og at- hafnir rétt. „Oft er það efni sem börnin horfa á á netinu líka á ensku og getur það orðið til þess að rugla hjá þeim málþroskann. Hafa verður í huga að yngstu börnin hafa mjög gaman af að horfa á sama efnið aft- ur og aftur og eru fljót að læra það sem fyrir þeim er haft,“ segir Gerður og nefnir sem dæmi að sum börnin sem koma til hennar í með- ferð eigi erfitt með að nota íslensk orð yfir einfalda hluti eins og liti og grípi frekar til ensku orðanna. Hún segir það ekki jákvætt að börnin tileinki sér enskan orða- forða á þessum aldri ef það er á kostnað íslenska orðaforðans. „Þegar þau byrja að læra að lesa í fyrsta bekk skiptir mjög miklu máli að þau séu komin með ágætan orðaforða og skilji þannig betur það sem þau lesa.“ Börnin taka samveru fram yfir snjalltæki Það getur verið mjög þægilegt fyrir önnum kafna foreldra að nota snjalltækin sem barnapíu og flest börn sitja þögul og prúð um leið og þau fá að handleika spjaldtölvu með YouTube eða nokkrum skemmtilegum leikjum. Gerður segir spjaldtölvuna meira að segja eitt af verkfærum talmeinafræð- inga og hægt sé að finna leiki og forrit sem þjálfa orða- forða og málnotkun. „En þegar börnin koma til mín biðja þau aldrei um spjaldtölv- una heldur vilja þau fá að tala við aðra mann- eskju, leika saman og ná augnsambandi. Snjalltækin munu aldrei geta komið í staðinn fyrir samskipti við annað fólk. Það eru einmitt þessi sam- skipti sem börnunum er eðlislægt að sækja í og í gegnum mannleg samskipti sem þau læra mest.“ Munu snjalltækin skaða málþroskann? Breskir rannsakendur óttast að snjalltæki sem hægt er að tala við muni valda því að börn verði dónaleg og jafnvel kjaft- for. Gerður Guðjónsdóttir talmeinafræðingur segir of mikla snjalltækja- notkun barna vera á kostnað mikilvægrar samveru og samtala við fullorðna. Talmeinafræðingur Gerður segir foreldra vera málfyrirmyndir. Jú, það kemur fram í greininni hér fyrir ofan hversu áríðandi er að börn njóti samverustunda án snjalltækja og í kvöld er gullið tækifæri til þess því bókasafnið í Sólheimum í Reykja- vík verður með sögustund á náttföt- unum kl. 19. Þá er börnum boðið að koma á bókasafnið í náttfötunum sínum og hafa með sér uppáhalds- tuskudýrið. Í þessum kósíklæðum er börnunum síðan boðið að hlusta á sögu sem lesin verður upp fyrir þau í notalegu umhverfi bókasafnsins. All- ir vita hversu gaman börn hafa af því að koma saman utan síns heimilis í óvenjulegum fötum, þetta er því bæði spennandi tilbreyting og róleg- heitastund rétt fyrir svefninn. Boðið verður upp á léttar og barnvænar veitingar. Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 411-6160 eða með tölvupósti: solheimasafn@reykjavik.is Sögustund í náttfötum er ævinlega annan fimmtudag í hverjum mánuði, svo næsta stund er 12. apríl. Sögustund á náttfötunum er yndisleg samvera Notalegt Hér má glögglega sjá hversu heimilisleg stemningin er á sögustund. Nýleg bresk rannsókn hefur leitt í ljós að um 42% barna á aldrinum 9-16 ára nota snjall- tæki sem skilja raddskipanir. Algengast er að börnin biðji snjallþjóna eins og Siri um aðstoð við heimanámið og eitt af hverjum sjö notar tæknina til að fletta upp stað- reyndum eða biðja um skil- greiningu orða og samheiti. Yngri börnum virðist tamara en þeim sem eldri eru að tala við snjalltækin á heimilinu og nýta sér aðstoð þeirra við dagleg störf. KYNSLÓÐAMUNUR Alexa Snjallhátalari Yngri börnin nota tæknina meira Bókasafnið í Sólheimum sinnir börnunum vel

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.