Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2018 GMC Denali
Litur: Frost White, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
Nýr 2018 Denali (nýja útlitið). Vel útbúinn bíll
t.d. upphitað stýri, sóllúga, BOSE hátalara
kerfi, dual alternators, upphituð og loftkæld
sæti og heithúðaður pallur. Z71 pakki, kúla í
palli (5th wheel pakki)og fleira.
VERÐ
10.490.000 m.vsk
2018 GMC Sierra SLT
Litur: Dark slate, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE
hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti
og heithúðaður pallur.
Öll standsetning innifalin í verði ásamt
ábyrgð og þjónustu.
VERÐ
9.590.000 m.vsk
2018 GMC Sierra SLT
Litur: Hvítur, svartur að innan.
6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ,
vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE
hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti
og heithúðaður pallur.
VERÐ
9.490.000 m.vsk
2017 RAM Limited
Litur: Dökk rauður / svartur að innan.
Einnig til hvítur og svartur.
6,7L Cummins,loftpúðafjöðrun, Aisin
sjálfskipting, upphitanleg og loftkæld
sæti, hiti í stýri, sóllúga, RAMbox,
toppljós, heithúðaður pallur.
35“ dekk, LEDbar, húddhlíf og glug
gahlífar komið á, allt innifalið.
VERÐ
9.990.000 m.vsk
ÖFLUG LAUSN VIÐ HÁLSBÓLGU!
Bólgueyðandi og verkjastillandi
munnsogstafla við særindum í hálsi
Strefen 8,75 mg munnsogstöflur og Strefen Orange 8,75 mg Sukkerfri, munnsogstöflur. Innihalda flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga tímabundið úr særindum í hálsi hjá fullorðnum og börnum eldir en 12 ára. Sjúga skal eina munnsogstöflu rólega og láta leysast
upp í munni á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, mest 5 töflur á sólahring. Ekki er ráðlagt að nota lyfið lengur en í 3 sólarhringa. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
HUNANGS
OG SÍTRÓNU-
BRAGÐ
APPELSÍNU-
BRAGÐ
SYKURLAUST
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Aðalskipulag Akureyrar 2018 til
2030 var samþykkt með 11 samhljóða
atkvæðum í bæjarstjórn á þriðjudag.
Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
taka að vísu fram í bókun að þeir
samþykki ekki útfærslu á þéttingu
byggðar í Kotárborgum eins og hún
er sett fram en að öðru leyti er full-
komin sátt um plaggið.
Kotárborgir er svæðið á milli há-
skólasvæðisins í norðri og Gerða-
hverfis í suðri þar sem nú er óbyggt
útivistarsvæði. „Það er sjálfsagt að
gera ráð fyrir byggð á Pálmholts-
reitnum og í beinni línu norður að
verndarsvæði Glerár. Við teljum þörf
á frekari umræðu um uppbyggingu
svæðisins og þróun þess áður en
meira svæði er lagt undir sem bygg-
ingarland,“ segja sjálfstæðis-
mennirnir Gunnar Gíslason og Bald-
vin Valdemarsson í bókun.
Tryggvi Már Ingvarsson, formað-
ur skipulagsráðs, segir að frá byrjun
hafi verið lagt upp með að klára málið
fyrir kosningarnar í vor. „Þetta er
framtíðarsýn um það hvert við viljum
stefna og enginn flokkur hafði áhuga
á því að gera aðalskipulagið að kosn-
ingamáli,“ sagði Tryggvi í samtali við
Morgunblaðið.
Skipulagsmál hafa stundum
verið of áberandi í umræðum fyrir
kosningar á Akureyri að sumra mati,
á kostnað til dæmis ýmissa fé-
lagslegra mála sem ættu frekar að
brenna á fólki. Eftirminnilegt er til
dæmis að fyrir fjórum árum var
miklu púðri eytt í hvort mjókka ætti
hluta Glerárgötu, þjóðvegi 1 í gegn-
um miðbæinn, úr tveimur akreinum í
eina.
Aðalskipulagið nýja byggist að
miklu leyti á því gamla, eins og jafnan
er, en Tryggvi segir þar þó að finna
„veigamiklar breytingar. Þær varða
fyrst og fremst stefnu um þróun
byggðar. Þannig gerir aðalskipulagið
ráð fyrir að uppbygging íbúðarsvæða
til ársins 2030 rúmist öll innan þétt-
ingarsvæða og á byggingarsvæðum í
norðurhluta bæjarins í stað þróunar
til suðurs eins og eldra skipulag gerði
ráð fyrir,“ segir Tryggvi.
Nýjasta hverfi bæjarins, Nausta-
hverfi, hefur byggst hratt upp á síð-
ustu árum og byggðin þannig teygt
sig til suðurs – í átt að útivistarperl-
unni í Kjarnaskógi. Til stóð að bæta
enn við á þeim slóðum en af því verð-
ur sem sagt ekki á næstunni og mest
byggt norðan Glerár.
Gert er ráð fyrir að meira en
3.000 íbúðir verði byggðar á Akureyri
á næsta áratug eða rúmlega það og
sú uppbygging verður öll á þétting-
arreitum, sem svo eru kallaðir. Auk
hverfanna norðan Glerár er gert ráð
fyrir íbúðarbyggð á neðsta hluta
Oddeyrar, á milli Laufásgötu og
Hjalteyrargötu þar sem í dag er
starfræktur ýmiskonar iðnaður í
gömlum húsum. Er það, og þétting
byggðar við Furuvelli, hugsað til að
fjölga íbúum hverfisins og skjóta
styrkari stoðum undir skólahald og
þjónustu. Að sama skapi er ljóst að
þjónusta við gámaflutninga verður
áfram á Oddeyrinni og gámar því
meðal annars geymdir á gamla Sana-
vellinum.
Lengi hefur verið rætt um að
stærstur hluti hafnarstarfsemi verði
fluttur norður að Dysnesi við Eyja-
fjörð en skv. hinu nýju skipulagi
verður ekki af því næstu áratugi. „Við
tökum afstöðu gegn því. Höfnin er
fjöregg samfélagsins, þess vegna
þarf að fara varlega í breytingar og ef
af færslu verður þarf það að vera á
forsendum atvinnulífsins. Hafnar-
starfseminni verður ekki þröngvað
burtu,“ segir Tryggvi.
Eitt af því sem mjög hefur verið
rætt á kjörtímabilinu er lagning raf-
lína um land Akureyrar. Nú liggur
endanlega fyrir, skv. aðalskipulaginu,
að raflínur innan marka sveitarfé-
lagsins sunnan Rangárvalla verði
settar í jörð. Tryggvi segir það til
dæmis veigamikið öryggisatriði
vegna flugs til og frá flugvellinum en
einnig sé ljóst að ekki verði lagðar
raflínur í gegnum útivistarsvæðið í
Kjarnaskógi nema í jörðu.
Nýr grafreitur í Naustaborgum
verður hannaður eftir nýrri hug-
myndafræði um aukið aðgengi al-
mennings og miklu útivistargildi.
Þannig verður reiturinn hugsaður
sem hluti af núverandi útivistarsvæði
í Naustaborgum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Oddeyri Horft yfir Eyrina til suðurs. Neðst má sjá gámasvæðið sem verður þar áfram, á gamla Sanavellinum. Gert er
ráð fyrir íbúðarbyggð neðarlega á Oddeyri, á svæðinu sem merkt er á myndina; milli Hjalteyrargötu og Laufásgötu.
Veigamiklar breytingar á
aðalskipulagi Akureyrar
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í
Garðabæ, er áfram bæjarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins og oddviti
listans, sem fulltrúaráðið hefur
samþykkt. Gunnar skipar 8. sæti
listans, líkt og síðast, en flokkurinn
er í dag með sjö bæjarfulltrúa af 11.
Allir núverandi bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ eru
á listanum, nema Sturla Þorsteins-
son, sem var síðast í 7. sæti. Það
sæti tekur Björg Fenger lögfræð-
ingur, sem var áður í 10. sæti.
Í sex efstu sætunum nú eru bæj-
arfulltrúarnir Áslaug Hulda Jóns-
dóttir forstöðumaður, Sigríður
Hulda Jónsdóttir, náms- og starfs-
ráðgjafi, Sigurður Guðmundsson
lögfræðingur, Gunnar Valur Gísla-
son verkfræðingur, Jóna Sæmunds-
dóttir lífeindafræðingur og Almar
Guðmundsson hagfræðingur.
Gunnar áfram bæjarstjóraefni í Garðabæ