Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Landsbankinn tilkynnti á dögunum áform um byggingu nýrra höfuð- stöðva bankans á lóð nálægt Hörpu. Af þessu tilefni er fróðlegt að rifja upp áform sem bankinn var með um nýjar höfuðstöðvar á nálægri lóð árið 2008, eða fyrir 10 árum. Ekkert varð af þessum áformum vegna þess að íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008. Vinningstillagan var mjög fram- úrstefnuleg og vissulega liti mið- borg Reykjavíkur öðruvísi út í dag ef áform bankans hefðu náð fram að ganga fyrir áratug. Höfundar til- lögunnar voru danska arkitekta- stofan Bjarke Ingels Group (BIG), Arkiteó, Einrúm arkitektar, Andri Snær Magnason og VSÓ. „Framkvæmdir við nýjar höfuð- stöðvar Landsbanka Íslands í mið- borg Reykjavíkur geta væntanlega hafist öðrum hvorum megin við ára- mót 2008 og 2009. Standist sú tíma- setning má reikna með að húsið verði tekið í notkun um tveimur ár- um síðar, að sögn Hauks Þórs Har- aldssonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Landsbanka Íslands.“ Þetta stóð í frétt sem birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst 2007. For- ystumaður að þessum fram- kvæmdum var Björgólfur Guð- mundsson, aðaleigandi bankans. Byggja átti 33 þúsund fermetra Stefnt var að því að byggja alls 33 þúsund fermetra. Bankinn ætl- aði að nota 20 þúsund fermetra en íbúðir, verslanir og skrifstofur áttu að vera í 13 þúsund fermetrum. Höfuðstöðvar Landsbankans áttu að rísa á lóð milli Hafnarstrætis og Geirsgötu en þessa lóð hafði bank- inn eignast árið 2006. Lóðin var fyrir austan Tollhúsið og var notuð undir bílastæði. Þetta svæði fékk síðar nafnið Hafnartorg. Bygginga- fyrirtækið ÞG Verk er nú að reisa sjö byggingar á lóðinni, samtals 23.350 fermetra. Í húsunum verða verslanir, skrifstofur, kaffihús og veitingahús og auk þess 76 lúxus- íbúðir. Árið 2007 auglýsti Landsbankinn eftir arkitektum til að taka þátt í samkeppni um nýjar höfuðstöðvar. Alls sóttu 48 arkitektateymi frá 17 löndum um þátttöku í samkeppn- inni og valdi dómnefnd 21 teymi frá níu löndum til þátttöku í fyrra þrepi samkeppninnar. Í gegnum forvalið komust 13 teymi með íslenska arkitekta eða íslenskar arkitektastofur og voru sex þeirra alíslensk. Í síðara þrepið voru valin fimm teymi sem unnu út- færslu og nánari tillögu að bygg- ingum út frá þarfagreiningu Lands- bankans. Til stóð að kynna úrslit í sam- keppninni vorið 2008 en því var frestað fram í miðjan október. En þá voru íslensku bankarnir orðnir gjaldþrota og grundvöllur fyrir nýj- um höfuðstöðvum brostinn. Eftir því sem næst verður komist fór formleg verðlaunaafhending ekki fram. Hins vegar fengu arki- tektateymin greitt verðlaunafé. Batteríið Arkitektar og Mannvit ehf. hrepptu annað sætið. En nú hefur birt yfir þjóðlífinu og Landsbankinn tilkynnti á dög- unum úrslit í nýrri samkeppni um höfuðstöðvar. Að þessu sinni hyggst bankinn byggja á lóð í Aust- urhöfn, milli Hafnartorgs og Hörpu. Hlutskörpust varð tillagan Klett- urinn en höfundar eru Arkþing ehf. og C.F. Møller Danmark A/S. Greint var ítarlega frá niðurstöðum samkeppninnar hér í blaðinu fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn. Meðal þeirra tillagna sem komust í úrslit var Öndvegi. Höfundar eru þeir sömu og sigruðu í samkeppn- inni fyrir 10 árum, Bjarke Ingels Group (BIG)/Arkiteó. Meðhöfundar voru VSÓ ráðgjöf, Dagný Land De- sign og Andri Snær Magnason. Til- laga teymisins er afar frumleg, líkt og tillagan fyrir 10 árum. Í áliti dómnefndar segir m.a.: „Styrkur tillögunnar felst í heillandi almenningsrýmum sem auka gæði borgarinnar með samfelldu útivist- arsvæði á grónum hallandi þökum sem ná alveg niður að jörðu og tengjast gönguleiðum svæðisins, Arnarhóli, miðbænum og höfninni.“ Húsið sem aldrei var byggt  Landsbankinn kynnti á dögunum úrslit í samkeppni um nýjar höfuðstöðvar  Árið 2008 voru kynnt úrslit samkeppni um höfuðstöðvar á öðrum stað  Vegna bankahrunsins reis sú bygging ekki Bjarke Ingels Group/Arkiteó, Einrúm arkitektar Verðlaunatillagan 2008 „Grunnmynd bankans er sveigjanleg, hún er opin fyrir breytingum í starfsháttum og sam- skiptamynstrum,“ sagði í kynningu. Fróðlegt er að bera saman ólíkar byggingar á sama reit, þessa og þá að ofan. PK arkitektar Hafnartorg Byggingar rísa nú á sömu lóð og Landsbankinn ætlaði að byggja fyrir 10 árum. Þarna verða m.a. verslanir, þjónusta og íbúðir. Bjarke Ingels Group/Arkiteó Öndvegi Tillaga að nýjum Landsbanka eftir sömu arkitekta og unnu sam- keppnina árið 2007. Hallandi þökin ná frá toppi alveg niður að jörðu. Daninn Bjarke Ingels er fyrir löngu kominn í hóp frægustu arkitekta heims þótt hann sé ekki nema 43 ára gamall. Áhugasamir geta kynnt sér byggingar sem Ingels og hans fólk hjá Bjarke Ingels Group hef- ur teiknað á heimasíðunni www.big.dk. Bjarke Ingels kom hingað til lands í mars 2009 og hélt erindi í tengslum við Hönnunarmars. Jón Agnar Ólason blaðamaður tók viðtal við Ingels fyrir Morg- unblaðið og spurði hann m.a. hvort einhver ákveðin heimspeki lægi að baki vinnubrögðum BIG. „Við viljum skera burtu allan óþarfa, leggja áherslu á aðal- atriðin og sleppa því sem skiptir ekki máli. En um leið viljum við ekki að verk okkar virki leiðinleg eða þjökuð af hefðabindingu.“ Bjarke Ingels kom oft í að- draganda samkeppninnar 2007 og kynnti sér borgina. Hann var spurður hvað hann vildi fá í miðbæinn, fengi hann frítt spil. „Ég myndi koma fyrir almenn- ingsbaði, ekki sundlaug heldur frekar svona miðbæjar-bláa lóni, þar sem fólk hittist og blandar geði í hálfgerðu utandyra-spa. Þið eruð með vatnið til þess, svo mikið er víst, og plássið ætti ekki að vera vandamál heldur.“ Baðlón í miðbæinn FRUMLEG HUGMYND Bjarke Ingels
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.