Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Landsbankinn tilkynnti á dögunum
áform um byggingu nýrra höfuð-
stöðva bankans á lóð nálægt Hörpu.
Af þessu tilefni er fróðlegt að rifja
upp áform sem bankinn var með
um nýjar höfuðstöðvar á nálægri
lóð árið 2008, eða fyrir 10 árum.
Ekkert varð af þessum áformum
vegna þess að íslenska bankakerfið
hrundi haustið 2008.
Vinningstillagan var mjög fram-
úrstefnuleg og vissulega liti mið-
borg Reykjavíkur öðruvísi út í dag
ef áform bankans hefðu náð fram
að ganga fyrir áratug. Höfundar til-
lögunnar voru danska arkitekta-
stofan Bjarke Ingels Group (BIG),
Arkiteó, Einrúm arkitektar, Andri
Snær Magnason og VSÓ.
„Framkvæmdir við nýjar höfuð-
stöðvar Landsbanka Íslands í mið-
borg Reykjavíkur geta væntanlega
hafist öðrum hvorum megin við ára-
mót 2008 og 2009. Standist sú tíma-
setning má reikna með að húsið
verði tekið í notkun um tveimur ár-
um síðar, að sögn Hauks Þórs Har-
aldssonar, framkvæmdastjóra
rekstrarsviðs Landsbanka Íslands.“
Þetta stóð í frétt sem birtist í
Morgunblaðinu 28. ágúst 2007. For-
ystumaður að þessum fram-
kvæmdum var Björgólfur Guð-
mundsson, aðaleigandi bankans.
Byggja átti 33 þúsund fermetra
Stefnt var að því að byggja alls
33 þúsund fermetra. Bankinn ætl-
aði að nota 20 þúsund fermetra en
íbúðir, verslanir og skrifstofur áttu
að vera í 13 þúsund fermetrum.
Höfuðstöðvar Landsbankans áttu
að rísa á lóð milli Hafnarstrætis og
Geirsgötu en þessa lóð hafði bank-
inn eignast árið 2006. Lóðin var
fyrir austan Tollhúsið og var notuð
undir bílastæði. Þetta svæði fékk
síðar nafnið Hafnartorg. Bygginga-
fyrirtækið ÞG Verk er nú að reisa
sjö byggingar á lóðinni, samtals
23.350 fermetra. Í húsunum verða
verslanir, skrifstofur, kaffihús og
veitingahús og auk þess 76 lúxus-
íbúðir.
Árið 2007 auglýsti Landsbankinn
eftir arkitektum til að taka þátt í
samkeppni um nýjar höfuðstöðvar.
Alls sóttu 48 arkitektateymi frá 17
löndum um þátttöku í samkeppn-
inni og valdi dómnefnd 21 teymi frá
níu löndum til þátttöku í fyrra
þrepi samkeppninnar.
Í gegnum forvalið komust 13
teymi með íslenska arkitekta eða
íslenskar arkitektastofur og voru
sex þeirra alíslensk. Í síðara þrepið
voru valin fimm teymi sem unnu út-
færslu og nánari tillögu að bygg-
ingum út frá þarfagreiningu Lands-
bankans.
Til stóð að kynna úrslit í sam-
keppninni vorið 2008 en því var
frestað fram í miðjan október. En
þá voru íslensku bankarnir orðnir
gjaldþrota og grundvöllur fyrir nýj-
um höfuðstöðvum brostinn.
Eftir því sem næst verður komist
fór formleg verðlaunaafhending
ekki fram. Hins vegar fengu arki-
tektateymin greitt verðlaunafé.
Batteríið Arkitektar og Mannvit
ehf. hrepptu annað sætið.
En nú hefur birt yfir þjóðlífinu
og Landsbankinn tilkynnti á dög-
unum úrslit í nýrri samkeppni um
höfuðstöðvar. Að þessu sinni
hyggst bankinn byggja á lóð í Aust-
urhöfn, milli Hafnartorgs og
Hörpu.
Hlutskörpust varð tillagan Klett-
urinn en höfundar eru Arkþing ehf.
og C.F. Møller Danmark A/S.
Greint var ítarlega frá niðurstöðum
samkeppninnar hér í blaðinu
fimmtudaginn 1. mars síðastliðinn.
Meðal þeirra tillagna sem komust
í úrslit var Öndvegi. Höfundar eru
þeir sömu og sigruðu í samkeppn-
inni fyrir 10 árum, Bjarke Ingels
Group (BIG)/Arkiteó. Meðhöfundar
voru VSÓ ráðgjöf, Dagný Land De-
sign og Andri Snær Magnason. Til-
laga teymisins er afar frumleg, líkt
og tillagan fyrir 10 árum.
Í áliti dómnefndar segir m.a.:
„Styrkur tillögunnar felst í heillandi
almenningsrýmum sem auka gæði
borgarinnar með samfelldu útivist-
arsvæði á grónum hallandi þökum
sem ná alveg niður að jörðu og
tengjast gönguleiðum svæðisins,
Arnarhóli, miðbænum og höfninni.“
Húsið sem aldrei var byggt
Landsbankinn kynnti á dögunum úrslit í samkeppni um nýjar höfuðstöðvar Árið 2008 voru
kynnt úrslit samkeppni um höfuðstöðvar á öðrum stað Vegna bankahrunsins reis sú bygging ekki
Bjarke Ingels Group/Arkiteó, Einrúm arkitektar
Verðlaunatillagan 2008 „Grunnmynd bankans er sveigjanleg, hún er opin fyrir breytingum í starfsháttum og sam-
skiptamynstrum,“ sagði í kynningu. Fróðlegt er að bera saman ólíkar byggingar á sama reit, þessa og þá að ofan.
PK arkitektar
Hafnartorg Byggingar rísa nú á sömu lóð og Landsbankinn ætlaði að
byggja fyrir 10 árum. Þarna verða m.a. verslanir, þjónusta og íbúðir.
Bjarke Ingels Group/Arkiteó
Öndvegi Tillaga að nýjum Landsbanka eftir sömu arkitekta og unnu sam-
keppnina árið 2007. Hallandi þökin ná frá toppi alveg niður að jörðu.
Daninn Bjarke
Ingels er fyrir
löngu kominn í
hóp frægustu
arkitekta
heims þótt
hann sé ekki
nema 43 ára
gamall.
Áhugasamir
geta kynnt sér
byggingar sem Ingels og hans
fólk hjá Bjarke Ingels Group hef-
ur teiknað á heimasíðunni
www.big.dk.
Bjarke Ingels kom hingað til
lands í mars 2009 og hélt erindi í
tengslum við Hönnunarmars.
Jón Agnar Ólason blaðamaður
tók viðtal við Ingels fyrir Morg-
unblaðið og spurði hann m.a.
hvort einhver ákveðin heimspeki
lægi að baki vinnubrögðum BIG.
„Við viljum skera burtu allan
óþarfa, leggja áherslu á aðal-
atriðin og sleppa því sem skiptir
ekki máli. En um leið viljum við
ekki að verk okkar virki leiðinleg
eða þjökuð af hefðabindingu.“
Bjarke Ingels kom oft í að-
draganda samkeppninnar 2007
og kynnti sér borgina. Hann var
spurður hvað hann vildi fá í
miðbæinn, fengi hann frítt spil.
„Ég myndi koma fyrir almenn-
ingsbaði, ekki sundlaug heldur
frekar svona miðbæjar-bláa lóni,
þar sem fólk hittist og blandar
geði í hálfgerðu utandyra-spa.
Þið eruð með vatnið til þess, svo
mikið er víst, og plássið ætti ekki
að vera vandamál heldur.“
Baðlón í
miðbæinn
FRUMLEG HUGMYND
Bjarke
Ingels