Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 40

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 40
ÁSKRIFTARHAPPDRÆTTI MORGUNBLAÐSINS Dublin Drögum alla fimmtudaga í 10 vikur og nöfn vinnings­hafa verða birt í Morgunblaðinu á föstudögum. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Þ eir sem hafa unun af því að skoða fornar skólabygg- ingar ættu hiklaust að setja Dublin ofarlega á sinn lista yfir áfangastaði. Þar er nefnilega að finna Trinity College hvar andans jöfrar á borð við Oscar Wilde, Samu- el Beckett og Bram Stoker gengu um garða og námu fræði. Skólasvæð- ið er í miðborg Dublin og þar er sag- an í hverjum hellusteini. Bygging- arnar eru flestar síðan á 18. öld og hafa varðveist ótrúlega vel. Áhuga- fólk um vel varðveittar götumyndir og borgarhluta verða ekki svikin af heimsókn í Trinity College, og hver einasti Instagram-reikningur verður talsvert fallegri með myndum þaðan. Bókasafn allra bókasafna Eitt mesta djásn Írlands er ein- mitt að finna í Trinity College en það er hið sögulega handrit The Book of Kells. Bókin sú var rituð og ríkulega myndskreytt af munkum í kringum árið 800 og hefur lifað af, með nokkr- um skemmdum þó, nokkrar ráns- ferðir frá hendi víkinga sem rupluðu ítrekað í Dublin. Síðurnar bera handbragði munkanna fagurt vitni enda eru skrautskriftin forkunn- arfögur, og myndskreytingar og gyllingar á síðunum þá ekki síður. Hinn varanlegi íverustaður bók- arinnar er þó ekki minna dýrindi en það er hið eldforna bókasafn skólans, svo tilkomumikið að helst minnir á eitthvað sem gæti verið að finna í Hogwarts-skólanum úr Harry Pot- ter-bókunum. Aðalsalur bókasafns- ins er heilir 65 metrar á lengd, með himinhátt þak, og þar er að finna 200.000 bækur sem margar hverjar eru þær elstu og fágætustu á gerv- öllum Bretlandseyjum. Það er því engin furða að safnið sækja um hálf milljón ferðamanna á ári hverju því bókasöfn af þessu tagi eru ekki á hverju strái. Farðu úr bænum – hvað þetta er fallegt umhverfi! Einmitt, það er nefnilega stutt að bregða sér frá borginni og út í guðs- græna náttúruna. Hin tignarlegu Wicklow-fjöll blasa við nánast hvað- an sem litið er úr borginni og þá hjálpar til að Dublin er lágreist borg, ekki ósvipuð Reykjavík. Dagsferð til fjallanna er ómissandi fyrir alla fjöl- skylduna og nágrenni þeirra er hreint út sagt paradís fyrir göngu- garpa sem og áhugafólk um hjólreið- ar. Endalausar leiðir og stígar sjá til þess að engum þarf að leiðast og allir finna farveg við sitt hæfi. Best af öllu er að Wicklow-fjöll eru aðeins um klukkustundar akstur frá Dublin. Af öðrum náttúruperlum í næsta nágrenni má nefna Powerscourt Es- tate, sem er ekki nema í 20 mínútna fjarlægð. Það er stórkostlega fal- legur kastali sem fyrst var reistur á 12. öld og endurbættur á 18. öld. Þúsund ekrur af gullfallegum lysti- görðum skilja gesti eftir agndofa og þar er auk þess að finna hæsta foss Írlands og tvo af fallegustu golf- völlum landsins. Fyrir þá sem kjósa kyrrð í bland við náttúrufegurð er rétt að benda á Glendalough dal í Wicklow- þjóðgarðinum en þar eru tvö stöðu- vötn í stórbrotnu umhverfi og auk þeirra munkabústaðir, kenndir við heilagan Kevin, sem byggðir voru á 6. öld. Óvíða er betra að staldra við og núllstilla líkama og sál til fulls enda kyrrðin nánast alger í þessu umhverfi hins helga manns forðum. Nú fara allir í hundana! Fyrir þá sem kjósa aftur á móti aðeins meira fjör má benda á hina vinsælu fjölskylduskemmtun að skella sér á völlinn, veðja smáaurum og fylgjast með hundakapphlaupi. Það hljómar mögulega eins og vafa- söm skemmtun en Írar eiga langa sögu að baki í hundakapphlaupi, hugsað er sérstaklega vel um hundana (Irish Greyhound Board sér til þess) og þeir fá ekki að keppa lengur en tvö ár. Þar á eftir eru hundunum fundin ástrík heimili og eftirspurnin meiri eftir hundi en framboðið. Séð er til þess að fjöl- skyldan skemmti sér öll og vissara er að bóka pláss fyrirfram því „kvöld í hundunum er geysivinsæl“ skemmtun. Hverfið sem reis úr öskustónni Eitt skemmtilegasta hverfi Dublin nefnist Temple Bar. Fyrir um 40 ár- um blés hins vegar ekki byrlegar fyrir borgarhlutanum en svo að til stóð að jafna hann við jörðu. Hægt og rólega færðist skemmtilegra líf í Temple Bar og nú er svo komið að hvergi í borginni eru fleiri menning- artengdar starfseiningar á fermetra en einmitt í Temple Bar. Það skemmtilega er hins vegar að meira að segja heimamenn hafa ekki alveg áttað sig á kostum hverfisins og að- dráttarafli þess svo það er einmitt lag að upplifa Temple Bar um þessar mundir, áður en sjarminn verður á hvers manns vitorði. Af áhugaverðustu viðkomustöð- unum í Temple Bar má nefna Meet- ing House torgið, þar sem finna má Ljósmyndasafn Írlands og Gallery of Photography. Í næsta nágrenni eru Project Arts Centre og New Theatre, Gutter-bókabúðin sem er dásemd og IFI, eitt besta óháða kvikmyndahús Evrópu. Til að eyða smá pening eru hins vegar tveir áfangastaðir algerlega ómissandi: herrarnir fara í Indigo & Cloth, sem er í senn herrafataversl- un, kaffihús og hönnunarstofa, og dömurnar skella sér í Scout, þar sem finna má kvenfatnað sem fæst ekki hvar sem er ásamt flottum borðbún- aði. Dublin er því einmitt núna hár- réttur staður til að heimsækja, því höfuðborg Grænu eyjunnar hefur sjaldan eða aldrei haft jafn margt áhugavert að bjóða. Dublin, nú sem aldrei fyrr Temple Bar er einn mest spennandi hluti borgarinnar, iðandi af lífi og menningu. Powerscourt Estate er svo fallegt að gesti sem þangað koma setur hljóða.Það er fallegt um að litast í miðborg Dublin og stemningin jafnan ljúf. Dublin ber nafn sem er ef til vill ekki ýkja lýsandi fyrir borgina nú um stundir því orðið merkið dökk lind. Borgin dregur nafn sitt af dökkum hyl sem var í ánni Poddle og var staðsettur rétt við Dyflinnarkastala. Í dag er aftur á móti bjart yfir borginni og meira segja borgarhlutar sem áður þóttu ófélegir iða nú af lífi, list og menningu. Wicklow fjöll og nágrenni þeirra bjóða upp á náttúrulegt umhverfi eins og það gerist fallegast á Írlandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.