Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað? Skúli Halldórsson sh@mbl.is Tekjur í sjávarútvegi drógust saman um 25 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016, eða sem nemur 9%. EBITDA sjávar- útvegsfyrirtækja lækkaði um 22% á sama tímabili, en þó náðu þau að einhverju marki að vega upp nei- kvæða tekjuþróun með lækkun kostnaðar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýútgef- inni skýrslu endurskoðunarfyrirtæk- isins Deloitte, sem gerð var fyrir at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Segir í henni að tekjurnar hafi hlutfallslega lækkað mest hjá þeim sjávarútvegsfyrirtækj- um sem hafa mestu aflaheimildirnar. Þá er það mat Deloitte að EBITDA sjávarútvegsins geti á liðnu ári hafa lækkað um 20 til 37% frá fyrra ári, og sé EBITDA þá á bilinu 37 til 45 millj- arðar króna. „Gangi það eftir mun EBITDA hafa lækkað um 42-59% frá 2015 til 2017,“ segir í skýrslunni. Greiðslugeta versnað Greint er frá því að skuldastaða greinarinnar í heild hafi þróast með jákvæðum hætti árið 2016, að því leyti að heildarskuldir hafi lækkað og eig- infjárhlutfall hækkað. Greiðslugeta versnaði hins vegar heldur þar sem skuldir sem hlutfall af EBITDA lækkuðu. „Með hliðsjón af hreyfingu helstu hagstærða og útflutningsverðmætis sjávarafurða eru allar líkur á því að afkoma versni nokkuð á rekstrar- árinu 2017. Þetta má m.a. rekja til óhagstæðrar þróunar ytri hagstærða. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hækkað töluvert. Lækk- un olíuverðs hefur haft nokkuð já- kvæð áhrif á afkomu ársins 2016, en á árinu 2017 hefur olíuverð tekið að hækka að nýju.“ Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegsráðherra segir í samtali við 200 mílur að taka verði niðurstöður skýrslunnar alvarlega. Margt hangi á sjávarútveginum „Það hlýtur að vera töluvert um- hugsunarefni fyrir alla þegar fram- legð í einum af grunnatvinnugreinum þjóðarinnar dregst saman með þeim hætti sem þarna er sýnt fram á,“ seg- ir Kristján. „Það er nauðsynlegt fyrir alla að horfast í augu við þetta, annað væri ábyrgðarlaust. Ekki bara gagn- vart þeim sem standa í útgerð eða fiskvinnslu heldur ekki síður þeim sem eiga aðra hagsmuni undir, fisk- verkafólk, sjómenn og samfélagið allt raunar. Það hangir svo margt á sjáv- arútveginum að það er full ástæða til að íhuga þessa stöðu.“ Kristján segir að ljóst sé af lestri skýrslunnar að þessi slæma þróun sé ekki bundin við einn ákveðinn útgerð- arflokk. „Afkoman er að dala í heild í atvinnugreininni.“ Spurður hvar brýnast sé að taka til hendinni segir hann mikilvægt að at- huga almenn starfsskilyrði fyrirtækja í sjávarútvegi. „Menn hugleiði það hvernig sjávarútvegurinn stendur í samkeppni sinni við sambærilegan at- vinnurekstur í öðrum löndum, því allt snýst þetta í raun um að geta selt þá vöru sem Íslendingar vinna og veiða. Allt sem getur styrkt samkeppnis- stöðu á erlendum mörkuðum er af hinu góða.“ Fjöldi mismunandi þátta Spurður um áform ríkisstjórnar- innar hvað varðar endurskoðun á veiðigjöldum segir ráðherrann að það sé á þingmálaskránni. „Veiðigjöldin eru einn þeirra þátta sem þarf að skoða, en auk þeirra skipta máli í þessu sambandi laun, gengi krónunnar og útgerðarkostnað- ur. Þetta er fjöldi mismunandi þátta sem spila saman,“ segir Kristján og bætir við að gengið sé stærsti áhrifa- valdurinn. Full ástæða til að íhuga stöðuna  Dökkar horfur í sjávarútvegi  Gögn benda til þess að mikill samdráttur hafi orðið í greininni síðustu ár Ljósmynd/Þröstur Njálsson Verk að vinna Í greiningu Deloitte er litið yfir ársreikninga fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir árið 2016. Þróun árið 2017 er einnig metin í kjölfarið. Kristján Þór Júlíusson Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyr- irtækisins G.RUN á Snæfellsnesi, sem sérhæfir sig í veiðum og vinnslu á bolfiski, segir reksturinn hafa verið erfiðan á síðasta ári. „Verkfall sjó- manna í janúar og febrúar kom gífurlega illa við okkur og auðvitað alla sem tengjast sjávarútvegi, og við erum í raun ekki búnir að bíta úr nálinni með það hvað varðar markaðinn. Áhyggjur af byggðum landsins Smári, eins og hann er jafnan kall- aður, segir gengisþróun krónunnar hafa verið fyrirtækinu mjög óhag- stæða, samhliða miklum launahækk- unum. „Við höfum ekki unnið einn ein- asta laugardag í marga, marga mán- uði. Það er hreinlega ekki hægt lengur. Ruðningsáhrifin eru farin að verða rosalega mikil og við sjáum að útflutningur á óunnum fiski er að aukast virkilega hratt.“ Hann segist mestar áhyggjur hafa af byggðum landsins. „Stjórnvöld eru að skattleggja sjávarútveginn og landsbyggðina í drep. Og ef þau fara ekki að átta sig á því þá lendum við í djöfullegum málum,“ segir Smári. Spurður út í þau áform sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti um áramótin, um endurskoðun á fyrirkomulagi veiðigjalda, segist hann lítið hafa heyrt af þeim síðan þá. „Það er eitt- hvað sem verður að eiga sér stað.“ Afleiðingarnar segir hann að vissu leyti þegar komnar fram. „Það eru ákveðnar fisktegundir sem við munum núna ekki sækja í, til dæmis. Það er of dýrt að veiða þær og það fæst of lítið fyrir þær, og ofan á það þurfum við að borga háa skatta,“ segir hann og tekur ufsa sem dæmi. „Hann mun ekki verða veiddur nema fyrir hluta af kvótanum. Að byggja upp auðlindir, passa þær og skattleggja þær, með þeim afleið- ingum að enginn getur notfært sér þær, það er mjög sérstök pólitík.“ Hafa sitt skip til að stýra Spurður hvort boltinn sé hjá stjórnvöldum segir Smári að hann sé í raun hjá atvinnugreininni. „Við þurfum að standa okkur og laga okkur að þessu. Við ætlum ekki að sækja neitt til stjórnvalda, en þau þurfa að átta sig á því að þau hafa sitt skip til að stýra og hvernig þau gera það hefur alvarlegar afleið- ingar víða. Einhverjir standa þetta af sér en aðrir ekki. Smærri byggðir og smærri fyrirtæki munu fara í kaf, það er ekki flóknara.“ Smærri byggðir muni fara í kaf Guðmundur Smári Guðmundsson Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sjósókn Hringur SH, skip G.RUN, stefnir út Grundarfjörðinn. Ekki er lengur unnið á laugardögum. „Það er hreinlega ekki hægt lengur.“  „Stjórnvöld að skattleggja sjávarútveg og landsbyggðina í drep“  Verkfallið bítur enn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.