Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 52
Sjáið sokkana Gegnsæir kjólar eru áberandi í sumartískunni og svo eigum við að vera í sokkum í skónum. Ekki berfættar eins og mér finnst svo mikill vor- boði. Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is Fyrsta skrefið er að stelast til þess að fara berfætt í skónum í vinnuna þótt það séu mínus fimm gráður. Það sleppur ef fólk er í rólegri innivinnu og situr fyrir framan tölvu allan daginn. Sumartískan kallar á meira en að vera berfættur í skónum. Hún kallar líka á útvíðar buxur, silkiskyrtur, tvíhneppta næntísjakka, samlit dress, víða kjóla og púffermar og auðvitað helling af alls konar. Sambland af áhrifum frá áttunda og tíunda áratugnum einkenna sumartískuna. Þeir sem eru í kringum fertugt eru alla jafna miklu meira til í stíl áttunda ára- tugarins en stíl þess tíunda. Enda svo allt of stutt síðan maður var í Levis 501 með loðnar augabrúnir og frekar óöruggur með tilvist sína. Sem gerir það að verkum að maður þarf aðeins að setja sig í stellingar til að taka á móti þessum tísku- straumum á nýjan leik og hleypa þeim inn í líf sitt. Á tíunda áratugnum var ég ungl- ingur í 110 Reykjavík. Klæddist Levis 501-gallabuxum í stærð 36, afabol og var í víðri vínrauðri ull- arpeysu úr Guðsteini yfir (til að fela hvað rassinn var stór). Á þess- um árum var lífið ekki búið að kenna manni þá lexíu að flestir eru bara að spá í sjálfan sig, ekki aðra, og fáir að spá í hvort einhver sé með lítinn eða stóran rass og hvort það þurfi að fela hann inni í vín- rauðri ull- arpeysu. Þetta var líka áður en stórir rassar komust í tísku. Kim Kardashian var reyndar fædd en hún var í grunnskóla og ekki farin að hafa áhrif á heimsbyggðina. Áður en Kardashian frels- aði okkur þóttu punkteraðir rassar mest töff enda tísku- fyrirmyndir þess tíma oft á tíðum eins og svangir ung- Því miður voru mynda- tökur ekki leyfðar … Það er akkúrat á þessum árstíma sem maður fer að undirbúa nýja árstíð og peppa sig upp fyrir sólina og sumarið. Auð- vitað gerist þetta ekki yf- ir nótt heldur smátt og smátt. Fólk tekur eitt skref í einu í átt að létt- ara og bjartara lífi. Púff, pífur og rendur Minna á átt- unda áratuginn. Þessi peysa er frá Baum und Pferd- garten á Garða- torgi.  SJÁ SÍÐU 54 Í þá gömlu góðu Kim Kardashian ásamt stjúp- föður sínum og systrum áður en hún varð rík og fræg. Litríkt Ná- kvæmlega svona var tískan 1992. Aftur í tísku Levis 501 þóttu mjög töff árið 1992. Gallatíska Svona var tískan þegar 501 þóttu svölustu buxur veraldar. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Verð 79.800 kr. á mann í 2ja manna herbergi Flug með tösku, hótel með morgunmat, rúta til og frá flugvelli. Íslenskur fararstjóri. Sími 588 8900 transatlantic.is Riga er meira en 800 ár gömul borg eða frá árinu 1201. Þar blandast saman miðaldarmiðbær og nútímaborg. Gamli borgarhlutinn með sinn sjarma og hefðbundin nútímaborg í hraðri þróun. Hvort sem það er menningin, söfn eða fallegar byggingar, listaviðburðir og verslanir með allt það nýjasta á góðu verði - þá finnur þú það í Riga. Gamli bærinn í Riga er á minjaskrá UNESCO þar sem minjar borgarinnar þykja þvílíkar gersemar. Auðvelt er fyrir gangandi vegfarendur að komast á milli í gamla hluta Riga á steinilögðum strætunum þar sem sagan liggur í loftinu. 18.-22. apríl 2018 Síðu stu 10 s ætin Stórkostleg miðaldaborg Riga ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.