Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 54
lingspiltar í laginu. Kate Moss og
þær allar áttu senuna og unglings-
stúlkur í 110 köstuðu bara inn
handklæðinu og fengu sér meiri
rjómaís enda ekki vinnandi vegur
að komast í það form sem þótti eft-
irsóknarverðast á þeim tíma.
Hugur minn reikaði ískyggilega
til unglingsáranna þegar ég fór
með tilvonandi eiginmanni mínum
í leiðangur á dögunum. Planið var
að kaupa á hann nýjar gallabuxur,
svona eins og miðaldra fólk gerir á
laugardögum. Þar sem við erum af
sömu kynslóð erum við alltaf svolít-
ið heit fyrir Levis enda voru allir í
þannig þegar við vorum upp á okk-
ar besta. Þegar inn í búðina var
komið tók glaðlegur drengur á móti
okkur og stjanaði við okkur. Kom
með hverja brókina á fætur annarri
inn í mátunarklefann. Í algeru
hugsunarleysi báðum við af-
greiðslumanninn um Levis 501 því
það snið líkaði okkur svo vel þegar
við vorum yngri. Levis 501 þótti
nefnilega jafntöff í 220 Garðabæ og
110 Reykjavík. Til að gera langa
sögu stutta höfum við tvö ekki
hlegið jafnmikið í langan tíma. Lev-
is 501 eru greinilega flottari á ung-
lingsdreng en á bráðum 45 ára
gömlum brúnhærðum lögfræðingi
með gleraugu.
Mögulega verðum við bæði kom-
in í Levis 501 fyrir sumarið 2019,
en eins og staðan er núna þurfum
við meiri aðlögunartíma. Við
græddum þó gott hláturskast sem
jók hamingjustuðulinn um nokkur
prósent og getum yljað okkur við
góða minningu úr búningsklef-
anum. Því miður voru myndatökur
ekki leyfðar við þetta tækifæri –
annars hefði þeim verið póstað með
þessari grein.
Allt í stíl
Sumartískan
minnir líka á
áttunda ára-
tuginn. Þetta
dress er frá
Baum und
Pferdgarten á
Garðatorgi.
1992 var að hringja inn
Tvíhnepptur jakki minnir á
tíunda áratuginn. Hann fæst í
Mathildu í Kringlunni.
Elínrós Líndal
elinros@mbl.is
Hvernig er að starfa í Kanada?
„Ég elska að vera hér, sér-
staklega í Vancouver. Náttúran er
stórfengleg og einhvern veginn allt
öðruvísi en á Íslandi. Ég bý í Norð-
ur-Vancouver þar sem borgin er í
jaðri regnskógarins. Trén hér eru
gríðarstór og skógardýrin ekki
langt undan. Og svo eru Kanada-
búar auðvitað þekktir fyrir kurteisi
og tillitssemi sem ég get staðfest
hér með.“
Guðbjörg býr með kanadískum
eiginmanni sínum ytra, Andrew
Burgess. „Við kynntumst á Íslandi
árið 2011.“
Langaði að skoða
alla valmöguleika
Guðbjörg hefur ferðast mikið,
unnið fyrir kvikmyndabransann, við
vinnufataframleiðslu og eftir efna-
hagshrunið varð hún einn stofn-
enda PopUp-farandverslunar fyrir
grasrót fatahönnunar á Íslandi.
„Ég var á fullu í PopUp-inu í eitt
ár en svo tók Þórey Björk Hall-
dórsdóttir alfarið við því þegar ég
fór að starfa fyrir Cintamani sem
ég gerði í nokkur ár. Það var mjög
áhugaverður tími að koma inn í
fyrirtækið því það voru gríðarlegar
breytingar framundan. Það urðu
eigendaskipti á þessum tíma, sem
varð mér mjög lærdómsríkt að
taka þátt í að endurhugsa vöru-
merkið og gera gagngera tiltekt á
vöruframboðinu.“
Guðbjörg segir að eftir fimm ár
hafi verið kominn tími til að halda
áfram veginn og reyna eitthvað
nýtt. „Ég sá auglýsingu á Linked-
in um lausa stöðu hönnuðar hjá
Arc’teryx, einu virtasta vörumerki
fyrir útivistarfatnað. Í fyrstu var
þetta fjarstæðukenndur draumur
en ég komst í stöðuna eftir nokkur
viðtöl og verkefni,“ segir hún og
lýsir því að umsóknarferlið hafi
tekið sex mánuði.
Það besta í sínum bransa
Arc’teryx heldur fast í hugsjónir
sínar, að gera bestu mögulegu fötin
fyrir fjallaíþróttir. „Fyrirtækið hef-
ur vaxið gríðarlega undanfarin ár
því að það eru vandfundnar flíkur
sem eru betur gerðar og endast
eins vel. Við leggjum mikla áherslu
á að notendur geti treyst fatn-
aðinum sínum þar sem fötin eru
gerð fyrir útivist í fallvaltri nátt-
úrunni. Til dæmis má nefna fjalla-
skíðamennsku sem ég hanna mikið
fyrir. Það er vaxandi íþrótt, þar
Fékk starfið eftir
sex mánaða
umsóknarferli
Guðbjörg Jakobsdóttir fatahönnuður er úr
Kópavogi. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Ís-
lands sem fatahönnuður árið 2006 og starfar nú
sem hönnuður hjá Arc’teryx útivistarfyrirtækinu
í Vancouver í Kanada.
54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Sogavegi við Réttarholtsveg og Miklubraut
Opið kl. 9-18 virka daga | Sími 568 0990 | gardsapotek.is | appotek.is
Lágt lyfjaverð - góð þjónusta
Einkarekið apótek
Nú einnig netapótek: Appotek.is
SKRIFSTOFUHÚSGÖGN
Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is
Bjóðum uppá húsgögn
eftir marga fræga
húsgagnahönnuði.
Mörg vörumerki.