Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 56

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Þorbjörg Marinósdóttir tobba@mbl.is „Þetta er geggjaður kjúklingaréttur með aðeins fjórum hráefnum, ein- faldara verður það ekki og hver elsk- ar ekki að elda einfaldan en bragð- góðan mat sem hittir beint í mark?“ segir Linda yfir pottunum. „Þessi réttur er í uppáhaldi hjá öllum í fjöl- skyldunni, sem er algjört met því smekkur manna er misjafn á mínu heimili. Það tekur þá engan tíma að gera réttinn svo hann passar fyrir heimili þar sem mikið er að gera. Það sem er sérstaklega þægilegt er að sósan sem fylgir réttinum er einnig marineringin.“ BBQ-sesamkjúklingur 4-6 kjúklingabringur skornar í tvennt eða lundir 1 bolli góð bbq-sósa ½ bolli hlynsíróp ½ bolli ristuð sesamfræ Hitið ofninn í 180°C. Ristið sesamfræin á pönnu og setjið til hliðar. Hellið bbq-sósu og hlynsírópi í skál og blandið vel saman, bætið svo 2 msk af sesamfræjum saman við og hrærið vel saman. Leggið bringurnar í eldfast mót og hellið helmingnum af sósunni yfir og penslið kjúllann vel með henni. Sett í ofn og eldað í 25 mín. eða þar til kjúllinn er tilbúinn. Þegar kjúllinn er til setjið þið af- ganginn af sesamfræjunum og notið afganginn af sósunni með réttinum, gott er að borða hann með nánast öllu meðlæti svo sem hrísgrjónum, salati, salsa eða kartöflum. Mangó- og ananassalsa „Nú þegar loks er farið að sjást í sól er þetta salsa fullkomið enda er það eins og sól í skál; ávaxtaríkt, ferskt og gott. Það er einfalt að gera og passar með nánast öllu og jafnvel eitt og sér. Það passar vel með kjúklingnum.“ 2 söxuð mangó 1 bolli saxaður ananas 1⁄3 bolli söxuð rauð papríka 1⁄4 bolli saxaður vorlaukur 1⁄4 bolli saxað kóríander safi úr ½ appelsínu safi úr ½ lime 1 tsk rauður chili, saxaður, fræhreins- aður ef þið viljið ekki mikinn „sólar“- hita Allt saxað og sett í skál, látið standa á borði í 30 mínútur áður en notið er. Hamingju-gulrótamúffur „Þessar múffur urðu til þar sem einn af drengjunum mínum er mikill gikkur og vildi alls ekki borða gul- rætur. Í dag borðar hann þær með glöðu geði og því eru þessar oft gerðar á heimilinu. Þessar múffur eru líka mjög saðsamar svo engin hætta er á að of margar séu borð- aðar þar sem í þeim er einnig sykur sem maður vill reyna að minnka. Ég hef einnig notað döðlusykur í þessa uppskrift, þá voru þær mjög góðar en meira eins og brauðbollur. Besta við uppskriftina er að úr henni færðu margar múffur en einnig þarf aðeins að eiga góðan písk og sleif til að gera þessar gersemar, – minna að þrífa er alltaf plús.“ 2 bollar hveiti 1 bolli sykur 2 tsk matarsódi 2 tsk kanill 1⁄4 tsk salt 2 bollar rifnar gulrætur ½ bolli rúsínur ½ bolli saxaðar valhnetur ½ bolli gróft kókos 1 epli skrælt og saxað 3 egg 1 bolli kókos- eða grænmetisolía 2 tsk vanilludropar/essens Hitið ofninn í 180°C. Þessi upp- skrift passar í 18-24 cm múffuform. Í stóra skál blandið þið saman hveiti, sykri, matarsóda, kanil og salti. Blandið svo saman við gulrót- um, rúsínum, epli og kókoshnetu. Í annarri skál hrærið þið saman eggjum, olíu og vanillu. Setjið blönd- una saman við blönduna í hinni skál- inni og blandið með sleif og setjið í form. Bakið í 20 mín. og stingið í með hníf; ef ekkert loðir við hann eru múffurnar tilbúnar. Uppskrift að fullkominni helgi Matgæðingurinn og grunnskólakennarinn Linda Björk Ingimarsdóttir reif upp svuntuna og eldaði þessa guðdómlegu rétti fyrir Matarvefinn. Í raun er hér komin fullkomin uppskrift að girnilegri helgi. Verði ykkur að góðu! Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ljósmynd/Linda Björk Fljótlegt og fá- ránlega gott Linda Björk er matgæðingur mikill en er snill- ingur í að finna fljótlegar upp- skriftir. Klikkaður kjúlli Linda ber fram salsa og ofnsteiktar kartöflur með kjúklingnum. Gulrótabomba Þessar múffur eru virkilega góðar og ekki er verra að þær eru troðfullar af gulrótum. Sól í skál Smá salsa flýtir fyrir vorinu. Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.