Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Kjósum unga konu
í bæjarstjórn!
Guðbjörg Oddný Jónasdóttir
3.-4. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þráinn Kristjánsson, þáverandi veit-
ingamaður í Winnipeg í Kanada, kom
blaðamanni á rib-eye bragðið fyrir
margt löngu og það hefur ekki farið
úr munni síðan. Curtis Olafson, fyrr-
verandi öldungadeildarþingmaður í
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum, á
stóran þátt í því, en hann ræktar
naut af Simmental-kyni, sem gefur af
sér heimsins besta rib-eye og hefur
haldið því að blaðamanni við hvert
mögulegt tækifæri.
Rib-eye er víða gott í Vesturheimi.
Alltof víða! Uppáhaldsstaðurinn er
Smith & Wollensky í Boston, en
þangað fer maður samt ekki fyrr en
búið er að safna í sjóðinn. Manny’s og
Murray’s í Minneapolis kunna líka
sitt fag rétt eins og 529 Wellington í
Winnipeg og svo er um marga,
marga fleiri.
Á liðnu ári ákvað sælkerinn að
borða aðeins minna en meðalsteikta
rib-eye steik (medium rare) sem víð-
ast í Evrópu. Svona innsetning á mat
á menningarmáli. Þeim peningum
var vel varið og enn sér þess merki
þrátt fyrir hreyfingu í bak og fyrir.
Incognito á Möltu
Við Miðjarðarhafið, eins og annars
staðar í hinum vestræna heimi, má
nánast finna hvað sem er. Almennt
má ganga út frá því að þar sem eru
ferðamenn þar er matur.
Malta er sem safn smábæja, hver
með sínu sniði. Lífið og fjörið er í St.
Julian’s, Paceville og Sliema og þar
eru flestir matstaðirnir, en góðar
matarholur leynast víða. Einn gim-
steinninn er fjölskyldustaðurinn In-
cognito á mörkum Qawra og Buggiba
við norðvesturströndina. Rib-eye
steikin þar er ein sú besta sem blaða-
maður hefur fengið á Möltu í fjórð-
ung aldar og í raun var hún svo góð
að farið var kvöldið eftir til þess að
vera alveg viss.
Staðurinn er ekki sá fínasti, lítið
lagt upp úr umhverfinu, en hjónin,
sem eiga og reka staðinn, eru svo al-
mennileg og vinaleg að umhverfið
breytir engu. Ástæðulaust þótti að
fylla diskinn af meðlæti heldur var
kjötið látið njóta sín með góðri sósu,
sem reyndar var óþarfi enda var
henni sleppt seinna kvöldið. Lága
verðið spillir ekki fyrir.
Floras í Kaupmannahöfn
Kóngsins Köbenhavn skartar af
mörgum góðum rib-eye stöðum en
eins og víða eru þar líka margar túr-
istagildrur sem ber að varast.
Það er góð regla að kynna sér staði
sem heimamenn sækja. Hóteleigandi
benti matgæðingnum sem þetta
skrifar á að margir veitinga-
húsamenn hugsuðu bara um líðandi
stundu, ferðamenn kæmu bara einu
sinni og því skipti ekki máli hvað
væri boðið upp á. Aðrir legðu áherslu
á stöðugleikann, heimamenn, og
þeim mætti alltaf treysta. Einn þess-
ara gömlu og grónu staða væri Flo-
ras á Vesterbrogade 16, rétt hjá að-
aljárnbrautastöðinni (Hovedbane-
garden), og Madklubben klikkaði
ekki.
Blaðamaður hefur nokkrum sinn-
um borðað á þessum stöðum og rib-
eye steikin á Floras 2017 brást ekki
frekar en fyrri daginn. Huggulegur
staður og því kemur á óvart að aldrei
hefur verið margmenni í heimsókn-
unum undanfarin ár. Sjálfsagt bara
tilviljun.
Bowery í Amsterdam
Margir góðir steikarstaðir eru í
miðbæ Amsterdam í Hollandi og það
mætti æra óstöðugan að benda á ein-
hvern sérstakan. Hér á hið forn-
kveðna vel við, leitið og þér munuð
finna.
Að þessu sinni var gist á Hilton-
hótelinu við Schiphol-flugvöll. Það er
vel í sveit sett og gaman er að borða
rib-eye steik á Bowery-veitingastað
hótelsins. Fínn staður með afbragðs-
þjónustu, en í dýrari kantinum.
Mester Cukraszda í Marcali
Ungverjaland býður ekki aðeins
upp á afbragðs gúllash-súpu heldur
má víða fá fína rib-eye steik. Bestu,
skemmtilegustu og dýrustu staðirnir
eru að sjálfsögðu í Búdapest, til að
mynda kúbverski staðurinn La
Bodeguita Del Medio á horni Dob og
Kertesz-götu nánast í miðbænum, en
góðar steikur má finna á ólíklegustu
stöðum.
Einn þessara vetingastaða er Mes-
ter Étterem & Cukrászda í miðbæ
Marcali, skammt sunnan við vest-
urhluta Balaton-vatns. Rib-eye steik-
in þar hefur aldrei klikkað og eru
þær orðnar nokkrar.
Goldhorn í Berlín
Í yfirreið ársins var víða komið við.
Sumir „ferðamannamatstaðir“ voru
einmitt það, lokkandi en ekkert
meira. Þá ber að forðast.
Þétt setinn veitingastaður dag eft-
ir dag er hins vegar merki um gæði
og Goldhorn-steikhúsið skammt frá
Kurfürstendamm í Berlín, ekki langt
frá aðalinngangi dýragarðsins, fær
hæstu einkunn. Úrvalið er mikið,
dýrðin kostar sitt en mikið er gaman
að geta leyft sér svona munað þó ekki
sé nema endrum og sinnum. Frábær
staður í alla staði og bara það að
nefna hann kallar fram bragðið góða.
La Bonne Auberge í Glasgow
Glasgow breyttist mikið við það að
vera menningarborg Evrópu 1990 og
þess sjást ekki síst merki í veitinga-
flórunni. Margir góðir veitingastaðir
eru í borginni. Blaðamaður hefur
reglulega fengið sér rib-eye á La
Bonne Auberge, sem er í sama húsi
og hótelið Holiday Inn Glasgow
Theatreland í nágrenni við nokkur
leikhús og aðalrútubílastöðina, rétt
ofan við Sauchiall-göngugötuna.
Það er eitthvað svo fágað við um-
hverfið og það gerir þennan marg-
verðlaunaða veitingastað sérstakan.
Steikin er líka alltaf sérstaklega
mjúk og bráðnar í munni.
Hvönn Brasserie í Þórshöfn
Skerpukjötið klikkar ekki í Fær-
eyjum en þar má líka fá afbragðs rib-
eye.
Steikin á Hvönn Brasserie á Hótel
Tórshavn var góð og borin fram með
rauðkáli. Ekki fengið þá blöndu áður.
Vissulega var steikin betri á dýrari
stöðum en andrúmsloftið þarna við
höfnina var vinalegt og kallaði á
mann, eins og reyndar allt sem fær-
eyskt er.
Eldhúsið í Vesturbænum
Til þess að viðhalda venjunni er
blaðamaður reglulega með rib-eye í
matinn. Þetta er í raun einn helsti
munaðurinn, sem hægt er að leyfa
sér á heimaslóðum. Með smjör-
steiktum sveppum og bakaðri kart-
öflu. Algjör unaður. Kristján Þór Sig-
fússon, fyrrverandi eigandi
Argentínu steikhúss og einn helsti
kjötsérfræðingur landsins, hefur ver-
ið sannfærandi þegar hann segir að
innlenda kjötið sé best, en innflutta
nautakjötið fær líka góð meðmæli hjá
blaðamanni.
Niðurstaðan úr þessari yfirferð er
að það er erfitt að eyðileggja rib-eye
steik sé helstu reglum um steikingu
fylgt. Til eru matstaðir sem færa
gestum skósóla biðji þeir um vel
steikta steik, en „medium rare“ á
ekki að klikka.
Meðlætið fer eftir hverjum og ein-
um, en þessum matháki þykir best að
hafa hlutina sem einfaldasta og forð-
ast að drekkja góðri steik í sósu, þó
sósan sé góð, eða kaffæra hana í ein-
hverju öðru.
Búdapest Kúbverski staðurinn La Bodeguita Del Medio. Marcali Mester Étterem & Cukrászda hugar vel að útlitinu. Færeyjar Hvönn Brasserie á Hótel Tórshavn.
Innsetning á rib-eye víða um heim
Í einfaldleika sínum
snýst lífið um næringu,
vinnu og hvíld. Að
margra mati er rib-eye
steik einn besti biti
nautakjöts. Eftir óvís-
indalega könnun í
nokkrum löndum er
blaðamaður á því.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Berlín Goldhorn-steikhúsið skammt frá Kurfürstendamm stóð upp úr á árinu, besta steikin og mesta úrvalið.
Heima Blaðamaður gerði sérlega vel við sig 17. júní. Malta Incognito á mörkum Qawra og Buggiba.