Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 60
Í næstu viku mun útvarpsstöðin K100 standa fyrir leik þar sem hlustendum gefst tækifæri á að næla sér í miða á tónleika Sam
Smith í London í apríl. Um er að ræða ferð með flugi, gistingu og miðum á tónleikana.
Hinn 25 ára gamli Sam Smith er
einhver allra vinsælasti tónlist-
armaður dagsins í dag. Hann
spratt fram á sjónarsviðið síðla
árs 2012 og hefur átt ótrúlegan
feril síðan þá. Fyrsta plata hans,
In the lonely hour, sem kom út ár-
ið 2014 hlaut mikið lof og seldist í
milljónum eintaka um allan heim.
Í kjölfarið var honum boðið að
semja einkennislag James Bond-
myndarinnar Spectre en hann
hlaut Óskarsverðlaun fyrir þá
lagasmíð. Mikið álag fylgir slíkum
vinsældum og ákvað Smith að
draga sig úr sviðsljósinu í rúmt ár
þangað til platan The Thrill of it
All kom út síðasta haust. Smith
fylgir nú plötunni með tónleika-
ferðalagi um heiminn.
Í apríl mun Smith koma fram í
heimaborg sinni, London. K100
ætlar í samstarfi við ferðaskrif-
stofuna Gamanferðir að gefa miða
á tónleika hans í London ásamt
flugi og gistingu. Um þriggja
daga ferð er að ræða. Til þess að
eiga möguleika á því að vinna
miða á tónleikana þarf að hlusta
náið á K100 í næstu viku. Þegar
hlustendur heyra tvö lög í röð
með Sam Smith eiga þeir að
hringja í 571- 1111 því þá gætu
þeir átt möguleika á að vinna miða
á tónleikana. Leikurinn verður í
gangi alla virka daga frá 09.00-
16.00 í næstu viku og það eina
sem þarf að gera er að hlusta vel
á K100 og vera með símanúmerið
á hreinu.
Heppnir hlustendur gætu verið
á leið á tónleika með Sam Smith
AFP
Á tónleikum Sam Smith þykir
magnaður á tónleikum.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Smáratorgi 1, Kópavogi, s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
afsláttur
boxum, skúffum...
20%
af Port-Bag töskum,TILB
OÐ
Undanfarna mánuði hefur söng-
konan Alice Merton vakið athygli
fyrir lagið sitt No Roots. Hefur
lagið verið eitt vinsælasta lag
K100 undanfarið og virðist ekkert
lát á vinsældunum.
Merton fæddist í Þýskalandi.
Þegar hún var aðeins þriggja mán-
aða fluttu foreldrar hennar með
hana til Kanada þar sem hún ólst
upp til 13 ára aldurs þangað til
hún flutti aftur til Þýskalands þar
sem hún kláraði nám. Þegar hún
lauk námi þar fluttist hún til Eng-
lands þar sem hún er búsett í dag.
Það má því segja að þessi unga
söngkona sé veraldarvön en hún
er með þrefaldan ríkisborgararétt.
Þetta flakk fjölskyldu hennar um
heiminn var einmitt innblásturinn
að laginu vinsæla No Roots, en
hún hefur greint frá því í viðtölum
að sér finnist hún hvergi hafa ræt-
ur og því hafi hún samið þetta lag
um uppvöxt sinn.
Í dag skiptir þessi 24 ára gamla
tónlistarkona tíma sínum jafnt á
milli Lundúna og Berlínar. Það er
ljóst að það verður spennandi að
fylgjast með framhaldinu hjá
henni eftir mjög svo góða byrjun á
ferlinum.
Engar rætur Hin rótlausa Alice Merton hefur notið mikilla vinsælda undanfarið.
Með þrefaldan
ríkisborgararétt