Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 72

Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 72
72 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Erla Þorsteinsdóttir, kennari í Holtaskóla og fyrrverandi af-rekskona í körfubolta, á 40 ára afmæli í dag. Hún var marg-faldur Íslands- og bikarmeistari með Keflavík í körfubolta og var valin besta körfuboltakona Íslands árið 2000: „Við vorum mjög sigursælar og það var sama í hvaða flokki við vorum, við unn- um allt.“ Síðan sneri Erla sér að golfinu með góðum árangri og gerðist PGA-golfkennari: „En eftir að ég eignaðist börnin mín tvö hef ég ekkert verið í golfi, enda aðeins fimmtán mánuðir á milli þeirra og enginn tími til þess. Stefnan er að sjálfsögðu að snúa aftur á völlinn með börnin í eftirdragi. Maðurinn minn er framkvæmdastjóri Golf- klúbbs Suðurnesja svo það er mikill golfáhugi hjá okkur fjölskyld- unni. Íþróttir hafa alltaf átt hug minn allan og í dag stunda ég súperform í Sporthúsinu í Reykjanesbæ.“ Erla útskrifaðist úr Kennaraháskóla Íslands árið 2005, lauk PGA- golfkennaranámi árið 2012 og meistarnámi í verkefnastjórnun MPM 2013. Eiginmaður Erlu er Gunnar Þór Jóhannsson og börn þeirra eru Steina Björk, þriggja ára, og Þorsteinn Orri, tveggja ára, og svo á Erla tvo stjúpsyni, Sindra Snæ, 17 ára, og Nóa Sebastían, 11 ára. Í tilefni dagsins ætlar Erla að gleðjast með sínum nánustu. Íþróttakonan Erla og Gunnar Þór með Steinu Björk og Þorstein Orra. Styttist í að ég komist á golfvöllinn Erla Þorsteinsdóttir er fertug í dag J ónmundur Guðmarsson fæddist í Reykjavík 8.3. 1968 en flutti tveggja ára á Seltjarnarnesið og ólst þar upp. Hann var í Mýr- arhúsaskóla, Valhúsaskóla, lauk stúdentsprófi frá MR 1988, BA- prófi í heimspeki og stjórn- málafræði frá HÍ 1992 og M.Phil- prófi í alþjóðastjórnmálum frá Ox- ford-háskóla á Englandi 1994. Jónmundur byrjaði ungur í hand- bolta í Gróttu, hjá Gauta Grét- arssyni og varð Íslandsmeistari með í 4. flokki en það var fyrsti Ís- landsmeistaratitill Gróttu frá stofn- un: „Ég náði í skottið á gamla Sel- tjarnarnesinu sem var sambland af litlu þorpi og sveitabýlum. Mér þyk- ir vænt um þessar bernskuslóðir sem veittu okkur krökkunum víð- áttu og frelsi til að þvælast um holt, Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri hjá Gamma – 50 ára Með börnunum Jónmundur og Sigríður úti að borða, með börnum Jónmundar og dætrum Sigríðar. Fjárfestingar, veiði og stjórnmálaheimspeki Hjónin Jónmundur og Sigríður - líklega á kráarrölti í Reykjavík. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Laugavegur 61 I Kringlan I Smáralind I sími 552 4910 I www.jonogoskar.is Í dag eiga þessi heiðurshjón, Guðmundur Ólafs Sigurjónsson og Emilía Valdimarsdóttir, 60 ára brúðkaupsafmæli. Þau bjuggu á Rútsstöðum allan sinn búskap, fyrir utan 20 ár sem þau dvöldu og unnu á Húnavallaskóla. Síð- ustu fimm ár hafa þau búið á Sauðárkróki. Árnað heilla Demantsbrúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.