Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 08.03.2018, Blaðsíða 75
DÆGRADVÖL 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800Opið virka daga 9-18, laugardaga 11-16 • www.rafkaup.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú átt dálítið bágt með þig í fjöl- menni og þarft að taka þér tak svo þú getir umgengist annað fólk af öryggi. Mundu að maður er manns gaman. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ert fullur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Fólk vill sjá þig og njóta nærveru þinnar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Óhófleg ástundum félagslífs að undanförnu hefur tekið sinn toll hjá þér. Kallaðu fólk fallegum nöfnum, spurðu hvað það vilji og uppfylltu óskirnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér býðst að freista gæfunnar og taka áhættu sem ætti ekki að koma að sök ef þú bara leggur ekki allt þitt undir. Haltu ró þinni og framkvæmdu svo. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hafðu augun hjá þér þegar þú kynn- ir samstarfsmönnum þínum verk þitt því svipbrigði segja oft meira en mörg orð. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki koma þér á óvart þótt orsakir deilu þinnar og vinar þíns séu aðrar en fram kemur á yfirborðinu. Ekki er allt sem sýnist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sjaldnast vitum við alla söguna um annað fólk og því eigum við að fara okk- ur hægt í að dæma gjörðir þess. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hættir til að vera of fastur fyrir en ef þú ferð of geyst í hlut- ina áttu á hættu að missa stuðning þeirra sem skipta sköpum upp á fram- haldið. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú þarftu að gefa sjálfum þér sérstakan gaum og koma lagi á öll þín mál. Mundu að þú færð borgað fyrir að fara að fyrirmælum annarra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það gengur ekki að blanda saman léttúð frístundarinnar og alvöru starfsins. Láttu velgengni ekki stíga þér til höfuðs, vertu ljúfur og lítillátur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nýttu tækifærið til að víkka sjóndeildarhringinn. Nú veistu hvað þú vilt og til hvers þú ert reiðubúinn. Æv- intýri eru á næsta leiti. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er mikill vandi að bregðast rétt við óvæntum tíðindum. Gleði og sorgir eiga sér sömu uppsprettu – hjart- að. Njóttu þess að tala við gamla vini um gamla tíma. Ferendur tjaldarans eftir ÓmarKhayyám nutu mikilla vin- sælda hjá föður mínum og þeim sem voru á hans reiki fæddir undir aldamótin 1900 og upp úr þeim. Hver þýðingin rak aðra. Ég stalst í þennan litteratúr krakki og skoðaði myndirnar sem fylgdu hverju er- indi. Ég skal ekki gera upp á milli þeirra en svo vel var kveðið að hátt- urinn og hrynjandin og blærinn eru orðin hluti af íslenskri lýrik. Í þýð- ingu Einars Benediktssonar: Einn hleifur brauðs í mund, mín fylgifrú, ein flaska víns, eitt ljóðakver og þú, sem syngur hjá mér ein í eyðimörk, – frá auðn til himnaríkis slærðu brú. Og eins allur góður skáldskapur hefur Rubáiyat haft áhrif á „nú- tímaskáldskap“ þeirra kynslóða sem síðar komu. „Flas til fagnaðar“ segir Ólafur Stefánsson á Leirnum og hefur greinilega lesið Rubáiyat: Í grafarþró er gengið lífið hjá, að gráta liðið fullseint orðið þá. Því helltu núna óspart gini’ í glas, og girndum svala eins og framast má. Davíð frá Fagraskógi orti: Er sálin rís úr svefnsins tæru laug, er sælt að finna líf í hverri taug og heyra daginn guða á gluggann sinn og geta jafnvel boðið honum inn. Friðrik Steingrímsson – Filli – segist á Leir nýkominn úr aðgerð þar sem skipt var um hnjálið. Vinnufélagarnir vildu samdægurs fá að vita hvernig gengi: Aðgerðin tókst afar vel allt í sóma það ég tel, trítl’á nýjum traustum lið og tærnar snúa fram á við. Eins og flestir vita getur svona inngrip haft áhrif á þarmana til skamms tíma. Þeir virkuðu lítið fyrstu tvo dagana en það er allt að lagast: Innyflin komast nú óðum í lag annað þó hægara fari, nú kúka ég örlítið annan hvern dag, ég ætla það pappírinn spari. Frábær skeytin fyndin leit, fóta neytir lengur, óðinn veitir, át og skeit, ekki breytist drengur. Björn Ingólfsson sagði þetta góð tíðindi og enn eina ástæðuna til að hrópa húrra fyrir heilbrigðiskerf- inu: Læknar hafa löngum hupp- legir verið heims um bing, geta líka lappað upp á liðónýtan Mývetning. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ferhendur tjaldarans og Mývetningurinn „ÉG VAR BEÐIN UM AÐ FLYTJA LÍKRÆÐUNA. ÓLAUNAÐ – EN GÆTI VERIÐ GOTT TÆKIFÆRI TIL AÐ MYNDA TENGSLANET.“ „ÉG VARÐ ÞRIÐJI!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna ástarljóðið hans til þín í töskunni þinni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann PAR ADÍS EKKI SÉNS ÉG ER NOKKUÐ VISS UM AÐ PARADÍS MYNDI VERA NIÐUR Í MÓTI. NAGDÝR ERU ÓGEÐSLEG!! BÆTTU BARA VIÐ TÓMATSÓSU! Víkverji er ekki eins og fólk erflest, alltént þegar kemur að súkkulaðiáti. Allavega finnst honum hann vera í miklum minnihluta, þar sem hann vill ekki menga súkkulaðið sitt með hlutum eins og hnetum eða rúsínum. Að hluta til stafar það af því að Víkverja finnst í fyrsta lagi hvorugt sérstaklega girnilegt, en mestmegnis vill hann bara að súkku- laðið hans sé eins hreint og mögu- legt er. Kannski fær smá-lakkrís að fljóta með, en ekkert annað. x x x Ha, borðar þú ekki hnetur?“ Þessaspurningu hefur Víkverji heyrt margoft áður. Í seinni tíð hefur hann freistast til þess að ljúga því að hann sé hreinlega haldinn hnetuofnæmi, þar sem fólk sem borðar hnetur virðist alltaf vera sannfært um að það sé eini þjóðfélagshópurinn sem ekki geti lagt sér þetta lostæti til munns. En nei, Víkverji er víst ekki með ofnæmi. Honum finnst þær bara vondar, svona eins og ein- hverjum gæti fundist hvaða matur sem er vondur. Nema beikon, því hver elskar ekki beikon? x x x En jafnvel beikon myndi ekki veragott með súkkulaði, og því skilur Víkverji ekki hversu ótrúlegt úrvalið er af súkkulaði með annaðhvort hnetum eða rúsínum, að ótalinni verstu martröð Víkverja, súkkulaði með hnetum OG rúsínum. Maðurinn sem fann upp á þeirri blöndu er ekki á jólakortalistanum hjá Víkverja, skal hann segja ykkur. x x x Rúsínufælnina er erfiðara að út-skýra en hnetuóþolið. Víkverji er raunar ekki mikið fyrir þurrkaða ávexti til að byrja með, en rúsínur eru í alveg sérstöku fálæti hjá hon- um. Víkverji telur að útskýring- arinnar megi að hluta til leita í því að rúsínur minna hann alltaf innst inni á dauðar flugur. Og ekki myndi hann borða flugur, jafnvel þótt þær væru vafðar fram og til baka í beikoni. Sem aftur vekur spurninguna: Hef- ur einhver prófað að súkkulaðihúða beikon? Hver segir að það yrði ekki bara sérdeilis prýðilegt á bragðið? vikverji@mbl.is Víkverji En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. (Rómverjabréfið 5.8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.