Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 82

Morgunblaðið - 08.03.2018, Síða 82
Bókin Selá í Vopnafirði er í stóru broti og ríkulega myndskreytt, fyrst og fremst nýjum ljósmyndum af ánni og veiðimönnum en einnig með eldri og sögulegum myndum. Fjallað er um dalinn sem Selá fellur um nið- ur í Vopnafjörð, um ræktun árinnar, greint frá helstu veiðistöðum og þá er fjöldi viðtala í bókinni, við að- standendur ár- innar sem og veiðimenn. Bókin kemur út í ís- lenskri og enskri útgáfu. Hér er gripið niður í kafla þar sem stað- arhaldarinn Gísli Ásgeirsson segir frá. 24 ár í Vopnafirðinum Einn af reyndustu núlifandi veiði- mönnum í Selá er Gísli Ásgeirsson, leiðsögumaður, umsjónarmaður, landeigandi í dalnum og stjórn- armaður í Veiðiklúbbnum Streng sem leigir ána. Gísli segir að Garðar heitinn Svavarsson hafi „dregið sig“ í Vopnafjörðinn árið 1992, en Gísli var æskuvinur sonar Garðars, Heimis Garðarssonar. Garðar H. Svavarsson var einn magnaðasti stangaveiðimaður landsins til fjölda ára og átti jörðina Vakursstaði í Vesturárdal og fyrstu veiðitúrarnir í Vopnafjörðinn voru farnir í Vest- urdalsá. Upp úr því fór reynsla Gísla vaxandi og hann var farinn að vera leiðsögumaður laxveiðimanna innan fárra ára […] „Ég var strax ofboðslega heillaður af Selá, maður hafði heyrt sögurnar af henni og ég gerði mér miklar væntingar um ána þegar samskiptin við hana hófust. Og ekki brást áin þeim væntingum nema síður sé. Á sama tíma og mér hefur gengið mis- illa að tileinka mér og komast í sam- band við aðrar ár, þá komst ég strax í gott samband við Selá. Hún tók vel á móti mér og segja má að við, Selá og ég, höfum átt langt og farsælt hjónaband,“ segir Gísli, og heldur áfram: „Það sem heillar mig umfram allt annað við Selá er hin ótrúlega fjöl- breytni. Svæðin eru stór, áin vatns- mikil, maður er mikið einn og sér af- ar lítið til annarra að veiðum í ánni. Þá er fjölbreytni í fiski og von á stórum löxum sem eru óvenjulega sterkir. Þá er áin svo margslungin og löng að það er enn verið að gera uppgötvanir hvað varðar veiðistaði. Maður þarf oft að hafa mikið fyrir hverjum fiski í Selá og hún getur verið afar krefjandi […] – Selá brýtur oft líka reglurnar, t.d. þannig að hún á það til að gefa fantaveiði í sól, hita og glampandi sólskini, veðri sem menn myndu ekki kunna við víðast hvar við aðrar laxveiðiár. En það er staðreynd sem ýmsir hafa sagt, að sól og blíða þykir mjög gott veiðiveður í Vopnafjarð- aránum, aðallega Selá og Hofsá. Það stafar kannski af því að þær eru að upplagi frekar kaldar ár. Við slíkar aðstæður hafa ég og margir fleiri lent í ævintýrum, jafnvel magnveiði sem gefur Laxá á Ásum í sínu besta skapi lítið eftir. Þannig á ég í minn- ingunni 13 laxa í beit í Efri- Sundlaugarhyl. Einnig á ég slíkar minningar, nokkrar, frá neðsta svæðinu þar sem maður hittir oft á öflugar göngur og þá er oft nóg að gera með allt í keng.“ […] Þrír fyrstu 15, 17 og 19 punda Þegar Gísli er beðinn um að nefna eftirlætis veiðistað í ánni verður Víf- ilsfljót fyrir valinu, þar hafi hann átt ánægjulegar stundir, bæði sjálfur á veiðum og í leiðsögumennsku. „Ein skemmtileg saga er til dæm- is frá því þegar ég fór þarna einn eft- irmiðdag með bandaríska feðga. Þeir voru báðir óreyndir, sér- staklega þó strákurinn, 15-16 ára, sem hafði ekkert veitt. Pabbi hans hafði þó eitthvað gutlað, en ekki mikið. Hugmyndin var þó að koma stráknum á blað og við vorum ein- mitt búnir að eyða drjúgum tíma þegar töfrastundin rann upp. Strák- urinn var búinn að reyna nokkrar flugur, en síðan var það Collie dog númer 14 sem hleypti öllu af stað. Þarna landaði strákurinn þremur nýgengnum löxum, 15, 17 og 19 punda, fyrstu löxunum sínum og var alveg búinn á því löngu áður en sá þriðji var kominn á land. Þegar sú stund kom ámálgaði pabbinn að nú ætti hann kannski að taka við, en þá brá svo við að allt var búið. Enginn lax hreyfði sig meira á þessari vakt. Síðan er það þessi mikla fiskrækt sem staðið hefur um árabil í Selá og tengist stigabyggingunum, fyrst í Selárfossi og löngu síðar í Efrifossi. Það færir mann nær náttúrunni og áin fer nánast að renna um æðar manns, að fylgjast með laxinum nema ný lönd. Að hafa eytt ótöldum stundum í að fara með ánni, upp úr og niður úr, gangandi, akandi, á fjór- hjólum eða jeppum, upp með Hrútá, inn fyrir Hrútá inn að Illakambi. Vera landkönnuður og sjá hverja nýja kynslóð laxa af annarri fæðast, vaxa og dafna og finna að fjölskyld- an er að stækka ár frá ári. Það eru forréttindi og færir mikla gleði.“ Veiðihúsið Hið glæsilega veiðihús Fossgerði. Selárfoss er efst til hægri. Spenna Erlendur veiðimaður glímir við lax í Efri-Sundlaugarhyl og Sveinn Björnsson leiðsögumaður fylgist með. Var strax heillaður af Selá Ljósmyndir/Einar Falur Ingólfsson Náttúrufegurð Lax hefur tekið flugu Vigfúsar Orrasonar í Dimmahyl og stokkið. Selá fellur víða í fallegum giljum. Stórlax Sveinn Björnsson leið- sögumaður með 100 cm nýrenning. Út er komin bókin Selá í Vopnafirði og er hin fimmta í ritröð Litrófs um íslenskar laxveiðiár. Höfundar eru sömu og áður, Guð- mundur Guðjónsson, sem er ritstjóri, og Einar Falur Ingólfsson, sem hefur tekið allar nýjar ljósmyndir, skrifar einnig. Selá er ein þekktasta og gjöfulasta veiðiá landsins en saga laxveiða í ánni er þó ekki löng, en ræktunarsaga hennar er mjög merkileg. 82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Framleitt úr vistvænum virkum efnum sem brotna hratt niður í náttúrunni. UNDRAVÖRUR fyrir bílinn þinn Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.