Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 85

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 85
samdráttur upp á 16% milli ára. Áhorfstölurnar ná aðeins til þeirra sem horfa á útsendinguna í sjón- varpi, ekki í tölvum eða snjallsímum. Áhorfstölurnar hafa oft haldist í hendur við vinsældir myndarinnar sem valin er sú besta. Það er þó ekki í raunin í ár því The Shape of Water er vinsælli en sigurmyndir síðustu fimm ára. Myndin hefur þegar skil- að 57 milljónum Bandaríkjadala þar í landi, sem er tvöfalt meira en Moonlight, vinningsmyndin í fyrra. Donald Trump Bandaríkja- forseti hæddist í tísti á Twitter að því að bandarísk- um áhorfendum að beinni sjón- varpsútsendingu Óskarsverð- launanna færi fækkandi milli ára og taldi skýr- inguna felast í skorti á stjörnum á borð við sig. Jimmy Kimmel, kynnir ársins, svaraði Trump um hæl og þakkaði óvinsælasta Bandaríkja- forseta sögunnar fyrir ábendinguna. Þessu greinir Guardian frá. Í frétt- inni kemur fram að í ár hafi aðeins 26,5 milljónir Bandaríkjamanna horft á útsendinguna en þeir voru 32,9 milljónir í fyrra, en þetta er Hæðist að áhorfstölum Donald Trump MENNING 85 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Rússneski leikstjórinn And-rey Zvyagintsev féll í ónáðhjá menningarmálaráð-herra heimalands síns með tragísku ádeilumyndinni Levia- than sem frumsýnd var árið 2014 og hlaut sú kvikmynd fjölda verðlauna og tilnefninga, m.a. á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes. Í henni tók leikstjór- inn m.a. fyrir spillingu og valdníðslu og þótti menningarmálaráðherranum heldur ljót og neikvæð mynd dregin þar upp af þjóðinni og deildi ófeiminn þeirri skoðun sinni. Og ekki er hún fögur myndin sem dregin er upp í nýjustu kvikmynd leikstjórans, Nelyubov eða Loveless eins og hún heitir á ensku sem þýða mætti sem Ástlaus eða Ástleysi. Tit- illinn lýsir vel innihaldinu og leik- stjórinn gefur áhorfendum engin grið þegar kemur að ógeðfelldum per- sónum og hörmulegum afleiðingum ástleysis. Hvort myndin er ádeila eða ekki verður hver að meta fyrir sig og sá sem hér skrifar þekkir ekki nógu vel til rússnesks samtíma og sam- félags til að meta það. En vissulega má skilja myndina sem ádeilu (sér- staklega ef litið er til lokaatriðis hennar) og þá á rússnesku millistétt- ina og lífsgæðakapphlaup hennar þó fyrst og fremst sé kvikmyndin harm- leikur og áminning um mikilvægi kærleikans. Aðgát skal höfð í nær- veru sálar. Í upphafi myndar kynnumst við einmana tólf ára dreng, Aloysha, þar sem hann gengur, þungur á brún, heim á leið að loknum skóladegi í gráu borgarlandslagi í einhverju út- hverfa Moskvu. Heima bíður hans ung móðir, Zhenya, sem hangir öllum stundum í snjallsímanum sínum og einu samskipti hennar við drenginn eru skammir og svívirðingar. Hann er, að hennar mati, latur, veikgeðja, væluskjóða og þannig mætti áfram telja. Móðirin leggur greinilega fæð á barnið. Þegar faðir drengsins, Boris, kemur heim upphefst mikið rifrildi milli þeirra hjóna, ljóst að þau hata hvort annað af öllu hjarta og eru að skilja. Nú þarf bara að selja íbúðina svo hægt sé að hefja nýtt líf. Bæði eiga nýjan maka; Zhenya ríkan karl nokkru eldri eiginmanninum og Boris mun yngri konu sem er að auki þung- uð og líklegt að barnið hafi komið undir í framhjáhaldi. Sonur þeirra Zhenyu og Boris passar ekki inn í myndina og hvorugt vill fá forræðið yfir honum. Í heiftúðugu rifrildi kem- ur upp sú hugmynd að láta skap- stygga móður Zhenyu taka drenginn að sér. Zhenya og Boris telja soninn sofa vært á meðan þau hnakkrífast en í ljós kemur að hann hefur falið sig á bakvið hurð og heyrt allt sem þeim fór á milli. Drengurinn grætur sáran þöglum gráti, afmyndaður af sárs- auka. Er það einstaklega sorglegt og erfitt atriði að horfa á og leikur barnsins, Matveys Novikovs, einkar sannfærandi. Engin niðurstaða fæst í deilu hjónanna og hvort heldur til síns nýja maka. Tveimur dögum síðar kemur í ljós að sonurinn er horfinn en til þess þurfti símtal úr skóla drengsins. Zhenya hringir í Boris sem hefur litl- ar áhyggjur, áhyggjurnar meiri af því að strangtrúaður yfirmaður hans reki hann ef fréttist af skilnaðinum en strangkristileg og íhaldssöm fjöl- skyldustefna fyrirtækisins leyfir ekki slíkar syndir. Zhenya hringir á lög- regluna sem hvetur hana til að hringja í samtök sjálfboðaliða ef leita eigi að barninu, lögreglan geti ekkert gert. Hefst þá viðamikil leit og hjónin halda á fund móður Zhenyu í von um að drengurinn hafi farið þangað. Amman reynist hreinasta norn, orð- ljót með endemum og ástleysi hennar á dótturinni algert. Ástleysi elur af sér ástleysi og eina ástin sem finna má í þessari óvægnu kvikmynd er sjálfselskan, egóisminn, en örlitla ljósglætu má þó greina í myrkrinu, í hinum góðhjörtuðu sjálf- boðaliðum sem bera hag saklausra barna fyrir brjósti. Áhorfandanum er frá upphafi ljóst að vonin er veik í þessu verki og það er erfitt að hafa samúð með foreldrunum þó á þeim dynji eitthvert mesta áfall sem hægt er að ímynda sér; að finna ekki barnið sitt og fá jafnvel aldrei að vita hvað varð um það. Er hægt að hugsa sér verri martröð? Þannig líður þessi hrollvekja Zvyagintsevs hægt áfram, líkt og óstöðvandi stórfljót í átt að óvissunni. Straumurinn er þungur og drunginn alltumlykjandi, magnaður upp af listilegri kvikmyndatöku þar sem út- sýni út um regnvotan glugga segir oft meira en þúsund orð. Litleysi er áberandi, gráir og blátóna litir og tónlistin eykur á hrollinn, sparlega notuð og á hárréttum augnablikum. Leikararnir eru fantagóðir og sumir frábærir og ber þar sérstaklega að nefna Maryönu Spivak í hlutverki Zhenyu og hinn fyrrnefnda barnunga leikara í hlutverki sonarins. „Hver getur lifað í ástlausum heimi?“ spyr moldríkur ástmaður Zhenyu eftir að hún hefur sagt hon- um frá erfiðu uppeldi sínu og ást- lausri móður, algjörlega ómeðvituð um eigin gjörðir, að hún er í engu betri og hversu sekt hennar og barnsföður hennar er mikil. Því mið- ur er það svo að við lifum mörg í ást- lausum og sjálfselskum heimi og sumir lifa ástleysið af en aðrir ekki. Í þessari kvikmynd er ætlunin greini- lega ekki að veita neina lausn undan slíku oki og maður spyr sig óneitan- lega hver tilgangurinn sé með verk- inu á endanum. Er það ádeila, hug- vekja, hreinræktuð tragedía? Allt þetta í senn? Ástlaus/Ástleysi er kvikmynd sem hreyfir við manni, svo mikið er víst, en með þeim hætti að áhorfandanum líður illa á eftir. Ef hægt er að tala um „feelgood“-kvikmyndir, myndir sem auka vellíðan, þá fellur þessi í flokk „feelbad“-kvikmynda. Hún veldur vanlíðan en er samt sem áður fjári mögnuð og situr í minni lengi vel. Hver getur lifað í ástlausum heimi? Ástlaus Matvey Novikov í hlutverki Aloysha sem lifir við algjört ástleysi. Stockfish-kvikmyndahátíðin í Bíó Paradís Nelyubov/Loveless bbbbm Leikstjórn: Andrey Zvyagintsev. Handrit: Oleg Negin og Andrey Zvyagintsev. Aðal- leikarar: Maryana Spivak, Aleksey Rozin, Matvey Novikov. Rússland, Frakkland, Þýskaland og Belgía, 2017. 127 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Ítalski fiðluleikarinn Nicola Lolli, sem hefur gegnt stöðu konsert- meistara Sinfóníuhljómsveitar Íslands síðan árið 2014, kemur í kvöld fram í fyrsta skipti með hljóm- sveitinni sem einleikari. Lolli leikur fiðlukonsert Prokofíevs frá árinu 1917. Aðalhljómsveitarstjórinn Yan Pascal Tortelier er við stjórnvölinn. Á tónleikunum hljómar einnig mikilfengleg og rómantísk sinfónía, sú nr. 2, eftir Charles Gounod. Á starfsárinu hljóðritar Sinfóníu- hljómsveitin tvær sinfóníur eftir Gounod, sem var eitt helsta óperu- tónskáld Frakklands á 19. öld. Sú sem flutt verður nú hefur verið sögð eins konar svar hins franska tón- skálds við tónlist Schumanns. Tónleikunum í Hörpu í kvöld lýk- ur á kraftmiklu verki Ravels, La valse, þar sem „Ravel teygir og tog- ar tákn Vínarborgar í tónlistinni svo jaðrar við skrumskælingu, enda verkið samið skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar enn var ekki gróið um heilt meðal hinna stríðandi þjóða,“ segir í tilkynningu. Hljómsveitin kemur aftur fram á morgun, í föstudagsröðinni Norður- ljósum, kl. 18. Þá hljóma þrír söngv- ar úr Myrthen, einsöngvari Þóra Einarsdóttir, og Geistervariationen eftir Schumann. Einleikarar á píanó Anna Guðný Guðmundsdóttir og Guðrún Dalía Salómonsdóttir. Tón- leikunum lýkur á Örlagasinfóníu Beethovens, þeirri fimmtu. Lolli einleikari í kvöld Morgunblaðið/Eggert Stjórnandinn Tortelier mun stjórna hljómsveitinni í Eldborg í kvöld og Norðurljósum á morgun.  Tortelier stjórnar Sinfóníuhljómsveitinni tvö kvöld í röð WeycorAR65e þyngd 5150kg vél: Deuzt (vatnskæld) 54KW (73hö) Hanix H27DR þyngd 2825kg vél: Kubota 14,4KW (19hö) Vinnuþjarkar Þýsk og japönsk gæðavara Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI ICQC 2018-20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.