Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Filippa borðstofuhúsgögn Opið virka daga 11-18 laugardaga 11-15 Komið og skoðið úrvalið Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Um þessar mundir er unnið að endurskoðun á ýmsum þáttum í grunnsýningu Þjóðminjasafns Íslands. Ástæða þykir til, að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar, að styrkja þar ýmsa þætti sem á mælikvaða nú- tímans eru afskiptir í sögunni eða á þá hallað. „Íslenskt þjóð- félag er í stöðugri þróun og hraði breytinga hefur sjálfsagt aldrei verið meiri en nú er. Grunnsýningu Þjóðminjasafnsins sem var opnuð árið 2004 var alltaf ætlað að standa til langs tíma en við vorum þess líka allt- af meðvituð að gera þyrfti áherslubreytingar þegar viðhorf breyttust eða ný þekking kæmi til,“ segir Margrét í samtali við Morgunblaðið. Ólíkar stefnur mætast Efnt verður til ýmissa við- burða og sýninga hjá Þjóðminja- safni Íslands á þessu ári í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Ís- lands. Katrín Jakobsdóttir for- sætisráðherra reið á vaðið um miðjan febrúar þegar hún fylgdi gestum um grunnsýningu safns- ins og sagði frá ýmsu áhuga- verðu enda sér hver hlutina með sínum augum. Þar vék forsætis- ráðherra að breytingum á ís- lensku samfélagi sem fylgja því að nú er um það bil tíund þeirra sem Ísland byggja fólk af erlend- um uppruna. Hugtökin þjóð og Íslendingar ekki jafn algild og áður var. Magrét Hallgrímsdóttir segir fyrrgreint sjónarmið áhugavert en ekki óvænt. Merking orðanna hafi ef til vill breyst en ekki gildi þeirra. Á þeim tæpu tuttugu ár- um sem hún hefur gegnt embætti þjóðminjavarðar hafi samfélagið gjörbreyst. Mannréttindamál í sinni víðustu mynd séu ofar á baugi en áður og á Íslandi sé nú fjölmenningarsamfélag þar sem ólíkar stefnur og draumar mæt- ast. Þá fjölgi erlendum ferða- mönnum sem heimsækja safnið þar sem sjá má í hnotskurn sögu fólksins sem byggir landið í norðri. Þjóðminjar skapi áhrif „Munir og gripir – þjóðminj- arnar sjálfar – eiga að vera í for- grunni á grunnsýningum og skapa áhrifin. Því höfum við hér í Þjóðminjasafninu ekki verið með á sýningunni óþarfa tækni- búnað sem úreldist eða fer úr tísku. Sú var tíðin að sýningar á söfnum voru eins konar leik- myndasýningar þar sem sjálfar minjarnar urðu nánast auka- atriði,“ segir Margrét sem leiddi hugmyndavinnu þegar núverandi grunnsýning Þjóðminjasafnsins var sett upp jafnhliða endur- bótum á safnhúsinu. Þar er saga þjóðarinnar rakin í tímaröð og skipt upp í sjö tímabil; frá upp- hafi Íslandsbyggðar og kristnu goðaveldi til tæknivæddrar 21. aldarinnar. „Mér finnst því mjög miður að við séum að bjóða til dæmis ferðamönnum á sýningar sem eru gerviheimur úr plasti, enda heyri ég frá safnafólki að túristarnir spyrja æ oftar að því hvort munir eða byggingar á söfnum séu raunverulegir eða gervi. Í mörg- um söfnum úti á landi hefur tek- ist prýðilega til svo sem í Síld- arminjasafninu á Siglufirði, Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, Safnahúsinu í Borg- arnesi og söfnum borgarinnar, sem og sýningum á borð við Eld- heima í Vestmannaeyjum svo ég nefni dæmi. En annars staðar hefur kannski ekki tekist jafn vel til svo útkoman eru einskonar skyndisýningar sem skilja kannski ekki mikið eftir í vitund gesta.“ Afrakstur rannsóknastarfs Fyrir skemmstu var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sér- sýning sem ber yfirskriftina Prýðileg reiðtygi þar sem sjá má úrval skreyttra söðla, söðulreiða og -áklæða úr eigu safnsins. Þá er nýlega lokið sýningunni Ísland í heiminum – heimurinn í Íslandi þar sem varpað var ljósi á land- nám Íslendinga á nýjum slóðum og svo þeirra sem hafa Ísland að heimkynnum. Margrét Hallgríms- dóttir leggur áherslu á að báðar þessar sýningar rími við grunn- sýninguna fyrrnefndu jafnframt því sem þær séu afrakstur af starfi fræðafólks á safninu og samstarfsaðila þess sem rannsaki menningarsöguna í sinni víðustu mynd. „Söfn og sýningar eiga að vekja fólk til umhugsunar um áleitin efni. Að undanförnu höf- um við rýnt grunnsýninguna með kynjagleraugum. Í samstarfi við Samtökin ’78 höfum við áhuga á að beina sjónum að málefnum hinsegin fólks í sögulegu ljósi. Sama gerum við varðandi mál fatlaðs fólks, kvenna og barna og svona þarf að taka þetta lið fyrir lið nokkuð reglulega þannig að sannmælis sé gætt í sögu og sýn- ingum,“ segir Margrét að síðustu. Grunnsýning Þjóðminjasafns Íslands tekin til endurskoðunar Morgunblaðið/Hari Þjóðminjavörður Söfn og sýningar eiga að vekja fólk til umhugsunar um áleitin efni, segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Enginn gerviheimur Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það hefði ekkert þurft að fara í gegnum skóginn. Þessi leið hefði valdið minni skaða að mínu mati og um leið hefðu verið slegnar 2-3 flugur í einu höggi; þarna hefðu orðið til betri samgöngur, minna náttúrurask og þessi framkvæmd hefði meiri sam- félagsleg áhrif fyrir svæðið,“ segir Bjarni Maríus Jónsson sem setti fram áhugaverða hugmynd um lagn- ingu Vestfjarðavegar árið 2010. Eins og Morgunblaðið greindi frá á föstudag ákvað sveitarstjórn Reyk- hólahrepps í síðustu viku að nýr Vest- fjarðavegur um Gufudalssveit skyldi liggja um Teigsskóg. Lengi hefur verið deilt um hvar umræddur vegur skuli lagður og að síðustu stóð valið milli tveggja kosta; að hann yrði lagð- ur um kjarrlendi Teigsskógar eða að jarðgöng yrðu grafin undir Hjalla- háls. Hugmynd Bjarna, sem var hluti af meistaraprófsverkefni hans í haf- og strandsvæðastjórnun, sneri að þver- un yfir mynni Þorskafjarðar. Virkja átti sjávarföll í firðinum sem myndi skila tekjum á móti framkvæmdinni. Hugmynd Bjarna var tengd við svokallaða A-leið sem Vegagerðin hannaði. Um var að ræða þverun yfir mynni Þorskafjarðar, frá Reykjanesi yfir í Skálanes, um tveggja og hálfs kílómetra leið, og með tengingu í Kollafjörð. Á sínum tíma var stofnað sprota- fyrirtæki um hugmyndina sem hét Vesturorka - WesTide ehf. Að því stóðu, auk Bjarna, Orkubú Vest- fjarða, Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða og Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands. Bjarni segir að virkjun sjávarfalla snúist um landfræðilegar aðstæður og þær séu aðeins fyrir hendi á tveimur stöðum á Íslandi, á Breiða- firði og í Hvammsfirði. „Þarna er mesti munur á flóði og fjöru á Íslandi, alveg upp í sex metra.“ Bjarni viðurkennir að eflaust hefði þurft mikinn pólitískan vilja til að ráðast í framkvæmdina, enda er hug- myndin nýstárleg. „Þegar ég var að skoða þetta var ég búinn að reikna út að framkvæmdin myndi borga sig til baka á 25-30 árum. Það er auðvitað svolítið langur tími,“ segir Bjarni sem hefur síður en svo gefið þessi áform alfarið frá sér. „Það virðist vera kom- in önnur tækni núna. Það er búið að finna betri ferla nú og nýting hefur batnað töluvert. Það er því vel hugs- anlegt að skoða þetta aftur, enda gæti þessi framkvæmd nú borgað sig upp mikið fyrr en ella. Það er örugg- lega ekki of seint að ætla að skoða þennan möguleika. Ég er viss um að það er hægt að framkvæma þetta á methraða. Í þessari nýju tækni er mikið um forsteyptar einingar sem þessar túrbínur eru settar í og mikið af búnaði er ofansjávar. Þetta er enn mjög áhugaverður kostur.“ Þverun Þorskafjarðar enn raunhæf  Bjarni Maríus Jónsson leggur til að sjávarfjöll verði virkjuð í Þorskafirði til að borga lagningu vegar  Telur þetta betri leið en veg um Teigsskóg  Ný tækni komin til sögunnar á síðustu árum Á sínum tíma segir Bjarni að margir hafi verið spenntir fyrir hug- myndinni, til að mynda heimamenn á þessum slóðum. Það sé enda ekki skrítið því erlendis dragi slík mann- virki að sér fjölda ferðamanna. Vega- gerðin hafi hins vegar ekki verið sér- staklega hrifin af hugmyndinni, jafnvel þó hún hefði þýtt að brúin yfir fjörðinn hefði borgað sig upp á end- anum. Þá hafi Landsvirkjun haft úr nógum kostum að velja, þó fyrirtækið hafi síðar farið að prófa sig áfram með vindmyllur. „Menn stíga varlega til jarðar þeg- ar þeir þekkja þetta ekki. Það er nú ekki mikið um svona Elon Musk- dæmi á Íslandi,“ segir hann í léttum tón. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Rósa Guðbjartsdóttir hlaut afger- andi sigur í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði sem fram fór á laugardag. Hún hlaut 539 atkvæði af 876 greiddum atkvæðum. Á Akra- nesi var listi sjálfstæðismanna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar einnig samþykktur og mun Rakel Óskarsdóttir, verslunarmaður og núverandi bæjarfulltrúi, leiða listann. Rakel skipaði fimmta sæti listans í síðustu kosningum. Rósa kvaðst hæstánægð með niðurstöðu prófkjörsins, í samtali við Morgunblaðið. „Þarna hafa sjálf- stæðismenn raðað upp mjög öfl- ugum lista, bæði fólki með mikla reynslu af bæjarstjórnarstörfum í bland við nýliða, eins og í baráttu- sætinu þar sem er núna ung og efni- leg kona. Ég hlakka mjög til að hefja kosningabaráttuna,“ sagði Rósa. Kristinn Andersen í öðru sæti Kristinn Andersen er næstur á eftir Rósu í Hafnarfirðinum en hann hlaut 315 atkvæði í fyrsta til annað sætið. Ingi Tómasson endaði í því þriðja með 317 atkvæði og Helga Ingólfsdóttir í fjórða með 354 at- kvæði í fyrsta til fjórða sæti. Kristín Thoroddsen fékk 344 atkvæði í fimmta sætið og Guðbjörg Oddný Jónasdóttir fékk 383 atkvæði í sjötta sætið. Unnur Lára Bryde endaði í sjöunda og Skarphéðinn Orri Björnsson í því áttunda. Ólafur Adolfsson í fjórða sæti Listi sjálfstæðismanna á Akranesi var samþykktur samhljóða á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga bæj- arins þann 27. febrúar sl Annað sæti listans skipar Sandra Margrét Sigurjónsdóttir fram- kvæmdastjóri. Einar Brandsson, tæknistjóri og bæjarfulltrúi, tekur óbreytt sæti frá síðustu kosningum og er í því þriðja og Ólafur Adolfs- son, lyfsali og bæjarfulltrúi, í fjórða sætinu. Ólafur var oddviti listans í síðustu kosningum. Þórður Guð- jónsson er í fimmta sæti, Kristjana Helga Ólafsdóttir í sjötta, Stefán Þórðarson í sjöunda og Aldís Ylfa Heimisdóttir í áttunda. Rakel og Rósa leiða D-lista  Sjálfstæðisflokkurinn kynnir listana Rósa Guðbjartsdóttir Rakel Óskarsdóttir 2018

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.