Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 22

Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Nýlöguð humarsúpa Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Ég segi allt fínt, við erumað slaka á hérna á Kan-aríeyjum í sólbaði og mini-golfi, en við tókum ekki golfsettin með að þessu sinni,“ segir Ágúst Þór Oddgeirsson sem á 80 ára afmæli í dag. Í til- efni dagsins ætlar hann út að borða í kvöld góðum veit- ingastað á Las Palmas með konu sinni og vinafólki. Tóti, eins og hann er ávallt kallaður, spilar mikið golf og fylgist almennt mikið með íþróttum. „Við hjónin vorum síðast í nóvember á Flórída í tæpan mánuð að spila og erum félagar í Golfklúbbi Reykjavík- ur. Jú, ég fylgist aðeins með sportinu, hef reyndar ekki verið með enska boltann og golfið í vetur en ætla að fá mér áskrift þegar við komum heim. Svo fylgist ég sérstaklega vel með Frömurum.“ Tóti er enda gamall Framari og varð fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu í handbolta upp úr 1960. Hann var einnig fremsti snókerspilari landsins á þessum tíma. „Það voru engin opinber Íslandsmót haldin þá, en ég vann þessi mót sem allir fremstu spilararnir kepptu á. Ég hef nánast ekkert tekið í billjarð síðan, einu sinni til tvisvar á börum þegar ég hef verið erlendis. Þetta byggist svo mikið á að vera með toppsjón og hún er farin að gefa sig hjá mér, en maður þarf að geta skannað allt borðið.“ Auk þessa hefur Tóti stundað ýmsar aðrar íþróttir gegnum tíðina, tefldi og spilaði brids og hefur verið í stangveiði. „Við fórum ekkert að veiða í fyrra og það held ég sé í fyrsta sinn sem það gerist.“ Mestan starfsaldur sinn vann Tóti við löndun, fyrst hjá Togara- afgreiðslunni og síðan hjá Granda. „Ég vann við löndun þar til ég varð 67 ára en svo fékk ég frí í nokkur sumur og vann við að leggja raflínur um landið. Þetta voru fjórir strákar sem ráku fyr- irtæki sem hét Framtak og tóku að sér verkefni að leggja línur á sveitabæi. Þetta var meiri háttar gaman og maður fór víða um landið.“ Svo ráku þau hjónin, Tóti og Erna Thorstensen, Sölu- turninn Múla á Suðurlandsbraut í átján ár, frá 1987 til 2006. Börn Tóta og Ernu eru Hulda, Vilma og Ágúst og barnabörnin eru sjö. Á Kanaríeyjum Tóti heldur upp á afmælið þar. Var á toppnum í handbolta og snóker Ágúst Þór Oddgeirsson er áttræður í dag S turla Kristjánsson er Dal- víkingur, fæddur á Akur- eyri 12.3. 1943. Hann lauk landsprófi frá Dalvíkur- skóla 1961, stundaði nám við MA 1961-62 og lauk kennaraprófi frá KÍ 1965. Hann lauk cand. pæd. psyk.-prófi frá Danmarks Lærer- højskole 1977 og stundaði doktorsnám í „Educational Policy“ við UBC í Van- couver 1989-93. Þá hefur Sturla al- þjóðleg réttindi sem Davis-lestrar- ráðgjafi og alþjóðleg réttindi til að stunda dáleiðslu og dáleiðslumeðferð. „Á uppvaxtarárunum var lífið fisk- ur, og fallegt á Dalvík þegar vel fisk- aðist. Á vorin reru trillurnar á víkina og Litlabryggjan iðaði af lífi. En hljómar vorsins voru aðeins forleikur stórverksins, sumarsinfóníunnar, sem slegin var á silfurstrengi hafsins. Allt var þá undirlagt, enginn var ósnortinn. Að nóttu sem degi hljómaði magn- þrunginn óður til lífsins í samflutningi íbúanna, jafnvel linnulítið svo dögum skipti. Lífið snerist um bryggjur og skúra; að stokka upp, beita, róa á trillum, vinna í fiski, á frystihúsi, á síldarplani og komast á síld. Er haustaði hvarf ungviðið á vit hins miðstýrða ríkisuppeldis. Spriklandi nýmeti vék fyrir stöðluðum dósa- og pakkamat, lífsorkan var lokuð utan dyra. Tengslaleysi skóla og umhverfis, sem raunar speglar virðingarleysi eða vanmátt skólans, kom oft hart niður á nemendum, sem engan fundu sam- nefnarann.“ Sturla var kennari við Héraðsskól- ann á Núpi 1965-69, fyrsti skólastjóri Húnavallaskóla 1969-71, forstöðu- maður Ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu skóla á Norðurlandi frá ársbyjun 1977 Sturla Kristjánsson, fyrrv. fræðslustjóri – 75 ára Innan ramma Sturla og Ingigerður með sonum sínum, Snorra og Kristjáni, og sonarsonunum Bjarna og Mána. Sturla þróar nýja að- ferð við lestrarkennslu Veiðimaðurinn Sturla á sjónum. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl. is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á „Íslendinga“ síðum Morgunblaðsins er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.