Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 13
Gersemar Handavinna Gerðar G. Óskarsdóttur, fyrrverandi fræðslustjóra
Reykjavíkur, sem hún vann á árunum 1952-1957. Fremst eru nýrri verk.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Þótt safnið geti haldið áfram að
taka á móti skólamunum í framtíð-
inni, er verkefninu lokið af hálfu
þeirra Sigrúnar og Sigrúnar. Heimt-
ur voru svo góðar að þær hættu að
geta tekið við öllum þeim munum
sem að þeim streymdu. „MARK-
MIÐIÐ var að safna eldri gripum,
fara eins langt aftur í tímann og hægt
var og fram til dagsins í dag. Þótt
verkefnið væri vissulega yfirgrips-
mikið, óraði okkur ekki fyrir því
hversu mikið það átti eftir að bólgna
út. Til að byrja með voru viðbrögðin
þó fremur dræm þegar við auglýstum
á samfélagsmiðlum, en smám saman
spurðist verkefnið út. Okkur fóru að
berast alls konar gersemar, til dæmis
munir frá textílkennurum, sem höfðu
látið af störfum, og úr dánarbúum.
Allir þessir munir eru ómetanlegir til
að varpa ljósi á þróun handavinnu-
kennaranámsins frá byrjun.“
Elsta skólahandavinnan sem
þeim áskotnaðist er prufuklútur frá
árinu 1915, en ekki er vitað úr hvaða
skóla hann er. „Prufan var til þess
gerð að nemendur lærðu ýmsar al-
gengar saumgerðir og vinnuaðferðir;
grunnatriði í handsaumi til að geta
bjargað sér,“ útskýrir Sigrún og
heldur áfram: „Gömul skóla-
handavinna er til á mörgum heimilum
og algengt að fólk viti ekkert hvað
það á að gera við hana. Sumir fleygja
henni eða afhenda Rauða krossinum
og þá er textíllinn stundum í sama
broti og honum var skilað til mats.
Margir gera engan greinarmun á
handunnu og vélsaumuðu og þekkja
ekki ýmis hugtök og heiti, sem tengj-
ast hannyrðum.“
Saumað með kappmelluspori
og kontórsting
Til gamans rifjar Sigrún upp
heiti á nokkrum saumsporum sem
kvenþjóðin þekkti prýðilega á ár-
unum áður; leggsaumur einnig
nefndur varpleggur og kont-
órstingur, flatsaumur, hexispor og
krókspor. Og síðast en ekki síst að
sauma kappmelluspor, sem líka er
talað um sem tunguspor.
„Við vildum vinna með opnum
huga og leyfa verkefninu að vísa veg-
inn og þróast. Þar sem nemenda-
vinna er aðeins brot af skólasögunni,
ákváðum við að hafa söfnunina víð-
tækari og safna auk þess verkum úr
kennaranámi og kennaranám-
skeiðum. Einnig kennsluverkefnum
og munum úr tilrauna- og þróun-
arvinnu kennara.“
Þótt þær hafi frá upphafi verið
ákveðnar í að ljúka verkinu, segja
þær að styrkurinn frá Jafnréttissjóði
Íslands hafi verið þeim mikil hvatn-
ing til að halda áfram og gera þeim
jafnframt kleift að ljúka verkinu í
haust. Þá fékk verkefnið styrk frá
Seltjarnarnesbæ, sem fólst í afnotum
af húsnæði í gamla Mýrarhúsaskól-
anum. „Án styrksins hefði verkefnið
ekki orðið að veruleika því við höfðum
hvergi samastað til að safna saman
mununum, flokka, greina og skrá,“
segja þær.
Þær eru þeirrar skoðunar að
verkefnið Söfnun skólahandavinnu í
textíl bæti við fyrirliggjandi þekkingu
á jafnréttismálum og sé mikilvægur
hluti jafnréttisumræðunnar. Í rök-
stuðningi sínum fyrir styrkveiting-
unni sögðu þær m.a.: „Til að stuðla að
jafnrétti þarf að þekkja söguna og
vita hvernig hlutirnir voru áður.“
Hlutir eins og yfirdekkt herða-
tré, rúðóttir handavinnupokar, hekl-
aðar blúndur, ísaumuð koddaver,
svuntur og matreiðslukappar svo fá-
ein dæmi séu tekin.
Matreiðslukappi og yfirdekkt herðatré Á árunum 1965-1968 prjónuðu
stelpur í barnaskólum utan um herðatré og saumuðu matreiðslukappa.
Listaverk Nemendur Melaskóla hafa frá árinu 2006 unnið út frá listaverk-
um Barböru Árnason sem prýða veggi skólans.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018
FRÍSKANDI
BRAGÐ OG
FULLT AF
HOLLUSTU
LÝSI MEÐMYNTU- OG SÍTRÓNUBRAGÐI
Lýsi með myntu- og sítrónubragði
er ný vara frá Lýsi sem innheldur
omega-3 fitusýrurnar EPA og DHA
og er þar að auki auðugt af A-, D-
og E-vítamínum.
LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR
NÝ
F
E
R
S
K
T
O
M
Y
N
T
U-
OG SÍTRÓN
U
B
R
A
G
Ð
V
E
R
T
Eins og nærri má geta voru níu til tólf ára stelpum mislagðar hendur við
sauma- og prjónaskapinn. Sumar reyndu að sleppa vel frá sínu og fengu
mæður sínar til að hlaupa undir bagga. Sigrún Guðmundsdóttir og Sigrún
L. Baldvinsdóttir kunna nokkrar sögur af slyngum stelpum í áranna rás.
Til dæmis henni Jónínu, sem enga aðstoð fékk hjá mömmu sinni. Jónínu
fannst herðatréð sem hún átti að prjóna utan um allt of langt og þar sem
hún nennti ekki að prjóna alla lengjuna sagaði hún af báðum endum. Og
mætti hróðug í tíma með allt of stutt herðatré, en yfirdekkt eins og fyrir
hana var lagt. Kennarinn ku hafa gefið henni lága einkunn.
Sigrún og Sigrún hafa haldið til haga nokkrum frásögnum kvenna af
handavinnuraunum sínum. Ein þeirra er minning Sigríðar Halldórsdóttur
í bókinni Elsku Drauma mín, sem Vigdís Grímsdóttir skráði:
„Það er gersamlega gegnsætt allan tímann minn í þeim skóla að það er
móðirin sem setið hefur við og saumað og bróderað skyldustykkin fyrir
dótturina. Það má ekki um mig spyrjast að ég sé með hófa í fingrastað.
Það má ekki um mig spyrjast að ég fullnægi ekki kröfunum. Allt kemur
fyrir ekki. Leyndarmálið er aldrei neitt leyndarmál.“
„Með hófa í fingrastað“
SLYNGAR STELPUR
Sýning á verkum japanska lista-
mannsins Yasuhiros Suzukis stendur
yfir í Borgarbókasafninu Grófinni og
lýkur 18. mars. Verk hans eru um
margt sérstök, en þau nefnast Aerial
Being og eru skúlptúrverk úr viðsjálu
lofti. Loft er óvenjulegur efniviður
þar sem tilvist þess er dregin í efa,
enda er það ósýnilegt. En í verki Su-
zukis skilur loftið eftir skugga í huga
þess sem ber það augum.
Suzuki fæddist árið 1979 í Japan.
Hann útskrifaðist frá hönnunardeild
Zokei-háskólans í Tókýó árið 2001 og
gegnir prófessorsstöðu í teikningu
og fatahönnun við Musashino-
listaháskólann. Hann sinnir jafnframt
rannsóknum við rannsóknarsetur fyr-
ir nýjustu tækni og vísindi í Tókýó.
Með því að beina sjónum að óvænt-
um uppákomum hversdagsleikans
minnir hann okkur á eigin minningar
og stuðlar þannig að aukinni sam-
kennd okkar allra. Auk þess að taka
þátt í sýningum bæði í heimalandi
sínu og utan þess fæst hann við við-
fangsefni í almenningsrými sem
hann vinnur í samstarfi við fyrirtæki
og háskóla.
Meðal helstu einkasýninga hans
má nefna Neighborhood Globe í sam-
tímalistamiðstöð Art Tower í Mito ár-
ið 2014. Hann hlaut Mainichi-
hönnunarverðlaunin 2014.
Yasuhiro Suzuki sýnir í Borgarbókasafninu Grófinni
Loft og skuggi Í verki Suzukis skilur loftið eftir skugga í huga þess sem horfir.
Skúlptúrverk úr viðsjálu lofti