Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Skildu 1 árs barn eitt eftir heima
2. Fannst látinn í bíl stjúpunnar
3. Óttinn hvarf á flugvellinum
4. Nunna í máli við Perry lést …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Á valdi aríunnar er yfirskrift Kúnst-
pásu-tónleika Íslensku óperunnar
sem fram fara í Norðurljósum Hörpu
á morgun kl. 12.15. Þar flytja Margrét
Hrafnsdóttir sópran og Hrönn Þráins-
dóttir píanóleikari aríur eftir tón-
skáld á borð við Strauss, Wagner,
Bizet og Händel. Aðgangur ókeypis.
Morgunblaðið/Hanna
Á valdi aríunnar
Önnur sæti
nefnist sýning
sem opnuð verður
í höfuðstöðvum
Arion banka,
Borgartúni 19, á
morgun kl. 17. Þar
getur að líta verð-
launatillögur arki-
tekta að þekktum
byggingum á Íslandi sem ekki var
byggt eftir. Sýningin er unnin í sam-
starfi við Önnu Dröfn Ágústsdóttur
sagnfræðing og Guðna Valberg arki-
tekt, höfunda bókarinnar Reykjavík
sem ekki varð frá árinu 2014.
Önnur sæti hjá Arion
Guðrún Dröfn Whitehead, lektor í
safnafræði, flytur erindi í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafnsins á morgun kl. 12.
Beinir hún sjónum að nýjum jað-
arsamtökum í Bretlandi sem nefnast
Punk Museology, eða pönk-safna-
fræði, sem telja nauðsynlegt að gera
róttækar breytingar á grundvall-
arstarfsemi safna og rekstrarlegum
hugsunarhætti starfsmanna með það
að markmiði að berj-
ast gegn kúgun,
misrétti, valdbeit-
ingu og öðrum
pólitískum, menn-
ingarlegum og
samfélags-
legum vanda-
málum.
Pönkast í söfnum
Á þriðjudag Austlæg átt 5-10 m/s, en 13-18 m/s allra syðst.
Stöku él sunnan- og austantil, en annars bjart að mestu. Frost 1 til
8 stig, en frostlaust syðst.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13 m/s, en heldur
hvassara suðaustantil. Víða þurrt og bjart, en skýjað með köflum
suðaustantil og stöku él. Frost yfirleitt 0 til 10 stig.
VEÐUR
Fram varð bikarmeistari í
kvennaflokki og ÍBV í
karlaflokki í Coca Cola bik-
arnum en leikið var til úr-
slita í Laugardalshöllinni á
laugardaginn. Fram, sem
burstaði Hauka í úrslita-
leiknum, varð þar með bik-
armeistari í kvennaflokki í
15. sinn og Eyjamenn, sem
höfðu betur gegn Fröm-
urum, hömpuðu bik-
armeistaratitlinum í þriðja
sinn. »4-5
Fram og ÍBV urðu
bikarmeistarar
ÍR varð um helgina bikarmeistari í
frjálsum íþróttum innanhúss eftir
æsispennandi keppni við FH í Kapla-
krika. ÍR hlaut að lokum 104 stig,
einu stigi meira en Hafnarfjarð-
arliðið. Breiðablik
varð í 3. sæti með
78 stig. ÍR varð bik-
armeistari í
kvennaflokki en FH í
karlaflokki. »6
ÍR bikarmeistari í
frjálsum íþróttum
Ásynjur Skautafélags Akureyrar eru
Íslandsmeistarar kvenna í íshokkíi
árið 2018. Þær lögðu Ynjur Skauta-
félags Akureyrar í oddaleik í
Skautahöllinni á Akureyri í gær-
kvöld. Leiknum lauk með 4:3-sigri
Ásynja en leikurinn var gríðarlega
jafn og spennandi og mátti minnstu
muna að Ynjur næðu að jafna leik-
inn undir lokin. »1
Ásynjur hömpuðu Ís-
landsmeistaratitlinum
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Með þessum degi viljum við
hvetja fólk til að klæðast þjóðbún-
ingum, sýna sig og sjá aðra,“ segir
Margrét Valdimarsdóttir, formað-
ur Heimilisiðnaðarfélags Íslands, í
samtali við Morgunblaðið og vísar
í máli sínu til þess að í gær,
sunnudag, var árlegur þjóðbún-
ingadagur haldinn hátíðlegur í
Safnahúsinu við Hverfisgötu.
Á þeim degi er fólk hvatt til að
draga fram þjóðbúninga sína og
klæðast þeim, en viðburðurinn er
einnig kjörið tækifæri fyrir þá
sem eru áhugasamir um íslenska
þjóðbúninga til að koma og sjá
fjölbreytni þeirra. Er það
Heimilisiðnaðarfélagið í samvinnu
við Þjóðdansafélag Reykjavíkur og
Þjóðminjasafn Íslands sem stend-
ur að deginum.
Í tilefni af 100 ára afmæli full-
veldis Íslands á þessu ári hefur
Heimilisiðnaðarfélagið ýtt út vör
verkefni, sem ber heitið „Út úr
skápnum – búningana í brúk“, en
þjóðbúningar voru táknmynd í
sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og
tengjast því fullveldisafmælinu
mjög.
„Við viljum því hvetja fólk sér-
staklega á þessu ári til að taka
búningana út úr skápunum og
nota þá,“ segir Margrét. „Hér á
landi er til mikið magn af þjóð-
búningum, kvenna aðallega, en
fólk notar þá ekki nógu mikið. Ná-
grannaþjóðir okkar, sérstaklega
Norðmenn og Færeyingar, nota
sína búninga hins vegar mun
meira við ýmis veisluhöld. Okkur
langar að hvetja til þess að yngri
kynslóðir noti þessa fallegu bún-
inga sem oft leynast í skápum
heima hjá afa og ömmu.“
Verðmæt og vönduð klæði
Þjóðbúningar íslenskra kvenna
eru faldbúningar, peysuföt, upp-
hlutur, skautbúningur og kyrtill.
„Búningarnir eru saumaðir úr
mjög vönduðum efnum og þetta er
oft mikill handsaumur. Það er því
mjög mikil vinna að sauma svona
búning, enda vandað vel til
verka,“ segir Margrét og bendir á
að upphluturinn skarti oft miklu
búningasilfri. Hver þjóðbúningur
getur því kostað sitt. „Einn upp-
hlutur getur auðveldlega kostað
yfir eina milljón. Mestu verðmæt-
in liggja í búningasilfrinu sem oft
er tekið af og flutt á milli þegar
gerður er nýr búningur,“ segir
hún.
Þá flutti Árni Björnsson þjóð-
háttafræðingur erindi á þjóðbún-
ingadeginum auk þess sem Þór-
arinn Már Baldursson kvað
frumsamdar rímur og félagar í
Þjóðdansafélagi Reykjavíkur stigu
nokkur spor við góðar undirtektir
þeirra sem hátíðina sóttu.
Þjóðleg hátíð í miðborginni
Hvetja fólk til
að klæðast þjóð-
búningnum oftar
Morgunblaðið/Hari
Þjóðlegar Vel var mætt á þjóðbúningadaginn í Safnahúsinu þar sem fólki gafst kostur á að sýna sig og sjá aðra.
Glæsileg Búningarnir eru úr afar vönduðu efni og skarta oft dýru skrauti.