Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum áreiðanlegur hitagjafi 10 ára ábyrgð Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta stendur í stjórnarsáttmál- anum. Ég sagði bara að við værum að fara að gera þetta. Við vorum að fjalla um stefnumótun næstu tveggja ára og mér fannst mikilvægt að þetta væri þar með. Ríkisstjórnin er alltaf að fara að setja á einhvers konar komugjöld,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram- sóknarflokksins. Í ræðu sinni á flokksþingi Fram- sóknarflokksins um helgina fjallaði Sigurður Ingi um áform um komu- gjöld hér á landi til að standa straum af auknum kostnaði vegna ferða- mannastraumsins við viðhald og uppbyggingu innviða í ferðaþjón- ustu. Eins greindi hann frá því að stefnt væri að því að tekjur af gistinátta- gjaldi færðust alfarið yfir til sveitar- félaga. „Hvenær það mun gerast ná- kvæmlega liggur ekki fyrir. Ég hef átt viðtöl við fólk á sveitarstjórn- arstiginu og þar er mikill áhugi á því að þetta gjald nýtist í uppbyggingu innviða,“ segir Sigurður Ingi. Hvað komugjöld varðar segir hann að þegar sé hafin vinna í at- vinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- inu við undirbúning. Enn sé þó margt ógert áður en frumvarp þessa efnis verði lagt fram. „Til að mynda samtal við ferðaþjónustuna. Ég mun sjálfur eiga slík samtöl á næstu vik- um.“ Sigurður Ingi, sem er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tæpti einnig á ástandi vegakerfisins og boðaði stórsókn í uppbyggingu þess. Fjármagn úr bönkunum yrði notað til að byggja upp vegakerfið. „Við erum að skoða hvort mögu- legt sé að bæta við fjármunum í vegaframkvæmdir í ár umfram það sem samþykkt var í fjárlögum. Þörf- in er svo brýn. Mönnum hefur orðið það æ ljósara á síðustu vikum hversu stórt verkefnið er. Veturinn hefur verið afleitur fyrir vegina og þeir koma illa undan vetri. Þá eykur þessi mikla umferð álagið til lengri tíma.“ Kynnt var niðurstaða vinnu menntastefnuhóps sem settur var á fót á afmæli flokksins. „Hann skilaði mjög flottri vinnu, grundvallar- stefnu flokksins í menntamálum.“ Sigurður Ingi var endurkjörinn formaður flokksins á laugardag. Hlaut hann 94 prósent atkvæða í for- mannskjörinu, eða 185 atkvæði. Lilja Alfreðsdóttir fékk 12 atkvæði. Lilja var endurkjörin varaformaður flokksins með 97 prósentum at- kvæða. „Þorum að setja mál á dagskrá“ „Þetta var einstaklega kröftugt landsþing og mikill metnaður í fólki þar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, formaður Viðreisnar, eftir landsþing flokksins sem haldið var í Reykjanesbæ um helgina. Þorgerður Katrín var endurkjörin formaður flokksins með 95,3 pró- sentum atkvæða. Þorsteinn Víg- lundsson var kjörinn varaformaður með 98,5 prósentum atkvæða. Morg- unblaðið óskaði eftir upplýsingum um hversu mörg atkvæði væru að baki þessum tölum en samkvæmt upplýsingum frá Viðreisn seint í gærkvöldi verður það ekki gefið upp. „Það sem stendur upp úr er annars vegar mannauðurinn og krafturinn í fólkinu og hins vegar að við þorum að setja mál á dagskrá sem einmitt rugga bátnum,“ segir Þorgerður. Meðal þess sem kemur fram í stjórnmálaályktun landsþingsins er að viðræðum um fulla aðild að Evr- ópusambandinu verði lokið, geng- isstöðugleiki og lægri vextir verði tryggðir með upptöku evru og af- nema eigi samkeppnishindranir á innlendum mörkuðum. Þá skuli fæð- ingarorlof lengt í 12 mánuði og fjöl- breytt dagvistun verði í boði frá 12 mánaða aldri barna. Eins verði auk- in heimild til nýtingar á séreignar- sparnaði til kaupa á húsnæði. „Það er mikilvægt að við höldum áfram að tala um hvar við erum í al- þjóðlegu samstarfi og komum festu á gjaldmiðlamálin með því að taka upp nýjan gjaldmiðil,“ segir Þorgerður sem kveðst þakklát fyrir þann stuðn- ing sem hún og Þorsteinn Víglunds- son fengu í kjöri sínu. Meira fé í vegaframkvæmdir í ár  Sigurður Ingi boðar stórsókn í vegamálum, innheimtu komugjalda af ferðamönnum og að gisti- náttagjald færist til sveitarfélaga  Viðreisn vill að viðræðum um fulla aðild að ESB verði lokið Morgunblaðið/Hari Flokksþing Sigurður Ingi var endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Hann segir að öflug málefnavinna hafi farið fram á flokksþinginu. Víkurfréttir/Hilmar Bragi Landsþing Þorgerður Katrín var endurkjörin formaður Viðreisnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.