Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Verumgáfuð ogborðum fisk Plokkfiskur - Hollur kostur tilbúinn á 5mín. Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is Hollt og fljótlegt[ ] ÁNMSG P R E N T U N .IS Samþykkt var á árlegu þjóðþingi Kína í gær að gera breytingu á stjórnarskrá til að fjarlægja tak- markanir á setu leiðtoga landsins á valdastóli. Breytingin veldur því að Xi Jinping gæti orðið leiðtogi landsins til æviloka og veitir honum stöðu á borð við þá sem Maó hafði á sínum tíma, þar sem hann hefur nánast alræðisvald til að koma stefnu sinni í efnahags- og hernaðarmálum í framkvæmd. Deng Xiaoping, umbótasinnaður leiðtogi Kínverja, hafði á níunda áratugnum reynt að vinda ofan af einræðisfyrirkomulaginu sem ríkti áður, m.a. með þeim takmörkunum sem nú voru afnumdar. Xi Jinping gæti orð- ið forseti fyrir lífstíð Kosning Xi Jinping greiðir atkvæði. KÍNA Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Fyrirhugaður fundur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Kims Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, hef- ur ekki enn verið tímasettur, en gæti að sögn Trumps orðið annað hvort al- gjörlega misheppnaður eða leitt til frábærra samninga fyrir heiminn. „Hey, hver veit hvað er að fara að gerast?“ sagði Trump um fundinn á samkomu repúblikana í Pennsylv- aníuríki sl. laugardag. Í ræðu sinni þar sagðist hann jafnframt trúa því að Norður-Kóreumenn myndu standa við yfirlýsingar um að þeir hygðust láta af tilraunum sínum með langdrægar eldflaugar og að stjórnin í Pjongjang vildi koma á friði. Ræddi ekki við ráðgjafa sína „Ég held að þeir vilji stilla til friðar. Ég held að það sé tímabært,“ sagði Trump í ræðu sinni, en ákvörðun for- setans um að þiggja boð suður-kóreskrar sendinefndar um fund með norður-kóreska leiðtog- anum er sögð hafa komið bæði fulltrúunum frá Suður-Kóreu og helstu ráðgjöfum Trumps innan Bandaríkjastjórnar verulega á óvart. Chung Eui-yong, þjóðaröryggis- ráðgjafi Suður-Kóreu, settist niður með Trump á skrifstofu hans í Hvíta húsinu og á 45 mínútna löngum fundi var boðið bæði lagt fram af suður- kóreska fulltrúanum og snarlega samþykkt af Bandaríkjaforseta, sem síðan lagði til að fréttatilkynning um fyrirhugaðan fund yrði send út sem fyrst. Ráðgjafar forsetans höfðu gert ráð fyrir því að hann myndi taka sér meiri tíma í að ræða stóra ákvörðun á borð við þessa við þá fyrst og íhuga málið örlítið. Í umfjöllun New York Times um málið kemur fram að varn- armálaráðherrann Jim Mattis og H.R. McMaster, þjóðarörygg- isráðgjafi forsetans, hefðu báðir var- að forsetann við að taka ákvörðun sem þessa í snarhasti, þar sem henni fylgdi áhætta og mögulegir ókostir. Forsetanum varð þó ekki hnikað og leiddi það til þess að leiðtogar í bandaríska þinginu auk æðstu emb- ættismanna í Pentagon og utanríkis- þjónustu Bandaríkjanna heyrðu fyrst af þessum stórtíðindum um fyrirhug- aðan fund leiðtoganna tveggja er Chung Eui-yong birtist í beinni út- sendingu á hlaði Hvíta hússins og til- kynnti að Trump hefði þegið boðið. Þykir stjórnmálarýnum New York Times þetta vera enn eitt dæmið um að þegar aðrir sjái tilefni til þess að hægja örlítið á sér og nálgast hlutina af varúð, gefi Bandaríkjaforseti ein- faldlega allt í botn og láti venjur og hefðir um samskipti ríkja í alþjóða- samfélaginu sig litlu skipta. Hvort að- ferðir hans beri árangur eigi eftir að koma í ljós. Ákvörðun um veigamikinn leiðtogafund tekin í flýti  Trump ræddi ekki við ráðgjafa sína um boðið  Kom öllum í opna skjöldu AFP Óútreiknanlegur Trump er ekki mikið fyrir það að fylgja hefðum og venjum er kemur að milliríkjasamskiptum. Ákvörðun um að þiggja boð um fund með Kim Jong-un var tekin án aðkomu helstu ráðgjafa forsetans. Fundur Sendinefnd frá Suður-Kóreu greindi frá því að Trump þæði boðið. Rússar gerðu í gær tilraun með eld- flaug sem flogið getur á tíföldum hljóðhraða, en hún er úr safni nýrra vopna sem Vladimír Pútín Rúss- landsforseti kynnti í byrjun mán- aðarins. Er flaugin sögð „ósigrandi“. Frá þessu segir á vef Breska ríkis- útvarpsins og AFP-fréttastofunnar. Pútín kallaði eldflaugina „hið full- komna vopn“, en hún á að geta borið kjarnaodd og komist í gegnum loft- varnakerfi óvinarins. Eldflauginni, sem hefur verið gef- ið nafnið Kinzhal, eða Rýtingur, var skotið frá hljóðfrárri MiG-31 her- þotu sem hóf sig á loft frá flugvelli í suðvesturhluta Rússlands, að sögn rússneska forsætisráðuneytisins. Stjórnvöld í Rússlandi birtu mynd- band af þotunni að taka á loft og skjóta flauginni. Þau segja tilraun- ina hafa gengið samkvæmt áætlun og að flaugin hafi hitt skotmark sitt. Pútín kynnti nýja vopnasafnið í ávarpi sem hann flutti til þjóðar- innar, en 18. mars næstkomandi eru forsetakosningar í Rússlandi sem hann er talinn öruggur með að vinna. Að sögn forsetans hófst vinna við að koma flaugunum fyrir í sunnan- verðu Rússlandi 1. desember síðast- liðinn og segir varnarmálaráðu- neytið 250 flugæfingar hafa farið fram frá áramótum til að styrkja varnir landsins. AFP Aðdragandi kosninga Pútín er talinn vera sigurstranglegur en hann hefur verið að kynna nýtt safn „ósigrandi“ vopna og styrkja varnir í suðri. Rússneski herinn prófar nýjan „rýting“ Um 500 gestum kráa og veit- ingastaða í Salisbury hefur verið sagt að þrífa eigur sín- ar eftir að leifar af taugagasi fundust á kránni Mill og veitingastaðnum Zizzi við rannsókn á morðtilræðinu við fyrrv. njósn- arann Sergei Skripal og Juliu dótt- ur hans. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá. Hættan er talin lítil, en öllum sem sóttu staðina eftir kl. hálftvö sunnu- daginn 4. mars hefur verið ráðlagt að þrífa eigur sínar. Enginn gesta er talinn í bráðri hættu en mögu- leiki er á að snerting við eitrið geti valdið heilsubresti til lengri tíma. 500 manns sagt að þrífa eigur sínar BRETLAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.