Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. TENERIFE 14.mars í 10 nætur & 15. mars í 9 nætur ÁÐUR KR. 79.900 NÚ KR. 39.950FL UG SÆ TI 2FYRIR1 áflugsæti m/gistingu FY RI R2 1 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Miklar launahækkanir eru óraun- hæfar í íslenskri ferðaþjónustu. Það hefur enda hægt á vexti greinarinn- ar samhliða því sem launakostn- aður er orðinn hár í alþjóðlegu samhengi. Þetta er mat Ólafs Torfasonar, stjórnarfor- manns Íslands- hótela, stærstu hótelkeðju lands- ins. Hann segir nýtt skeið hægari vaxtar runnið upp í íslenskri ferðaþjónustu. Verð- mætasköpun muni því ekki aukast jafn mikið og undanfarin ár. Fyrir vikið muni fjárfesting væntanlega dragast saman. „Það er þegar farið að hægja á vextinum og er áskorunin í dag að viðhalda góðri stöðu. Það er ekki sjálfgefið að það takist,“ segir Ólaf- ur. Beita á mikilli hörku Tilefnið er meðal annars yfirlýs- ingar nýrra verkalýðsforingja um að láglaunafólk hafi setið eftir. Leiðrétta þurfi kjör þessara hópa og hækka launin mikið. „Maður heyrir tóninn í nýja for- ystufólkinu. Það á að beita öllum til- tækum ráðum til að ná fram betri kjörum og hærri launum. Auðvitað hefur maður áhyggjur af því ef langt verður gengið í þessum efn- um. Það væri ekki gott að fá það of- an í hátt gengi krónunnar og mögu- lega hækkun á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu. Ef verðbólgan fer af stað [vegna launahækkana] fellur gengi krónunnar. Við þekkjum það öll,“ segir Ólafur. Miklar launahækkanir kjararáðs séu óheppilegar. Það sama gildi um tuga prósenta launahækkanir ein- hverra forstjóra. „Um er að ræða fámennan hóp í stóru myndinni sem veldur því að aðrir hópar telja sig hafa setið eftir,“ segir Ólafur. Útvista ræstingu Alls 17 hótel eru í keðju Íslands- hótela og eru starfsmennirnir yfir 1.100 um háannatímann. Ólafur segir laun starfsmanna hafa hækkað verulega hjá Íslands- hótelum síðustu misseri. Önnur hótel glími við sama vanda. Dæmi séu um að hótelkeðjur á Íslandi hafi útvistað ræstingu til að bregðast við hækkandi launakostnaði. Íslands- hótel hafi ekki gripið til slíkra ráða. „Laun starfsmanna okkar hafa hækkað. Þar koma til samnings- bundnar hækkanir og launaskrið. Afkoma ferðaþjónustunnar í heild á árinu 2017 er ekki eins góð og hún var 2016 og skýrist það einkum af sterkara gengi og umræddum launahækkunum,“ segir Ólafur. Lítið svigrúm fyrir launahækkun  Stjórnarformaður Íslandshótela telur kröfur nýrra verkalýðsforingja óraunhæfar  Hægt hafi á vextinum í ferðaþjónustunni  Önnur hótel útvisti ræstingu vegna hækkandi launakostnaðar Ólafur Torfason Morgunblaðið/Árni Sæberg Ný staða Afkoma ferðaþjónustunnar á Íslandi var lakari í fyrra en árið 2016. Fólki sem fer í offituaðgerðir fjölgar en slíkar aðgerðir eru dýrar og ekki hættulausar, tvö dauðsföll hafa orðið á árinu í kjölfar slíkra aðgerða á einkastofu. Aðgerðin sjálf er bara brot af ferlinu, mestu skiptir eftir- meðferðin og að sjúklingur sé vel undirbúinn. Lífsgæði og -líkur geta aukist verulega ef sjúklingurinn fær góðan stuðning frá þeim sem fram- kvæmir aðgerðina og ef ekki koma upp fylgikvillar. Þeir eru óalgengir en geta verið mjög alvarlegir. Töluverð bið er eftir aðgerð á Landspítalanum en styttri á einka- stofum og sumir fara til útlanda. Kostnaður við aðgerð á eigin vegum fellur alfarið á sjúklinginn, en komi upp fylgikvillar fellur sjúkra- húskostnaður á samfélagið. Læknar í Noregi og Svíþjóð bera ábyrgð á slíkum kostnaði þarlendis og bjóða því góða aðstöðu til meðhöndlunar fylgikvilla. Ítarleg umfjöllun er um málið á mbl.is. guna@mbl.is Tveir dánir eftir offitu- aðgerð í ár  Offituaðgerðir eru ekki hættulausar Laufey Guðmundsdóttir bóndi var á leið til vinnu í íshellunum í gærmorg- un þegar þessi grjóthnullungur varð á vegi hennar á þjóðvegi 1 við Slétta- leiti, skammt frá Hala í Suðursveit. „Hann bara stóð þarna á miðjum veginum, það var ekkert annað grjóthrun þarna. Steinninn var flott- ur, en þetta var mjög vondur staður og aðkoman úr beygju svo þetta hefði getað verið hættulegt,“ segir Laufey í samtali við Morgunblaðið. Hún gerði Vegagerðinni viðvart og sagði þá hafa verið mjög snögga á staðinn. „Maður er vanur stóru grjóti en ekki á þessum stað,“ segir Þorleifur Olsen hjá Vegagerðinni á Höfn. Að hans sögn gekk vel að ná grjótinu af veginum með hjálp traktorsgröfu. Tilkynningin barst upp úr kl. átta en tíma tók að fá gröfuna á staðinn. „Það var að byrja traffík en það var vel fært framhjá steininum og ég setti merki við hann. Hann er stór og mikill og það er bara heppni að eng- inn varð fyrir honum.“ thorgerdur@mbl.is Stórgrýti hafnaði á miðjum þjóðvegi í Suðursveit Ljósmynd/Laufey Guðmundsdóttir Vegagerðin fjarlægði grjótið fljótt Þorgerður Anna Gunnarsdóttir thorgerdur@mbl.is „Þetta kemur ekki á óvart og við væntum samstarfs við að rýna þenn- an möguleika,“ segir Helga Árnadótt- ir, framkvæmdastjóri Samtaka ferða- þjónustunnar, um ummæli samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra, Sigurðar Inga Jóhannssonar, á flokksþingi Framsóknarflokksins, þess efnis að ríkisstjórnin hyggist leggja á komugjöld hér á landi. „Þetta er í samræmi við það sem kemur fram í Stjórnarsáttmálanum, þar segir að ríkisstjórnin ætli að skoða gjaldtökumöguleika eins og komugjöld í samstarfi við greinina. Við væntum þess því að eiga við þau gott samstarf, en komugjöld eru auð- vitað eitthvað sem við höfum skoðað áður og á þeim eru ákveðnir ann- markar,“ segir Helga, og nefnir þar meðal annars að einnig þurfi að leggja komugjöld á innanlandsflug. Þá sé Ís- land í Schengen og hafi skrifað undir ýmiskonar alþjóðlegar skuldbinding- ar sem takmarki möguleika. „Svo þarf að skoða samkeppnis- stöðu áfangastaðarins og eins hver stefna stjórnvalda á að vera hvað varðar það að gera Keflavík að alþjóð- legri tengimiðstöð.“ Helga segir Samtök ferðaþjónust- unnar hér eftir og hingað til hafa ver- ið tilbúin að skoða hlutina í góðu sam- starfi við stjórnvöld. Hún leggur hvað helst áherslu á ólíka samkeppnisstöðu landsins yfir sumar- og vetrartímann. „Við erum auðvitað ennþá að byggja upp áfangastaðinn Ísland yfir vetrar- mánuðina og það verður að horfa til þess í hvaða samkeppnisumhverfi við erum á hverjum tímapunkti og meta stöðuna út frá því.“ Hún segir greinina skila verulegum tekjum í ríkissjóð og að tryggja þurfi að þær haldi áfram að skila sér. „Það er mikilvægt að horfa til stöðu grein- arinnar og samkeppnishæfni hennar hverju sinni þannig að við tryggjum þátt ferðaþjónustunnar í hagsæld þjóðarinnar til langs tíma.“ Ferðaþjónustan væntir samstarfs um komugjöld  Mikilvægt sé að skoða samkeppnisstöðu yfir vetrartímann Morgunblaðið/Ómar Flugstöð Margir ferðast hingað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.