Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú sýnir öðrum samstarfsvilja
muntu koma ótrúlega miklu í verk. Þú ert
fundvís á réttu orðin og átt auðvelt með að
vinna hlustendur á þitt band.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú virðist upptekinn af eignum þínum
og fjármálum í dag. Veltu frekar vandamál-
unum fyrir þér og flýttu þér hægt í leit að
lausn þeirra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki er allt sem sýnist og leiðin að
hamingjuríku lífi er oft þyrnum stráð. Þú átt
erfitt með að einbeita þér að hlutunum í dag
og ættir því að fara þér hægt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er farsælla að velta hlutunum
fyrir sér en að bregðast strax við. Annars
nærðu ekki árangri og verður ekki hamingju-
samur.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Reyndu að hressa upp á hugsanagang-
inn sem er þarft en ekki létt verk. Jákvæðni
þín og heillandi framkoma gera það að verk-
um að fólk vill gjarnan hjálpa þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Rétta leiðin til að ráða fram úr verk-
efnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Síð-
an er að ganga skipulega til verks og klára
hvern hlutinn á fætur öðrum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Hlúðu vel að makanum og þú færð það
margfalt til baka. Saman getið þið sigrað
heiminn. Hvernig sem þú ferð með peninga í
dag muntu njóta góðs af því til langframa.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver dýrðarljómi virðist um-
lykja þig í dag. Reyndu að hafa heildarsýn, því
þótt smáatriðin séu þarna skipta þau litlu
sem engu máli þegar til kastanna kemur.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Leti og vellíðan eru lykilorð dags-
ins. Þú ert eitthvað óráðinn og veist ekki í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Fáðu sköp-
unarþörf þinni fullnægt.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Allt mun taka lengri tíma í dag en
þú gerir ráð fyrir, jafnvel þótt þú takir mið af
þessari stjörnuspá. Vertu óhræddur við að
íhuga nýstárlegar lausnir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Haltu þínu striki með áætlanir um
að færa út kvíarnar heima fyrir. Þú átt ein-
staklega auðvelt með að koma auga á máls-
atriði sem öðrum virðast hulin.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú hefur mikinn áhuga á framandi
löndum og mikla þörf til þess að ferðast.
Smávegis fyrirhyggja tryggir þægilegt ferða-
lag síðar.
Ólafur Stefánsson birtir á Leir„skrýtnar vísur og skemmti-
legar“ sem ég freistast til að taka
upp meðan rúm endist. Sú fyrsta
eftir Þorleif ríka á Háeyri:
Lífið manns er leiðindi,
lunti, böl og andstreymi,
allra mesti óþarfi
sem ekki svarar kostnaði.
Fleira um lífið og tilgangsleysi
þess: „Sjálfsævisaga“ Mála-Davíðs
Jónssonar:
Lifði frítt en lítið sló,
leigði part úr skoti,
reykti tóbak, drakk og dó
Davíð í Bakkakoti.
Guðmundi Torfasyni séra, á
Torfastöðum og víðar, var tamt að
nefna Satan í vísum sínum. Hjörtur
var hreppstjórinn:
Kominn er ég kotið í,
kalla ég rudd sé gatan.
Hjörtur gat ei hamlað því,
Hafliði né Satan.
Bólu-Hjálmar var ekki alltaf kar-
lægt gamalmenni:
Í staðinn fyrir milda mær
missta burt af dýnu,
spakar lýs og léttar flær
lúra í skauti mínu.
Gömul vísa frá biskupssetrinu á
Hólum:
Hálfdán kembdi í holunni,
húsfreyjan var að spinna,
biskupinn svaf í sænginni.
Sitt hefur hver að vinna.
Ljósavatnssystur, Rut og Júdit,
voru þrátt fyrir Biblíunöfn ill-
skældnar og orðljótar:
Fyrir þessar bögur brátt
borguninni flýti,
óvæginn á allan hátt,
Andskotinn í Víti.
Árni á Stóra-Hamri hugsaði ráð
sitt vandlega og komst að skyn-
samlegri niðurstöðu:
Fyrir mér liggja forlög mörg
og fleiri gleði en drekka vín,
ef að þessi Ingibjörg
á að verða konan mín.
Jón Árnason á Víðimýri var vinur
og granni Bólu-Hjálmars og hafði
ekki ólíka sýn á lífið:
Flest er orðið mér til meins
mín er gleði böguð.
Krosstrén bregðast alveg eins
og öðruvísi löguð.
Sigvaldi Skagfirðingaskáld ber
sig illa undan konunni Þóru:
Þóra klagar margoft mig
mælsku jagar strengi,
en að laga sjálfa sig
sú mun draga lengi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vel ort
„ER ÞAÐ EKKI SATT, AÐ ÞÚ SAMÞYKKTIR
EINUNGIS AÐ BERA VITNI EFTIR AÐ ÞÉR
VAR LOFAÐ KEXKÖKU?“
„ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞETTA VÆRI
HUNDAMYND!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að taka til hendinni
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Í DAG ER DAGURINN ÞAR
SEM ALLT MUN GANGA
UPP!
BOLLINN MINN ER
FULLUR AF BEIKONFEITI
EN EKKI KAFFI
KANNSKI Á
MORGUN
HVERNIG LÍÐUR ÞÉR
MEÐ AÐ HEIMSÆKJA
MÖMMU MÍNA!?
ÉG MYNDI FREKAR TAKA
Í SPAÐANN Á SJÁLFUM
ANDSKOTANUM!
LÁTTU EKKI SVONA! VIÐ GETUM HEIMSÓTT
RAGNAR FRÆNDA ÞINN HVENÆR SEM ER!
12. mars, dagur þegar ýmislegt hef-ur borið til tíðinda eins og sjá má
þegar Morgunblaðinu frá fyrri árum
er flett. Áhugaverðar heimildir um
hvernig lífinu í landinu er farið með-
al þessarar undarlegu þjóðar.
x x x
1966. Bjartar vonir um að friður séað komast á innan verkalýðs-
hreyfingarinnar, sagði Hannibal
Valdimarsson, forseti ASÍ. Varað við
pólitískri togstreitu í baráttu launa-
fólks. Merkilega líkt umræðu nú í
tengslum við kosningar í Eflingu.
x x x
1978. Greint var frá hugmyndumSeðlabankans um að skera tvö
núll aftan af hverri mynteiningu,
þannig að þúsund krónur yrðu tíu og
200 krónur túkall. Þetta var síðan
gert í byrjun árs 1981.
x x x
1983. Pistlar fréttaritara Ríkis-útvarpsins krufnir til mergjar;
fréttir Helga Péturssonar um hana-
stélskokteila í bandaríska utanríkis-
ráðuneytinu. „Og Eiríkur Jónsson í
Kaupmannahöfn er búinn að senda
marga fréttapistla síðustu mánuði
sem fjalla um … stöðugt minnkandi
tekjur danskra gleðikvenna.“
x x x
1997. Vikartindur er við það aðbrotna í tvennt og verður að öll-
um líkindum dæmdur ónýtur, sagði
Mogginn. Þvergirðingsháttur skip-
stjórans kom í veg fyrir að hjálp
væri veitt og risaskip rak á land.
x x x
2005. Verðstríð milli Bónuss ogKrónunnar, þar sem átakalínan
snerist um að mjólkin væri sem
ódýrust. Lítrinn kostaði 52 krónur.
Munur á hæsta og lægsta verði gulra
melóna var 2.280%.
x x x
2008. Efnahagsþrengingar látakræla á sér. „Kann að verða
mesta kreppa í aldarfjórðung,“ sagði
í forsíðufrétt. Öldur kreppunnar
brotnuðu svo á Íslandsströndum fá-
einum mánuðum síðar og af hlutust
eintóm vandræði, svo ekki sé dýpra í
árinni tekið. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að hvar sem tveir eða þrír eru
saman komnir í mínu nafni þar er ég
mitt á meðal þeirra.
(Matt: 18.20)