Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
Nú fástS s vinnuföt í
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Menntamálastofnun skoðar nú að
rifta samningi við þjónustuaðilann
Assessment Systems eftir endur-
tekin mistök við framkvæmd sam-
ræmdra prófa í síðustu viku. Ríflega
fjögur þúsund ungmenni í níunda
bekk máttu þola það að prófinu var
frestað í tvö skipti af þremur.
„Við lítum málið mjög alvarlegum
augum. Þessi þjónusta brást þegar
mestu skipti,“ segir Arnór Guð-
mundsson, forstjóri Menntamála-
stofnunar. „Við munum skoða alvar-
lega að rifta samningnum og rétt
okkar til skaðabóta.“
Hann segir að Menntamálastofn-
un þurfi að skoða stöðu sína vel til
að ná rétti sínum fram. „Lögfræð-
ingur okkar er að fara yfir samn-
inga við þetta fyrirtæki. Það mun
taka smá tíma að fara yfir þá svo við
sjáum hvaða rétt við höfum varð-
andi riftun samningsins og skaða-
bætur.“
Forráðamenn Assessment Sys-
tems sendu frá sér yfirlýsingu eftir
að kerfi fyrirtækisins hrundi í annað
sinn á föstudag. „Við biðjum
Menntamálastofnun og nemendur á
Íslandi afsökunar á að hafa brugðist
trúnaði þeirra og á þeim vandkvæð-
um sem þetta hefur valdið,“ sagði í
yfirlýsingunni. „Komið hefur í ljós
að vandann má rekja til skjámyndar
sem notuð er til auðkennisstaðfest-
ingar og var tekin upp á þessu ári.
Við vinnum nú að því að leysa úr
þessum vandamálum í mjög nánu
samstarfi við Menntamálastofnun.“
Sérfræðingar Menntamálastofn-
unar og mennta- og menningar-
málaráðuneytisins hafa um helgina
skoðað lagalegar og próffræðilegar
hliðar málsins, að því er fram kemur
í tilkynningu frá ráðuneytinu, og
verður niðurstaða þeirrar vinnu
lögð fram fyrir fund ráðherra með
hagsmunaaðilum á miðvikudaginn.
Að honum loknum verður kynnt til
hvaða ráðstafana verði gripið varð-
andi samræmdu prófin; hvort þau
verði lögð fyrir að nýju eða felld nið-
ur.
„Það er skylda okkar að bregðast
hratt við og sýna nemendum og fjöl-
skyldum þeirra þá virðingu sem þau
eiga skilið. Nú þegar hafa ýmsar
leiðir verið ræddar og á næstu dög-
um munum við greina ítarlega kosti
og galla hverrar fyrir sig, svo fund-
urinn á miðvikudaginn verði skil-
virkur og markviss. Þar ætlum við
að kafa djúpt í málið og komast að
endanlegri niðurstöðu. Við munum
horfa til ýmissa þátta, ekki síst sjón-
armiða nemenda og kennara, og
hvernig jafnræði milli nemenda
verði best tryggt,“ segir Lilja Al-
freðsdóttir, mennta- og menningar-
málaráðherra.
Arnór Guðmundsson hefur verið
boðaður á fund allsherjar- og menn-
ingarmálanefndar Alþingis vegna
málsins í dag. „Við höfum tekið
saman gögn vegna málsins og mun-
um leggja þau fram á fundinum,“
segir Arnór.
Íhuga að rifta
samningnum
Menntamálastofnun skoðar stöðuna
Arnór
Guðmundsson
Lilja
Alfreðsdóttir
Morgunblaðið/Hari
Skólamál Ákveðið verður síðar í vikunni hvernig samræmdum prófum
verður háttað eftir að tveimur prófum var frestað í síðustu viku.
B-listinn hélt fund með félags-
mönnum Eflingar í gær. Sólveig
Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formað-
ur Eflingar, segir hann fyrsta fund-
inn af mörgum þar sem fram fari
opið lýðræðislegt spjall meðal fé-
lagsmanna. Fundurinn var óform-
legur og hugsaður til þess að
mynda tengsl við félagsmenn.
„Við sjáum fyrir okkur að í fram-
haldi verði fleiri fundir þar sem fer
fram markvissari vinna þar sem
fólk segir okkur hverjar væntingar
þess séu, þegar kemur að kjara-
samningum og slíku,“ segir Sól-
veig. Þegar kröfur félagsins verði
mótaðar verði búið að fara ræki-
lega yfir hvað félagsmenn setji í
forgang.
„Við meintum innilega það sem
við sögðum í þessari kosningabar-
áttu. Löngun okkar til að lýðræðis-
væða og virkja grasrót félagsins er
raunveruleg,“ segir hún.
Sólveig tekur við formennsku á
aðalfundi Eflingar í lok apríl. Hún
fer á fund Sigurðar Bessasonar,
sitjandi formanns Eflingar, í vik-
unni. Aðspurð segist hún spennt
fyrir fundinum. olofr@mbl.is
Sólveig Anna hitti félagsmenn á spjallfundi
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Talsvert hefur snjóað til fjalla í élja-
gangi síðustu vikuna á Vestfjörðum,
Norðurlandi og Austfjörðum. Veð-
urstofa Íslands varar við snjóflóðum
á norðanverðum Vestfjörðum, Aust-
fjörðum og á utanverðum Trölla-
skaga. Hættan er talin mest í fjall-
lendi á Tröllaskaga og uppfærði í
gær ofanflóðadeild Veðurstofu Ís-
lands hættuspá sína úr appelsínu-
gulri upp í rauða vegna hættu á
snjóflóðum á svæðinu. Ekki er talin
hætta á snjóflóðum í byggð.
Á svæðinu hafa fallið mörg snjó-
flóð á undanförnum dögum, flest af
náttúrulegum orsökum, en einnig
hafa farið af stað nokkur flóð af
mannavöldum. Harpa Grímsdóttir,
fagstjóri ofanflóða hjá Veðurstofu
Íslands, segir að aðstæðurnar á
Tröllaskaga séu sérstaklega var-
hugaverðar þar sem fjallatímabilið
stendur nú sem hæst og svæðið í
kringum Siglufjörð, Ólafsfjörð og
Dalvík einkar vinsælt til útivistar
meðal vélsleða- og skíðamanna og
göngugarpa. Veikleiki er í snjónum
á milli eldri laga og nýrri, og er
hann vís til að valda nýjum flóðum.
„Snjóflóðaspáin í fjalllendi er
gerð fyrst og fremst með ferðafólk í
fjalllendi í huga, bæði vegna flóða af
mannavöldum og náttúrulegra,“
segir Harpa í samtali við Morgun-
blaðið. „Ef menn ætla að ferðast á
þessum slóðum verða þeir að hafa
kunnáttu til að ferðast við þessar
aðstæður, vera vel útbúnir með
snjóflóðaýlu, skóflu og stöng og
vanda leiðarvalið. Það er öruggast
að halda sig við minna brattar hlíð-
ar, undir 30 gráðunum,“ segir
Harpa.
Hún segir að farið verði aftur yfir
hættuspána í dag og átti allt eins
von á að hún yrði lækkuð fljótlega
aftur niður í appelsínugula viðvörun
þegar hættan er gengin niður.
„Við fylgjumst áfram náið með,
það er spáð köldu veðri svo það er
ekki víst hvort þetta verður stabílt
strax,“ segir hún. Á Austfjörðum
hefur bætt í snjóinn, en Harpa segir
ekki eins marga nýta svæðið til úti-
vistar og eins virðist sem snjórinn
þar sé stöðugri en fyrir norðan. Þó
beri fólki að fara varlega.
Snjóflóðahætta víða um land
Nokkur hætta
Töluverð hætta
Mikil hætta
Ísafjörður Siglufjörður
Egilsstaðir
Mikil snjóflóðahætta í
fjalllendi á Tröllaskaga
Sérstök hætta því snjóflóðasvæðin eru vinsæl til útivistar