Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 23
og fræðslustjóri Norðurlands- umdæmis eystra 1978-87. Sturla var skólastjóri Þelamerkur- skóla 1981-83; starfaði á vegum menntamálaráðuneytisins og KHÍ 1987-88 að undirbúningi kennara- menntunar á Akureyri sem væri eink- um sniðin að þörfum skóla í dreifbýli og kenndi uppeldisgreinar við VMA 1988-89. Sturla hefur stundað sálfræðistörf og námsráðgjöf bæði hér heima og í Danmörku frá 1993, er meðeigandi í Lesblind.is og hefur rekið eigin stofu, Les.is, í Reykjavík frá 2004. Seinni árin hefur hann einbeitt sér að málefnum bráðgerra barna, barna með ADD/ADHD og lesblindra. Hann telur að sértæk vandamál í skóla stafi helst af einhæfum kennsluháttum og staðlaðri skipan sem ekki taki nægilegt tillit til mis- munandi þroska, áhugasviða og vinnulags nemenda. Sturla hefur setið í fjölda nefnda og starfshópa á vegum ríkis og/eða sveit- arfélaga og fagfélaga um skóla- og uppeldismál, skrifað skýrslur og greinargerðir, kennt á námskeiðum og flutt erindi um faglega og rekstrarlega þætti skólamála. Þá hefur hann skrif- að fjölda greina í blöð og tímarit um menntakerfi og menntamál. Í seinni tíð hefur Sturla einbeitt sér að þróun aðferðar til lestrar- kennslu sem tryggja muni lesskiln- ing nemenda og fyrirbyggja les- blindu. Þróunarverkefnið nefnir hann „Sól í sinni“ og er það að nálg- ast framkvæmdastig. Fjölskylda Eiginkona Sturlu er Ingigerður G. Snorradóttir, f. 1.2. 1946, bókari. Hún er dóttir Snorra Arngrímssonar, f. 17.3. 1908, d. 9.2. 1981, og Kristínar A. Júlíusdóttur, f. 9.4. 1917, d. 16.2. 1999. Börn Sturlu og Ingigerðar eru: 1) Snorri, f. 4.2. 1967, fréttamaður, bú- settur í Hafnarfirði en dætur hans og Maríu Sveinsdóttur eru Sara Líf, f. 1990, og Inga Rún, f. 1996, og 2) Krist- ján, f. 9.2. 1980, ráðgjafi hjá Símey á Akureyri en kona hans er Elva Gunn- laugsdóttir og eru synir þeirra Bjarmi, f. 2007, og Máni, f. 2011. Bræður Sturlu: Sighvatur, f. 8.7. 1949, d. 25.9. 2004, vélstjóri á Dalvík, og Gissur, f. 18.6. 1960, starfsmaður hjá Olíudreifingu, búsettur í Reykja- vík. Foreldrar Sturlu voru Kristján Eld- járn Thorarensen Jónsson, f. 14.9. 1917, d. 22.6. 1975, skipstjóri á Dalvík, og Kristín Sigríður Jónsdóttir, f. 6.11. 1919, d. 16.7. 2002, húsfreyja. Sturla Kristjánsson Ólína Guðrún Jóhannsdóttir húsfr. á Dalvík Ágúst Gíslason frá Auðnum verkam. á Dalvík Sigurbjörg Ágústsdóttir húsfr. á Dalvík Jón Arngrímsson útgerðarm. á Dalvík Kristín Sigríður Jónsdóttir húsfr. á Dalvík Ingigerður Sigfúsdóttir húsfr. í Jarðbrúargerði og á Vegamótum á Dalvík óhannes Jónsson skipstj. á Dalvík JAnna BaldvinaJóhannesdóttir fyrrv. skólastjóri á Dalvík Dr. Jóhann Axelsson prófessor við HÍ Axel Jóhannsson skipstjóri og fisktmatsm. á Siglufirði og í Rvík Siguhjörtur Jóhannesson b. á Urðum Þórunn Sigurhjartardóttir húsfr. á Akureyri Pálmi Pétursson kennari í Rvík Sigrún Sigurhjartardóttir húsfr. á Tjörn í Svarfaðardal Kristján Eldjárn forseti Íslands ArnfríðurAnna Sigurhjartardóttir húsfr. á Hofi í Svarfaðardal Gísli Jónsson íslenskukennari við MA Þorvaldur Jónsson banka- gjaldkeri og krifstofum. á Akureyri Snjólaug Baldvins- dóttir húsfr. í Kanada og á Akureyris órlaug Þ. estmann húsfr. á Akureyri Þ V Már Vestmann Magnússon sálfr. í Rvík Arngrímur Jónsson b. og sjóm. í Jarðbrúargerði í Svarfaðardal Sólveig Jónsdóttir húsfr. á Þorleifsstöðum Sigurður Jónsson b. á Göngustöðum í Svarfaðardal Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólam. Fjölbrautaskóla Mosfellsbæjar Karla Jónsdóttir húsfr. í Rvík Sigríður Loftsdóttir húsfr. á Akureyri Loftur Baldvinsson b. á Böggvis- stöðum Valgerður Magnúsdóttir sálfr. í Rvík Þóra Baldvinsdóttir húsfr. í Sauðanesi Jóhann Gunnlaugsson skipstj. í Sauðanesi Baldvina Gunnlaug Jóhannsdóttir húsfr. í Sauðanesi Jón Jóhannesson b. í Sauðanesi Hólmfríður Ingibjörg Jónsdóttir húsfr. á Upsum Jóhannes Jóhannesson b. á Upsum á Upsaströnd Úr frændgarði Sturlu Kristjánssonar Kristján Eldjárn Thorarensen Jónsson skipstj. á Dalvík Guðlaug Baldvinsdóttir jósmóðir á Ytrahvarfi í Svarfaðardal l Jórunn óhannsdóttir húsfr. á Dalvík J Kristín Tryggva- dóttir fyrrv. skólastj. í Rvík Jóhann Þorvaldsson skólastj. á Siglufirði Þorvaldur Baldvinsson b. á Tungufelli í Svarfaðardal Guðjón Baldvinsson stúdent og kennari á Ísafirði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Hraðþrif á meðan þú bíður Hraðþrif opin virka daga frá 8-18, um helgar frá 10-17. Engar tímapantanir. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Verð frá 4.300,- (fólksbíll) Bíllinn er þrifinn létt að innan á u.þ.b. 10 mínútum. 90 ára Kristrún Guðmundsdóttir 85 ára Ingimunda Ólöf Sigurðard. Jóhann M. Þorvaldsson Sigtryggur Kristjánsson Stefán Bragi Einarsson Valdimar Sigfús Helgason 80 ára Ágúst Þór Oddgeirsson Bragi Björnsson Gísli S. Hafliðason Guðbjörg Pálína Sveinsd. Kolbeinn Sæmundsson Ragnheiður Þorsteinsdóttir Þórhallur Hermannsson 75 ára Bragi Ólafsson Guðfinna Guðnadóttir Hallfríður Elíasdóttir Jóhann Purkhús Ragnheiður Skúladóttir Sturla Kristjánsson 70 ára Ari Arthursson Eysteinn Gunnarsson Hulda Gerður Jónsdóttir Jón Baldvin Georgsson Kristín Þorsteinsdóttir Margrét Markúsdóttir Pétur H. Pétursson Richard Ericson Lavelle Rósbjörg Halldóra Jónasd. Salmann Kristjánsson Sigrún Einarsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson Steinþór Diljar Kristjánsson Sveinn Árnason Þorsteinn Aðalsteinsson 60 ára Elísabet Gunnarsdóttir Jónína G. Hlíðb. Óskarsd. Konráð Jóhannsson Marcelo Luis A. Arias Osvör Jonna S. Oscarsd. Sigrún Harpa Guðnadóttir Sigurður Valur Sverrisson Stefanía Huld Gylfadóttir Steinar Tómasson 50 ára Alda Guðmundsdóttir Berglind Magnúsdóttir Berglind Ósk Guðmundsd. Finnbogi Hilmarsson Guðrún Kristinsdóttir Halldór Líndal Jósafatsson Helga M. Bergsteinsdóttir Hildur Margrétardóttir Til hamingju með daginn 40 ára Freyja er úr Hvera- gerði en býr í Kópavogi. Hún er lífeindafræðingur á sýklafræðideild Landspít- alans. Maki: Jón Sigfússon, f. 1975, þjónustufulltrúi hjá Bernhard. Börn: Vilbergur Karl, f. 2009, Þórarna Vala, f. 2012, og Valur Sigfús, f. 2016. Foreldrar: Valur Snorrason, f. 1934, og Helga Sigurjóns- dóttir, f. 1943, d. 2014. Freyja Valsdóttir 40 ára Guðjón ólst uppi á Hnjúki í Vatnsdal, A-Hún. en býr í Kópavogi. Hann er slökkviliðs- og sjúkraflutn- ingam. hjá SHS. Maki: Jóhanna Sveins- dóttir, f. 1974, svæfinga- hjúkrunarfr. á LSH. Börn: Magnús Már, f. 2005, Sigurður Sveinn, f. 2007, og Kristín María, f. 2012. Foreldrar: Magnús R. Sig- urðsson, f. 1951, og María K. Guðjónsdóttir, f. 1958. Guðjón Snæfeld Magnússon 30 ára Hilma er frá Egils- stöðum en býr á Akureyri og er sjúkraliði. Maki: Gísli Örn Guð- mundsson, f. 1974, raf- magnsiðnfr. hjá EFLU. Börn: Mikael Leó, f. 2007, og Emil Ísar, f. 2016. Foreldrar: Jackie Berd- ino-Olsen, f. 1969, sirk- useigandi í Danmörku, og Anna María Arnfinns- dóttir, f. 1966, náms- og starfsráðgjafi í Grunnskól- anum á Egilsstöðum. Hilma Berdino Önnudóttir Hulda Arnórsdóttir Jónína Margrét Einarsdóttir Kristín Lilja Svansdóttir Ólafur Gottskálksson Steinn Þórarinsson Sveinbjörg Þóra Gunnarsd. Vala Margrét Grétarsdóttir Þorsteinn Þormóðsson Ævar Smári Sigurjónsson 40 ára Einar Árni Friðgeirsson Freyja Valsdóttir Guðjón S. Magnússon Guðmundur Unnarsson Harpa Rós Gísladóttir Ólafur Andri Stefánsson Steinunn Arnardóttir Sveinn Elmar Magnússon Þorgils Jónsson 30 ára Alexander Þór Crosby Andri Heiðarsson Atli Jónasson Garðar Ingvar Geirsson Hilma H. Berdino Önnud. Karin Hilda McGillan Páll Pálsson Sandra Takacs Baldursd. Sveinn I. Sigurjónss. Waage  Maonian Xu hefur varið dokt- orsritgerð sína í lyfjavísindum við Lyfja- fræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Þróunarsögulegur og efna- fræðilegur skyldleiki hjá íslenskum jöfnum og fjallagrasalíkum tegundum íslenskra fléttna (Phylogeny and phy- tochemistry of Icelandic cetrarioid lic- hens and club mosses). Umsjónarkenn- ari og aðalleiðbeinandi var dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfja- fræðideild Háskóla Íslands, og leiðbein- andi með henni var dr. Sesselja Ómars- dóttir, prófessor við sömu deild. Samanburður á nýtingu lækninga- jurta í ólíkum samfélögum hefur leitt í ljós að þær eru algengari á ákveðnum greinum þróunarsögutrésins sem gæti auðveldað leitina að nýjum lyfjaefnum í jurtum og gert hana markvissari. Cetr- aria islandica, eða fjallagrös, er fléttu- tegund sem er nýtt í hefðbundnum lækningum til að meðhöndla bólguk- villa, s.s. í lungum og meltingarvegi. Kínverski jafninn Huperzia serrata er notaður gegn Alzheimerssjúkdómi en Huperzia-tegundir framleiða lífvirka alkalóíðann huperzine A. Markmið verkefnisins var að kanna tengsl á milli þróunarsögulegs og efna- fræðilegs skyldleika hjá jöfnum og fjallagrasalíkum fléttum á Íslandi. Marktæk tengsl fundust í fjalla- grösum og skyld- um Cetraria- tegundum þar sem paraconicsýrur eru helstu fléttusýru- rnar. PCA fjöl- breytugreining á umbrotsefnasamsetn- ingu aðgreindi ólíkar fléttutegundir, nema hvað paraconic- sýruframleiðendur mynduðu óuppleyst hneppi. OPLS-DA greining leiddi í ljós breytur sem eru marktækar við að- greiningu sýna. Í fléttutegundinni Cetr- ariella delisei fundust tvær nýjar teg- undir Trebouxia-þörungs. Þróunarsögugreiningar á íslenskum jöfnum í alþjóðlegu samhengi sýndu til- vist einætta ættkvísla og undirætta en greindu ekki allar tegundir af ættkvísl- inni Huperzia. Magn huperzine A í Hu- perzia selago reyndist mest í útlits- afbrigði með útstæð blöð. Samkeyrsla þróunarsögulegs og efnafræðilegs skyldleika í þessu verkefni bendir til gagnsemi þess við leit að lyfjafræðilega áhugaverðum tegundum eða af- brigðum meðal flétta og jafna. Maonian Xu Maonian Xu lauk BS-gráðu í matvælafræði frá Northwest Agriculture & Forestry University í Kína árið 2010 og MS-gráðu í matvælafræði frá Háskólanum í Hels- inki þremur árum síðar. Maonian fékk nýdoktorastyrk til 3ja ára frá Rannís í jan- úar 2018 og mun því vinna áfram að rannsóknum á íslenskum fléttum og jöfnum við Lyfjafræðideild HÍ. Hann er kvæntur Yuetuan Zhang doktorsnema. Doktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.