Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.03.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 155.000 m.vsk Midea MOB12 Max 4,92 kW 2,19 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,44) f. íbúð ca 60m2.. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma STUTT ● Bandaríski frumkvöðullinn Martin Shkreli var á föstudag dæmdur til sjö ára fangelsisvistar fyrir fjársvik. Shkreli, sem er 34 ára gamall, varð heimsfrægur árið 2015 þegar lyfjafyrir- tæki sem hann stýrði, Turing Pharma- ceuticals, keypti réttinn til að framleiða lyfið Daraprim og hækkaði verðið á lyf- inu fimmtíufalt. Daraprim er notað til að lækna sníkjudýrasýkingar og til að koma í veg fyrir lungnabólgu af völdum sveppa í HIV-sjúklingum. Glæpirnir sem Shkreli var dæmdur fyrir áttu sér stað á árunum 2009 til 2011 þegar hann leyndi miklu tapi sem var á rekstri tveggja vogunarsjóða sem hann stýrði og tók fé frá líftæknifyrir- tæki ófrjálsri hendi til að fela vandann. ai@mbl.is Shkreli hlaut sjö ára dóm fyrir fjársvik AFP Áfall Shkreli þykir mjög umdeildur. Zhong Shan viðskiptamálaráðherra Kína sagði á sunnudag að tollastríð við Bandaríkin myndi aðeins leiða til hörmunga fyrir alþjóðahagkerfið. Zhong ávarpaði blaðamenn á fundi sem haldinn var í tengslum við ár- lega samkomu kínverska þjóðþings- ins. Sagði hann að Kína vildi forðast tollastríð og myndi ekki eiga frum- kvæðið að innflutningshöftum. „Enginn vill eiga í tollastríði og allir vita að það að heyja þannig stríð skaðar aðra og gagnast ekki manni sjálfum,“ sagði hann. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá ákvað Donald Trump Bandaríkjaforseti í síðustu viku að leggja 25% og 10% tolla á innflutt stál og ál. Er það gert með vísan til þjóðaröryggishagsmuna en þykir í reynd gert til að vernda bandaríska ál- og stáliðnaðinn gegn samkeppni. Mörgum sýnist tollunum beint að Kína en aðeins brot af heildar stál- og álinnflutningi Bandaríkjanna kemur þaðan. Hefur málmfram- leiðsla í Kína aukist hratt, og hags- munaaðilum í Bandaríkjunum og víðar ekki hugnast samkeppnin sem sumir telja að megi rekja til óeðlilegs ríkisstuðnings. Vinaþjóðir vilja eftirgjöf Hörð viðbrögð við ákvörðun Trumps hafa orðið til þess að Banda- rísk stjórnvöld hafa opnað fyrir möguleikann á undanþágum. Um helgina hvöttu bæði Evrópusam- bandið og Japan til að Bandaríkin veitu þeim undanþágur frá tollunum. Reuters segir marga óttast að Kínverjar muni svara útspili Trumps með tollum á sojabaunir sem eru verðmætasta útflutningsvara Bandaríkjanna til Kína. Zhong ítrek- aði þó á sunnudag að kínversk stjórnvöld ætluðu sér enn að lækka tolla á neytendavörum, þar á meðal á bílum, til að reyna að örva neyslu innanlands. ai@mbl.is AFP Áhyggjur Zhong Shan sagði Kína ekki vilja tollastríð. Kínversk stjórnvöld hyggjast enn lækka tolla á neytendavörum, þar á meðal tolla á bílum. Tollastríð myndi skaða heiminn  Kínversk stjórnvöld gagnrýna fyrirhugaða verndartolla Trumps VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Eins verðmætur hæfileiki og það er að geta gert tiltölulega nákvæmar spár um framtíðina virðist okkur flestum erfitt að gera annað en að fylgja hugmyndum fjöldans um það sem koma skal. Og fjöldinn hefur sjaldnast rétt fyrir sér. Þetta segir Magnus Lindkvist framtíðarfræð- ingur og rithöfundur en hann verður aðalfyr- irlesari á ráðstefnunni Framtíðin er núna sem Samtök verslunar og þjónustu efna til á fimmtu- dag. Lindkvist telur mikilvægt að fólk og fyrirtæki þori að hugsa stórt og djarft um framtíðina. „Reynslan kennir okkur að framtíðin verður alltaf skrítnari en við gerðum okkur í hugarlund og mistökin sem við gerðum voru að leyfa okkur ekki að gera nógu fjarstæðukenndar spár.“ Stórar hugmyndir mæta andstöðu En það er þægilegt að fylgja hjörðinni og á vissan hátt öruggari leið til að komast í gegnum amstur hins daglega lífs. Það sem meira er; djörfu hugmyndirnar mæta oft mikilli mót- spyrnu. „Ég held það hafi verið Voltaire sem sagði eitthvað á þá leið að það væri yfirmáta erf- itt að hugsa öðruvísi en samferðamenn okkar. Það jafngildir því að ögra ríkjandi ástandi og er fljótleg leið til að eignast óvini,“ segir Lindkvist. „Samfélagið er á margan hátt hannað til að halda lífi í hefðunum og hægja á breytingum. Er skemmst að minnast Uber sem hefur storkað ástandinu eins og það er á leigubílamarkaði svo að borgaryfirvöld víða um heim hafa bannað fyr- irtækinu að starfa. Sama með rafmyntir; seðla- bankar hér og þar hafa ýmist reynt að setja strangar reglur um notkun þeirra eða hreint og beint bannað þær. Ef eitthvað er alveg nýtt, og virðist geta virkað, þá er fyrsta viðbragðið oft að reyna að banna það.“ Þá eru framtíðarspárnar líka oft mjög skammsýnar og á þá leið að framtíðin muni færa okkur meira af því sama. „Í dag er fólk t.d. mjög upptekið af spám sem snúast um Trump og vax- andi lýðskrum, og af áhrifum róbotavæðingar og gervigreindar. Ef við spólum aftur til ársins 2000 snerust spárnar hins vegar allar um hnatt- væðingu, hvað heimurinn virtist vera að minnka og um vaxandi áhrif Brasilíu, Rússlands, Ind- lands, Kína og Suður-Afríku.“ Lindkvist segir þannig spár ekki sérlega gagnlegar og megi t.d. allt eins vænta þess að eftir fimm eða tíu ár verði heimurinn kominn á allt aðra braut en þá sem Trump vill stefna á. Maður og tölva vinni saman Aðspurður um helstu veikleikana sem hann sér í vinsælustu framtíðarspám dagsins í dag segir Lindkvist að sér þyki ósennilegt að takast muni að gera gervigreind sem verði jafnoki mannshugans. „Það er eitthvað við ásetning mannsins sem við áttum okkur ekki alltaf á hvað við gefum mikið vægi. Ef við tökum sem dæmi bókina Ódysseif eftir James Joyce þá virðist hún í fyrstu vera eins og skrifuð af biluðu forriti: endalaus flaumur af hugsunum með undanlegri greinarmerkjasetningu. En það að hún skuli hafa verið rituð svona af ásetningi af manneskju af holdi og blóði gerir hana að einu af mikilvæg- ustu bókmenntaverkum síðustu aldar.“ Lindkvist telur frekar að gervigreindarbylt- ingin muni felast í samvinnu manns og tölvu. „Ég held að hugmyndin um „almenna gervi- greind“ sé goðsögn, og frekar að gervigreindin verði af sérhæfðari toga. Við höfum séð það í skákheiminum að skákmeistarar og ofurtölvur sigra hvert annað á víxl, en þegar maður og tölva starfa saman að því að vinna skák eru þau ósigrandi.“ Lindkvist á einnig von á áhugaverðri þróun á sviði erfðavísinda og sér fyrir sér að áður en langt um líður megi leika sér með erfðaefni á ýmsa vegu. „Ekki er langt síðan tókst að geyma eitt terabæt af upplýsingum í einu grammi af kjarnsýru og verður áhugavert að sjá hvað ger- ist þegar við færum erfðaefni héðan og þaðan á milli tegunda,“ segir hann. „Það er líka að verða sífellt ódýrara að koma tækjum út í geim og með greiðari aðgangi að himnunum munu fyrirtæki geta boðið upp á alls kyns gagnlegar lausnir, eins og t.d. SpaceKnow sem notar upplýsingar sem sjá má þegar myndavélum gervitungla er beint niður að jörðu til að gera nákvæmar spár um landsframleiðslu heilu þjóðanna.“ Á pólitíska sviðinu er Lindkvist bölsýnn. „Það hefur gerst svo oft í sögunni að efnahagsáföllum fylgja áföll á vettvangi stjórnmálanna, og allt of oft að stjórnmálaáföllin leiða til stríðsátaka. Ég vona svo sannarlega að sú verði ekki raunin í þetta skiptið, en dæmin eru líka mörg um að þegar framtíðin virðist vera björtust dynja verstu hörmungarnar á.“ Við sjáum framtíðina í röngu ljósi  Sænskur framtíðarfræðingur er efins um vinsælar hugmyndir um áhrif gervigreindar en hefur áhyggjur af þróun stjórnmála og óttast átök  Fólk og fyrirtæki þurfa að þora að gera djarfar spár Sýn Magnus Lindkvist bindur m.a. vonir við erfðavísindi og geimflaugatækni. 12. mars 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 99.84 100.32 100.08 Sterlingspund 137.96 138.64 138.3 Kanadadalur 77.55 78.01 77.78 Dönsk króna 16.479 16.575 16.527 Norsk króna 12.81 12.886 12.848 Sænsk króna 12.076 12.146 12.111 Svissn. franki 105.07 105.65 105.36 Japanskt jen 0.9352 0.9406 0.9379 SDR 144.6 145.46 145.03 Evra 122.76 123.44 123.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.3329 Hrávöruverð Gull 1319.35 ($/únsa) Ál 2082.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.93 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.