Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 8

Morgunblaðið - 12.03.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is GÆÐI OG ÞÆGINDI SÍÐAN 1926 DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda. Jón Magnússon, fyrrverandi al-þingismaður, skrifar:    Stjórnmálaflokk-urinn Viðreisn er óðum að verða eitt mesta furðu- fyrirbæri íslenskra stjórnmála. Fyrir nokkrum dögum greiddi flokkurinn atkvæði með vantrausti á dóms- málaráðherra fyrir að fara að m.a. tillögum Viðreisnar í síðustu ríkisstjórn.    Yfirklór þingmanna flokksinsvegna þessa asnasparks eru allt síðari tíma skýringar og væg- ast sagt aumkunarverðar. Með því að lýsa yfir vantrausti á dómsmálaráðherra lýsti Viðreisn vantrausti á sig sjálfa.    Tveggja daga flokksþingi Við-reisnar er nýlokið. Í frétta- tíma sjónvarpsins var sýnt frá þinginu og undir hvaða gunn- fánum það starfar. Athygli vakti að auk fána flokksins þá taldi Viðreisn rétt að flagga einnig fánum samkynhneigðra og Evr- ópusambandsins. Íslenski fáninn sást hins vegar hvergi. Áherslur flokksins liggja þannig ljósar fyrir.    Þetta sýnir vel hvers konarflokkur Viðreisn er. Hann er ekki þjóðlegur flokkur og leggur ekki áherslu á þjóðleg gildi. Hann leggur áherslu á að Ísland gangi í Evrópusambandið hvað sem það kostar. Þó svo að dag- lega megi horfa upp á hvaða fantatökum Evrópusambandið beitir Breta sem hafa sagt sig úr bandalaginu þá hreyfir það ekki við steinbarninu sem flokksfólk Viðreisnar er með í maganum. Þetta fólk sér enga framtíð nema í faðmi Angelu Merkel í Evrópu- sambandinu.“ Jón Magnússon Rís þú gömul gulstirnd tuska STAKSTEINAR Veður víða um heim 11.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -1 léttskýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló -2 snjókoma Kaupmannahöfn 2 þoka Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki 1 skýjað Lúxemborg 11 léttskýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 7 þoka Glasgow 9 léttskýjað London 10 þoka París 16 heiðskírt Amsterdam 10 þoka Hamborg 14 skýjað Berlín 16 heiðskírt Vín 15 heiðskírt Moskva -4 skýjað Algarve 16 léttskýjað Madríd 9 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 16 léttskýjað Róm 16 rigning Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -9 skýjað Montreal 0 rigning New York 2 heiðskírt Chicago 2 skýjað Orlando 24 þoka Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 12. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:57 19:19 ÍSAFJÖRÐUR 8:03 19:22 SIGLUFJÖRÐUR 7:46 19:05 DJÚPIVOGUR 7:27 18:48 Lögreglan á Suðurnesjum gerði á laugardag húsleit í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu og sérsveitar ríkislög- reglustjóra, þar sem tugir tölva voru innan dyra. Húsleitin var hluti af rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á þjófnaði á 600 tölv- um úr gagnaverum, en verðmæti þýfisins er talið vera um 200 millj- ónir króna. „Húsleitin gaf okkur vísbend- ingar um að við gætum verið á réttri leið í rannsókn málsins. Meiri upplýsingar er ekki hægt að gefa á þessu stigi,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við Morgunblaðið, en embætti hans fer með rannsókn málsins. Tíu voru færðir til skýrslutöku vegna gruns um aðild að málinu. Reyndust tveir án atvinnuleyfis og fleiri atriðum var ábótavant svo sem varðandi húsaleigumál. Tölv- urnar sem stolið var úr gagnaver- unum eru þó enn ófundnar og er rannsókn málsins því haldið áfram, skv. tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. ernayr@mbl.is Húsleit og tíu færðir í skýrslutöku  Gefur lögreglu vís- bendingar við rannsókn Níu ökumenn voru stöðvaðir aðfara- nótt sunnudags vegna gruns um ölv- un við akstur eða akstur undir áhrif- um fíkniefna, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Í janúar voru 155 brot skráð þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, til samanburðar við 83 í janúar á síðasta ári. Árið 2017 voru skráð 37% fleiri brot þar sem ökumaður var grunaður um ölvun við akstur en að meðaltali síðustu þrjú ár á undan, en brot vegna fíkniefnaakst- urs voru 66% fleiri. „Þetta getur verið háð eftirliti,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. „Einn mánuð geta verið teknir mjög margir, ekki vegna þess að það séu fleiri að keyra undir áhrifum heldur vegna þess að lög- reglan hafði meiri tíma til eftirlits.“ Undir þetta tekur Helgi Gunn- laugsson afbrotafræðingur. „Ölv- unaraksturinn er stór málaflokkur hjá okkur, frá 1970 til ársins 2000 voru þetta 2.000 til 2.500 brot á ári. Síðan hefur dregið úr þessu, t.d. í kjölfarið á hruninu en þetta hefur verið að vaxa aftur. Þetta er auðvitað háð frumkvæðisvinnu lögreglu. Það er enginn sem kærir þetta heldur snýst um hversu virkir lögreglumenn eru á vettvangi,“ segir hann. „Það sem hefur komið nýtt inn í þetta á síðustu árum eru fíkniefnin og þetta er spurning um hvaða tæki lög- reglan hefur til þess að uppgötva það. Þeir hafa verið að fá betri tæki til þess svo við höfum séð aukningu í fíkniefnaakstri,“ segir hann og bendir á að mikil áhersla sé lögð á mála- flokkinn hér á landi miðað við annars staðar. „Það er ekki eins og lögreglan sé í einhverju stríði við borgarana. Al- menningur lítur á þetta sem alvarlegt brot,“ bætir Helgi við. thorgerdur@mbl.is Akstur undir áhrifum eykst milli ára  Betri tækni til að greina fíkniefni  Mikil áhersla á málaflokkinn hér á landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.