Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Ágætur at- vinnumaður í hagsmunagæslu, Halldór Benja- mín Þorbergs- son, fram- kvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, birti lítið tilskrif í Morgunblaðinu 10. mars sl. undir fyrirsögninni „Dósent geng- isfellir Háskóla Íslands“. Til- efnið er viðtal við undirritaðan í sama blaði daginn áður um hvernig skýra megi umbrotin sem nú standa yfir í verka- lýðshreyfingunni, m.a. eins og þau birtast í sigri Sólveigar Önnu Jónsdóttur í formanns- kjöri Eflingar og Ragnars Þórs Ingólfssonar í VR. Hall- dór teflir fram þeirri stað- reynd að í mörgum síðustu kjarasamningum hafi mest áhersla verið lögð á hækkun lægstu launa og að lægstu laun hér á landi séu meðal þeirra hæstu í heimi. Af þess- um sökum finnst honum lítið varið í þá tilgátu mína að skýr- inganna á umbrotunum í verkalýðshreyfingunni sé að leita í því að fólki á lægstu launum þyki það vanrækt „samanborið við aðra“, eins og ég tók til orða. Nú ætla ég ekki að eyða mörgum orðum í tilgangs- lausan eltingarleik við hvenær og hvenær ekki blaðamaður kýs að hafa beina ræðu eftir viðmælanda sínum og ydda til orðalag fyrir fyrirsagnir og önnur slík skriftæknileg atriði. Það lýsir ekki mergi málsins. Þetta má augljóst vera: Það skiptir litlu máli hversu mikið lægstu laun hafa hækkað eða hvort þau eru hærri eða lægri en laun í þessum heimi eða öðrum. Mat launþeganna sjálfra á eigin heildarkjörum, bæði þeim sem birtast í launa- umslaginu og í aðgangi að hús- næðismarkaði, almannagæð- um og millifærslukerfi eins og t.a.m. barna- og vaxtabótum – í samanburði við aðra – er það sem ræður afstöðu þeirra til eigin launakjara. Blaðamað- urinn sjálfur dregur það enda fram í sér- ramma við greinina að 43% Eflingarfólks séu ósátt við launin sín og 34% hafi miklar áhyggjur af fjár- hagsstöðu sinni. Ef þetta mat eins vinnumark- aðssérfræðings vegur svo þungt í huga Halldórs að það geng- isfellir heilan háskóla, þá mætti ætla að álit hans á helstu menntastofnun þjóð- arinnar komist fyrir á afar smáum stað. En andstætt því sem gildir um hann sjálfan, þá starfa háskólakennarar ekki við sérhagsmunagæslu fyrir einn tiltekinn hóp í samfélag- inu. Kannski ætti Halldór að lesa Styrmi Gunnarsson í sama laugardagsblaði þar sem hann líka fjallar um umrótið í verkalýðsfélögunum og kemst að svipaðri niðurstöðu og ég þótt framsetningin sé önnur. Eftir að hafa fjallað um kjara- ráð, alþingismenn, valda- hringi, bónusa, sjálftöku og önnur huggulegheit segir hann: „Það er misnotkun valds af þessu tagi sem hefur skap- að jarðveg fyrir uppreisnir við stjórnarkjör bæði í VR og Efl- ingu.“ Mig grunar að í því sam- hengi sem hér um ræðir sé meginmálið ekki það hvort lægstu laun hafi hækkað meira en önnur laun, heldur að innan samtaka atvinnurek- enda ríki bæði kvíði og áhyggjur af því að nýskeðir at- burðir innan verkalýðshreyf- ingar leiði til harðnandi átaka á vinnumarkaði á næstunni. Um hækkun lægstu launa Eftir Gylfa Dalmann Aðalsteinsson Gylfi Dalmann Aðalsteinsson »Mat launþeg- anna sjálfra á eigin heildarkjörum … er það sem ræð- ur afstöðu þeirra til eigin launakjara. Höfundur er dósent við HÍ. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk- un og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morg- unblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhring- inn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VEISTU UM GÓÐAN RAFVIRKJA? ✝ Bjarni Jón Gott-skálksson fædd- ist í Hafnarfirði 11. maí 1926. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 28. mars 2018. Foreldrar Bjarna voru Þórhildur E.M. Bjarnadóttir, f. 16.5. 1891 á Heiði á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu, d. 18.10. 1974, og Gottskálk Jónsson, f. 31.5. 1899 á Hvoli í Ölfusi. Hann fórst með togaranum Sviða 2.12. 1941. Eiginkona Bjarna var Christhild Friðriksdóttir, f. 27.11. 1928, d. 23.3. 2015. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Ragnar, f. 27.8. 1949, og á hann eina dóttur, Kristínu Elfu, f. 23.9. 1981. Móðir hennar er Erla Jóhannesdóttir. 2) Gottskálk Jón, f. 27.10. 1950, kvæntur Arndísi Önnu Hervinsdóttur, f. 17.1. 1950, og eiga þau þrjú börn: Heiðar, f. 3.9. kvæntur Önnu Ólöfu Bjarnadóttur, f. 14.6. 1947. Börn þeirra eru Árni Már, f. 8.10. 1979, og Berglind, f. 1.7. 1983. Áður átti Anna dótturina Guðrúnu Ólöfu Hrafnsdóttur, f. 6.4. 1971. Bjarni hóf starfsferil sinn sem sendill hjá frænda sínum, Ragnari í Smára. Megnið af starfsævinni vann hann síðan við akstur, meðal annars hjá Landleiðum, Norður- leiðum, Olíufélaginu hf. (ESSO) og BSR. Síðustu tvo áratugi starfs- ævinnar var hann ráðherrabíl- stjóri hjá Stjórnarráði Íslands. Hann var sundmaður góður og keppti bæði í sundi og hnefa- leikum. Bjarni var meðlimur í odd- fellowstúkunni Ingólfi. Ungur að árum, aðeins 14 ára gamall, missti Bjarni föður sinn. Eftir það ólst hann upp hjá móður sinni, fyrst í Hafnarfirði og síðar í Reykjavík. Bjarni átti sterk tengsl við Heiði og dvaldi þar oft, bæði með móður sinni sem barn og unglingur og svo seinna meir með fjölskyldu sinni, og áttu þau þar margar góðar stundir. Útför Bjarna fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 12. mars 2018, klukkan 11. Hann verður jarð- settur frá Prestbakkakirkju á Síðu. 1974, Hildi, f. 13.2. 1978, og Hauk, f. 2.6. 1982. 3) Heiða Krist- ín Þórhildur, f. 23.9. 1962. Hún er gift Helga Magnússyni, f. 18.8. 1950. Börn þeirra eru: Elvar Freyr, f. 15.8. 1985, og Sandra Bjarney, f. 20.3. 1988. Áður átti Helgi dótturina Guð- nýju, f. 28.5. 1977. 4) Hinrik, f. 4.10. 1965. Hann var kvæntur Sigurlín Magnúsdóttur, f. 5.10. 1964. Þau skildu. Börn þeirra eru: Harpa Hrund, f. 25.9. 1987, María Rut, f. 14.2. 1993, og Bjarni Pétur, f. 3.3. 1996. Seinni kona Hinriks er Kristín Harðardóttir, f. 7.10. 1972. Þau eiga saman dótt- urina Kristbjörgu Kötlu, f. 12.9. 2007. Fyrir hjónaband átti Bjarni soninn Jón Erlendsson, f. 17.10. 1946, með Ásu Huldu Jónsdóttur, f. 15.11. 1921, d. 17.1. 1992. Jón er Látinn er í Reykjavík frændi minn Bjarni J. Gottskálksson. Faðir hans, Gottskálk Jónsson, og móðir mín, Katrín Jónsdóttir, voru systk- ini. Við Bjarni hittumst fyrst í Hafn- arfirði heima hjá afa okkar og ömmu, Jóni Björnssyni og Guðrúnu Gottskálksdóttur. Ég var þá níu eða 10 ára gamall en Bjarni var sex ár- um eldri en ég. Við Bjarni náðum strax vel saman þó nokkur aldurs- munur væri á okkur. Bjarni var myndarlegur og hafði mjög góða framkomu, var prúður og snyrtileg- ur. Um þetta leyti, eða 2. desember 1941, gerðist sá sviplegi atburður, að Gottskálk, faðir Bjarna, fórst með togaranum Sviða út af Snæfellsnesi. Það var mikið áfall fyrir Bjarna, sem þá var á viðkvæmum unglingsaldri. Mér er það enn í fersku minni, þegar mamma sagði mér, að togarinn Sviði frá Hafnarfirði hefði farist og Gott- skálk, bróðir hennar, með honum. Mamma var mjög tilfinninganæm og þessi hörmulegi atburður fékk mjög á hana. Ég var aðeins níu ára og ég tók þetta einnig mjög nærri mér. Það var 25 manna áhöfn á Sviða og allir fórust. Það var mikið áfall og mikil blóðtaka fyrir Ísland. Aftakaveður var þegar togarinn fórst en einnig voru uppi getgátur um, að togarinn hefði ef til vill siglt á tundurdufl. Eftir að við Bjarni fórum báðir að búa náðist ágætis samband á milli fjölskyldna okkar. Bauð Bjarni okk- ur m.a. nokkrum sinum með sér að Heiði á Síðu, þar sem móðir hans Þórhildur Bjarnadóttir bjó. Fórum við stundum í veiði en góðar veiðiár eru þarna eystra og fallegt t.d. í Fjaðurá. Við kynntumst einnig konu Bjarna, Christhild Friðriksdóttur, en með henni átti hann fjögur börn. Bjarni var lengi leigubílstjóri á BSR. Hann vann sér gott orð þar, sem leiddi til þess, að hann varð ráð- inn ráðherrabílstjóri. Í því starfi var tekið til þess hve prúður og snyrti- legur Bjarni var og öll framkoma hans til fyrirmyndar. Þegar Bjarni varð sjötugur var haldin mikil afmælisveisla í Rúg- brauðsgerðinni. Meðal ræðumanna þar var Halldór Blöndal, fyrrum þingmaður og ráðherra. Bjarni hafði verið ráðherrabílstjóri hjá honum. Halldór flutti mikla lofræðu um Bjarna og tíundaði þá kosti Bjarna, sem ég hef rakið í þessari grein. Síðustu árin var heilsa Bjarna farin að bila enda hann kominn á tí- ræðisaldur. Dvaldist hann síðustu árin á hjúkrunarheimili. Ég votta eftirlifandi börnum Bjarna, Ragnari, Gottskálki Jóni, Heiðu og Hinrik, samúð vegna frá- falls Bjarna. Bjarni átti einnig son, Jón, áður en hann gifti sig. Ég votta honum einnig samúð mína. Drottinn blessi minningu Bjarna. Björgvin Guðmundsson. Höfðinginn og tryggðatröllið Bjarni Jón Gottskálksson bifreiða- stjóri er látinn hátt á nítugasta og öðru aldursári. Hann er vel að hvíld- inni kominn eftir langa starfsævi og þó svo að hann hafi notið ágætrar heilsu fram undir síðustu ár var að- eins tekið að rökkva. Leiðir okkar lágu saman fyrir al- vöru er ég kom inn í landbúnaðar- ráðuneytið haustið 1988 en þar var hann þá ráðherrabílstjóri fyrir. Ég þekkti lítillega til hans frá þeim tíma að hann hafði verið bílstjóri Svavars Gestssonar nokkrum árum fyrr. Skemmst er frá því að segja að okk- ur Bjarna samdi vel frá fyrsta degi og tengsl okkar þróuðust yfir í trausta vináttu sem hélst æ síðan. Bjarni varð fjölskylduvinur, synir mínir ungir að árum kölluðu hann frænda og vissu ekki fyrr en hálffull- orðnir menn að hann væri okkur óskyldur. Gæfa mín varð einnig sú að sama átti og á enn við um þáver- andi ritara minn í samgönguráðu- neytinu, Sæunni Eiríksdóttur, sem eiginlega er óhjákvæmilegt að nefna í sömu andrá og Bjarna. Það segir sitt um mannkosti þeirra beggja að þau urðu ekki aðeins lífstíðarvinir mínir heldur og Halldórs Blöndal arftaka míns í ráðuneytunum tveim- ur, áður Svavars Gestssonar sem vann með þeim báðum og ugglaust flestra sem þau yfirleitt störfuðu með. Við Bjarni héldum góðu sam- bandi eftir að ég hvarf úr ráðuneyt- unum, m.a. með því að spila áfram saman í happdrætti og sá hann um málið og færði mér vinninga ef ein- hverjir urðu. Heimsókn til hans hvern aðfangadag varð fastur liður í jólaundirbúningnum og hann gaf börnum mínum jólagjafir fram á þeirra fullorðinsár. Ógleymanlegust er þó heimsókn fjölskyldunnar til hans á Heiði, í hans konungsríki þar, hvar við gist- um og skoðuðum okkur um, þar á meðal með því að ganga fram allt Fjarðárgljúfur. Aldrei varð hins vegar af veiðiferðinni í Kúðafljót sem alltaf var í undirbúningi hjá okkur vinunum, en annríkisfjandinn hafði það af manni eins og fleira. Ég kveð Bjarna Jón Gottskálks- son með djúpri eftirsjá og þökk og votta aðstandendum hans samúð mína og fjölskyldu minnar. Hvíl þú í friði kæri vinur. Ég og við hin sem þig þekktum og höldum nú áfram veginn geymum minn- inguna um hlátur þinn, traust hand- tak og allt fas. Ekki síst er vert að þakka þá gæfu að fá að kynnast gegnumheilum manni eins og þér og væru betur fleiri í mannheimum. Steingrímur J. Sigfússon. Bjarni Jón Gottskálksson  Fleiri minningargreinar um Bjarna Jón Gottskálks- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Inga DagmarKarlsdóttir fæddist á Landamót- um í Köldukinn 15. apríl 1913. Hún lést á Landspítalanum 25. febrúar 2018. Foreldrar hennar voru Karl Kristján Arngrímsson, f. 28.7.1883, d. 1.5 1965, bóndi á Landa- mótum í Köldukinn, Veisu í Fnjóskadal og síðast á Ak- ureyri, og k.h. Karítas Sigurð- ardóttir, f. 11.10. 1883, d. 16.11. 1955, húsfreyja. Systkini Ingu: Þórður Georg, f.12.7. 1904, d. 6.9. 1965; Sigurður Hall, f. 28.6. 1906, d. 22.8. 1992; Kristján Jóhann, f. 27.5. 1908, d. 26.11. 1968; Jónína Sigríður, f. 27.7. 1910, d. 24.6. 1923; Guðrún Karítas, f. 24.3. 1915, d. 27.3. 2009; Arnór Karl, f. 24.6. 1918, d. 13.12. 2016; Geirfinnur Helgi, f. 6.6. 1921, d. 29.1. 2013; Jón Sigurður, f. 29.5. 1925. Inga giftist 11.12. 1943 Nikulási Björk Valdimarsdóttir. 4) Þuríður Ingunn, f. 31.12. 1951, lífeinda- fræðingur, var gift Benedikt Þór Valssyni en þau skildu og eiga þau fjögur börn og fjögur barnabörn. Inga fæddist á Landamótum í Köldukinn og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hún flutti að Veisu í Fnjóskadal þar sem hún sinnti öll- um almennum sveitastörfum þess tíma á búi foreldra sinna. Inga stundaði nám við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1934-35. Hún starfaði við búið í Gunn- arsholti á Rangárvöllum sumarið 1935 og var ráðskona við búið á Hólum í Hjaltadal 1936-1937. Inga fluttist til Reykjavíkur 1943 og átti þar heima síðan. Auk húsmóðurstarfa gegndi hún ýms- um störfum utan heimilis. Hún prjónaði mikið af treflum, húfum og vettlingum og öðrum ull- arflíkum sem seldar voru í Rammagerðinni og víðar. Þá saumaði hún föt, kjóla og skyrtur á fjölskylduna. Inga tók þátt í starfi Kvenfélags Háteigssóknar um ára- bil og starfaði á þess vegum í sjálf- boðavinnu við félagsstarf aldraða í Lönguhlíð 3 fram yfir áttræð- isaldur. Inga flutti sjálf seinna að Lönguhlíð 3. Útför hennar fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 12. mars 2018, klukkan 13.00. Einarssyni, f. 11.3.1908, d. 4.7. 1973, verkamanni og smið er lengst af starfaði hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Hann var sonur Einars Jónssonar, bónda og alþm. á Geldingalæk, og Ingunnar Stef- ánsdóttur húsfreyju frá Glúmstöðum í Fljótsdal. Börn Ingu og Nikulásar eru: 1) Helga Karítas, f. 30.9. 1944, kenn- ari og bókavörður, var gift Hjalta Steinþórssyni en þau skildu og eiga þau fjögur börn og fimm barna- börn. 2) Einar, f. 10.11. 1945, fyrr- verandi kaupmaður og stöðvar- stjóri hjá N1, var kvæntur Láru Einarsdóttur en þau skildu og eiga þau þrjú börn og tíu barnabörn. 3) Karl Kristján, f. 31.12. 1946, pípu- lagningameistari, var kvæntur El- ínu Daníelsdóttur en þau skildu, og eiga þau þrjú börn og sex barna- börn en kona Karls er Sólrún Ein af mínum fyrstu minningum er í Grænuhlíðinni heima hjá ömmu. Ég sit á gólfinu í stofunni að leika mér. Sólin skín inn um gluggana, það er haf af blómum og plöntum allt í kring, stofuteppið er svo mjúkt við- komu og ég heyri óminn af röddum ömmu og mömmu er þær spjalla saman. Allt svo friðsælt og mér líður svo vel. Alltaf var gaman að koma í Grænuhlíðina. Amma tók á móti mér með útbreiddan faðminn og alltaf hljóp ég beint í fangið á ömmu. Fyrsta verkefni þegar komið var til ömmu var að fara beint í frysti- kistuna, því alltaf var til ísblóm. Svo gat ég setið tímunum saman við lítið hliðarborð sem amma átti, sem einn- ig var spiladós. Ég trekkti hana upp aftur og aftur og spilaðist þá und- urfagurt lag. Amma átti eldhúsvog, sem þótti afar hentug til að hossa sér á. Síðan var aðalsportið að glamra á orgelið, en þá þurfti yfirleitt tvo til, annan til að pumpa pedalana og ann- an til að berja á nóturnar. Aldrei man ég þó eftir að hafa fengið skammir frá ömmu eða vera beðin um að hafa hljótt. Stundum fól amma mér þó verkefni. Við tókum upp kartöflur, bökuðum og ég fór með henni að selja hannyrðir sínar. Amma var mikil hannyrðakona, hvort sem það var prjón, hekl eða saumur. Ég á nokkra heklaða dúka eftir ömmu, meðal annars dúk sem hún gerði þegar hún var 10 ára og heklaði úr tvinna, sem er mér fjar- sjóður. Seinna flutti amma svo í Skaftahlíðina. Þá var ég orðin vel spilafær og spiluðum við amma mik- ið saman, yfirleitt ólsen ólsen eða rommí. Þegar ég gisti hjá ömmu stundaði ég alltaf með henni morg- unleikfimina á Rás 1, sem amma missti nánast aldrei af og stundaði fram á tíræðisaldur. Þetta þóttu mér yndislegar stundir með ömmu. Amma var alltaf að baka og voru kleinur og pönnukökur í uppáhaldi. Þá gerði amma svo gott rifsberja- hlaup og rabbabarasultu. Um jólin gerðum við fjölskyldan alltaf saman laufabrauð með ömmu, sem vita- skuld er það besta sem til er. Á ferðalögum okkar um landið fórum við oft í berjamó og virtist amma allt- af vita hvar ber væri að finna. Fyrir nokkrum árum fórum við norður í land, þaðan sem amma er ættuð, úr Suður-Þingeyjarsýslu. Þessi ferð er mér minnisstæð því þá fórum við að Landamóti í Köldukinn, en þar fæddist amma og ólst upp til 10 ára aldurs. Sá bær stendur ekki lengur en við gengum upp hlíðina að bæj- arrústunum og var ömmu mjög mik- ið í mun að sýna mér staðinn. Við komum að bæjarrústunum þar sem enn eru nokkrir rifsberjarunnar og dvöldum þar dágóða stund og virt- um fyrir okkur útsýnið. Amma sagð- ist hafa átt svo góðar minningar það- an og kenndi hún sig ávallt við Landamót. Elsku Inga amma mín, ég er svo þakklát fyrir að hafa átt þig svona Inga Dagmar Karlsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.