Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar hvaðharðast vartekist á um útgöngu Breta úr Evrópusamband- inu fyrir bráðum tveimur árum, vakti það at- hygli að forkólfar bresks sjáv- arútvegs lögðust flestallir á árarnar með útgöngusinnum, á meðan flestir kollegar þeirra úr öðrum geirum samfélags- ins reyndu allt hvað þeir gátu til þess að halda landinu innan Evrópusambandsins. Þetta þurfti þó ekki að koma á óvart, þar sem talað hafði verið um það í mörg ár, að sameiginleg sjávarútvegs- stefna Evrópusambandsins hefði í raun gert bresku út- gerðunum enn meiri skráveifu en ósigurinn í þorskastríð- unum, þar sem þær sætu ekki einar að fiskimiðum Bret- lands. Yfirmenn útgerð- arinnar í Bretlandi fögnuðu því mjög þegar niðurstaðan í Brexit-atkvæðagreiðslunni lá fyrir og vonir vöknuðu um betri tíð. Þær vonir minnkuðu fyrir helgi, þegar greint var frá því að Evrópusambandið gerði það að skilyrði fyrir fríversl- unarsamningi við Bretland að fiskiskip frá ESB-ríkjunum myndu áfram njóta sama að- gangs að breskri efnahags- lögsögu og áður. Raunar má segja að verði þær hugmyndir að veruleika muni Bretar standa frammi fyrir því að sameiginlega sjávarútvegs- stefnan nái í raun út yfir gröf og dauða, og að engin leið sé að losna undan oki hennar. Þessi krafa ESB er um- hugsunarverð, ekki síst fyrir okkur Íslendinga sem eigum talsvert meira undir sjávar- útvegi en Bretar. Á það hefur margoft verið bent, að við inn- göngu í Evrópusambandið myndi Ísland þurfa á end- anum að gangast undir hina hörmulegu sjáv- arútvegsstefnu sambandsins, sem meðal annars hef- ur ýtt undir of- veiði og leikið Breta grátt. Nú lítur að auki út fyrir að tækist íslenskum aðild- arsinnum að draga landið inn í Evrópusambandið, sætu landsmenn uppi með sjáv- arútvegsstefnuna, jafnvel þó að þeir slyppu einhvern tím- ann út úr sambandinu á ný. Og þetta skiptir máli, því að það ótrúlega er að enn finnast stjórnmálaflokkar og stjórn- málamenn hér á landi sem eru svo fastir í fortíðinni að þeir leggja enn áherslu á aðild Ís- lands að Evrópusambandinu, vilja stofna enn eina „þver- pólitísku“ nefndina til að vinna að því markmiði, sem þeir segja að sé „raunhæfur valkostur“, eins og hljómaði um helgina. Aðild er ekki raunhæfari nú en áður. Hún er raunar enn fjarstæðukenndari en áður þegar horft er til ástandsins innan sambandsins. En hún er líka fullkomlega óraunhæfur kostur þegar horft er til þess að þegar lagt var af stað í slík- an leiðangur fyrir nokkrum árum tókst ekki einu sinni að opna kaflana um sjávar- útvegsmál. Bæði Evrópusam- bandinu og þeim íslensku stjórnmálamönnum sem unnu að því að koma Íslandi þangað inn, varð ljóst að viðræðunum yrði nánast sjálfhætt þegar kröfur Evrópusambandsins yrðu gerðar kunnar hér á landi. Reynsla Breta af sjáv- arútvegsstefnu sambandsins hefði þó átt að reynast nægt víti til varnaðar áður en ákveðið var að „kíkja í pakk- ann“. Og hún ætti, ef allt væri með felldu, að koma í veg fyrir að íslenskir stjórnmálamenn hjökkuðu enn í því sama fari. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan hundeltir Breta} Út yfir gröf og dauða LöggjafarþingAlþýðu- lýðveldisins Kína staðfesti í gær ákvörðun, sem legið hefur í loft- inu, að heimila forseta lands- ins að sitja í embætti ótíma- bundið í stað til tíu ára eins og verið hefur. Stuðningurinn við stjórnarskrárbreytinguna var óvenjulega mikill, jafnvel á kínverskan mælikvarða, en 2.958 þingmenn af 2.964 greiddu henni atkvæði sitt. Þessi niðurstaða segir meira en mörg orð um þau tök sem Xi Jinping hefur nú á Kína. Þó að greidd séu atkvæði á þingi Kína er það vitaskuld ekki lýð- ræðisríki. Engu að síður er áhyggjuefni að Kína skuli, á sama tíma og afl þess og um- svif í veröldinni fara vaxandi, ekki feta sig lýðræðisbrautina en þokist þess í stað í öfuga átt. Full ástæða er fyrir önnur ríki að taka tillit til þessarar þróunar í samskiptum sínum við Kína. Áhyggjuefni er að Kína skuli færast enn fjær lýðræðinu} Forseti fyrir lífstíð Ö flugt samfélag byggist á góðri heilsu og líðan sem flestra. Sem flestir ættu að geta notið æviáranna við góða heilsu og til þess að stuðla að því þurfa lýðheilsusjónarmið að vera ríkjandi í allri stefnumótun og aðgerðum stjórnvalda. Áhættuþættir sjúkdóma sem tengjast lífsstíl eru vaxandi vandi í heiminum öllum. Í heims- markmiðum Sameinuðu þjóðanna og leiðbein- ingum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kemur fram að áhættuþættir lífsstílstengdra sjúkdóma séu eitt helsta viðfangsefni samfélags- ins á sviði lýðheilsu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að leggja skuli áherslu á forvarnir og lýð- heilsu og ég mun leggja sérstaka áherslu á það í embætti heilbrigðisráðherra að tryggja fram- gang verkefna á því sviði. Markmiðið með öflugu lýðheilsu- starfi er bæði að stuðla að góðri heilsu, lífsgæðum og vellíð- an landsmanna og tryggja örugga og góða heilbrigðis- þjónustu. Með því að efla starf á sviði forvarna og lýðheilsu drögum við til framtíðar úr beinum og óbeinum kostnaði fyrir samfélagið. Það getum við til dæmis gert með því að leggja sérstaka áherslu á verkefni tengd geðrækt, offitu, vímuvörnum og skaðaminnkun og baráttuna gegn kynbundnu og kynferð- islegu ofbeldi. Nú þegar er verkefnið Heilsueflandi samfélag í gangi á vegum Embættis landlæknis. Verkefnið hefur þann tilgang að efla lýðheilsu og felst í því að sveitarfélög, landsfjórðungar, sýslur eða hverfi vinna skipulega að því að heilsa og líðan allra íbúa sé höfð í fyrirrúmi í allri stefnumótun. Í heilsueflandi samfélagi er stöðug áhersla lögð á að bæta bæði hið manngerða og fé- lagslega umhverfi íbúa, draga úr ójöfnuði og draga úr tíðni og afleiðingum langvinnra sjúk- dóma með margvíslegu forvarnar- og heilsuefl- ingarstarfi. Mikilvægt er að styðja áfram við verkefni á borð við Heilsueflandi samfélag og hrinda fleiri slíkum verkefnum úr vör. Einnig að styðja við íþrótta- og æskulýðsstarf, öldrunarstarf og heilsueflingu á vinnustöðum. Svæðisbundnir lýð- heilsuvísar veita yfirsýn yfir lýðheilsu í hverju umdæmi fyrir sig í samanburði við landið í heild. Lýðheilsuvísum er ætlað að auðvelda sveitar- félögum og heilbrigðisþjónustu að greina stöðuna í sínu umdæmi, finna styrkleika og veikleika og skilja þarfir íbúanna þannig að þau geti unnið saman að því að bæta heilsu og líðan, og þeir eru nytsamlegir til að tryggja eftirfylgni verkefna á sviði lýðheilsu. Forvarnir þarf einnig að efla, m.a. með því að efla skimun, þ.m.t. skim- un fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi og að skimunin nái til fleiri aldurshópa. Við megum ekki gleyma því að öflug lýðheilsa er forsenda fyrir heilbrigðu og góðu samfélagi. Mikilvægt er að lýðheilsa sé höfð að leiðarljósi í öllum aðgerðum og stefnumótun stjórnvalda til þess að markmiðum lýðheilsustarfs verði náð. Þannig verður lýðheilsustefna hluti af samfélaginu en ekki verkefni sem stendur eitt á báti. Svandís Svavarsdóttir Pistill Eflum lýðheilsu Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Meiriháttar ofbeldi meðalsamfanga innan fangelsaríkisins jókst lítillegamilli áranna 2016 og 2017. Á sama tímabili fækkaði minni- háttar ofbeldisbrotum meðal sam- fanga. Meiriháttar ofbeldi gagnvart starfsfólki jókst lítillega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suður- landi og Fangels- ismálastofnun rík- isins. Í skráningum Fangelsis- málastofnunar er að finna tvö atvik í fyrra sem teljast til meiriháttar of- beldis milli sam- fanga og sjö atvik sem töldust til minniháttar ofbeldis milli samfanga. Árið 2016 var eitt atvik skráð sem taldist til meiriháttar ofbeldis milli samfanga en átta atvik sem töldust til minniháttar ofbeldis. Þetta er hins vegar fækkun frá árinu 2015 þar sem sex atvik um meiriháttar ofbeldi meðal samfanga voru skráð og 12 minnihátt- ar ofbeldisbrot. Meiriháttar ofbeldi gagnvart starfsfólki hefur einnig auk- ist. Tvö atvik sem teljast til meirihátt- ar ofbeldis gagnvart starfsfólki voru skráð í fyrra, einungis eitt atvik árið 2016 en ekkert tilvik um meiriháttar ofbeldi gagnvart starfsfólki er skráð árið 2015. Þá var ekkert minniháttar ofbeldisbrot gagnvart starfsfólki skráð árið 2017 en eitt árið áður. Litið alvarlegum augum „Ofbeldi í fangelsum er litið al- varlegum augum og þegar slík mál koma upp er tekið á þeim af mikilli festu. Fangar sem verða uppvísir að slíkum brotum eru úrskurðaðir í aga- viðurlög í formi einangrunarvistar auk þess sem öll mál eru kærð til lög- reglu,“ segir Páll Winkel fangels- ismálastjóri í samtali við Morg- unblaðið. Hann segir að lagabreytingar síðustu ára hafi valdið því að harðari kjarni einstaklinga sitja inni í lokuðum fangelsum en áður. „Verkefni okkar sem vinnum í kerfinu er flóknara í dag en áður vegna aukinnar áherslu á afplánun ut- an fangelsa. Lagabreytingar hafa leitt af sér að stærri hópur dómþola af- plánar utan fangelsa, ýmist hluta tím- ans með ökklabandi eða að öllu leyti með samfélagsþjónustu. Þá eru þrisv- ar sinnum fleiri rými í opnum fang- elsum núna en fyrir um áratug. Af þessu leiðir að mun harðari kjarni ein- staklinga situr í lokuðum fangelsum landsins,“ segir Páll. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur hún einu sinni í ár verið kölluð til að fangelsinu Litla-Hrauni vegna lík- amsárásar. Var lögreglan kölluð á Litla-Hraun tvisvar árið 2017 vegna líkamsárása. Fíkniefnamálum fækkar Mun færri fíknefnamál komu upp á Litla-Hrauni í fyrra en síðustu ár á undan. Samkvæmt tölum lögregl- unnar komu einungis upp sjö fíkni- efnamál á Litla-Hrauni árið 2017. Til samanburðar voru þau 22 árið 2016 og 15 árið 2015. Ekkert fíkniefnamál hef- ur komið upp á Litla-Hrauni það sem af er ári. Smygltilraunir hafa einnig minnkað. Var lögreglan kölluð til vegna fimm smygltilrauna í fyrra en þær höfðu verið 12 árið 2016. Engin smygltilraun hefur verið tilkynnt til lögreglu það sem af er ári. Lögreglan á Suðurlandi slær hins vegar varnagla við þessum tölum þar sem brot gegn lyfjalögum (varsla á lyfjum) eða önnur agabrot koma ekki inn á hennar borð. „Það er tilfinning okkar að neysla og varsla á lyfjum meðal fanga sé tals- verð,“ segir Elís Kjartansson lög- reglufulltrúi. Meiriháttar ofbeldi meðal fanga eykst Morgunblaðið/Brynjar Gauti Litla-Hraun Lögreglan á Suðurlandi hefur einu sinni verið kölluð á Litla- Hraun vegna líkamsárásar í ár. Var hún tvisvar kölluð til í fyrra.Páll Winkel Fangelsismálastofnun ríkisins rekur fimm fangelsi víðs vegar um landið. Þau skiptast í opin og lokuð fangelsi. Stærsta fangelsi landsins er fangelsið á Litla-Hrauni sem rúmar 87 karlfanga og starfa þar alls 57 starfsmenn. Þann 10. júní 2016 var fang- elsið við Hólmsheiði opnað formlega en fangelsið er gæsluvarðhalds- og móttöku- fangelsi með deild fyrir kven- fanga og aðstöðu fyrir af- plánun styttri fangelsis- refsinga. Á Hólmsheiði eru 56 fangapláss og starfa þar 18 fangaverðir. Í opna fangelsinu Sogni er pláss fyrir 22 fanga og starfa þar samtals 9 starfsmenn. Opna fangelsið á Kvíabryggju getur nú tekið við 23 föngum eftir að byggt var við það árið 2007. Fangelsið á Akureyri er með aðstöðu fyrir 10 afplán- unarfanga og einn gæslu- varðhaldsfanga. Flestir fangar á Litla-Hrauni FANGELSI Á ÍSLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.