Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.03.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 ✝ Björn MárSveinbjörnsson fæddist í Reykjavík 17. mars 1969. Hann varð bráð- kvaddur í Kenía 10. febrúar 2018. Foreldrar hans voru hjónin Guð- laug Einarsdóttir bókari, f. 7.1. 1936, d. 28.11. 2008, og Sveinbjörn Björns- son, fyrrum háskólarektor, f. 28.10. 1936. Systkini Björns Más eru: 1) Droplaug, tann- læknir, f. 8.7. 1957, d. 13.9. 1993, maki Þorvaldur Bragason landfræðingur, f. 2.8. 1956. Dóttir þeirra er Birna, líffræð- ingur, f. 2.8.1989. Sambýlis- maður hennar er Gunnar Júl- íusson læknir, f. 5.10. 1988. Þorvaldur er kvæntur Guðrúnu Jóhannsdóttur kennara, f. 11.1. 1957. Sonur þeirra er Bragi, f. 5.11. 2002. 2) Einar Örn, pró- fessor, f. 19.5.1964, maki Guð- rún Karls Helgudóttir sóknar- prestur, f. 27.4.1969. Sonur fræðistofunni Hönnun hf við framkvæmdaeftirlit og verk- stjórn. Síðan vann hann sem verktaki ýmis verkefni fyrir Orkustofnun á sviði jarðvarma og stundaði framhaldsnám við Háskólann í Reykjavík. Þar lauk hann MSc. prófi í fram- kvæmdastjórnun 2010. Lokarit- gerð hans fjallaði um kostn- aðar- og óvissumat háhitaborana á Hengilssvæðinu og í kjölfar hennar fylgdu verkefni fyrir Orkustofnun um bættar ákvarðanir við háhita- boranir og mat á árangri jarð- hitaborana um allt land. Þessi verkefni vann hann sem und- irverktaki Íslenskra orkurann- sókna en gerðist starfsmaður þeirra árið 2015. Jafnhliða sinnti hann nokkurri kennslu og leiðbeiningu nemenda við Jarðhitaskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna. Björn Már var ókvæntur og barnlaus. Hann var í sambúð með Dagmar Jónasdóttur og tveimur börnum hennar á ár- unum 2012-2016. Árið 2017 trú- lofaðist hann Alice Mbeke Ki- lonzo í Kenía og hann var í heimsókn þar er hann lést. Útför Björns Más fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 12. mars 2018, og hefst athöfnin klukkan 13. þeirra er Ísak Helgi, f. 13.3. 2007. Dóttir Guðrúnar er Hólmfríður Frosta- dóttir, f. 5.4. 1992. Maki hennar er Bjarki Geirdal Guðfinnsson, f. 4.2. 1992. Dóttir þeirra er Viðja, f. 19.12. 2017. Björn Már ólst upp í Reykjavík og Kópavogi og náði góðum ár- angri í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Ungur hóf hann störf hjá Jarðborunum ríkisins við borun eftir jarðhita, lærði blikksmíði og vann við smíði og uppsetningu loftræsikerfa hjá Blikkiðjunni sf. og Íslofti blikk og stálsmiðju ehf. Hann lauk raungreinadeildarprófi frá Tækniskóla Íslands 1996, stundaði nám í tæknifræði við Danmarks Tekniske Universi- tet og Tækniskóla Íslands og lauk BSc. prófi í bygginga- tæknifræði á lagnasviði 2001. Því fylgdi vinna hjá verk- Leiðir mínar og Björns Más frænda míns lágu saman fyrir rúmum sex árum. Hann var þá bú- inn að snúa baki við neyslu og óreglu fortíðarinnar. Þá þarf að taka til í lífinu og ná sáttum við sjálfan sig og sína nánustu. Það þarf líka að lagfæra líkamann og sálina og ná úr sér líkamlegum og andlegum kvillum. Björn Már birt- ist í mínu lífi á fullri ferð við þessi viðfangsefni. Hver kvillinn á fætur öðrum var lagfærður, sumir með þjálfun, en aðrir þurftu hníf skurð- læknisins. Þoka og hörmungar neyslunnar voru að baki og Björn Már var orðinn að fyrirmynd ann- arra og fór um til þess að hjálpa þeim sem voru að leggja af stað í sömu vegferð. Hann þurfti líka að finna sér starfsvettvang. Björn Már náði að klára nám í tækni- fræði með ágætum árangri, þrátt fyrir þoku neyslunnar. Hann vildi nýta menntun sína og starfa við jarðhitanýtingu, svið sem við átt- um sameiginlegt. Hann fékk nokk- ur verkefni hjá Íslenskum orku- rannsóknum (ISOR), sem varð til þess að hann var ráðinn þar í fast starf. Skýrsla hans fyrir ISOR um möguleika á vinnslu varma og raf- orku úr meðalheitum jarðhita- svæðum á Íslandi (Medium Ent- halpy Geothermal Systems in Iceland. Thermal and Electric Po- tential) er mikið og gott verk, og kortleggur hvar unnt er að vinna raforku með tvívökvavirkjunum á Íslandi. Framtíðin var orðin björt, lífinu lifað í sátt við allt og alla og starfsframinn kominn á góðan skrið. Og síðan blossar ástin upp. Hann varð ástfanginn af konu í Kenía, jarðfræðingi sem vann við jarðhitanýtingu. Það eru mörg ljón á veginum fyrir slíkri ást, og ekki auðvelt að koma með konu frá þró- unarlandi til þessa virkis sem við höfum reist okkur hér í norðri með múrum landvistarleyfa og vega- bréfsáritana. Þess vegna urðu þau að rækta samband sitt í Kenía. Það var í slíkri Keníaferð sem kallið kom, einmitt þegar erfiðleikarnir og hörmungarnar eru langt að baki og framtíðin blasir við. Ég kveð hér frænda minn, koll- ega, vin og vopnabróður. Páll Valdimarsson. Kveðja frá Íslenskum orku- rannsóknum. Þau hörmulegu tíðindi bárust okkur mánudaginn 12. febrúar að vinur okkar og vinnufélagi á ÍSOR, Björn Már Sveinbjörnsson, hefði orðið brákvaddur í fríi í Kenía, tæplega 49 ára að aldri. Björn Már lauk BS-námi í byggingartæknifræði frá Tækni- skóla Íslands árið 2001. Áhugi hans beindist síðar að jarðhita- rannsóknum og lauk hann meist- araprófi í framkvæmdastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010. Meistararitgerð Björns Más, Kostnaðar- og óvissumat háhita- borana á Hengilssvæðinu, fól í sér úttekt á borunum Orkuveitu Reykjavíkur og var Sverrir Þórhallsson, deildarstjóri á ÍSOR, annar leiðbeinenda hans. Segja má að Björn hafi fengið jarðhitabakt- eríuna með þessu verkefni og öll hans vinna upp frá því tengdist jarðhita. Hann var sjálfstætt starf- andi fyrstu árin eftir nám og vann þá ýmis jarðhitaverkefni fyrir ÍSOR og Orkustofnun og sinnti kennslu við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Björn Már var ráðinn sérfræð- ingur á jarðhitaverkfræðideild ÍSOR árið 2015. Verksvið hans var víðtækt, hann sinnti borholumæl- ingum, einkum hita- og þrýstimæl- ingum, og framkvæmdi aflmæling- ar á háhitaholum. Hann vann úttekt á sjóðandi jarðhitakerfum á Íslandi og kannaði möguleika á því að nýta þessi 100-180 °C heitu jarð- hitakerfi til raforkuvinnslu. Hann sinnti ýmsum athugum á borunum og borholum í anda meistaraverk- Björn Már Sveinbjörnsson ✝ Kristín JórunnMagnúsdóttir fæddist 16. maí 1925 í Reykjavík. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Skjóli 3. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnús Pálmason banka- ritari, f. 15. júní 1897, d. 28. nóv- ember 1985, og Guðbjörg Erlendsdóttir hús- freyja, f. 17. nóvember 1901, d. 17. nóvember 1991. Systur Kristínar eru Sig- urbjörg, f. 1. ágúst 1926, Erla, f. 27. september 1927, og Hrafn- hildur, f. 17. febrúar 1938. Kristín giftist 18. febrúar 1951 Andrési Hafliða Guð- mundssyni lyfjafræðingi, f. 10. júlí 1922, d. 10. mars 2013. For- eldrar hans voru Guðmundur Jónsson skipstjóri, f. 15. júní 1897, d. 6. september 1946, og Ingibjörg Pétursdóttir hús- freyja, f. 20. september 1892, d. 24. desember 1980. Börn þeirra eru: 1) Örn, f. 19. ágúst 1951, börn hans og Ragnheiðar Hin- riksdóttur eru a) Andrés Haf- f. 30. janúar 1978, maður henn- ar er Hallgrímur Þór Sigurðs- son, börn þeirra eru Hrafn, Lóa og Már. b) Andrés Már, f. 21. janúar 1986. 4) Magnús, f. 26. apríl 1957, börn hans og Þórdís- ar Ólafsdóttur eru a) fóst- ursonur Magnúsar, Róbert Ágústsson, f. 12. febrúar 1975, kona hans er Heiðrún Hafliða- dóttir, börn þeirra Magnús Máni, Eysteinn Ari og Helgi Jens. b) Kristín Jórunn, f. 1. september 1979, maður hennar er Robert Dillard Atwater, börn Tara Þórdís, Lena Elizabeth og Liam Tómas. c) Anna Björk, f. 28. maí 1986, sambýlismaður hennar er Guðlaugur Ingason, börn Sóley Rut og Viktor Ingi. d) Ólafur Skúli, f. 22. ágúst 1991. Kristín ólst upp á Þórsgötu 5, gekk í Austurbæjarskóla og gagnfræðaskóla Ingimars. Vann í Reykjavíkurapóteki sem ung stúlka þar sem hún kynnt- ist Andrési. Árið 1948 var hún við nám á húsmæðraskóla í Roskilde í Danmörku. Árið 1954 flutti fjölskyldan til Neskaupstaðar og bjó þar í níu ár. Þar sinnti Kristín börnum og búi. Frá 1963 bjó fjölskyldan í Reykjavík þar sem Andrés rak Háaleitisapótek og bjuggu þau lengst af í Hlyngerði 11. Kristín verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 12. mars 2018, klukkan 13. liði, f. 8. júlí 1977, börn hans og Þor- bjargar Svönu Gunnarsdóttur eru Lilja Nótt Lárus- dóttir, Anna Lísa og Gunnar Rökkvi. b) Berglind, f. 19. apríl 1980, hennar börn eru Ragnheið- ur Kolbrún Har- aldsdóttir og El- ísabet Þóra Árnadóttir. c) Hinrik, f. 18. ágúst 1981, kona hans er Signý Helga Jóhannesdóttir, börn Örn Bragi og Ásta Sif. 2) Guðbjörg Erla, f. 13. nóvember 1953, börn hennar og Friðgeirs Sveins Kristinssonar eru a) Guð- mundur, f. 18. mars 1979, kona hans er Hildur Björk Hafsteins- dóttir, börn þeirra eru Daníel Örn, Kári Steinn og Grímur Orri. b) Margrét, f. 14. ágúst 1982, sambýlismaður Baldur Hrafn Gunnarsson, þeirra börn eru Friðgeir Örn og Gunnar Hrafn. c) Kristinn Örn, f. 7. maí 1985, d. 17. október 2009. 3) Ingibjörg Ólöf, f. 5. ágúst 1955, d. 9. maí 2013. Börn hennar og Loga Ólafssonar eru a) Kristín, Elsku amma Kiddý er látin eftir stutt veikindi. Amma skilur eftir sig frábær- ar minningar um yndislega konu sem vildi öllum það besta. Við komum úr stórri og sam- heldinni fjölskyldu sem hefur átt margar skemmtilegar stund- ir saman. Amma og afi áttu sumarbústað í Vaðnesi þar sem fjölskyldan hefur oft komið saman og átt skemmtilegar stundir. Þegar við vorum yngri dvaldi meirihluti stórfjölskyld- unnar þar yfir verslunarmanna- helgina á hverju ári og við eig- um góðar minningar frá þeim ferðum. Í dag förum við síðan í bústaðinn með börnin okkar og það er alltaf jafn gaman. Nú á seinni árum hefur stór- fjölskyldan, afkomendur ömmu og systra hennar, komið saman og haldið jólaball með öllum börnunum og notið samverunn- ar. Það er gott að rifja upp allar góðu og skemmtilegu stundirn- ar með ömmu og hugsa til þess hversu góð amma og langamma hún var. Amma var ótrúlega þakklát fyrir allt sem við gerð- um. Hún passaði alltaf upp á að okkur börnunum væri ekki kalt og sagði oft og iðulega: „Voða- lega ertu illa klædd/ur, þú verð- ur lasin/n ef þú klæðir þig ekki betur.“ Elsku amma, takk fyrir allt, nú ertu farin á vit nýrra tíma og hittir þar fyrir hann elsku afa okkar. Þín Andrés, Berglind og Hinrik. Elsku amma mín er látin, arf- leifð hennar er mikil og margt mun ég geyma í hjarta mínu. Amma var mér góð fyrir- mynd um siði og hugprýði. Hún var óspör á hrós, hvort heldur það var gagnvart heimilinu eða fjölskyldunni, við töluðum mikið saman í síma og ávallt hrósaði hún mér fyrir dugnað. Amma var gjafmild með eindæmum og gaf það henni mikið að gleðja fjölskyldu sína og vini. Þetta erfði móðir mín heitin frá henni og mun ég hafa þessa kosti í huga í lífi mínu. Amma var fagurkeri fram í fingurgóma, það skipti ekki máli hvað það var; matur, heimilið eða fatnaður. Allt var fallegt og gott. Hún lagði mikið upp úr góðri matseld og bakaði af mik- illi list, og eru uppskriftir henn- ar notaðar enn þann dag í dag við miklar vinsældir. Hún var afar smekkleg og hafði næmt auga fyrir fallegum hlutum og bar heimili hennar og afa þess glöggt merki. Hún nostraði við það og var það ávallt hreint og snyrtilegt. Það var mjög notalegt að koma í heimsókn til þeirra, heimsókn- irnar einkenndust af dekri og hlýleika. Það var oft líflegt í Hlyngerðinu þar sem við frænd- systkinin komum saman og átt- um við ótal margar góðar stund- ir þar. Amma og afi ferðuðust víða um heim og voru þau mjög dug- leg að koma í heimsókn þar sem ég hef búið erlendis, bæði sem barn og fullorðin. Mér er minn- isstæð heimsókn þeirra til Ósló- ar þar sem ég bjó með foreldr- um mínum sem barn, ég var fimm ára og amma fór með mér í Hennes & Mauritz og keypti handa mér bláa og gyllta skó með örlitlum hælum, mikið sem ég var sæl með þá. Amma hafði sjálf unun af því að vera fín og vel til fara, en hún hafði mikinn áhuga á tísku og var ávallt glæsileg og „hæst móðins“. Eftir að hafa stundað nám í Danmörku tileinkuðu amma og afi sér mikið úr danskri menn- ingu og þegar ég flutti til Dan- merkur um aldamótin var ég uppfull af fróðleik um land og þjóð, og má þar helst nefna kon- ungsfjölskylduna. Þau komu síðar oft í heimsókn til okkar fjölskyldunnar til Árósa og Kaupmannahafnar. Í heimsókn- unum gæddum við okkur á góð- um dönskum mat og nutum við þess einnig að keyra um og skoða, enda hafði amma mikið dálæti á bíltúrum. Árið 2007 giftum við Halli okkur í Kaupmannahöfn, það var mikil gleðihelgi og var gam- an að amma og afi skyldu geta komið og tekið þátt í gleðinni með okkur. Á meðal þeirra efstu á gestalistanum í brúðkaupið voru einnig systur ömmu, þær Erla, Bíbí og Addý, en systurn- ar allar eru með skemmtileg- ustu konum sem ég hef kynnst. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með úr fjarlægð hversu þétt systurnar hafa stað- ið saman ásamt dætrum sínum, sérstaklega síðustu árin. Þær hafa verið duglegar að hittast og átt góðar stundir saman. Ég varð snortin þegar að amma lá á dánarbeðinum og þær systur sátu hjá henni og umvöfðu hana ást og umhyggju, betri systur er vart hægt að hugsa sér. Við fráfall ömmu er stórt skarð höggvið í líf okkar til við- bótar við fráfall afa og mömmu, hún var góð og umhyggjusöm amma og langamma. Þeirra allra er sárt saknað en við yljum okkur við góðar minningar. Kristín Logadóttir. Við systkinin vorum svo heppin að alast upp í götunni við hliðina á ömmu og afa og vorum mikið í Hlyngerðinu á okkar yngri árum. Þar fannst okkur gott að vera og það var ávallt tekið á móti manni með mikilli hlýju. Oftar en ekki var Kiddý amma heima þar sem afi vann í apótekinu. Hún bauð okkur upp á normalbrauð og kakómalt á meðan við lásum nýjustu Andr- ésblöðin. Það var alltaf stjanað við okkur og sérstaklega þegar við fengum að gista hjá þeim. Þá var boðið upp á staur og lakkr- ísrör og við fengum að vaka frameftir. Það var gaman að sitja og spjalla við ömmu því að hún hafði mjög ákveðnar skoð- anir og var ekkert af skafa af hlutunum. Sérstaklega var gaman að fylgjast með þeim afa stríða hvort öðru eða frekar afa að stríða henni. Kiddý ömmu var mjög um- hugað um okkur barnabörnin og spurði okkur reglulega hvort okkur væri nokkuð kalt eða hvort við þyrftum að fara á kló- settið. Þá skipti ekki máli hvort það væri hávetur í janúar eða sólskinsdagur um sumar. Þetta gerði hún þrátt fyrir að við vær- um langt komin á þrítugsaldur- inn og höfðum við alltaf mjög gaman af þessu. Nú þegar við kveðjum ömmu minnumst við hennar með mikl- um hlýhug. Við munum sakna hennar og minningarnar um yndislega ömmu lifa um ókomin ár. Guðmundur og Margrét (Mummi og Magga). Kristín Jórunn Magnúsdóttir Elskulegur faðir minn, sonur okkar, sambýlismaður og hálfbróðir, STEFÁN KRISTJÁNSSON skákmeistari, sem lést miðvikudaginn 28. febrúar 2018, verður jarðsunginn frá Neskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 15. mars klukkan 13. Kristján Stefánsson Margrét Stefánsdóttir Kristján Matthíasson Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir Lilja Björk Erlingsdóttir Lára Kristín Óskarsdóttir Anna Margrét Óskarsdóttir Ingunn Erla Kristjánsdóttir Egill Axfjörð Friðgeirsson Matthías Már Kristjánsson og aðrir aðstandendur Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna fráfalls móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐBORGAR FRANKLÍNSDÓTTUR frá Litla-Fjarðarhorni, sem andaðist þann 12. febrúar sl. Útför fór fram frá Siglufjarðarkirkju 24. febrúar sl. og var gerð í kyrrþey að hennar ósk. Þeim sem vildu minnast Guðborgar er bent á Systrafélag Siglufjarðarkirkju, kt. 680499-2849, reikn. 0348-13-300115. Sigurmar K. Albertsson Álfheiður Ingadóttir Guðmundur J. Albertsson Áslaug Traustadóttir Óskar H. Albertsson Aðalheiður Erla Jónsdóttir og fjölskyldur Yndisleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT NORLAND, lést á Landspítala, Fossvogi, fimmtudag 8. mars. Jarðarför auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Kristín Norland, Halla Norland, Jón Norland og Sigríður L. Signarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.