Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 21
efnisins, vann tölfræðilegar grein-
ingar á árangri borana og lagði
mat á ákvarðanatöku í borverkum.
Björn Már vann einnig að úttekt á
skemmdum á fóðringum í háhita-
borholum og greiningu á tilurð
skemmdanna. Síðasta verkefni
hans fólst í úttekt á árangri borana
á lághitasvæðum. Örskömmu áður
en hann fór í ferðina örlagaríku til
Kenía skilaði hann af sér til rýni og
útgáfu viðamikilli skýrslu með nið-
urstöðum þessa verks, vandaðri og
góðri vinnu.
Björn Már var áhugasamur og
athugull jarðhitamaður. Hann var
duglegur að afla sér þekkingar og
ekki síður var hann duglegur að
birta eigin niðurstöður á ráð-
stefnum og í jarðhitatímaritum.
Hann var góður vinnufélagi, með
gott auga fyrir öryggismálum og
boðinn og búinn að ganga í verk og
mælingar sem oft vilja koma upp
með skömmum fyrirvara og þá oft-
ar en ekki utan venjulegs vinnu-
tíma.
Fyrir hönd ÍSOR og samstarfs-
manna Björns Más þar flyt ég föð-
ur hans, Sveinbirni Björnssyni, og
öðrum ástvinum innilegar samúð-
arkveðjur. Blessuð sé minning
Björns Más Sveinbjörnssonar.
Ólafur G. Flóvenz.
Okkur var mjög brugðið þegar
Sveinbjörn hringdi og lét okkur
vita að Björn Már væri látinn. Þeir
feðgar höfðu verið hjá okkur í
heimsókn stuttu áður, þar sem
Björn Már talaði meðal annars um
kærustu sína sem hann átti von á í
frí til Íslands rúmri viku síðar.
Hún hafði fengið inni í framhalds-
námi í háskóla hér á Íslandi næsta
haust. Hana vantaði bara vega-
bréfsáritun, fyrst sem ferðamaður,
en það var í vinnslu. Þegar áritunin
fékkst ekki tók hann skyndi-
ákvörðun og flaug til Kenía. Það
reyndist verða hans síðasta ferð
því hann varð bráðkvaddur þar
tæpri viku síðar.
Björn Már fór ekki hefðbundna
leið í lífinu. Hann fetaði í raun
mjög erfiða slóð í langan tíma áður
en hann komst á beinu brautina.
Hann tókst á við það verkefni að
mennta sig, lauk stúdentsprófi,
tæknifræðinámi og loks meistara-
námi frá Háskólanum í Reykjavík,
þar sem hann tók fyrir verkefni á
sviði jarðhita og bortækni. Það
opnaði honum leið að fleiri verk-
efnum og síðan starfi hjá Íslensk-
um orkurannsóknum – ÍSOR. Þar
var hann mjög ánægður í starfi,
leið vel á góðum vinnustað og var
stoltur af að vera treyst fyrir ýms-
um krefjandi verkefnum. Það var
líka óhætt því hann var bæði vand-
virkur og mikill nákvæmnismaður.
Björn Már var vel gefinn, hann
var prúðmenni, ljúfur í samskipt-
um og umtalsgóður um allt og alla.
Hann var hins vegar frekar lok-
aður og feiminn, hlédrægur og bar
ekki tilfinningar sínar á torg. Eftir
að hann sneri við blaðinu í lífi sínu
tók hann upp heilbrigðan lífsstíl.
Hann hellti sér af miklum krafti út
í líkamsrækt, var mjög vöðvastælt-
ur og vel á sig kominn. Þá var það
honum örugglega mjög dýrmætt
að vera um tíma í sambúð með
góðri konu, þar sem fjölskyldulífið
var í forgrunni.
Þeir feðgar náðu vel saman og
deildu meðal annars sameiginleg-
um áhuga á ýmsum faglegum mál-
efnum. Í Sveinbirni átti Björn Már
alla tíð hinn trausta bakhjarl á
hverju sem gekk. Það var aldrei
neitt sem skyggði á hina föðurlegu
væntumþykju og stuðning. Björn
Már var líka mikill félagsskapur
við föður sinn eftir að Guðlaug féll
frá fyrir um áratug.
Við skiljum ekki hvers vegna
Björn Már var svo óvænt hrifinn á
brott frá ástvinum sínum, einmitt
þegar hamingjan virtist vera
handan við hornið, en verðum þó
að horfast í augu við að okkur er ef
til vill ekki ætlað að skilja allt það
sem gerist í lífinu.
Blessuð sé minning Björns Más
Sveinbjörnssonar.
Þorvaldur og Guðrún.
Raðauglýsingar
Fundir/Mannfagnaðir
Matvæla- og
veitingafélag Íslands
Aðalfundur félagsins verður haldin
miðvikudaginn 14. mars á Stórhöfða 31,
kl. 16:00
Venjuleg aðalfundarstörf.
Formannskjör verður rafrænt frá kl. 12.
mánudegi 12. mars til kl. 12. miðvikudags
14. mars.
Kynning á frambjóðendum á vefsíðu
MATVÍS.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl.
9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um
leikfimina. Útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist
kl. 13 í matsalnum.
Árskógar Smíðastofan er lokuð. Ganga um nágrennið kl. 11. Handa-
vinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinningum kl.
13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur
kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir velkomnir.
S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.
Bústaðakirkja Kvenfélag Bústaðasóknar verður með skemmtifund
kl. 20. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Bústaðakirkju.
Dalbraut 18-20 Brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, Bókabíllinn á
svæðinu kl. 10-10.30, hjúkrunarfræðingur á svæðinu kl. 10-11.30,
Handaband, opin vinnustofa með leiðbeinendum, ókeypis og öllum
opið kl. 10-12, bókaklúbbur um Guðrúnu frá Lundi kl. 10.30, frjáls
spilamennska kl. 13, bókband kl. 13-17, söngstund við píanóið kl.
13.30-14.15, kaffiveitingar kl. 14.30, handavinnuhópur kl. 15-19.
Garðabær Jónshúsi / félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í
Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Vatnsleik-
fimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stóla-
leikfimi Sjálandi kl. 9.50. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Tiffany
námskeið í Kirkjuhvoli kl. 13. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.15.
Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 8.30-16. Útskurður með leið-
beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Postulíshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10 handavinna /
brids kl. 13, jóga kl. 18, félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá
Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur
kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30,
jóga kl. 16 hjá Ragnheiði.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, fleiri velkomnir í
hópinn og postulínsnámskeið hjá Ástu Lilju kl. 9 í Borgum. Ganga
kl. 10 frá Grafarvogskirkju, Borgum og inni í Egilshöll. Félagsvist í
Borgum kl. 13 og prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Tréútskurður kl. 13
á Korpúlfsstöðum og Kóræfing Korpusystkina kl. 16 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja kl.
9-16, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með
leiðbeinanda kl.13-16, samverustund með djákna kl. 14, botsía, spil
og leikir kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.30
og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl.
14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs-
ingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Gler á neðri hæð Félagsheimilisins kl. 13. Leir Skóla-
braut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl.
10.30. Jóga Skólabraut kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleik-
fimi sundlauginni kl. 18.30. ATH. á morgun, ÞRIÐJUDAG, býður
LIONSKLÚBBUR SELTJARNARNESS eldri borgurum í FÉLAGSVIST í
SALNUM á SKÓLABRAUT kl. 19.30. ALLIR VELKOMNIR.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba Gold kl. 10.30 undir stjórn
Tanyu.
Smáauglýsingar
Bækur
Bækur til sölu
Almanak Þjóðvinafélagsins
1875-2006, ib., Vesturfaraskrá,
Nafnaskrá yfir manntal 1845,
Lækjabotnaætt 1-2, Eylenda 1-2,
Vestur-Skaftfellingar 1-4, Britta-
nikka 1966, rautt band , 27 stk.,
Megas, textar ab., 1991, Kenn-
aratal 1-5, Helgakver, Biblía
Reykjavík 1859, Dýralækninga-
bók M.E., Manntal á Íslandi
1703, Íslenskir annálar 1847,
Ættir Austur-Húnvetninga 1-4,
Samanlagt spott og speki, Elías
Mar, Jöklarit, Jón Eyþórsson,
Vorlöng H.S. Kóran eðaTrítlunga-
bók 1938, Súm 1972, Snæfell-
ingaljóð m.k., Það blæðir úr
morgunsárinu, Svafár, Við sundin
blá, T.G. 1925, Apokryfar vísur
1938, Kuml og haugfé.
Upplýsingar í síma
898 9475.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
Video upptökuvél
Glæný og ónotuð Canon EOS
C100 Mark II. Framl: Japan. Upphaf-
legt verð ( 479.900.) Selst á 330.000 .
Vídeó Upptökuvél Canon XA 35.
Stór rafhlaða. Upphaflegt verð
(319.900) . Selst á 200.000 Keyptar í
Nýherja / Origo í Borgartúni 37
Eru með 2 ára ábyrgð. Uppl. í síma:
833-6255 og 899 8325
Ýmislegt
-Þ
Ú
SE
ND
IR
OKK
UR MYND EÐA
TEXTA-
-V
IÐ
PRENTUM Á TATT
O-
PA
PP
ÍR
-
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur
og tek að mér ýmis
smærri verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Vantar þig
rafvirkja?
Þú finnur allt á
FINNA.IS
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á augl@mbl.is
eða hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018
Látin er í Reykjavík systir
okkar, Kristín Jórunn Magnús-
dóttir, eða Kiddý eins og hún
var kölluð.
Kiddý var elst okkar fjögurra
systra og erum við dætur þeirra
sómahjóna Guðbjargar Er-
lendsdóttur og Magnúsar
Pálmasonar sem lengst af starf-
aði hjá Landsbanka Íslands.
Við systur vorum aldar upp á
góðu heimili þar sem ríkti regla
og góðir siðir og hefur það fylgt
okkur síðan. Alla tíð fór vel á
með okkur systrum og vorum
við alltaf mikið saman.
Kiddý var lánsöm í lífinu, átti
góða æsku, hafði ágætis vinnu í
Reykjavíkurapóteki og eignað-
ist yndislegan lífsförunaut,
hann Andrés Guðmundsson lyf-
sala. Andrés lést fyrir fáum ár-
um og var mikil eftirsjá að þeim
góða manni.
Kiddý og Andrés eignuðust
fjögur börn, Örn, Guðbjörgu
Erlu, Ingibjörgu Ólöfu (Ingu
Lóu) og Magnús. Öll hafa þau
eignast stórar fjölskyldur sem
mikill sómi er að. Fjölskyldan
varð fyrir þeirri miklu sorg að
missa Ingu Lóu í blóma lífsins.
Var hún öllum harmdauði.
Hún Kiddý var kát og
skemmtileg kona og þótti gam-
an að skemmta sér í góðra vina
hópi. Ógleymanlegar eru ferð-
irnar í sumarbústaðinn með
fjölskylduklúbbnum og önnur
ferðalög eins og til Kanarí,
London og Trier.
Afkomendum Kiddýjar og
Andrésar sendum við systur og
fjölskyldur okkar samúðar-
kveðjur.
Minningin um yndislega syst-
ur og fallega og góða móður lif-
ir.
Við kveðjum elskulega elstu
systur okkar og þökkum henni
langa og dýrmæta samleið. Veri
hún Guði falin.
Sigurbjörg (Bíbí)
og Erla
Hrafnhildur (Addý).
Í dag kveðjum við móðursyst-
ur okkar með þakklæti fyrir
langa og hlýja samfylgd. Kiddý
var elst fjögurra systra og erum
við systkinin börn Hrafnhildar,
yngstu systurinnar.
Þegar við horfum til baka
minnumst við Kiddýjar með
hlýlegu brosi og birtu í huga.
Margsinnis heimsóttum við þau
hjónin, Kiddýju og Andrés, þar
sem þau bjuggu í Hvassaleiti,
munum vel þegar við fengum
að gista í Grundarlandinu svo
ekki sé minnst á jólaboðin í
Hlyngerðinu. Heimili þeirra
var fallegt og stóð okkur alltaf
opið og þar var alltaf gaman.
Alltaf var tekið vel á móti okk-
ur og ekki fannst okkur verra
að kíkja í „búrið“ þar sem ým-
islegt gómsætt var geymt og
gladdi.
Við munum Kiddýju fyrir að
slá á létta strengi, beina at-
hyglinni að börnunum og passa
að þeim sé sinnt. Ógleymanleg
minning er þegar Kiddý stepp-
aði fyrir okkur ef henni fannst
að eitthvað þyrfti að létta á
okkur brúnina. Gilti þá einu
hvort hún var með svuntuna á
sér eða ekki.
Kiddý og systur hennar eru í
raun fyrirmynd um fallegan
systrakærleika. Þær hafa alla
tíð verið góðar vinkonur og
fylgst vel hver með annarri. Á
allra síðustu árum hafa þær
hist með dætrum sínum og þá
hefur verið glatt á hjalla, söng-
ur og gleði.
Um leið og við þökkum Kid-
dýju samfylgdina öll þessi ár
þökkum við Guði fyrir glað-
væra og góða konu og sendum
fjölskyldunni allri okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Auður, Guðbjörg og
Guðmundur Pálsbörn.
Fleiri minningargreinar
um Kristínu Jórunni Magnús-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.