Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 12

Morgunblaðið - 12.03.2018, Page 12
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt ís- lenskrar menningar sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum 1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkosturinn fer sí- stækkandi og samanstendur að mestu leyti af nytjamunum og/eða skrautmunum. Meðal muna á safninu erstóll úr stáli og beyki,sem Valdimar Harðar-son hannaði árið 1983 og nefndur er Sóley. Á Hönnunarsafni Íslands er stóll- inn skráður með eftirfarandi hætti: Sóley Valdimar Harðarson (1951) Sóley, 1983 Stál, beyki Kusch+Co, Þýskaland/Germany Gjöf frá framleiðandanum 2000     Stóllinn sameinar með frumlegri hugsun og tækniþekkingu bæði stílhreina formbyggingu og nota- gildi en hann má auðveldlega fella saman svo ekkert fari fyrir honum í geymslu. Ólíkt venjulegum felli- stólum sem geta fallið saman þeg- ar setið er í þeim fellur Sóley flöt eftir braut í bakslá svo stálfæturnir renna saman. Stóllinn vakti mikla athygli á sínum tíma og var seldur víða um heim en framleiðslu á hon- um var hætt árið 2003. Sóley var hins vegar sett aftur í framleiðslu áratug síðar, vegna mikillar eftir- spurnar. Íslensk hönnun | Hönnunarsafn Íslands 1983 Stóllinn Sóley eftir Valdimar Harðarson 1957-1962 Hluti af handavinnu í grunnskóla frá árunum 1957-1962. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Sú var tíðin að flestar níu árastelpur hér á landi prjónuðuutan um herðatré og saum-uðu handavinnupoka úr rúð- óttu efni, sem þær skreyttu með út- saumi. Þessar hannyrðir voru ásamt öðrum skyldustykki stúlkna í handa- vinnunámi í barnaskólum landsins í rúma fjóra áratugi, allt frá árinu 1936. Aðeins tíu ára gamlar hekluðu þær – sem og kynslóðir kvenna sem á eftir komu, blúndu úr örfínum þræði og saumuðu hana á koddaver sem þær voru búnar að sauma og skreyta með útsaumi. Í ellefu ára bekk voru skylduverkin svunta og matreiðslu- kappi í stíl. Og raunar saumuðu, prjónuðu og hekluðu þær ýmislegt fleira, mismikil þarfaþing, allt þar til Aðalnámskrá grunnskóla kom út árið 1977 og kvað á um róttækar breyt- ingar. Í takt við nýja tíma. „Kröfur um verktækni sam- kvæmt eldri námskrám höfðu miðað að því að þjálfa stúlkur í öllum al- mennum atriðum handavinnu þannig að þær yrðu sjálfbjarga og gætu sinnt heimili. Með nýju námskránni varð frjálsræðið meira og ríkari áhersla lögð á sköpunarkrafinn auk þess sem kennslan og kröfurnar mið- uðust við getu hvers og eins. Námið var ekki lengur kynjaskipt, strákar fengu – eins og stelpur, kennslu í saumaskap, og stelpurnar í smíðum. Ókosturinn var sá að með breyting- unni fengu stelpurnar færri tíma en áður í hannyrðum og strákarnir sömuleiðis í smíðum. Að sama skapi minnkaði færni nemenda eðlilega í hvoru tveggja,“ segir Sigrún Guð- mundsdóttir, en hún átti hugmyndina að verkefninu Söfnun skólahanda- vinnu í textíl, sem í fyrra fékk styrk frá Jafnréttissjóði Íslands. Muna tímana tvenna Fljótlega eftir að hugmyndin kviknaði fékk Sigrún til liðs við sig nöfnu sína Sigrúnu L. Baldvins- dóttur. Báðar eru textílkennarar, út- skrifaðar úr Kennaraskóla Íslands 1969, og þekkja því býsna vel þann hluta skóla- og menningarsögunnar sem lýtur að handavinnukennslu, eða textílmennt eins og námið er nú kall- að. Sigrún G. kenndi í 35 ár á ýmsum skólastigum og Sigrún B. í 44 ár í grunnskólum. „Síðustu 22 árin í starfi var ég lektor á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hafði meðal annars um- sjón með æfingakennslu kenn- aranemenda í textílmennt, þar sem einungis var rýnt í skrifleg gögn, fyrri námskrár og fleira. Mér datt í hug að sýna þeim eigin skólahanda- vinnu, sem ég hafði geymt, og fann þá hversu kennslan lifnaði við þegar hægt var að handfjatla og rýna í handverkið,“ segir Sigrún, sem í kjöl- farið velti fyrir sér hvað yrði um skólahandavinnu nemenda frá því í gamla daga. „Ég vissi að lítið var til á söfnum og ef ekkert yrði að gert glötuðust áratugir af handverks- og skólasögu kvenna. Hugmyndin gerjaðist í mér þar til ég hætti að vinna og lét til skarar skríða.“ Þær stöllur fóru markvisst að afla gagna og tala við fólk í tengslum við verkefnið í janúar 2015. Við vinn- una kom þeim til góða að Sigrún B. hafði á kennsluferli sínum unnið út- tekt á námsgreininni textílmennt, sem varpaði ljósi á þróun grein- arinnar. Þær reiknuðu með að ljúka vinnunni á fjórum mánuðum, enda var markmiðið upphaflega að safna einungis saman handavinnu grunn- skólanema, skrá helstu upplýsingar og búa til gagnasafn fyrir almenning og rannsakendur. Annað kom á dag- inn. Þær eru enn að því þær enduðu á að safna allri vinnu sem laut að skóla- handavinnu og gera ítarlegar skrán- ingar. Undanfarið hafa þær verið í handrita- og prófarkalestri og ýmiss konar frágangsvinnu. Verkefnið bólgnaði út „Við leituðum til Árbæjarsafns um samstarf og varðveislu munanna. Safnið leggur til grunnaðferðir við skráningu og aðgang að gagna- grunni, en sjálfar greinum við og skráum munina,“ segir Sigrún og vekur jafnframt athygli á að þegar sé byrjað að skrá skólaverkin á sameig- inlegum sagnavef safnanna, sarp- ur.is, sem öllum er aðgengilegur. Hvað varð um rúðóttu handavinnupokana? „Til að stuðla að jafnrétti þarf að þekkja söguna og vita hvernig hlutirnir voru áður,“ segir Sigrún Guð- mundsdóttir, sem ásamt nöfnu sinni, Sigrúnu L. Baldvinsdóttur, hefur haft veg og vanda af verkefninu Söfnun skólahandavinnu í textíl, sem fékk styrk úr Jafnréttissjóði Íslands í fyrra. Markmiðið er að varð- veita þann hluta skóla- og menningarsögunnar sem lýtur að handavinnukennslu í áranna rás . Nöfnur Sigrún L. Baldvins- dóttir, t.v., og Sigrún Guð- mundsdóttir, sem átti hug- myndina að verkefninu. Eitt skylduverkefnið vantar tilfinnanlega í skólasafnið en það er blússa sem stelpur í 12 ára bekk saumuðu á ár- unum 1950-1970. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. MARS 2018 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Heilsumamman heldur námskeið í gerð sælgætis sem er bæði hollt og gott, næringarríkt, sykurlítið og syk- urlaust kl. 17-20 miðvikudaginn 14. mars í Spírunni, Garðheimum, Stekkjarbakka 8. Á námskeiðinu búa þátttakendur til og fá að smakka alls konar nammi sem gefur orku og kraft í amstri dagsins. Boðið verður upp á hress- ingu við komu svo enginn byrji svang- ur og allir fara með nammipoka með sér heim. Unnið verður í 4-5 manna hópum. Börn á aldrinum 10-18 ára eru velkomin og greiða þau lægra gjald en fullorðnir. Nánari upplýsingar og skráning á Facebook: Næringarríkt nammi. Nammi Næringarríkt sælgæti. Hollt nammi með Heilsumömmu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.