Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.03.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Umræðu um lækkun kosningaald- urs til sveitarstjórnarkosninga í 16 ár var frestað á Alþingi í gær- kvöldi. Flutningsmenn frumvarps- ins voru úr öllum flokkum sem eiga sæti á þingi. Í greinargerð með frumvarpinu er áætlað að nærri 9.000 manns bætist við á kjörskrá í vor. Þar er því einnig haldið fram að dræm og dvínandi þátttaka ungs fólks í kosningum sé víða staðreynd og talið að lækkun kosningaaldurs muni auka stjórnmálaáhuga og þátttöku ungs fólks. Deilt um gildistímann á þingi Frumvarpið hlaut mikinn stuðn- ing í annarri umræðu í fyrradag. Fyrsta grein þess, sem snýr að lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár, var samþykkt með 40 atkvæð- um gegn einu. Níu þingmenn greiddu ekki atkvæði og tíu voru fjarstaddir. Önnur grein frum- varpsins, sem fjallar um gildistöku, var samþykkt með nokkru minni stuðningi og varð gildistíminn deilumál gærdagsins. Tvær breyt- ingatillögur voru felldar í annarri umræðu, sem kváðu annars vegar á um að lögin tækju gildi 1. janúar 2019 og hins vegar 2020. Frumvarpið gerir ráð fyrir að lögin öðlist þegar gildi og þar með geti 16 ára ungmenni kosið í sveit- arstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Miðflokksins, sagði nauð- synlegt að vanda betur til verka og tryggja þyrfti betri kynningu og fræðslu fyrir ungmenni áður en þau gengju að kjörborðinu. Brynj- ar Níelsson, þingmaður Sjálfstæð- isflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, lýstu einnig yfir áhyggjum af fram- kvæmdinni og hve knappur tími væri til kosninga. Þeir bentu á að hægt yrði að greiða atkvæði utan kjörfundar í sveitarstjórnarkosn- ingunum á næstu vikum. Bryndís Haraldsdóttir, þingmað- ur Sjálfstæðisflokksins, studdi frumvarpið og taldi það mikilvægt þroskaferli að ala börn upp í sam- félagsrýni. Hún benti einnig á þá staðreynd að börn nýta sér þjón- ustu sveitarfélaganna allt frá skólastigi yfir í félagsmiðstöðvar. Stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga sendi frá sér frétta- tilkynningu í gær þar sem ekki var tekin efnisleg afstaða til breyting- arinnar en sambandið taldi var- hugavert að samþykkja breytingar á lögum um kosningar þegar um tveir mánuðir eru til kosninga. Stjórn sambandsins vísaði til leið- beininga frá Evrópuráðinu þar sem kæmi fram að stöðugleiki væri mikilvægur varðandi kosninga- löggjöf og telur ráðið að stjórnvöld eigi að starfa út frá þeirri megin- reglu að ekki séu gerðar meirihátt- ar breytingar á kosningalögum þegar minna en eitt ár er til kosn- inga. Ráðuneytið lýsir áhyggjum Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd óskaði eftir viðbótarsjónarmiðum frá dómsmálaráðuneytinu í gær og sendi lagaskrifstofa dómsmálaráðu- neytisins nefndinni bréf þar sem lýst var yfir áhyggjum af því hve skammur tími væri til kosninga. Á fyrri fundi ráðuneytisins í nefnd- inni var því komið á framfæri að nauðsynlegt væri að kynna þessar breytingar vel og sérstaklega þeim sem fá kosningarétt samkvæmt frumvarpinu. „Á þeim tímapunkti þegar fulltrúar ráðuneytisins mættu hjá nefndinni hefði verið unnt að bregðast við umræddum breyt- ingum með kynningu á breyting- unum þótt sá tími sem þá var til kosninga væri að mati ráðuneyt- isins mjög skammur og hætta á að ekki væri nægilega vel staðið að undirbúningi breytinganna. Nú eru liðnar fimm vikur frá þessum fundi. Til viðbótar við áhyggjur okkar af því að kynna þarf breyt- ingarnar vel fyrir væntanlegum kjósendum koma áhyggjur okkar af því að framkvæmd kosninganna verði teflt í tvísýnu, verði gerðar svona grundvallarbreytingar á kosningalögunum svo skömmu fyr- ir kosningar,“ segir í bréfi dóms- málaráðuneytisins. Fordæmi sótt til Evrópu Verði þessi breyting á kosninga- aldri að veruleika fetar Ísland í fótspor fjölda Evrópuríkja. Aust- urríki var fyrsta landið til að stíga skref í þessa átt með lækkun kosn- ingaaldurs í 16 ár í öllum kosn- ingum árið 2007 og lækkaði kjör- gengisaldurinn þar einnig niður í 18 ár að undanskildu kjörgengi til forseta, sem er 35 ár, eins og á Ís- landi. Ungmenni á vinnumarkaði í löndum á Balkanskaganum; Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu og Svart- fjallalandi, fá kosningarétt 16 ára. Í Eistlandi og Möltu var 16 ára aldurstakmark í sveitarstjórnar- kosningum nýverið samþykkt. Kosningaréttur til þingkosninga á bresku sjálfstjórnarsvæðunum Mön, Jersey og Guernsey er einnig 16 ár. Kosningaaldur til héraðs- og sveitarstjórnarkosninga hefur verið lækkaður í 16 ár í nokkrum Evr- ópulöndum, þ.á m. í Noregi þar sem slíku var komið á í tilrauna- skyni í 20 sveitarfélögum. Réttindi ungmenna á Íslandi Meðal þess sem rætt var á þinginu var hvort samræma ætti betur þau réttindi sem ungmenni fá eftir aldri og miða frekar við einn aldur fyrir þau öll. Brynjar velti því meðal annars upp hvort lögræðisaldur ætti frekar að vera 17 eða 16 ár. Á Íslandi mega 16 ára ungmenni skrá sig í ungliðahreyfingar stjórn- málaflokka og eru sjálfstæðir þjón- ustuþegnar innan heilbrigðiskerf- isins. Er 16 ára ungmennum einnig frjálst að skrá sig í og úr trúfélögum. Þau fá úthlutað skatt- kort frá ríkisskattstjóra og borga fullan skatt af launum sínum. 16 ára unglingur borgar iðgjald af tekjum í lífeyrissjóð og á rétt á ör- orku- og atvinnuleysisbótum. 16 ára ungmenni eru hins vegar ekki fjárráða og geta því ekki stofnað til skuldar. Þegar börn verða 18 ára gömul verða þau lögráða og fjárráða. Kosningaréttur til alþing- iskosninga er einnig bundinn við 18 ára aldur, samkvæmt 33. gr. stjórnarskrár. Þyrfti því stjórnar- skrárbreytingu ef lækka ætti kosningaaldurinn til alþingiskosn- inga til samræmis við kosninga- réttinn til sveitarstjórnarkosninga. Ungmenni sem hafa náð 18 ára aldri geta einnig gengið í hjóna- band eða staðfest samvist sam- kvæmt hjúskaparlögum. Áfengis- kaupaaldur er hins vegar bundinn við 20 ár en í áfengislögum eru ákvæði til bráðabirgða þar sem dómsmálaráðherra er falið að skipa nefnd sem á að skoða hvort lækka eigi þann aldur niður í 18 ár. Óvíst um lækkun kosningaaldurs  Þriðju umræðu um frumvarp til breytingar á kosningarétti við sveitarstjórnarkosningar var frestað í gær  Framkvæmd og gildistími er deilumál  Dómsmálaráðuneytið og sveitarfélögin lýstu yfir áhyggjum Morgunblaðið/Eggert Kosningar 2018 Miklar umræður áttu sér stað á Alþingi í gær þegar tekist var á um hvort leyfa ætti 16 ára ungmennum að kjósa í kosningunum í vor. Réttindi eftir aldri Heimild: Umboðsmaður barna og Althingi.is 15 ára 16 ára 17 ára 18 ára 20 ára 25 ára 35 ára ✔ Sakhæfisald- ur. Getur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.* ✔ Ökuréttindi til að aka léttu bifhjóli sem nær allt að 50 km hraða. ✔ Sjálfstæður aðili í barnaverndar- máli. ✔ Kynferðislegur lágmarksaldur skv. almennum hegningarlögum. ? Kosn- inga- réttur til sveitarstjórnar- kosninga.** ✔ Skólaskyldu lýkur. ✔ Mega hefja ökunám (æfingaakstur) og taka próf á dráttarvél. ✔ Mega ákveða eigið trúfélag eða segja sig úr því. ✔ Mega skrá sig í ungliðahreyf- ingu stjórn- málaflokks. ✔ Færð skattkort frá ríkisskattstjóra og borgar fullan skatt af launum. Greiðir iðgjald af tekjum í lífeyrssjóð og átt rétt á örorku- og atvinnuleysisbótum ásamt slysabótum úr almannatryggingakerf- inu ef viðkomandi slas- ast við íþróttaiðkun. ✔ Mátt taka bílpróf eða próf á bifhjól. ✔ Mátt stunda áhugaköfun að upp- fyltum skilyrðum um menntun, heilbrigði og hæfni. ✔ Lögráða, sjálf ráða og fjárráða. Ræður búsetu og mátt stofna til skulda. ✔ Framfærslu- skyldu foreldra lýkur. ✔ Mátt ganga í hjónaband/ staðfesta samvistir. ✔ Kosn- inga- réttur til Alþingis. ✔ Tóbaks kaupa- aldur. ✔ Áfengis- kaupa- aldur. ✔ Mátt eiga og nota skotvopn. ✔ Leyfi til að ættleiða börn yngri en 18 ára*** ✔ Kjör- gengi til forseta. *sérreglur gilda um afbrot unglinga til 18 ára aldurs ***Mátt vera 20 ára ef sérstak- lega stendur á **Ef slíkt verður samþykkt á Alþingi Rakel Sól Pétursdóttir, sem varð 16 ára í vikunni og situr í ráðgjafarhópi hjá Umboðs- manni barna, segist í samtali við Morgunblaðið ekki hlynnt því að lækka kosningaaldurinn í 16 ár. „Persónulega finnst mér þetta fáránlegt og eiga að vera við 18 ára aldurinn vegna þess að ég tel að 16 ára ein- staklingar hafi ekki skilning á þessu ennþá, allavega fæstir þeirra,“ segir Rakel. Hún telur að mörg ungmenni á hennar aldri muni kjósa það sama og foreldrar þeirra og segir að krakkar sem eru enn í grunnskóla eigi að fá tækifæri til að mynda sér eigin skoðanir í stað þess að „herma eftir“ foreldrum sínum. Spurð hvort þetta hafi verið rætt meðal vina hennar og vin- kvenna segir hún að þau hafi rætt þetta sín á milli. „Já, ég hef talað við bæði vinkonur mínar í bekknum og strák í skólanum og þau eru sammála mér um að þetta ætti að vera 18 ára. Sumir vita auðvitað alveg hvað þau vilja en svo eru hinir, meirihlutinn, sem vita því miður voða lítið og skólinn sjálfur er lítið að fræða okk- ur.“ Rakel sagðist að sjálfsögðu myndu nýta kosningaréttinn og kjósa ef til þess kæmi. Morgunblaðið ræddi einnig við Söru Mjöll Smáradóttur, 17 ára. Hún tók í sama streng og Rakel og sagðist myndu nýta kosninga- réttinn ef til þess kæmi. Hún sagðist óákveðin í því hvað hún myndi kjósa en myndi kynna sér málefnin og flokkana vel á þeim knappa tíma sem er til kosninga. Spurð um afstöðu til lækkunar kosningaaldursins sagðist hún ekki hafa neina sérstaka skoðun á því hvort leyfa ætti 16 ára ungmennum að kjósa eða ekki. Fái tækifæri til að mynda eigin skoðanir Rakel Sól Pétursdóttir Sara Mjöll Smáradóttir Sumargleði í Portorož sp ör eh f. Sumar 10 Náttúran í kringum Bled vatn er með sanni hrífandi fögur og lætur engan ósnortinn. Í ferðinni siglum við m.a. út í eyjuna Blejski Otok, skoðum Postojna dropasteinshellana og heimsækjum tvær af perlum Slóveníu, þorpin Izola og Piran. 23. júní - 2. júlí Fararstjóri: Íris Sveinsdóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 212.600 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS Mjög mikið innifalið!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.