Morgunblaðið - 24.03.2018, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal
Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sunnudaginn 25. mars kl.14:
Leiðsögn með sérfræðingi Ljósmyndasafns Íslands
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld
Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi.
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Sunnudagsleiðsögn 25. mars kl. 14. Bára Kristinsdóttir leiðir gesti
um sýninguna Elina Brotherus - Leikreglur.
ELINA BROTHERUS - LEIKREGLUR 16.2. - 24.6.2018
KORRIRÓ OG DILLIDÓ 2.2. - 29.4.2018
- Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR 7.4.2017 - 31.12.2019 - Valin verk úr safneign
ORKA 14.9. - 29.4.2018
Sýning á vídeóinnsetningunni Orka eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR - ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 13.5.2018
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 29.04.2018
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Hér á sýningunni má sjá ákveðið ferli
og í því er greinilegur tími,“ segir Jó-
hanna Kristbjörg Sigurðardóttir
myndlistarkona þegar hún gerir hlé
á uppsetningu viðamikillar sýningar
sinnar á efri hæð Hafnarborgar.
Sýninguna kallar hún Margoft við
sjáum og margoft við sjáum aftur og
verður hún opnuð í dag, laugardag,
kl. 15, um leið og sýningin á verkum
Jóns Axels Björnssonar á neðri hæð-
inni.
Jóhanna Kristbjörg segir að elstu
verkin á sýningu hennar séu frá
árinu 2013. „Þau eru þéttari og fók-
useraðri en nýrri verkin, og litirnir
aðeins jarðbundnari. Frá þeim fær-
um við okkur hingað inn í aðalsalinn
og erum þá komin með skúlptúra
líka. Málverkin fóru að leysast upp í
skúlptúra að hluta.
Ég byrjaði sem málari, var svo
komin út í að gera samtímis skúlp-
túra, og mynda samtal þar á milli.
Næst kom „Blue Wave – A Move-
ment“, innsetningin þarna í horninu.
Upprunalega var ég líka með gjörn-
ing í henni en nú eru þetta málverk,
vídeó og skúlptúrar – og allt fór að
opnast. Ég fór að stíga meira inn í
verkin.
Og það hefur haldið áfram og hér á
veggnum eru nýjustu verkin…“
– …og máluð að hluta á vegginn.
„Nákvæmlega. Fyrir mér er mál-
verkið eins og íhugun, það er hug-
rænt ástand, ákveðið flæði, en skúlp-
túrarnir eru hinsvegar mjög
líkamlegir. Þar er maður í allt öðru
samtali með líkamanum; þeir verða
svolítið eins og karakterar.“
– Þetta eru mikð abstrakt form.
Líturðu á þig sem abstrakt listamann
sem er í samtali við eldri abstrakt-
hreyfingar?
„Ég kemst aldrei hjá því samtali
en ég er samt alltaf ég sjálf að gera
það sem flæðir gegnum mig. Í dag
kemur þetta allt saman í ljóðrænu;
það sem má sjá hér salnum er bara
ákveðið tungumál.
Abstraktið er eins og nammi, það
kemur eins og gotterí sem birtist
manni óvænt.“
Jóhanna Kristbjörg lauk MA-
gráðu í Belgíu árið 2013 og frekara
framhaldsnámi þar í landi 2015. Hún
er á mála hjá galleríi í Antwerpen.
„Arkitektúr í Belgíu hefur haft
mikil áhrif á mig,“ segir hún. „Hann
er margþættari en hér en líka klass-
ískur og mjög formrænn. Ég tók svo
blámann með mér út héðan, blái lit-
urinn hefur alltaf fylgt mér, er mín
tenging í fjöllin og hafið. Ég var hér
heima í heilt ár, 2016, og þá fór ég allt
í einu að nota grænan! Sá blái fær
samt að vera líka með, er þessi mys-
tík sem leggst yfir…“
– Er gott að vinna í Belgíu?
„Já, það er gott og til dæmis er
auðvelt að nálgast ýmislegt sem mað-
ur þarf í verkin. Svo er senan lífleg í
Antwerpen. Við íslensku listamenn-
irnir sjö sem þar búum stofnuðum
ABC Klubhuis, nýtt sýningarrými
þar sem við bjóðum listamönnum að
sýna. Við erum virkir þátttakendur í
listasenunni og það er gaman.
Það er frábært að fá að setja upp
þessa sýningu hér, með bæði verkum
sem ég hef sýnt áður – og sum þurfti
að fá lánuð – og mörgum nýjum.
Þetta er líka mín stærsta sýning til
þessa…
Nýjustu verkin eru enn í farvegi
en þannig vinn ég, er alltaf á minni
leið og ekkert stopp.“
„Abstraktið er eins og nammi“
Sýning á verkum Jóhönnu Krist-
bjargar Sigurðardóttur í Hafnarborg
Morgunblaðið/Einar Falur
Í ljóðrænu „Ég er alltaf á minni leið og ekkert stopp,“ segir Jóhanna Kristbjörg. Hún vinnur hér að uppsetningu eins af
nýjustu skúlptúrunum á sýningunni í Hafnarborg en á henni eru fjölbreytileg verk hennar frá síðustu fimm árum.
Stóru myndirnar eru frá 2016 og
voru ekki hugsaðar sérstaklega fyrir
þessa sýningu, en hin málverkin
gerði ég í fyrra og vatnslitamynd-
irnar eru svo splunkunýjar, hugs-
aðar með hinum hér inn,“ segir Jón
Axel Björnsson um sýninguna sem
hann hefur sett upp í Sverrissal á
neðri hæð Hafnarborgar. Hún verð-
ur opnuð í dag klukkan 15.
Jón Axel hefur haldið markvisst
áfram að þróa og vinna úr mynd-
heimi sínum, allar götur síðan hann
var einn af þeim málurum sem
sprungu út í hinum mikla krafti sem
fylgdi nýja málverkinu á níunda ára-
tug liðinnar aldar. Hér eru flenni-
stór málverk og önnur minni; mynd-
ir sem sverja sig í hans einstæða
myndheim forma og lita þar sem
hlutar af mannverum birtast.
„Ég stilli upp einföldum kombina-
sjónum í litum sem formum en verk-
in eru alltaf um manninn, um fígúr-
una,“ segir Jón Axel. Hann kallar
sýninguna Afstæði og segir umfjöll-
unarefnið vera mannlega tilvist.
„Það er ekki hægt að segja að
þeta séu trúarlegar myndir, eins og
ég sagði einhverntíma í gamla daga
og einhverjir flissa enn yfir – en það
var þó fullt af trúarlegum táknum í
elstu myndunum, stórir krossar og
uppbygging sem vísaði til þess. En
þótt þessi sýning sé ekki trúarleg þá
fjalla verkin á sinn hátt um trú og
hvernig maðurinn velkist andspænis
trúarlegum og siðferðislegum hug-
myndum. Í þessum verkum eru
vissulega mörg trúarleg tákn, lita,
forma og hluta, þau fara inn í haus-
inn á mér annað slagið. Og þau eru
persónuleg.“
– Í öllum verkunum eru hlutar af
mannverum og svo tákn eins og eld-
ur og tungl, og hafa merkingu?
„Já, öll uppröðun í myndunum
hefur ákveðna merkingu. Það er
ekki hægt að taka neitt eitt atriði úr
án þess að þær verði máttlausar.
Ég get ekki ætlast til þess að fólk
geti lesið táknin á sama hátt og ég,
hver upplifir verkin á sínum for-
sendum, en ég vona að myndirnar
beri í sér einhverja hleðslu sem fólk
skynjar. Eins og Hrafnhildur Haga-
lín sagði einhverntíma: skynjist en
skiljist ekki …
Það er ekki hægt að skilja lífið
einum skilningi.
Ég hef alltaf borið mikla virðingu
fyrir hinum ýmsu ólíku þáttum í
myndlist, eins og þeim formræna,
dekoratífa, og inntakinu, en það er
sífelld glíma að sameina þetta allt á
einum fleti, í einum ramma.“
– Þú tekur þitt sjónræna tungu-
mál sífellt lengra, það er kunnuglegt
og nýtt í senn.
„Ja, umfjöllunarerfið er það sama
en mannleg tilvist er býsna víðfeðmt
og breitt svið, er það ekki?“ segir
Jón Axel brosandi. „Ég vil gjarnan
að hún skiljist á einhvern hátt til-
finningin sem fer í verkin; þetta er
ekki bara dekoratíft heldur fara líka
í verkin hugmyndir, ástand og skoð-
un. Það getur enginn gert verk án
þess að leggja af sér persónulega og
tilfinningalega, ég held það sé ekki
hægt.“ efi@mbl.is
„Víðfeðmt og breitt svið“
Jón Axel Björnsson sýnir ný myndverk í Sverrissal
Morgunblaðið/Einar Falur
Málarinn „Ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir hinum ýmsu ólíku þáttum í myndlist, eins og þeim formræna,
dekoratífa, og inntakinu, en það er sífelld glíma að sameina þetta allt á einum fleti, í einum ramma,“ segir Jón Axel.