Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 30

Morgunblaðið - 24.03.2018, Page 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018 Allt útlit er fyrir æsispenn-andi lokasprett áskor-endamótsins í skák semnú stendur yfir í Berlín, en Bandaríkjamaðurinn Fabiano Caruana heldur hálfs vinnings for- ystu á Aserann Shakhriyar Mamed- yarov þegar fjórar umferðir eru eftir. Átta skákmenn unnu sér rétt til þátttöku í áskorendamótinu og tefla þeir tvöfalda umferð. Fyrsta sætið skiptir öllu máli, því að sigur- vegarinn vinnur réttinn til að skora á heimsmeistarann Magnús Carl- sen í einvígi um heimsmeistaratit- ilinn sem mun hefjast í London 9. nóvember næstkomandi. Staðan eftir jafnteflisskák efstu manna á fimmtudaginn er þessi: 1. Caruana 6½ v. (af 10) 2. Mamedyarov 6 v. 3. Grischuk 5½ v. 4.-5. Karjakin og Ding 5 v. 6. Kram- nik 4½ v. 7. So 4 v. 8. Aronjan 3½ v. Þar sem Elo-stigamunur á kepp- endum er sáralítill og varla mark- tækur virtust allir keppendur eiga sigurmöguleika við upphaf móts. Armenar, sem eignuðust heims- meistara árið 1963 þegar Tigran Petrosjan vann Mikhael Botvinnik 12½:9½ í Moskvu, hafa lengi alið þá von í brjósti að Aronjan myndi feta í fótspor níunda heimsmeistarans. Aronjan hefur hins vegar ekki náð sér á strik; hann situr einn í neðsta sæti og á enga möguleika á sigri. Vladimir Kramnik fékk 2½ vinn- ing úr fyrstu þrem skákunum en hreppti þá mikinn mótbyr, tapaði fjórum skákum en vann þó aftur í 10. umferð. Kínverjinn Ding hefur gert jafntefli í öllum tíu skákum sínum. Sergei Karjakin vann síð- asta áskorendamót en er ekki lík- legur til að ná þeim frábæra enda- spretti sem honum er nauðsynlegur og einungis Alexander Grischuk virðist geta blandað sér í baráttu Caruana og Mamedyarovs um sig- urinn. Hvað samsetningu keppendalista mótsins varðar er það að segja að manni finnst að Vachier-Lagrave og Nakamura ættu að vera þarna. Það er eins og Rússarnir nái alltaf að fjölmenna eftir einhverju reglu- verki sem virðist henta þeim vel. Þó hafa þeir fyrir löngu glatað forystu- hlutverki sínu í skákheiminum. Fjölmargar skemmtilegar skákir hafa séð dagsins ljós en stórbrotinn sigur Kramniks yfir Aronjan ber af öðrum: Áskorendamótið í Berlín 2018; 2. umferð: Levon Aronjan – Vladimir Kramnik Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 Rf6 4. d3 Bc5 5. Bxc6 dxc6 6. 0-0 De7 7. h3 Hg8! „Þetta er bara eins og Benóný sé að tefla,“ sagði Jón L. Árnason um þennan frumlega hróksleik. Svartur er þess albúinn að ráðast fram með g-peðið eins og Benóný gerði oft í spænska leiknum. 8. Kh1 Rh5 9. c3 g5 10. Rxe5 g4! Annar bráðsnjall leikur sem bygg- ist á hugmyndinni 12. hxg4 Dh4+ 13. Kg1 Rg3! og mátar á h1. 11. d4 Bd6 12. g3 Bxe5 13. dxe5 Dxe5 14. Dd4 De7 15. h4 c5 16. Dc4 Be6 17. Db5 c6 18. Da4 f5! Herjar á hvítu reitina, 19. exf5 má svara með 19. … Rxg3+! t.d. 20. fxg3 Bd5+ 21. Kg1 De2 og mátar. 19. Bg5 Hxg5! Vitaskuld kýs hann hraðann og frumkvæðið. 20. hxg5 f4! 21. Dd1 Hd8 22. Dc1 fxg3 23. Ra3 Hd3 24. Hd1 Reynir að spyrna við fótum en slagkrafturinn í næsta leik Kram- niks er mikill. 24. … Bd5! 25. f3 gxf3 26. exd5 De2! Leyfir leppun drottningarinnar. Hugmyndin skýrist strax í næsta leik. 27. He1 g2+! Glæsilegur lokahnykkur. Nú er 28. Kh2 (28. Kg1 strandar á 28. … f2+) svarað með 28. … g1(D)+! 29. Kxg1 f2+ og vinnur. Aronjan gafst upp. Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Caruana líklegasti áskor- andi Magnúsar Carlsen Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Fabiano Caruana Líklegastur til að verða áskorandi Magnúsar Carlsen. Bandaríkjamaðurinn er hér að tafli á Reykjavíkurskákmótinu 2012. Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Talið er að yfir þrjú hundruð þúsund íbúar Bandaríkjanna og Kan- ada séu af íslenskum ættum. Tímabil hinna miklu þjóðflutninga til Norður- Ameríku er jafnan talið vera frá 1870 til 1914 og áætlað að um fimmti hver Ís- lendingur hafi þá flust vestur. Allt frá 1996 þegar Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað hefur hver atburðurinn rekið annan til eflingar samskipta Íslendinga við Bandaríkja- og Kanadamenn af ís- lenskum ættum. Ört vaxandi áhugi er hér á landi á að þekkja sögu þeirra ættingja sem fluttu til Ameríku, bæði þeirra sem löngu eru gengnir og hinna sem enn eru á lífi. Að sama skapi breið- ist út áhugi afkomenda íslenskra land- nema vestra á að kynnast uppruna sín- um ekki aðeins ættfræðinni heldur einnig lífi, sögu og staðháttum forfeðr- anna sem yfirgáfu gamla landið. Almennt er talið vestra að eitt stærsta skrefið, á seinni árum, við að efla tengslin við Ísland og auka meðvit- und um íslenskan uppruna hafi verið tekið árið 1999 þegar hleypt var af stokkunum svokölluðu Snorraverkefni. Snorraverkefnið er þríþætt, ungmenni frá N-Ameríku koma til Íslands og dvelja hér í sex vikur, fá fræðslu um land og sögu, ferðast um og hitta ætt- ingja sína. Þessi ungmenni hafa heim komin sannarlega sett mark sitt á sam- félagið og félagsstarf í íslensku byggð- unum í Vesturheimi. Í öðru lagi fara ís- lensk ungmenni vestur þar sem þau dvelja í góðu yfirlæti og eiga samskipti við ættingja þar. Þriðji hópurinn innan Snorraverkefnisins er fólk frá N- Ameríku, komið yfir þrítugt sem kem- ur hingað til að fræðast, sjá landið og hitta ættingja. Hægt er að telja fjölmargt annað sem gert er til að efla tengslin milli Ís- lendinga og fólks af íslenskum ættum í N-Ameríku en nú hin seinni ár hefur ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hefur á þessum samskiptum að sjálfs- eignarstofnunin „Icelandic Roots“ hef- ur boðið stóraukna þjónustu við að veita upplýsingar um sögu og ættfræði vesturfaranna. Upphafið má rekja til gagnagrunns sem Hálfdan Helgason byggði upp og Sunna Furstenau festi kaup á og tók við fyrir fjórum árum. Í gagnagrunninum eru nöfn fólks sem hefur flust búferlum frá Íslandi. Verið er að setja inn á vefinn nákvæm- ar GPS-upplýsingar um staðinn/ bæinn/bújörðina sem fólkið fór frá og hvert það flutti. Þá er skrá yfir afkom- endurna hvar sem þeir eru nið- urkomnir. Allar upplýsingar um fólkið eru sannprófaðar áður en þær eru birt- ar á vefnum og að sjálfsögðu farið í öllu að lögum. Undanfarin 20 ár hef ég heimsótt flestar landnáms- byggðir Íslendinga í Kanada og Bandaríkj- unum og kynnst þar fjölda fólks af íslenskum ættum. Einnig hef ég verið fararstjóri margra íslenskra hópa sem hafa heimsótt þessar byggð- ir. Það er einstök upp- lifun þegar gestir frá Ís- landi hitta ættingja fyrir vestan í fyrsta sinn fyrir tilstilli Icelandic Roots. Þá er mjög áhrifamikið að taka þátt í gleðinni þegar afkomendur íslenskra land- nema koma hingað til lands forfeðr- anna og hitta skyldmenni sín sem þeir fundu á vefnum. Vefurinn icelandicroots.com er rek- inn án hagnaðarsjónarmiða. Auk ætt- fræðiþjónustunnar sem er aðalverk- efni vefjarins veitir Icelandic Roots styrki til þátttakenda í Snorraverk- efninu sem vinnur að skiptiheimsókn- um ungmenna frá Íslandi og N- Ameríku eins og áður segir. Enn fremur hefur Icelandic Roots stutt við þáttttöku barna af íslenskum ættum í vikudvöl í íslenskum sumarbúðum (Icelandic Camp) í Gimli og veitt námsstyrki til íslenskunáms við Há- skóla Íslands. Námskeið Icelandic Roots Dagana 10. – 12. apríl nk. verður námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem ættfræðivef- urinn Icelandic Roots verður kynntur ítarlega. Aðalkennari verður Sunna Furstenau, höfundur og hugmynda- fræðingur ættfræðivefjarins og með henni verður íslenskumælandi aðstoð- arfólk sem greiðir úr spurningum sem upp kunna að koma. Hér er kjörið tækifæri til að læra að kanna á eigin spýtur ættir og sögu vesturfaranna, afkomenda þeirra og skyldleika þeirra við bæði núlifandi og látna Íslendinga. Vefurinn er lifandi og nýjum upplýsingum er daglega bætt inn á hann. Þátttakendur í nám- skeiðinu þurfa ekki að vera þraut- þjálfaðir tölvunotendur, áhugi er í raun allt sem þarf. Snemmskráningu á námskeiðið lýkur 31. mars nk. Sjá: www.endurmenntun.is/namskeid Rætur á Íslandi Eftir Almar Grímsson » Ört vaxandi áhugi er hér á landi á að þekkja sögu ættingja sem fluttu til Ameríku, bæði þeirra sem löngu eru gengnir og hinna sem enn eru á lífi. Almar Grímsson Höfundur er er áhugamaður um auk- in tengsl Íslands við afkomendur ís- lenskra landnema í Vesturheimi almar1604@gmail.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.