Morgunblaðið - 24.03.2018, Side 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MARS 2018
Smáratorgi 1, Kópavogi, s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
afsláttur
boxum, skúffum...
20%
af Port-Bag töskum,TILB
OÐ
Örn Þórðarson húsasmíðameistari á 60 ára afmæli í dag. Hanná Trésmiðjuna Ölur ásamt bróður sínum, Hrafni húsgagna-smíðameistara, en þeir stofnuðu hana fyrir 31 ári.
„Við erum í innréttingum og sérsmíðum. Við erum með flottar
vélar sem geta gert nánast hvað sem er.“ Ölur sá til dæmis um all-
ar innréttingar í menningarhúsinu Hofi. „Við höfum aðallega ein-
beitt okkur að heimamarkaði, þótt við höfum fengið verkefni víða á
landinu.“
Örn er Akureyringur í húð og hár og hefur alltaf búið þar fyrir
utan eitt ár í Reykjavík. Hann er Þórsari og fylgist með íþróttum
en stundaði sjálfur mest skíði. „Annars er það vinnan og fjöl-
skyldan sem er aðaláhugamál, ég hef einbeitt mér alveg að smíð-
unum, ekki öðru handverki. Smíðarnar eru yfirdrifið nóg.
Kona Arnar er Ingibjörg Eyjólfsdóttir grunnskólakennari og
starfar í Lundarskóla. Synir þeirra eru Davíð, viðskiptafræðingur í
Reykjavík, Eyþór, sem er að ljúka vélaverkfræði í Karlsruhe í
Þýskalandi, og Kári, í MS-námi í lyfjafræði við Háskólann í Kaup-
mannahöfn. Barnabörnin eru orðin tvö.
„Við ákváðum að eyða helginni í Kaupmannahöfn með yngsta
syni okkar, en hann býr á Norðurbrú. Við erum hérna í ískulda, en
hitinn er nánast við frostmark,“ sagði Örn Þórðarson húsasmíða-
meistari þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Hann ætlar að
taka því rólega í dag og fara út að borða í kvöld.
Skírn Örn og Ingibjörg ásamt Davíð, Arminu Ileu og Eyjólfi sl. sumar.
Fagnar deginum
í Kaupmannahöfn
Örn Þórðarson er sextugur í dag
H
alla Halldórsdóttir
fæddist í Bjargi,
Grundargötu 8 í
Grundarfirði 25.3.
1948 og ólst upp í
Grunarfirði. Hún lauk landsprófi frá
Gagnfræðaskóla Stykkishólms, var
einn vetur í Kennaraskóla Íslands,
hóf síðar nám við Ljóðsmæðraskóla
Íslands 1968, útskrifaðist 1970 og
lauk hjúkrunarfræðinámi frá Hjúkr-
unarskóla Íslands 1973, settist aftur
á skólabekk í hjúkrunarfræði og þá
við HÍ, árið 1998, og lauk BSc-prófi
2003, og lauk síðar meistaranámi í
lýðheilsufræði (MPH) 2010 og dip-
lómu í kennslufræði frá HR.
Eftir námið við Kennaraskólann
vann Halla nokkra mánuði á hrepps-
skrifstofu Eyrarsveitar í Grundar-
firði, og hjá Sparisjóði Grundar-
fjarðar. Hún var síðan „aupair“
stúlka á Englands í tæpt ár og starf-
aði um skeið á sjúkrahúsi í Englandi.
Eftir nám við Hjúkrunarskólann
starfaði Halla á Borgarspítala og
Landspítala, lengst af á kvennadeild
Landspítalans. Fjölskyldan dvaldi í
Kaupmannahöfn 1977-79 en þar var
Halla ljósmóðir og hjúkrunarfræð-
ingur á Herlev-sjúkrahúsi. Hún
starfaði síðan á kvennadeild Land-
spítalans til 1980, kenndi við Hjúkr-
unarskóla Íslands frá 1981 og síðan
við Nýja hjúkrunarskólann þar sem
hún var kennslustjóri í hjúkrunar-
námi fyrir ljósmæður til 1986. Hún
hafði síðan umsjón með öryggistæki
fyrir eldri borgara „litli lífvörðurinn“,
á vegum Öryggismiðstöðvarinnar
Vara í eitt ár.
Halla var deildarstjóri á sængur-
kvennadeild 22-B 1987-98.
Að loknu BSc-námi við HÍ starfaði
Halla á sýkingavarnadeild Landspít-
alans og hafði þar yfirumsjón með
kvennadeild og Barnaspítala.
Halla var bæjarfulltrúi í Kópavogi
Halla Halldórsdóttir, ljósmóðir og lýðheilsufræðingur – 70 ára
Kátar konur Halla með Sólrúnu systur, Lilju dóttur hennar, Ernu tengdadóttur og Freyju Vilborgu, dóttur Höllu.
Hefur starfað að heilbrigð-
is- og félagsmálum í 50 ár
Hjónin Halla og Þórarinn spóka sig
í göngutúr í Vancouver í Kanada.
Bifröst Katla Ísold Ívars-
dóttir fæddist 24. mars
2017 kl. 20.04 og á því eins
árs afmæli í dag. Hún vó
2.678 g og var 47 cm löng.
Foreldrar hennar eru Amy
Ósk Ómarsdóttir Hentze og
Ívar Örn Bergsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.